22.9.2009 | 15:08
Meiriháttar roast beef samloka
Allt of góður matardagur. Það er svoleiðis dekrað við átvaglið að annað eins hefur ekki sést í langan tíma! Mín langþráða roast beef loka. Óalmáttugurherregudogallirenglarnir! Bjó hana til klukkan 06:00 í morgun með hellisbúaglampann í augunum.
Þessi hádegismatur toppar allt! Algerlega allt. Gróft brauð, ég notaði Fitty, dijon sinnep smá honey dijon, kál, KJÖT, tómatur, smátt skorinn rauðlaukur... ohmn! Sinnepið með rauðlauknum með pipruðu kjötinu = himneskt!
Ef einhverntíman hefur vottað fyrir grænmetisætu í skrokknum á mér, þá hvarf hún með öllu af yfirborði jarðar á meðan þessi loka var gleypt! Ég held ég hafi meira að segja urrað smá þegar samstarfsfólkið mitt kom of nálægt á meðan áti stóð! Roast beef-ið var fullkomið. Meyrt, safaríkt - keypti það hjá kjöthöllinni.
Eftirmiðdagurinn samanstóð svo af kanil-epla og valhnetu kalkúnasalati! Allt skorið smátt, sett í ílát og hitað í örbylgju þangað til eplin voru orðin heit og smá mjúk. Afskaplega bragðgott og áferðaglatt en ferlegt að mynda. Þið verðið því bara að ímynda ykkur dýrðina... ef þið getið það - ég get ekki hætt að horfa á þessar roast beef myndir!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Kjöt, Ragga Nagli, Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 10:25 | Facebook
Athugasemdir
Þetta look-ar eins og svona "True Blood"-loka
Dossa (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 13:00
Fyrsti bitinn var líka í vampírustíl! Ef hægt er að bíta samlokur á háls - þá var þessi bitin á háls!
Elín Helga Egilsdóttir, 23.9.2009 kl. 14:06
Heyrðu ég gerði svona steikarsamloku úr þessu (aðeins óhollara en þín útgáfa - ristaði brauðið aðeins, smá sinnep, bernais, steiktir sveppir og ostur og loooaads af meat og inn í ofn í 5 mín svo ostur og sósa hitni aðeins) og vááá.. maginn í mér er enn í áfalli eftir nautnina! Djöfuls snilld er þetta roastbeef. Mátt endilega benda á meiri svona sniðuglegheit!
Erna (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 09:46
Úhhhgh.. þín hljómar ekki síðri! Steikarloka með meiru. Roast beef = !
Elín Helga Egilsdóttir, 24.9.2009 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.