Óguð... ég dey!

Lyftingar og Bootcamp eru ekki... það sama!

Ónei!

Lyftingar og Bootcamp fara eflaust saman að einhverju leiti, ýta undir eiginleika hvors annars og getu einstaklingsins til að takast á við æfingarnar, en guð minn góður... að vera ofurlyftingakappi vs. ofur Bootcamp antilópa -> engin miskunn hvernig sem þú lítur á málið. Samtvinnað, og þú breytist eflaust í grískan guð.

Eins og yfirbugaður fettmúli sniglast ég áfram á síðasta andardrætti. Heilinn heldur þó að skrokkurinn sé til í tuskið. Líklegast er það banananum að kenna sem ég kokgleypti 5 mínútum fyrir æfingu. Vegna þessa sé ég sjálfa mig fyrir mér valhoppandi á grænu engi fullu af fiðrildum og regnbogum, en reyndin er aldeilis önnur - lungun emja, fæturnir gráta. Eins og önd á svelli hlunkast ég áfram, slefandi með tilheyrandi búkhljóðum. Másandi búrhveli stútfullt af rækju! Mínum Ástralíumjúka rassi reyni ég að drösla í átt að portinu þar sem hlaupið hafðist og einbeita mér að önduninni. Ég ranghvolfi augunum og hvæsi hástöfum, tel mér trú um að tvískipti tónninn í andardrættinum sé með eðlilegasta móti. Ég hljóma samt eins og stíflað trompet. Loks sé ég glitta í portið *tilhlökkunartryllingsspenningur*. Ég þykist gefa í en það stoðar víst lítið. Útlimirnirnir sveiflast óviðráðanlega í allar áttir og ég rétt næ að halda höfði. Ekki ósvipað hrossaflugu í vindi! Ég gæti ekki einusinni klórað mér á nefinu án þess að eiga í þeirri hættu að pota úr mér augað - fínhreyfingarnar eru horfnar. Ég slengist í átt að portinu góða eins og ormur einfætti. Það virðist vanta í mig öll bein. Kærkomin hvíld í nánd og hjartað verður örlítið hamingjusamara. Þvílík endemis andskotans gleði sem það verður að klára þennan viðbjóð. Hlaupið endaði ég guðdómlega. Líkt og stungin í bakið með samúræjasverði hrundi ég á hnén og slengdist í jörðina með einkennilegu skvamphljóði. Lungun tæmdust af lofti, frá mér kom eitt hávært fnas í bland við ískur sem gaf mér svona líka fínt blóðbragð í munninn. SIGUR! Ég komst alla leið! HAHH BOOTCAMP... ÉG VINN!

"ALLIR INN Í SAL -> 20 FROSKAR MEÐ HOPPI, 20 ARMBEYGJUR, 20 SIT UPS OG 4 FERÐIR Í STIGANUM. ENDURTAKA 5 SINNUM. ÞIÐ FÁIÐ 10 MÍNÚTUR TIL AÐ KLÁRA ÞETTA - EF ÞIÐ NÁIÐ EKKI AÐ KLÁRA ÞURFA ALLIR AÐ TAKA 500 METRA RÓÐUR OG BYRJA HRINGINN UPP Á NÝTT...."

Óguð! Crying

Jah. Þetta er kannski ekki alveg jafn dramatískt og ungfrúin lýsir, en ég hef sagt það áður og segi það enn, þol og átvögl eiga litla samleið. Sérstaklega ef átvalið heitir Elín! Hef þar af leiðandi alltaf veigrað mér við hlaupum, jú, af því mér reynist það óyfirstíganlega erfitt. En ekki lengur, segir hún með miklum tilþrifum, setur hendur á mjaðmir og sveigir höfuðið svo langt aftur að það rignir beinustu leið upp í ranann á henni!

Nýjir tímar, nýjar áskoranir - byggja upp almennt þol, vöðvaþol í bland við styrk. Búin að taka ansi góðan hring í þessu ræktar- og lyftingaststússi öllusaman og alltaf jafn skemmtilegt að breyta til. Ég krumpast aftur í lóðin þegar það byrjar að dimma. Nýjasta markmiðið - að ná þrekprófinu!

2007 -> Franska kjallarabollan - tékk!

2007/2008 -> Mjónan, brennslutímabilið - tékk!

2008/2009 -> Laga ónýtt brennslukerfi - tékk!

2009/2010 -> Kött, móta/massa, rífa vel í járnið, lægsta fitu % hingað til - tékk!

2010 -> Svindlið, ultratone - tékk!

2010 -> Ástralía, kom mér niður á jörðina aftur og skrokknum á miðlínuna - tékk!

2010 -> Almennt úthald, þol og styrkur, antilópusyndrome - in progress!

Tala svo um að vita ekki í hvorn fótinn á að stíga! Fólkið mitt - þegar þið byrjið að rækta ykkur, ef þið hafið aldrei farið áður, ekki hika, ekki bíða en verið búin að setja ykkur raunsæ markmið og reynið að kynna ykkur málið örlítið áður en lagt er af stað. Jafnvel finna ykkur góðan einkaþjálfara.

Kannski maður þurfi að reka sig á vitleysurnar í þessu til að sjá að sér og læra, en ef ég hefði nú bara vitað 2007 það sem ég veit í dag varðandi t.d. mat og æfingar, þá hefði ég getað sparað mér mikinn tíma í koddagrát, batteríislausar æfingar og staðnanir. Munið bara að þið eruð ekki að gera þetta fyrir neinn nema ykkur sjálf sem innlegg á framtíðarreikninginn. Það segir enginn að þið þurfið að vera með kúlurass sem brýtur hnetur til að vera ofur og jú, þið megið alveg borða kökur!

Verið kát í eigin skinni. Ef ykkur líður vel þá er markmiðinu náð, ef ekki, standið þá upp ekki seinna en í dag og takið fyrsta skrefið. Hreyfing og góðar matarvenjur fylgja yfirleitt í kjölfarið og tilfinningin er stórkostleg, sama hvar þið eruð stödd líkamlega/andlega. Það er bara bónus. Eins og Nóakropp á ís!

Ég fór til dæmis Ástralíu og át á mig auka 5% ftu... það var gooooooott! Cool

Halelújah, preis ðe lord...

Ahh já... best að gleyma ekki -> þetta er svo það sem ég borðaði í kvöldmat í dag!

Salsasúpa og salat

Mmhmmm

Le spoon

Og þetta er það sem maturinn skildi eftir sig! Fallegt ekki satt? Ég held það ætli að reyna að ná heimsyfirráðum! Ég skírði það Ramon!

ramon 

Kryddlegin hjörtu - klikka ekki! 

Bootcamp, er að fílaða.

Brosið fyrir mig Smile

Nótt í hausinn á ykkur, eða eins og Ás'búðingar' segja - Natten Skratten!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

BWAAAAHAHAHAHAAAAAAA..... díííses kræææst!

Meira svona! Þvílík snilld.

Og þessi mynd Ella - þessi mynd er glæst!

Rannveig (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 00:31

2 identicon

ooooh ég elska svona bootcamp og Crossfit..... það er bara  gaman og kemur manni endalaust á óvart :) Gaman gaman að vera eins og G.I. Jane....

Hulda (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 02:45

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Rannveig: Þetta er með betri myndum! Er að spá í að setja hana í vegabréfið mitt! ;)

Hulda: Alveg sammála! Tíminn líður líka hratt og þú ert á háa C-inu allan tímann. Lovit.

Elín Helga Egilsdóttir, 29.6.2010 kl. 06:04

4 identicon

Bara afþví ég er svo leiðinleg   ...það er árið 2010 núna! ekki 2009

Rut R. (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 10:07

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Bwaahahahaaha.... kræst. Ég ætti kannski bara að láta þetta standa í pistlinum! Týndi heilu ári - það er nokkuð vel af sér vikið.

Elín Helga Egilsdóttir, 29.6.2010 kl. 10:09

6 identicon

Hahaha... Ég elska þessa síðu svo mikið! Líka svo gaman að sjá hvað þú ert upplífgandi og skemmtilegur karakter. Svo lífsglöð. Mikil hvatning.

Færð 10 prik fyrir Ramon. Ég hló mig máttlausa.

Brynja (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 17:49

7 identicon

Endalaus fyndin frásögn:) ég allavega hló mig máttlausa, gat algjörlega séð sjálfa mig fyrir mér í þessari aðstöðu:)

Gerður (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 18:32

8 identicon

vá hvað ég var farin að sakna þess að lesa skemmtilegu bloggin þín :):)good to have you back..... mate.. :)

p.s þekkir mig ekki :)

Sylvía (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 22:45

9 identicon

Gott að fá þig aftur - þú ert til fyrirmyndar ;) Búin að sakna færslnanna....

Unnur (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 23:14

10 identicon

Almáttur stelpa, þú átt að skrifa bækur!!! Þú ert fyndasti penni ever!!! Gott að fá þig aftur :-)

Hafdís (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband