Færsluflokkur: Matur og drykkur
10.5.2011 | 07:35
Glóir sem gull
Bæði morgunhimininn klukkan 4:45 í morgun!
Sjááið hvað þetta er gullfallegt!
Og Gullbylgjan sem ákvað að spila þetta snilldarinnar lag!
"Sííímtólið teeeeek, taaala í þaaaaað, tiiiil þeeeess að seeeegja þér...."
Gullbylgjan er án efa mín uppáhalds ofurstöð - seventís og hamingja.
Ekki örvænta. Ég lofa, ég var að keyra, skipta um gíra, stýra og fylgjast með veginum. Ég hélt bara á myndavélinni. Aspasklukkan er líka korteri of fljót þessi elska. Hef ekki haft nennu, né vilja, til að breyta henni.
Því, þið vitið, það er svo svakalega tímafrekt og erfitt.
Talandi um aspas.
BWAAAHAHAHAHAHAAAAA.....
...sá þessa uppstillingu í Hagkaup í gær og froðufelldi úr hlátri. Uppvakninga-aspas gott fólk! Kominn til að ljóstillífa þig til ólífis!
Ég meina'ða. Ha. Hverskonar eiginlega framstilling er þetta hahaha. Hvers á aumingja aspasinn að gjalda?
"Fyrirgefðu, já, ég ætla að fá einn aspas. Bara einn. Þennan lengst til hægri undir þessum sem liggur á ská á móti ljósa aspasnum. Já, einmitt... ákkúrat þennan.
Ég fæ svo einn poka hjá þér líka"
Aaaaallavega...
Í gærkveldið ákvað ég að lifa hættulega og sjóða mér pott af "Steel Cut Oats". Jebb. Heilir hafrar sem búið er að splæsa niður í tvo eða þrjá hluta. Sumsé, mun minna unnir. Ekki þessir sem við þekkjum vanalega, þessir pressuðu. Onei, þessir láta þig vinna fyrir peningunum og neyða þig til að nota geiflurnar.
Og ómæ grautarinnar heilagur andi alls sem er áferðaperralegt og edorfínlosandi til átu... í þessu lífi og næsta.
EKKERT SVONA... dramatík, þá sérstaklega matardrama, er fullkomlega leyfileg fyrir klukkan 8 á morgnana.
En í fullri ofuralvöru, þá vara þetta svaða. Ég gerði svosum ekki mikið við gumsið annað en að blanda samanvið skyr (ofan í dollunni að sjálfsögðu), vanillu, kanil og bláber. Átti ekki torani. Vildi spara hafragrautsskreytarann eilítið og smakka þetta hreint og beint og haaaaaalalujah systir! Skóflaði þessu inn í ísskáp eftir samansuðu í gærkvöldi og hljóp frammúr í morgun til að smakka.
Tilbúin??
Ohm... ohm nohm nom
Já... takk... förer!
Þykkildi yfirtók alheiminn og áferðaperinn er búinn að vera að klappa mér á öxlina síðan áti lauk. Ég svoleiðis skar gumsið í tvennt gott fólk. Gleðin við að tyggja litlu hafraklumpana kollverpti efitirvæntingunni við átið, til hins betra, og eftir sat eitt, hamingjusamt, átvagl.
Nei, það verður ekki alveg jafn mikið úr þessu og pressuðum höfrum. Pressuðu dýrin verða meira deigó og skemmtilegir. Það væri eflaust hægt að sjóða þessa betur, meira, lengur og það kem ég til með að gera næst og sé hvaða snilld ég uppsker við það.
Ohm nohm nohm.
Hlakka mikið til næstu grautardaga. Það held ég nú.
Dagskráin í dag:
- 08:00 - Ommiletta
- 11:00 - Hádegisnart
- 12:00 - Tabata
- 13:30 - Hámark
- 15:30 - Án efa eitthvað ét sökum óviðráðanlegs síhungurs
- 18:00 - Kvöldmatur
- 19:00 - Þrekgrunnur að víkingaþreki
Ketilbjöllur, ólympískar lyftingar, blandaðar bardagaíþróttir, högg, spörk og annað álíka ofurspennó í kvöld.
Eeeeeeheeeeeeek hvað ég hlakka til!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.5.2011 | 12:38
Brennildi og axlasperrur
Hver segir svo að það sé auðvelt að hjóla?
Mætti halda að ég væri steingervingur, hvað árafjölda varðar. Axlirnar kvarta, bakið kveinar, átvaglið kvartar. En þetta er jávkætt kvart engu að síður.
Hjólakaup 2011 hafa formlega verið sett í 5ta gír og ég geri fastlega ráð fyrir því að ungfrúin verði þrusandi eins og elding gott fólk... elding, um allra hverfa, og kvikinda, götur áður en þessi vika tekur enda.
Ég krosslegg hið minnsta fingur um að finna ágætis eintak til að súta núna í sumar.
Aldrei skal þó vanmeta íslenska sól, þó sjaldséð sé, og aldrei skal gleyma að setja sólarvörn á allsbera staði sem standa út í loftið og geifla sig framan í gula fíflið, eins og t.d. sköflunga!
Því bífusettið situr eftir með súra sköflungana, viðbrennda og frekar lamaða.
Sprikl í morgunsárið, eftir bananaát, og Hámarki heilsað eftir æfingu. Líkar vel við þann mjöð af einhverjum ástæðum. Ágætis át til að grípa í á hlaupum og handahlaupum.
Gvöðdómlegt salat í hádegismat. Vel þegið af skrokksins hálfu og í eftirrétt...
... snilldarinnar blanda!
Bæta við örlitlum súkkulaðibita og þið eruð með vinnings combó.
Já, ég borða kaffibaunir allsberar og beint upp úr pokanum.
Skyr, möndlur og með'í fyrirsjáanlegt í eftirmiðdaginn og guð einn veit hvað kveldið ber í skauti sér. Ef kvöld eru með skaut það er að segja. Ég sé samt grill. Það er það eina sem ég sé!
Annar sólardagur í uppsiglinu? Sólarvika? Mánuður...ir?
*gleði*
8.5.2011 | 22:19
Tabata, 25 kílómetrar og grautar
Þeir gerast nú varla betri en þetta.
Dagarnir.
Þvílík veður yndis ofurblíða og dásamlegheit!
Fyrir viku síðan var snjór. Fyrir viku síðan var janúar.
Ahhh! Vaknaði með hjólablæti á háu stigi. Á þó ekki hjól... svei sjálfri mér fyrir því. Dagurinn byrjaði á sjálfknúnu tabata sem tók frekar hressilega í sjálfspíningarhvötina verð ég að segja. Hálfum banana var rústað með hraði korter í hamagang og Hámark gúllað með fjórföldum bananaátshraða.
Tók mig til og dressaði mig upp í sumarklæðnað eftir allgott steypibað að sjálfsögðu. Hlíró, stuttó og sumarskó-ó!
Grænt, grænt gras!
Labbaði áleiðis í Gúmmulaðihellinn. Ofurdásemd og glimmer og allt sem að glitrar.
Þar hitti ég á gamla settið mitt. Þau færðu mér rós þessir strumpar, mér og mömmu, í boði mömmudagsins. Ekki að ég sé orðin, eða sé að verða, mamma.
"En þú verður það von bráðar gamla kerling..." var mér sagt. Gamla kerling.
Ég fékk því rós.
Aparólan kallaði á mig. Ég hlýddi.
Ég lagðist.
Og stakk táslunum í sólargeislann. Þó þær séu ljótari en amma andskotans, þá eiga þær skilið að fá að taka þátt í svona sól og blíðu og hamingjunnar Herkúles.
Stökk þarnæst inn í hús til að vekja systurdýrið mitt sem lá hrjótandi inn í rúmi. Nei, eigi skal Íslending vanta, utandyra, þegar rjómablíða leggur landið í einelti.
Bjó því til einn klassískan bananagraut fyrir kvekendið og lokkaði vampíruna fram í morgunmat.
Þessi skartaði möndlum og kotasælu ásamt vanilludropum fyrir einskæra grautargleði.
5 mínútum seinna!
AHHHHHH
Systurtær!
Og einn allsvaðalega þreyttur kisi.
Lá og bakaði mig þangað til hungrið fór að segja til sín á nýjan leik.
