23.9.2010 | 14:36
Þrjár víddir í 618
Þar hafið þið það.
618 pistlar sem ég hef pistlað inn á þetta blogg frá upphafi. Hvað eru margir stafir í því?
Ætla að leggjast í skipulagsvinnu við tækifæri og flokka hvern pistil niður í flokk "Hafragrautur, eftir æfingu, fyrir æfingu, interval....".
Vonda við þetta er að ég þarf að fara fram og til baka í kerfinu, fæ ekki alla pistla upp á einfaldan og krúttaralega hátt. Sem er hálfgert rassgat...
...já, ég sagði rassgat!
(_I_)
En gaman að brjóta pistlagreyin aðeins niður. Sjáum hvort mér endist ævin í þetta.
Ágætis át var þó að eiga sér stað rétt í þessu.
Heyyyy! Ekkert svona...
...ég sagði að það hefði verið að eiga sér stað!
Kanilte í svínabolla! Það er enn að eiga sér stað!
Bjútíbombur til að bæta þriðju víddinni í eftirmiðdagsátið.
Þær áttu sér líka stað fyrir stuttu síðan.
Fiskur í kvöld. Fiskiprins-fiskur. Það er gleðin einar.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Millimál | Facebook
Athugasemdir
Öss sagðir rassgat :O haha hlakka til að sjá síðuna niðurflokkaða.
En vá ekkert smá æðislegur bolli :D
Harpa Sif (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 14:50
Þessi bolli er bestur! Svo er (_I_) á svíninu á hinni hliðinni ;)
Elín Helga Egilsdóttir, 23.9.2010 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.