27.6.2009 | 13:46
Portobello pizza
Já... ekkert nema risastór fylltur sveppur! Þessi pottlok eru jafn stór og andlitið á mér!
Hreinsa með smá vatni og þerra. Taka stilk í burtu ásamt svarta krumsinu (sem ég man ekki hvað heitir ákkúrat núna) og stilla ofn á 180 - 200 gráður, grill.
Pensla sveppinn með smá olíu, setja sveppinn á bökunarpappír, toppinn upp, og inn í ofn, 5 mínútur. Snúa þá dýrinu við og grilla í 2 mínútur. Taka sveppinn út úr ofninum.
Setja pizzasósu, pastasósu, salsasósu... ef vill, ofan í sveppinn...
...og raða því áleggi ofan á sem vill. Svissaður rauð-, skallot og hvítlaukur, kalamata ólívur, sólþurrkaður tómatur og paprika.
Ég bætti líka við 1/2 kjúklingabringu sem ég steikti upp úr smá olíu, saltaði og pipraði.
Toppaði með osti, tómötum og oregano.
Aftur inn í ofn með sveppinn, grilla þangað til osturinn byrjar að bubbla og sveppurinn mjúkur. Mætti líka grilla hann á útigrilli.
Óbeibí - nahaaam! Grillaður portobello pizza sveppur! Woohoo!
Ég er alveg að fíla það að fylla grænmeti af gumsi! Þetta var gott... svakalega gott.
Geri þessar elskur pottþétt aftur! Pizza og 0% samviskubit! Óje!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Kjúklingur/Kalkúnn, Kvöldmatur | Breytt 23.9.2010 kl. 21:30 | Facebook
Athugasemdir
Snilldar hugmynd
Bryndís R (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 13:54
Æðislega fínt - ábyggilega meiriháttar að grilla á útigrilli
Elín Helga Egilsdóttir, 27.6.2009 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.