Fyrir valinu var fyrirframákvaðið krums sem ég forfærði úr Gúmmulaðihellinum í svaðilför minni í uppeldisstöðvarnar í morgun. Þetta ku vera farandesti með meiru mín kæru.
- Svo ég éti ekki Gúmmulaðihöllina út á gaddinn. Ekki það að foreldrar mínir eigi ekki alltaf nóg að spísa.
- Réttilega samsett snarl og engin fyrirhöfn.
Skyr var það heillin, hnetukrums og, næstum, allt sem er grænt grænt.
Hafið þið einhverntíman séð svona mynd á blogginu mínu?
Kannast einhver við þetta púsl? Skyr og möndlur.... einhver?
Almennilegt át og ég á leiðinni út í bakstur á nýjan leik.
Óviðráðanleg hjóladella morgunsins yfirtók undirritað hinsvegar eftir átið og ég hljóp á mettíma yfir til Svövu hjólafrænku minnar kærrar.
Rændi þar af henni:
- Hjóli
- Hjálm
- Gleraugum
- Tösku
HO HOOOOO
Kílómetramælir gerður klár...
...gymbossinn fékk að vera memm... og lago!
WOAAHHHHH HVAÐ ÞETTA VAR GAMAN
Segi ykkur það. Hef ekki skemmt mér svona hjólandi vel í langan, laaangan tíma. Þvílík og slík var hamingjan að næst á dagskrá eru hjólakaup. Þannig er það nú bara.
Aðra eins ofurslökun hef ég sjaldan komist í tæri við, ofurslökun ásamt svaðalegri útrás í bland við tryllingslega hamingjugleði þegar ég svoleiðis spídígonsaleðaðist niður brekkur.
Var meira að segja komin í svo geigvænlega einbeittan hjólagír að ég svo gott sem lagði hjólið á hlið í beygjum! Hvorki börn né gamalt fólk voru óhult fyrir hjóladólgnum. Slíkur var hraðinn að það eina sem sást var gul lína sem í heyrðist:
"WHEEEEEEEE....." Þegar kvendið brunaði framhjá.
Svona næstum!
Ahhh, eins og að vera 7 ára *sífellthjólandi* aftur. Snilldin einar.
Veðrið gæti mögulega, jafnvel kannski eitthvað smá, haft eitthvað um þessa óyfirstíganlegu hamingju að gera.
Rakst svo á þetta...
...ughhh hvað mig langar...
... og þetta...
...25 kílómetrum seinna, nokkrum stoppum og almennu hangsi, í mínútum talið.
Fór svo hraðast í 47 km á jafnsléttu. Hahh!
Ojjjjj hvað þetta var skemmtilega eðalfrískandi og fínt.
Át eitt epli um leið og ég skoppaði af hjólinu, restina af skyrdollunni, lúku af hnetum og steinrotaðist í tvo klukkutíma. Takk.
Vaknaði með andfælum þegar móðir mín lét háværasta hnerra ársins líta dagsins ljós. Borðaði kveldmat í formi pulsu. Stökk upp á nýjan leik, bjó til enn einn grautinn handa systur minni grautarsvöngu í morgunmat... á morgun....
...og sit nú, nærri dauða en lífi, að skrifa þetta pistilsgrey hérna.
Næst á dagskrá
- Hjól
- Víkingaþrek hjá Mjölni - jebb, búin að skrá mig
- Svefn
Ekki að það komi þessum degi eitthvað við en þá er þetta er nýjasta viðbótin í aumingjans eyrað sem fast er við höfuðið á mér vinstramegin.
Ég á nefnilega nokkur eyru í lausu sem gott er að grípa í af og til.
Hmmm.... hahh! Þið fáið kannski bara að geta ykkur til um hvaða lokk ég er að tala um
Þvílíkur svaða dásemdar eðaldagur að kveldi kominn ljúfust.
Hjóól hjóól skín á mig..
Svona, eiga sunnudagar, og sumardagar, að vera.
Nótt í hausinn á ykkur.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.5.2011 | 21:09
Fyrsta grill sumarsins
SUMARSINS
sumarsins
sumars...ins
sum...arsins
sumar sumar sumar sumar
Fæ ekki nóg af því. Sumrinu það er. Skrifað, myndað, talað, dansað, hoppað, borðað og meira sem endar á -að.
