Meiriháttar roast beef samloka

Allt of góður matardagur. Það er svoleiðis dekrað við átvaglið að annað eins hefur ekki sést í langan tíma! Mín langþráða roast beef loka. Óalmáttugurherregudogallirenglarnir! Bjó hana til klukkan 06:00 í morgun með hellisbúaglampann í augunum.

Roast beef, dijon/honey dijon, rauðlaukur, tómatar og kál

Þessi hádegismatur toppar allt! Algerlega allt. Gróft brauð, ég notaði Fitty, dijon sinnep smá honey dijon, kál, KJÖT, tómatur, smátt skorinn rauðlaukur... ohmn! Sinnepið með rauðlauknum með pipruðu kjötinu = himneskt!

Roast beef, dijon/honey dijon, rauðlaukur, tómatar og kál

Ef einhverntíman hefur vottað fyrir grænmetisætu í skrokknum á mér, þá hvarf hún með öllu af yfirborði jarðar á meðan þessi loka var gleypt! Ég held ég hafi meira að segja urrað smá þegar samstarfsfólkið mitt kom of nálægt á meðan áti stóð! Roast beef-ið var fullkomið. Meyrt, safaríkt - keypti það hjá kjöthöllinni.

Besta roast beef loka fyrr og síðar

Eftirmiðdagurinn samanstóð svo af kanil-epla og valhnetu kalkúnasalati! Allt skorið smátt, sett í ílát og hitað í örbylgju þangað til eplin voru orðin heit og smá mjúk. Afskaplega bragðgott og áferðaglatt en ferlegt að mynda. Þið verðið því bara að ímynda ykkur dýrðina... ef þið getið það - ég get ekki hætt að horfa á þessar roast beef myndir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta look-ar eins og svona "True Blood"-loka

Dossa (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 13:00

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Fyrsti bitinn var líka í vampírustíl! Ef hægt er að bíta samlokur á háls - þá var þessi bitin á háls!

Elín Helga Egilsdóttir, 23.9.2009 kl. 14:06

3 identicon

Heyrðu ég gerði svona steikarsamloku úr þessu (aðeins óhollara en þín útgáfa - ristaði brauðið aðeins, smá sinnep, bernais, steiktir sveppir og ostur og loooaads af meat og inn í ofn í 5 mín svo ostur og sósa hitni aðeins) og vááá.. maginn í mér er enn í áfalli eftir nautnina! Djöfuls snilld er þetta roastbeef. Mátt endilega benda á meiri svona sniðuglegheit!

Erna (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 09:46

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Úhhhgh.. þín hljómar ekki síðri! Steikarloka með meiru. Roast beef = !

Elín Helga Egilsdóttir, 24.9.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband