Færsluflokkur: Matur og drykkur
30.3.2011 | 13:38
Eldhrímnir
Já! Já takk og aftur, já takk!
Fór þangað í hádeginu og þessi staður hefur hér með hlotið sess á uppáhalds "út að borða" listanum mínum. Trjónir þar í efstu 5 ásamt Saffran og Kryddlegnum hjörtum, ef dæmi má nefna.
Yndislegt andrúmsloft. Æðislegur staður.
Brosmilt og glatt starfsfólk, virkilega vel tekið á móti okkur og maturinn dásamlegur. Nýbakað brauð alla daga, súpa, kalt salatborð og heitir réttir. Í dag voru þau með yndælis grænmetis lasagna, kjúklingapasta, súrsætan grísapottrétt og grillað lamb ásamt grænmeti og ristuðum kartöflum.
Hér vantar inn súrsæta ofursvínið, kjúklingapastað og lasagnað.
Var of gráðug til að bíða eftir því, stökk beint ofaní súpuna og kalda borðið og gleymdi mér svo í átgleðinni.
Átgleði > myndataka
1500 krónukallar fyrir allt sem þú getur í þig troddað... og það í hollari kanntinum. Jebb.
É'raðfíle'dda! Mælimeð'essu! Very mucho impressivo!
Margfaldið þennan skammt með þremur, einni súpskál og brauði! Ekki blekkjast, kjúklingapastað felur sig undir þessu græna og grænmetis lasagnað bættist á disk númer tvö.
Munið.
Átgleði > myndir!!!
Ég fékk mér svo ómyndaða eplaköku í eftirrétt.
Fer þangað aftur, svo mikið er víst.
*gleði*
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.3.2011 | 11:26
Hvað ertu búin að vera að vesenast síðustu 2 mánuði?
Stiklað á mjög stóru.
Stiklað á mjög mjög... mjög mjög, mjög svo úthafsofurstóru sinnum alheimurinn og frændi hans Sókrates sem missti sig í rjómakökunum um árið!
Sumsé... mjög stóru.
- Velti fyrir mér lífinu og tilverunni. Ó... þú grimma tilvera *hendi á enni*. En samt ekki svo grimm. Meira skemmtileg og krúttaraleg og spennó.
- Túrhestaðist um Ísland enn á ný með nokkra vel valda nýsjálendinga og einn ástrala.
- Borðaði allt sem hönd, fótlegg á festi... þó serstaklega þær örður sem voru það óheppnar að detta óvart upp í ginið á undirritaðri. Óvart verandi lykilorð í setningunni... lykilorð.
- Tók aspasinn í gríðarsnúning. Hann stóð, og stendur, fyrir sínu þessi elska.
- Borðað þyngd mína, margfalda, í skyri. Sem er ekki frásögu færandi, þar sem ég borða yfirleitt þyngd mína í skyri hvort sem er, nema fyrir þær sakir að ég í raun og veru hef borðað... þyngd mína í skyri... undanfarna tvo mánuði!
- Fékk að vita að annar frændi er að fara að bætast í fjölskylduna núna í maí! *tilhlökkunarspenningur*
- Er að fara að flytja á nýjan leik.
- Setti niður plön fyrir næstu mánuði, allskonar plön... gleðiplön. Þessi annars ágætu plön koma til með að líta dagsins ljós er líður á.
- 05.02.2011 og 17.03.2011 voru skemmtilegir dagar.
- Sá svaðalegustu norðurljós sem ég hef séð í langan, langan tíma.
- Allt er vænt sem vel er grænt.
Glaðari bílaskafara hef ég ekki séð í háa herrans tíð.
Euie: "Ég hef aldrei þurft að skafa af bílnum mínum... aldrei. Má ég prófa?"
Ella: "já takk gersovel, versågú, sandalafem, hér'er'burstinn... mín er ánægjan! Hip hip hip."
Euie: "Wheeeeee......"
Þjóðgarðagleði
Í þessu matarboði kom kransakaka við sögu! Ójá... og graflax!
Móaflatarkjúlli.. einhver?
One c...krap plís?
Daim ís með daim og auka daim og smá meira daim... og... jú.. daim.
Ohoooo my babies!
8 ára Nonnabindindi rofið.
Já... það var þess virði.
Egilsdætur.
Baaahaaakkelsi!! Ohhm nom nom!
Þrátt fyrir fámennt matarmyndefni hefur verið slafrað í sig:
- Sviði
- 45 pulsum
- Purusteik og brúnkáli, ég dó næstum úr hamingju
- Massífri kjötsúpu a la mamma
- Ristuðu baunabrauði.. óguð... þvílík dásemd
- 600 tonnum af kaffi
- 23,5 pizzum
- 14 kg af ís
- 17 skömtum af allskonar Krua Thai
- Smokkfisk
- Lambi... ekki heilu lambi en svona um það bil 3/4
- 12 pútum
- 98 kleinum
- og svo framvegis og framvegis...
...en núna! Snúdda við blaðinu og massa þetta fyrir sumarið.
Hræðilegasti partur eggsins ef étinn harðsoðinn og þurrprumpulegur
=
sleppa
Já takk!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2011 | 08:50
Játningar
þegar ég var yngri stal ég súkkulaðistykki úr Garðakaup, sem þá var og hét. Það var hálfopið, útglennt og svoleiðis bað um að vera étið á staðnum. Þegar á hólminn var komið, og átvalgið að spögúlera í að taka fyrsta bitann, gugnaði ungkvendið og drattaðist með skottið...
...já, ég var með skott þegar ég var yngri (þetta er dæmi um játningu innan játningar)...
...á milli lappanna og skilaði súkkulaðinu jafn óétnu, og útglenntu, og það var áður en því var hnuplað úr hillunni. Búðarkvendinu þótti svo mikið til koma að hún bauð mér að eiga þetta sérlega þjófstolna súkkulaði en ég afþakkaði pent og benti henni ákveðið á að passa vandlega uppá öll hálfnakin súkkulaðistykki sem fara í harða störukeppni við græðgisátvögl eins og undirritaða. Ég sá strax eftir þessari ákvörðun minni þegar úr úr búðinni var komið!
Ég á kaffivél! Eða, ég er með afnot af einni sem virkar flundurfínt.
Í vinnunni er ég þekkt sem "Æji, þessi sem borðar alltaf grautinn sinn uppúr bolla!". Þetta er víst vígsluathöfn fyrir þá sem nýbyrjaðir eru. "Velkomin(n) til starfa - þetta er Elín, bollagrautsperrinn!!".
Kleinur eru, og verða ætíð, mitt uppáhalds bakkelsi.
Ég hef ekki snert myndavélina mína í 2 mánuði!
Ég er tilbúin að sjá snjóinn fara... já takk... núna... einn, tveir, og...
Feldar geta verið góðir eldar, sérstaklega í vondviðri og almennri kuldatíð!
Ég er hérmeð komin undan vetrarfeldinum 2011.
Lets get ready to rock and roll!
...
Ókei, ég veit. Kjánahrollur í tíunda veldi að segja þetta en kommon, ha... Sæmunur og Óli, það er öllu illviðráðanlega skárra á ensku en íslensku gott fólk. Öllu illviðráðanlegra skárra.
Verum tilbúin að rokka og rúlla! ROKKA... OG RÚLLA??
Ég meina'ða.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
2.2.2011 | 14:49
Kreppumatseðli 2011 hleypt af stokkunum
Sjáið!
Sjáið bara!!
Hoomygod!
Sjáið hvað beið mín þegar ég kom heim úr vinnunni í gær!
8 máltíðir! Átta máltíðir útbúnar úr því grænmeti sem til var í ísskápnum. Kjúklingabaunir, smá afgangs spægipylsa, niðursoðnir tómatar, sítróna, möndlur, rúslur, skyrsósa með gúrku, speltpasta!! Ein tsk af olíu í hverjum skammti, góð kolvetni, prótein!
Og já, bókað fast og slegið.
Þetta var gott.
Uppskriftir væntanlegar!
28.1.2011 | 09:00
Staðreyndir
Ef ég er með lúku fulla af klinki og mér verður á að missa eitt klinkið (eitt klink = einn peningur) þá er það ávallt gullpeningur af einhverju tagi. Sömu sögu er að segja um brauðsneið með sultu. Sneiðin dettur alltaf rakleiðis á sultuhliðina... og nei, eðlisfræði hefur ekkert um þetta mál að segja gott fólk!!
Það skiptir engu máli hversu lítið ég reyni að fá mér af Royal súkkulaðibúðing, það mun alltaf vera of mikið.
Sú innsláttarvilla, að segjast vera "8000 klónum fátækari" en meina 8000 krónum, er ógeðslega fyndin og það er ekki hægt annað en að hlæja að henni... amk flissa! Ekki reyna að neita því!
Hvort heldur sem er, frí, skóli, vinna eða eitthvað annað, þá er alltaf, ég endurtek, alltaf gott þegar það er kominn föstudagur!
Og af því að það er föstudagur, þá ætla ég að deila með ykkur einni af uppáhalds síðunum mínum! Þið megið þakka mér seinna... ójá!
Það eru til þrír Aspasar á Íslandi. ÞRÍR! Amk sem ég veit af! Missti ekki af kjörnu tækifæri í þetta skiptið og smellti mynd af vel metnum skáfrænda!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.1.2011 | 08:42
Síðasta vika og næstu dagar
Leggjast undir feld.
Stundum er það bara svo notalegt.
Allskonar gleðilegt skemmtilegt búið að ske, fara að ske... að ske.
Ske... furðulegt orð eitt og sér.
Ske... bæði í matarmálum og öðrum málum, líka bollamálum. Því þannig er skemmtilegast að borða graut.
Heilsupressan að komast á fúll swing á nýjan leik, verð með 1 - 2 pistla á viku, nýir grautar, og skyrgums, gefa lífinu lit. Sjáum hvað setur í þeim efnum.
Er annars að borða þessa snilld. Sellerískeið til að moka skyri! Það þarf ekki einusinni að skíta út og skyra skeið. Algerega uppvöskunarfrí átleið!
Af hverju selleríið lítur út eins og víkingur er aðeins á valdi almættisins... að vita!
Mikil er gleðin og átperviskan sem fylgir þessu narti. Þetta sellerí er líka óvenju æðislegt. Ekkert rammt bragð, dísætt... svo sætt að það sætar eiginlega skyrið.
Munið eftir mjúkelsi síðasta pistils? Jebb, ég er enn í sama gírnum. Eins silkimjúkur hafragrautur með bláberjasósu.
21.1.2011 | 13:53
Hvenær líður mér vel?
Hvenær hugsa ég "Ahhhh...."?
Hvenær hellist yfir mig alger sálarró?
Til dæmis þegar ég:
- er kölluð Legga
- heyri skemmtilegt lag sem ég hef ekki heyrt í langan tíma
- er tekin úr sokkunum... já... konan með táfóbíuna elskar að láta taka sig úr sokkunum!!
- heyri "20th century fox" stefið. Af hverju veit ég ekki alveg? Tengist eitthvað kósý bíómyndakvöldum.
- labba út í morgunsárið að sumri til, eftir rigningarnótt.
- veit að allar "draslskúffur" í húsinu eru yfirfarnar.
- leggst í mitt eigið rúm eftir langt ferðalag.
- baka.
- hitti fólk á góðufólkalistanum mínum sem ég hef ekki hitt í langan tíma (og nei, það er ekki til vondufólkalisti).
- hlusta á rigningardropa skella á þakplötunum upp í sumarbústað.
- ligg í sumargrasi.
- horfi á stjörnurnar á ísbrakandi köldum vetrarkvöldum.
- keyri um á mótorhjóli.
- er í faðmi fjölskyldu og vina í Móaflatarkjúlla/matarboði.
Ahhh!
Gerði annars uppkast að almennilegum eplakökugraut í gær.
Þetta byrjaði alltsaman vel!
Mjöööög vel!
Ohhh, lyktin sem var í húsinu á þessu stigi!!!
En endirinn á þessari annars vel byrjandi grautargleði... óguðminngóuður!
Gott fólk. Endirinn! *grát*
Hann var hræðilegri en nokkur orð fá lýst. Og bragðið... áferðin!!!((hrollur))
Þvílíkan og annan eins hroðbjóð hef ég ekki kokkað upp í drjúgan tíma. Ojbara! Skulum því sleppa öllum lýsingum og vona að næsta tilraun heppnist betur!
Ég hélt annars smávegis fyrirlestur um "hollt matarræði" í vinnunni í morgun. Það held ég nú. Ægilega gleðilegt. Gæti tuðað um þetta í 100 ár án þess að stoppa, enda var farturinn á talandanum í 3000 snúningum.
Æhhhji elsku bestu.
Ég er óvenju mjúk í sálinni og hjartanu í dag, þrátt fyrir ógeðiseplaklístur gærdagsins. Knústið einhvern sem ykkur þykir vænt um.
Góða helgi snúðarnir mínir.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
20.1.2011 | 13:40
Ginger
Þar kom að því, ég varð að prófa.