Fyrsta grillið gott fólk. Skráð og skjalfest.
Mömmugarður allur að koma til.
Blóm gott fólk. Við höfum blóm!
Hornið mitt... elsku, elsku besta hornið mitt!
Sólstólar mín kæru, þeir eru komnir til að vera næstu mánuði.
Usss hvað ég hlakka til að liggja í aparólunninúna í sumar. Hlusta á þartilgerð sumarhljóð og vappa um!
Bíddu... bíddu bíddu. Í sumar?
Elín.
HAHHH
Það ER sumar takkfyrirgóðandaginn.. og ég var að vappa þarna áðan.
BWAAAHAHAHAHAAAA
*gleðitryllingsdans* ásamt smávegis hártogi í einskærum hamingjuspenning.
Sumar.
29.4.2011 | 11:37
Þú segist alltaf vera komin aftur...
...en hverfur svo jafnharðan! Jafnhraðan!
Jafnh(r+)a(+r)ðan!
Ég þarf að skipuleggja mig betur!
Get þó sagt ykkur þrennt:
- ERNAN MÍN Á FMÆLI Í DAG!!!! AFMÆLISEEERNAAAA!!!
- Nýtt gat í eyrað næsta mánudag.
- Fitness box... við vinkvennurnar ætlum að prófa það. Ójá.
Nánari útlistun væntanleg.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.4.2011 | 16:23
Svigi inn í sviga
Það er alltaf eitthvað svo dónalegt við það að vera í fríi á "vinnudögum".
Dónalegt, en samt svo... notalegaofurfínt...
...ef þú veist hvað ég meina.
Æfingu dagsins smokrað inn í dagskrána, einhverstaðar á milli 10 og 14, því þá var ræktarhúsið opið. Allir, amma hans og Hallferður frænka voru í ræktinni í morgun. Froskahopp, mann við mann. Ég náði að rassa a.m.k. 5 bara á leiðinni niður stigann... og þá var ég ekki komin inn í salinn ennþá.
En ég lét mig hafa það.
Hefði eiginlega átt að taka almennilega æfingu úti bara. Veðrið er svoddan dásemd og krúttlegheit.
Eftiræfinguét. Risa... risastór skál af... kál.. i! Með dijon balsamic dressingu í bland við hunangsdreitil ásamt ofurskyri og möndlunum mínum.
Átvaglið speglast í skeiðinni sem aldrei fyrr.
Og til að sýna ykkur æfingar dagsins, þá er þetta ágætis dæmi um það hvernig ég set æfingarnar mínar upp.
Hvort tölvunarfræði komi þessu nokkuð við þori ég ekki að fullyrða.
Segið svo að maður sé ekki smá "nörd" inn við beinið!
21.4.2011 | 14:14
Ahhh, tabatahhhh!
Eðaltími í gær.
Mikið sem ég elska að svitna almennilega.
Það að fara í sturtu (sem er alls ekki svo óalgengt) og eiga erfitt með að lyfta höndum til að þvo sér um hárið er ágætis áminning um góða æfingu.
"Góða"... æfingu!
Sökum fótaveins sleppti ég fyrirhugaðri "einmitt Elín" æfingu gærkveldsins og tók hana í morgun, að auki við nokkrar vel valdar extra miðjuæfingar. Ahhhh.
Gúllaði ofurhafra fyrir æfingu í dag og svolgraði hálfpartinn próteinsamloku eftirá. Gúlla og svolgra eru ágætis átleiðir þó þær séu hvorki æskilegar né sjarmerandi. En við spáum ekki í svoleiðis pjatti þegar átguðinn kallar! Gaphúsið opnað á gátt og flestallt sem á vegi verður hverfur. Skósólar eru sérlega leiðinlegir viðureignar en ég læt mig hafa það að naga þá í sundur.
Sérstaklega ef ég strái á þá kanil!
En til að víkja sögunni aftur að höfrunum sem ég stútaði í morgun!
STEEL CUT OATS FÓLKIÐ MITT! LOOOOKSINS!
Búin að vea að lesa um þessa snúða í langan, langan tíma en aldrei fundið þetta hér. Fann svo í Kosti. Þetta eru í raun hafrarnir áður en þeir eru pressaðir. Tekur aðeins lengri tíma að elda þá, 20 mín eða svo á hellu (fer eftir því hversu þykka og chewy þú vilt þá), en svooo mikið þess virði strumparnir mínir.
