Þreytt, sveitt og besti fiskrétturinn

Er ekki alveg nógu sátt við þetta myndaleysi! Ojæja, dæli þeim inn engu að síður og vona það besta!

Fór í fylgd með móður í rækt seinnipartinn í gær, tók þar smá maga og SS brennslu á meðan hún einkaþjálfaðist og lét pína sig.

Mætti reyndar enginn þjálfari svo hún tók sig til og sá ansi vel um píningarnar sjálf! Ánægð með hana!!

Sökum þess svaf ég til eilífðar í morgun og lét interval bíða til kvöldsins. Var svo ægilega spræk eftir vinnu að ég tók einn Garðabæjarskokkhring í góða veðrinu. Hæg sigling til að dreifa huganum.

Bætti tímann minn um 5 mínútur - jah... síðan í sumar. En 5 mínútur engu að síður.

Eftir hlaupið var ég enn assgoti spræk svo ég ákvað að taka þessa æfingu í prufu!

Guð minn góður. Ég hélt ég myndi drepast gott fólk. Ég þarf greinilega að bæta mig í þolinu! Eftir 3 umferðir var ég másandi og hvásandi og stynjandi yfir því að eiga ekki nema 12 eftir! Kræst!

Í áttundu umferð fækkaði ég hoppunum í 20, tók samt síðustu 3 umferðir af fullum krafti og 30 hoppum.

Get nú ekki sagt að ég taki mig jafn vel út og ungfrú Brjóstgóð. Burtséð frá því, hvort ég taki mig vel út eður ei... þetta tók vel á!

húha

Arbeygjustöðulabb

Ein armbeygja

Rass upp í loft

Sveitt! Sveitt... dauðir fætur! Kræst!

Sviiiti

Eftirátaksþreyta

Gymbossinn stendur fyrir sínu

Er annars að borða þetta núna. Án efa besti fiskréttur sem ég hef smakkað. Allir sem hafa borðað hann eru á sama máli - meira að segja þeir sem borða ekki fisk eða borða bara fisk með steiktum lauk, kartöflum og smjeri!

Hachala þorskréttur

Besti... fiskréttur... hérnamegin... Alpafjallanna!

"Æfingaplan" á morgun, dagurinn var aðeins fljótari að líða en ég gerði ráð fyrir, og fínu fréttirnar þurfa aðeins að bíða... djísús! Ég er uppfull af allskonar lygimáli!

Ég biðst afsökunarforláts!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oooooohhh ég sé engar myndir

Hulda (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 23:34

2 identicon

Ekki ég heldur....

Margrét (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 05:08

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Yess! Loksins... mynahallæri á enda.

Elín Helga Egilsdóttir, 17.9.2010 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband