Færsluflokkur: Matur og drykkur
18.4.2011 | 10:15
Lóan er komin
Ég heyrði í henni áðan. Fyrsta Lóan mín þetta árið.
Lóan = sumar? Var það ekki annars? Sumar, sól, hiti, sól, sól, hiti... sumar, gras... Lóan gott fólk!!!
KOMM'OOOOOOOOOOON!!!
Hvað er að gerast eiginlega með þessa grautmygluðu veðráttu? Hvers eigum við lendingar íss að gjalda? Þetta er alveg til að gera mann gráhærðan og kiðfættan með meiru.
Jæja, við eigum heima á Íslandi. Það segir sig svolítið sjálft. Veðurguðirnir hafa dekrað aðeins of mikið við okkur síðustu ár, erum orðin ofalin-fordekruð hitabeltisdýr. Hvar er víkingablóðið... ha? Það vita náttúrulega allir að víkingar böðuðu sig uppúr snjósköflum, átu grýlukerti í hádegismat og prumpuðu hagli.
Horfum á björtu hliðarnar og hættum að væla, eða, ölluheldur, ungfrú... hættu að væla.
Done and done!
Hellirinn minn er loks að taka á sig mynd, guði sé lof og dýrð í hellafræðum og almennri tiltekt. Alveg sem það er ömmi ömurlegi að flytja og fara í gegnum allar þær draslskúffur sem á vegi verða. Þær fjölga sér gott fólk. Og nei, ekki nóg með að þær fjölgi sér heldur eru þær gæddar þeim magnaða eiginleika að neyða eiganda til að róta í sér... ef ske kynni að falinn fjarsjóður, síðan á miðöldum, sé fastur á milli kvittana, notaðra battería og penna.
Ég lét samt ekki undan, þó svo draslsafnarinn hið innra kallaði stíft. Lokaði augunum, dröslaði skúffunum, sem æptu og vein..tu?, upp að ruslatunnunni og sturtaði úr þeim svellköld, með steindautt draslaraskúffuhjarta, og hló svo illkvittnislega út í tómið að verknaði loknum!
"BWAAAAAHAHAHAHAAAAAAA....."
Manninum sem varð vitni að þessu athæfi, í daglega hundagöngutúrnum sínum, var ekki rótt því hann tók stóran sveig framhjá átvaglinu. HAHH.... ég vinn samt! Þó svo þessi litli "sigur" minn sé jafn eftirtektarverður, og merkilegur, og þegar fiðrildi fær gæsahúð.
Jæja, síðustu dagar samanteknir í myndum. Málið má hvíla sig héðanaf... nóg hef ég tuðað í dag.
Svona borðar flytjandi fólk.
Fallegt... ekki satt?
Ég heimsótti kokk í kokkaeldhús!
Fann hræódýrar möndlur + HRÆÓDÝR Chia fræ í Kosti!
Möndlur = 1.4 kg. tæp á 2300 krónur. Munar ekki nema 300 kalli, reynar, en engu að síður.
Sama stærð af CHIA pakka og er í heilsubúðum en kostnaður bara 1/4! 1200 kall fyrir 450 gr., sem er þónokkuð frábært miðað við 4000 kr.+ á öðrum stöðum.
Ahhh... gamli vin!
Og bara svo þið vitð, þá nota ég sveðjuna þarna í bakgrunn til að smyrja próteinbúðingnum á hrískökuna. Dugar ekkert minna.
Ég er mjög góð í að leggja.
Það er að sjálfsögðu best að keyra alveg inn í húsið... og fara svo út úr bílnum... ef ske kynni að það byrjaði að snjóa.
Snowflakes are falling on my head... dúbbídúbb!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.4.2011 | 09:12
Sárar kinnar
Mikið sem rassinn fær nú stundum að kenna á því blessaður. Hnébeygjur. Móðir allra lappa-, rassa ofuræfinga.
Æji hvað ég ölska svona æfingar. Hnébeygjur, réttstöðulyftur, framstig, planka, upphífur og vabeha.
Fæturnir hafa samt verið kátari. Það vottar fyrir töluverðum skjálfta og ég veit, ég veit jafn vel og ég elska það að borða graut, hvað harðsperrurnar á morgun eiga eftir að stuðla að hægagangi, uppsetu erfiðleikum og kvíðahnút í maga í hvert sinn sem ég fer á klósettið!
Já, ég sagði það. Sjáið fegurðina nú fyrir ykkur!
Ef ég væri partur af hóp, sem af einhverjum ástæðum væri verið að elta af ljóni... því hver veit, kannski... kemur ljón... þú veist, vappandi inn í vinnu á morgun... þá væri ég bestaðasti besti vinur allra í hópnum.
Grautur fyrir æfingu í morgun. Klassíski óbrigðuli, ekki svo fallegi, með kanil-, kakó og kaffiblöndu ásamt dass af Engilbert.
HRÆRA
Hámark eftir æfingu, sökum óundirbúnings, og beint upp í vinnu í einn kaffi. Við mér blasti fjall af vínberjum. Bókstaflega. Þvílíka berjahrúgu hef ég ekki augum litið í langan tíma. Hún var svo stórkostleg að ég þurfti að festa hana á mynd!
Núna, þegar ég hugsa til baka, er ég ekki alveg viss um af hverju mér þótti þetta svona stórkostlega magnað og yfirskilvitslega æðislegt.
Eftiræfingumóða? Double rainbow syndrome?
Ahhh!
Fyrsti kaffibolli dagsins... með Everestvínber í baksýn. Ég segi ykkur það, kaffi númer eitt er svoleiðis hamingja og gleði fyrir öll skilningarvit. Mikið sem ég elska ákkúrat þetta móment á morgnana.
Hey!
Munið þið eftir því þegar ég flutti síðast? Hvernig ég flutti síðast?
Ef ekki... þá er hér upprifjun!
Ég endurtók leikinn í gær!
Fékk Bankann lánaðan á nýjan leik.
Hér er fagröðunarmanneskja á ferð. Fagmanneskja... með meiru!
Fagmanneskja segi ég!
BIBLÍAN GOTT FÓLK!
Ef ykkur vantar að flytja eitthvað þá tek 250 kall á tímann, 150 kall ef eitthvað:
- rispast
- brotnar
- bráðnar
- hverfur
Ég er enn netlaus.
Bú á það!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2011 | 13:02
Laus við net
Krybbur í millimál? Einhver?
Útlandafari snýr aftur og sökum þess er nammi að finna í eldhúsinu! Skondið hvernig fólki, sem hættir sér út fyrir landsteinana, virðist vera skylt að koma með eitthvað handa hinum sem eftir sitja. Nammi, gjafir. "Bíddu, varstu ekki að koma frá útlöndum? Ertu ekki með nammi? Eitthvað? Ekkert? Ertu sálarlaus???"
Þetta virðist vera óskrifuð regla í mörgum tilfellum. Af hverju hef ég ekki hugmynd um...
Nammi dagsins voru gullfallegar M&M kúlur ásamt krybbum í hæsta gæðaflokki.
Smekklegt!
Kurteisin einar að taka fram næringargildi per skammt af krybbum og já... ég borðaði eina.
Eða, ég borðaði nákæmlega þessa.
Eins og að bíta í poppkorn. Ekki það ég ég vilji vera að raða krybbum í andlitið á mér. Spurning um að útbúa krybbugraut?
En netleysi gott fólk. Ein af aukaverkunum flutninga. Gott eða slæmt?
Eins og rafmagn, og leysi við það, þá er magnað hvað netið er orðinn stór partur af... ALHEIMINUM.
"Ahh, ekkert net... no worries, ég hlusta bara á tónlist á youtube... eða... nei... finn uppskrift... hmm... mbl, skoða bara, uuu, BLOGGA... eða... andsk... ÉG VEIT... geri 8 min abs...
...ahh for helvede. Alveg rétt. Vidjóið er á youtube!"
Nobody panick!! Ég reddess'u með því að:
- Flytja, bera, raða, koma fyrir, selja, brjóta saman, þvo, stússast, drekka kaffi, flytja meira, þvo meira, raða meira og raða aðeins meira
- Teikna eins og vindurinn, þegar ég er ekki að raða eða raða meira
- Lesa, þegar ég er ekki að teikna eins og vindurinn
- Gera eitthvað menningarlegt eins og að sitja á kaffihúsi og segja "Mmmyyeeees", fara í leikhús, tala um rauðvín og krepputengda hluti
En hver nennir því?
Í alvöru? Kreppa? Ég gæti dáið úr leiðindum. "Úhh...omg... fluga...."
Jæja, hádegiskjúklingasalatsmatur bíður mín. Sjáum hvort ég verði jafn netlaus í kvöld og ég var í gærkveldi.
Ef ekki... þá sjáumst við í kvöld!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2011 | 11:44
Hver bað um þessa veðráttu?
Þrumur og eldingar!! Snjór og fok og rok og fjúk og for helvedes bara!
Já nei takk. Það er amk komið nóg af snjó... bestu þakkir fyrir kærlega og amen. Mikið, mikið meira en nóg! Fuss. Ég held ég þurfi að taka fram dansgallann og reyna að særa fram gula monthausinn. Það fer alveg með sumarhlakkarann að sjá grillið breikdansa út á svölum eina stundina og svo þakið snjó hina!
*sumarfnaaaaaas*
Grautur í morgunsárið, Hleðsla eftir púl. Ómyndað sökum hamagangs og græðgi.
Ég biðst forláts.
Æfing dagsins var tækluð með miklum látum... bókstaflega. Nokkuð gleðileg uppákoma í miðri hnébeygju, að fá eitt stykki þrumu í kjölfar svaðalegrar eldingar. Þrátt fyrir óþol mitt á þessari veðráttu þá var geypilega hressandi að fá þetta svona beint í æð.
Hmm... ég tek þetta til baka. Það hefði verið mjög svo óhressandi að fá þetta beint í æðina. Hélt samt fyrst að það væri einhver að taka myndir inn í sal þangað til þrumudýrið ákvað að stela senunni. Nokkuð magnað verð ég að segja. Svo var leikurinn endurtekinn núna í hádeginu! Reyndar bara eldingin, þruman var eitthvað feimin.
Basilfiskur og ofursalat. Hádegismatur extraordinaire!
Ég sé fyrir mér meira salat, jafnvel ávöxt í eftirmiðdaginn ásamt skyri og svo eggjahvítupönnsu og pönnusteikt grænt í kvöldmat.
Er með spínat- og rósakálsblæti á háu stigi þessa dagana!
Það er nú aldeilis uppi á teinu ty... í dag!
Over and out!
8.4.2011 | 09:01
Andstutt og harðsperruð
Maður tekur sér tæpa tvo mánuði í "pásu" og kemur út úr því eins og krypplingur á einari!
Get svo svarið það gott fólk. Hressandi nokk að gera æfingar í dag sem ég gerði með annað augað lokað, á meðan ég bjargaði heiminum og klappaði kettlingum, fyrir rúmum mánuði síðan.
Tók einn klassískan Karvelio með öllum sínum armbeygjum, hoppum, froskahoppum og ofuræfingum og eftir hringinn sat ég hlæjandi í svitapolli og vissi ekkert hvaðan á mig stóð veðrið. Held líka að ræktarfólk hafi forðast mig viljandi. Stórbilað kerlingarhræ skellihlæjandi í svitabaði þvaðrandi eintóma vitleysu. Másandi eins og beljan á básnum. Fer ekki frá því að ég hafi slefað smá á meðan æfingu stóð.
Ég talaði tungum mín kæru.
Í einskæru þreytumóki, vaðandi villu og svima... og svita... og töluverðan skjálfta. Ég meina'ða! Ég er meira að segja með harðsperrur í maganum!
Í MAGANUM!!! Ég hef ekki fengið harðsperrur í magann í rúmt hálft ár!!
Ahhh hvað þetta er æðislega eðalfínt alveg! Lovit! Get ekki beðið eftir því að gíra mig upp aftur.
Graut svolgrað í morgun fyrir æfingu og kaffipróteini og beyglu sporðrennt stuttu eftir hamagainginn. Tebollinn samur við sig og rútínan farin að taka á sig mynd að nýju.
Speki dagsins!
Ó þú auma tilvera... eða, kannski ekki tilveran. Öllu heldur skrokkurinn á mér. Aumari búk hefur Rögnvaldur sjaldan séð og hann var pyntingameistari á miðöldum.
Oj þér Elín Helga, svei þér bansett. Skammastu þín!
Að öðru öllu gleðilegra!
Fermingarveislan hennar Helgu Þallar litlu frænku er á morgun. Pff... "litlu" frænku. Meira ég sem er orðin "gamla" frænka.
Við sjáum þó um kjúklingaspjótin, brauðið og Pavlovuna og það er bara brotabrot af gleðinni! Jebb! Þetta verður ein... fín... veisla!
Úhhhhh hvað það hlakkar í átvaglinu!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2011 | 09:41
Eitt stykki... fimmtu...dagur?
Allskonar flutningar eiga sér stað. Allskonar.
Tala nú ekki um flutningana sem koma til með að eiga sér stað í næstu viku.
Meira vesenið.
Hringja út af hita og rafmagni, hringja til að færa blessað netið, hringja út af hinu og þessu. Þó sérstaklega hinu.
Setja eldhúsdót ofan í kassa... óguð.... óguðminngóður og allir englarnir hvað það er jafn dreplega leiðinlegt og að horfa á málningu þorna eða kroppa í líkþorn.
Oj. Líkþorn og matarblogg.
Elín Helga!!!
"HVAÐ?"
Ekki að ég kroppi oft í svoleiðis... líkþorn það er, eða... aldrei. Gæti samt reynst krefjandi að kroppa í matarblogg svona þegar ég hugsa um það.
Ok, sleppum þessu með líkþornið og kroppum bara í matarblogg.
ALLAVEGA
Verð orðin löglegur Gabbó, aftur, í næstu viku. Er að plana hitt og þetta, virðist alltaf vera að plana eitthvað. Svolítið skemmtileg komandi plön samt sem aður, ég lofa.
Eiginlega mjög skemmtileg.
Ég er meira að segja orðin frekar mikið spennt fyrir þeim. Eitt planið inniheldur m.a. sérlegan matreiðslumann (kokk á góðri íslensku) og mun þar af leiðandi innihalda allskonar, aaaaallskonar ofurmat og einfaldar aðferðir til að gera ofurmat heimafyrir.
Spennó? Ekki satt? Já? Já?
Morgunmatur. Habbó, kabbó, blábbó og eitthvað meira "bbó" til að gera þessa setningu ennú hallærislegri.
En gott var það.
Teið er hresst að vanda.
Be light, on the light, Coke li(gh)t(e)... en jú, ágætis boðskapur þetta.
Kannski svolítið trixí að vera ljósið í raun og veru, en það sakar ekki að reyna.
Alltaf að reyna... og smakka. En það er svo aftur efniviður allt annan pistil.
Vonum að það snjói ekki í dag mín kæru, ég vil fá sólina, sumarið, graslykt, birtu, fuglasöng og einstaka humlur takk.
3.4.2011 | 20:25
Eitt stykki sunnudagur
Eðalveður. Eðal eðal veður!
Að frátöldum spágrautnum í morgun.
Klassísk kaffihúsaferð! Ahhh... sötra kaffi, teikna og slafra í sig, ekki svo hollum, hafraferning! Þessir hafragúbbar eru bara det beste som er með kaffisopa! Ég segi það satt.
Skyr... og viti menn. SKYR.IS!!
Ekki vanillu nei því vanillu skyr.is kallar fram öll þau hræðilegustu væmnisviðbrögð sem um getur í íslenskum skyrmenntum. Nei... melónu- og ástaraldin skyr.is! Snilldin einar mín kæru.
Smá munch með skyrinu!
Og svo. Til að toppa annars mjög svo léttskýjaðan eðalsunnudag.
Léttskýjaðasta kvöldmáltíðin!
Eggjahvítu + blómkálshræra pökkuð saman í kálblöð með slettu af dijon, tómat- og engifersneiðum.
Borðuð græðgislega.
Hjartalaga paprika fékk að vera með ásamt smávegis laukchutney!
Tómas var svo étinn ásamt tveimur sellerístilkum að auki við ofangreint. Græðgin var myndasmiðnum sterkari.
Já... ég fékk mér svo lúku af hnetukrumsinu sem þið sáuð í myndaflækjunni hér að ofan.
Það held ég nú.
Mikið sem ég elska svona daga.
3.4.2011 | 10:17
Grautarspá
Einn klassísur, með kanil og kakó, ásamt súkkulaði möndlukaffi.
Klikkar ekki.
Nema þegar hann klárast... þá klikkar sálin og verður pínkulítið sár, bara í örfáar sekúndur á meðan átvaglið er að búa sig undir grautarðþurrð næstu 23,68 tímana.
Grautarskálin talaði svo til mín í morgun.
Sólbað... einhver?
Já takk... fyrr en seinna. Komasvooooo!
1.4.2011 | 14:57
Speki dagsins í boði Yogi Tea
Ok... allt í lagi.
Samþykki þetta alveg. Svona næstum... eða jú, held ég samþykki þetta alveg.
en...
...EN...
...mér þyyyykir svo vænt um Kitchen Aidina mína og myndavélina og Aspasinn og stóru myndavélina og pressukaffikönnuna og kistilinn sem langafi átti og myndirnar sem afarnir máluðu handa mér og píanóið mitt og pönnukökupönnuna...
Kannski ég sé ekki nógu yfirskilvitslega þenkjandi á andlega sviðinu til að meðtaka þetta. Ætli meðtakandi þurfi að vera 179 ára, lítill krumpaður, Búddi sem heldur sér í jafnvægisstöðu upp á einmana fjallstind á litlu tánni einnisaman á meðan fjallageit, og einstaka örn, pota í viðkomandi þegar þau eiga leið hjá?
Kannski.
Fernt veit ég þó:
- Þetta te er snilldin einar.
- Ég kem til með að halda mig við veraldlegar uppáhaldseigur í augnablikinu.
- Ég kem líklegast til með að drekka te mér til ánægju næstu árin.
- Mun láta það alfarið eiga sig að fylgja tespeki dagsins (sem ég er nokkuð viss um að 179 ára ofurbuddamunkur sjái um að skrifa) amk næstu 152 árin...
...eða þar til ég næ að halda jafnvægi, í uppréttri stöðu, á litlu tá hægri fótar! Sem væri að sjálfsögðu ekkert nema magnað!
Þá myndi ég líka án alls efa gleyma tespekinni og skrá mig í sirkus með atriðið "Elín á einari..." þar sem ég framkvæmi allskonar trix á fyrrnefnum einari sem endar á tá-atriðinu mikla!
Í gvöðanna bænum ekki spyrja hvort ég hafi gleymt að taka pillurnar mínar í morgun gott fólk, það er föstudagur og á föstudögum er allt leyfilegt. Upp að vissum mörkum...
...og úr því þið viljið endilega fá að vita það, þá fann ég pillurnar ekki neinstaðar!
Adju og helgið ekki yfir ykkur mín kæru.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)