Næstum tilbúnir!
Ómægooood! Tökum einn trylltan Elvis í einskæru fagnaðarmóki.
*Ma ha ha... "hné inn"*
Vitið þið hvað er gaman... stórskemmtilegt jafnvel, að þurfa í raun og veru að leggja örlítinn metnað í að tyggja hafrana sína? Gott fólk!! Nýr hafragrautarheimur á Íslandi... í Ellulandi! Þetta er draumur fyrir áferðaperrann. Draumur segi ég, og skrifa, með áfergju og smá frekju! Svona af þvi að það er sumardagurinn fyrsti og rigning.
Kostur er að gera góða hluti mín kæru. Þeir eru með risastand af "Bob's Redmill" gógæti. Keypti meðal annars Chiafræin þarna að auki við "10 Grain hot cereal", hveitikím og Cracked Wheat.
Úhhh hvað ég sé mikið af skemmtilegum grautum á næstu dögum, vikum... mánuðum.
Annars er hún Dossan mín, eðaæfrænka og snillingur með meiru, svo mikil... jah... snillingur! Eins og ég er grautaróð þá er hún skreytiofuróð og gerir það svo meistaralega vel! Fyrir utan þá staðreynd að vera lærður blómaskreytir, þá hefur hún svo geypilega næmt auga fyrir öllu punteríi og fallegheitum heimavið.
Enda er hún alltaf kölluð til þegar Hellirinn þarf makeover. Sem er óumflýjanleg staðreynd í mjög svo náinni framtíð.Dossa. Hvað segirðu? Matur? Grautur? Pönnsur? Og í gvöðanna bænum ekki minnast á hversu mikinn ís ég skulda þér... eða sykurpúðasúkkulaðisósu!
Eigið ljúfan sumardaginn fyrsta, ljúfa páska og gómsæt páskaegg!Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.4.2011 | 10:26
Spáum í þetta
Menningarleg með meiru í morgunkaffi niðr'í bæ!
Hvað eru mörg emm í því?
Kaffihúsamenning á Íslandi er hægt og bítandi að taka flugið. Svolítið gaman. Smá útlandafílíngur í því af einhverjum ástæðum.
Kaffibollinn í morgun talaði til mín. Ekki tungum eða hljóðum, heldur myndum. Veit ekki hvort hann hafi haft nokkuð merkilegt að segja blessaður.
Ópið!
Mjög reiður svanur... eða önd...
...líka mús þarna í bollanum. Öndin ekki par hrifin af boðflennunni.
Riddari!
Af hverju hann er svona alvarlegur á svipinn veit enginn, en... riddari, í alvöru? Eru þeir ekki svolítið ákveðnir á því? Hamingjusamur, kátur, síbrosandi riddari en nú svolítið út á ská, langleiðina suður, er það ekki?
vs.
Þessi er líka öllu pattaralegri. Minna Bootcamp, meira súkkulaði?
Músin hress á kanntinum.
Wilma?
Margskonar andlit!
Scenario 1
"Þegar ég fer að gefa öndunum brauð kem ég til með að hitta margskonar fólk og konu, sem líkist Wilmu úr Flintstones hættulega mikið. Hún hefur þó ekki mikið til málanna að leggja. Ramba loks inn á skák mót, í námunda við Kolaportið, sem endar í skák-off, þar sem ég að sjálfsögðu vinn, og andstæðingurinn svo harmi sleginn að hann öskrar hástöfum, áhorfendum til mikillar skelfingar".
Scenario 2
"Að horfa á páskateiknimyndir, Flintstones til að vera nákvæm, kemst ég að því að einhver hefur borðað páskaeggið mitt. Í einskærum hræðilegheitum æpi ég "NEIIIIIIIIIIII", því það vita allir að nauðsynlegt er að borða páskaegg, um páska, yfir páskateiknimyndum, en næ þó að róa mig niður því ég veit að ég fæ páskaönd um kvöldið. Yfir daginn fer ég á hestbak með karli föður mínur þar sem við hittum á allskonar fólk sem gerir ekkert annað en að tala um ofurpáskaeggin sem þau átu yfir páskateiknimyndunum um morguninn, sem gerir mig að sjálfsögðu mjög frústreraða. Þar af leiðandi eru allar fígúrurnar frekar grimmar á svipinn!"
