11.8.2010 | 12:40
Miðvikudagur til matarboðs
Svona lítur upphandleggurinn á mér stundum út. Útbíaður í allskonar tækjum og tólum. Nauðsynlegum tólum þó. Annað til að halda geðheilsunni, hitt til að halda mér við efnið.
15 umferðir, 2 interval hringir. Annar 10 sek (hvíldin), hinn 50 sek (átak). Þrjár umferðir af eftirfarandi, gefa 15 mínútna ofurátök. Eins margar endurtekningar og þú getur í hverju setti og gefa ALLT sem þú átt í þetta, helst þannig að skrokkurinn sé búinn eftirá.
15 mínútur gott fólk. Það hafa allir 15 mínútur.
- Froskur, hoppa yfir bekk, froskur. (11, 9, 8)
- Hallandi armbeygjur með fótakreppum til hliðar til skiptis. (7, 6, 5)
- Liggja á baki með lóð upp frá bringu og standa upp, án þess að nota hendur. Halda lóðum fyrir ofan höfuð allan tímann og leggjast svo niður. (3, 2, 2) - dauði!
- Uppstig á ská, hægri, með lóðum. (22, 18, 20)
- Uppstig á ská, vinstri, með lóðum. (22, 19, 20)
Var sein fyrir í morgun og lét mér nægja þetta kvekendi eftir interval. Hreint prótein, jarðaber, hörfræ og hafrar. Hef ekki fengið mér prótein í duftformi í afskaplega, afskaplega langan tíma. Mikið svaðalega er grauturinn, nú eða skyr, gleðilegra til átu.
Hádegismaturinn var hvorki meira né minna en teriakyleginn lax, mikið af ofurgrænmeti og án efa besta avocado hérnamegin Esjunnar. Vá, óguð vá hvað þetta var ákkúrat það sem mig langaði í.
*Hamingja*
"Ákkúrat það sem mig langaði í" hamingja. Gott að fá þig aftur.
Ómægod!
Matarboðshittingur með uppáhalds fólkinu mínu í kvöld.
Lambalundir a la Erna og Jens, Ristað brauð a la Egill, Marsipan Mascarpone ostakaka a la moi og notalegar stundir með litlu strumpunum sem bæst hafa í hópinn. Yndislega fínt alveg hreint.
Fyrsta skipti sem við náum að hittast öll í sumar. Magnað.
*tilhlökkunartryllingsdansmeðskrúfuogeinustappi*
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hádegismatur, Interval | Breytt 24.9.2010 kl. 21:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.