Kósý staður. Þægilegt andrúmsloft.
Fékk mér kjúklingasalatið. Flott, ekki satt?
Einar fékk sér kjúklingavefju.
Vel útilátið? Já, amk vefjan.
Gott? Ekki spurning.
Er ég að hugsa um máltíðina núna? Hmm... neiiiii, eiginlega ekki. Ég hef nú alveg útbúið kjúllasalat sem var meira "Umpha umpha" í verð ég að viðurkenna.
Vefjan vann þó. Hún var fín.
Ætla að gefa þessu annan séns. Ginger kjúllinn er næstur á dagskrá.
19.1.2011 | 13:25
TABATA
Fór í hádeginu.
Tvö orð!
Já takk!
...
Hmm. Nei. Bíddu.
Nokkur orð í viðbót.
Já takk fyrir það er inni og halelújah fyrir allan peninginn!
Amen.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég gerði það víst!
Gerasvoveltakk ekki meinhæðast fyrr en þið hafið smakkað!
Valdorfsalat... einhver?
iChiaValdorfSkyr? Næstum. En það mun samt heita það!
Stútfull skál af próteinum, andoxunarefnum, hollri fitu og trefjum! Já takk í minn svanga morgunmatsmaga! Ferskt, fínt og geypilega gott fyrir þig!
Já svona... ég veit hvað þú ert að hugsa og er byrjuð að skamma þig áður en þú færð tækifæri á að fussa og frussa í huganum! Svona hættu'ðessu. Skamm.
Já! Abb... e... babb... ekkert svona!
Þetta var ææðislegt.
Valdorfskyr með chia og bláberjum
Náðu þér í sellerístilk og smá hvítkál.
Hvítkál og sellerí er æðislegt combó og skal koma fram við af einskærri grænmetisvirðingu.
Maukaðu svo í ofursmáa bita! Agnarsmáa, pínkulitla... næstum í mauk, þannig eftir sitji einungis atóm af selleríhvítkáli! Mjög mikilvægt atriði. Mjög mikilvægt atriði fyrir vellukkun Valdorfskyrsins!
Atómgrænmeti.
Held þið séuð að ná þessu.
Náið ykkur í skyr. Fljót. Selleríhvítkálið bíður.
Slettið gommu í það ílát sem þið ætlið ykkur að borða uppúr því hver nennir að vaska upp auka ílát? Í alvöru talað?
Bætið selleríhvítkálinu við!
HRÆRA
Teygið ykkurs svo í Chiafræin ykkar, nú eða hörfræ, eða hafra eða köttinn eða kallinn... kvendið, hvað sem er. Hellið fræjunum ákveðið, mjög ákveðið út í gjörninginn ásamt 2 töppum af vanillu Torani, 1 tsk ómægod3 lýsi og dass af vatni.
HRÆRA
Hmm... hvað svo.
Jú... epli. EPLI... JÁ!!!
EEEEPLIIIIIIII
WHEEEEEEEEEEE
Uuuu... afsakið. Fékk smá gleðitryllingskast þarna. Epli hafa þessi áhrif á mig.
Skerið grænildið smátt eða maukið. Samt skemmtilegra að hafa smá eplakram!
Ekki atómskera eplið.
Þið eigið eftir að þakka mér fyrir þetta tips seinna.
Treystið mér bara. Við viljum eplabita í skyrið okkar.
HRÆRA
Svo viljum við fá okkur smávegis bláber í staðinn fyrir vínber því bláber eru gleðiber.
Ekki horfa svona á mig, þau eru það ber-a!
HRÆRAMEIRA
Nú megið þið borða... og njóta!
Ég mæli samt með því að þið leyfið Chiasprengjunum að vinna sitt þykkildisverk. Það er punkturinn yfir chiaskyrið.
Ég þurfti þó að bíða til, jah, núna! Í gærkveldi lokaði ég Valdorfboxinu með græðgisglampa í augunum sem gæti mögulega hafa endurspeglast í tunglinu.
NOHM... Óguð!Þetta var svo ljúft.
Væri Gúmmulaðihellirinn með sítrónur á lager hefði börkurinn komið sér eftirsjáanlegal vel í þessari blöndu.
Ómyndaðar valhnetur fylgdu átinu fyrir eintóma hamingju og áferðagleði en engar "in action" myndir til sökum græðgi. Ég biðst afsökunarforláts.
Grænt í vömbina og klukkan ekki orðin 8! Já það held ég nú.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)