Hvað segir þetta mér? Í alvöru talað?
Ég held að æðri máttarvöld séu með svefngalsa. Sjáið þið það ekki fyrir ykkur?
"Ómægod.. ómægod... ók, hvað næst? Hihihi, setjum önd í bollan? Nei... setjum hest og... og... teiknimyndafígúru!! Setjum... seeetjuuum... setjum öskrandi manneskju... bwaahahahahaha".
En til að vera algerlega hreinskilin, þá er þetta líklegast allt í höfðinu á mér. Jebb, sjokkerandi... ekki satt?
Læt kaffispákonuhlutverkið eiga sig og held bara áfram að éta á mig gat, ég er að minnsta kosti á heimavelli þar!
Tabata í hádeginu og svei mér þá ef ég tek ekki hressilega lyftingaræfingu í kvöld, fá blóðið á hreyfingu korter í páska.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2011 | 19:07
Thai heim í stofu
Tók 29 mínútur, frá byrjun til enda.
Nei... hmm hmm... ekki ég sem galdraði þetta fram. En ómæhólímólíness hvað það er einfalt að gúbbla svona saman og gott var það! Svo, svo mikið gott.
Mikið sem ég ööölska Thailand!
KruaThai einhver? Jebb.
*gleði*
Hokay!
Byrja á því að búa til smá drasl! *check*
Hvítlaukur, rauðlaukur, curry paste og smávegis olíu í pott og grilla þanagð til vel lyktandi og amazing.
Og ekki kaupa þetta paste sem þið sjáið hér að neðan. Það er algerlega bragðlaust!
Skera niður það grænmeti sem flýtur bátnum ykkar.
Brokkolí, gulrætur, blómkál, sveppir, paprika er það sem notað var á þessum bæ. Þið getið notað það sem ykkur langar í mín kæru!!
Hvítkál, gúrku, sætar kartöflur, rófur...
Þar sem ég var sérlegur myndatakari, áhorfandi og pillari þá lét kokkurinn mig fá þetta grey á meðan ég beið svo ég æti ekki allt grænmetið sem búið var að skera niður.
Fíllinn þráir það heitar en hnetur að komast út... aumingjans kryppildið!
Dós af kókosmjólk opnuð og gerð tilbúin.
Kjúllinn tilbúinn....
...næstum!
Eftir að búið var að snyrta lærin, afhýða og niðurskera voru þau sett út í karrýgleðina.
Þarnæst elti kókosmjólkin ásamt 2 auka kókosmjólkurdósum af vatni.
Þetta bubblaði hamingjusamt í einhverjar 15 mínútur, smá kjúklingakrafti bætt við, engifer, basiliku og hrísgrjónaediki.
Til að gera þetta ofur myndi maður nú spandera í ferska basiliku, smá sítrónugras... ferskar og ilmandi kryddjurtir.
En við spanderum ekki bara til spanderingar gott fólk, onei. Við spanderum bara um helgar og fyrir gesti... það eru hvorki gestir hér né helgi, eða Helgi.
Ekki að það skipti máli. Þetta var sniiiildin thailenskur einar í skál!!!
Og voila!
Glæzt... ekki satt!?
Myndavélin mín er orðin svoddann rass að þetta slideshow af ánægu kvöldsins gerir... well.. ánægjunni ekki nánda nærri nógu ánægjuleg skil!
Hrísgrjón voru svo snædd að þessari skál lokinni með góðri slummu af súpu.
Létt og gott, stútfullt af grænmeti, góðu próteini og allskostar gleðimegin við línuna, bæði hvað innihald og lengd matseldar varðar.
Hamingjusamt átvagl ... yfir og út!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.4.2011 | 16:11
Geðsveifluegg!
Hér er ég með egg!
Fyrst var þetta sorgmæddasta egg hérnamegin sólar!
Svo borðaði ég af því neðrivörina...
...og það breyttist í eitt hamingjusamt ofuregg!
Bwaaahahahahahaaaa!
...
Ég á ekkert líf... er það nokkuð?
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)