Færsluflokkur: Matur og drykkur

Mikilvæg tilkynning

Ég uppgötvaði í fyrradag að þessar buxur...

örbuxur

...hafa klárlega skroppið saman í þvotti!!

Ég fleygði fótleggjafelunum með hefnd, og biturð, í hjarta út á pall - þetta eru ofurbuxur, mínar uppáhalds og allt það, en það er deginum ljósara að þær hafa skroppið saman í þvotti. Eina skýringin á þessari skyndilegu minnkun!

Í ljósi þessa ætla ég að halda áfram að borða þessa mini sítrónuböku.

Mini sítrónu og maregns baka

Veit ekki hvað buxunum gengur til en þessi smábaka er betri en lykt af nýslegnu grasi!

Nei bíddu...

...ég tek þetta til baka!

Nýslegnugrasalykt er sumarfýla sem enginn má fara á mis við. Eins og gamla Kóka Kóla jólaauglýsinging. Jólin teljast vart til jóla nema auglýsingin hafi verið augum litin. Einnig er nauðsynlegt að sjá hana í sjónvarpinu! Annað er bara svindl!

Hmmhh... hvað var ég að tala um?

Jú, buxur .. já .. alveg rétt! 

Böku-teskeiðinni beini ég í átt að himinblámanum með miklum tilþrifum og lýsi hér með stríði, og almennu frati, á hendur þvottavélarinnar og þurrkarans sem afvegaleiddu brækurnar mínar.

Fæ mér svo annan bita af bökunni. Ohm nohm nom!


Játningar

Ég er fanatískari en amma andskotans. Fæ hluti svo grimmilega á heilann að ef/þegar ég fæ ógeð á þeim sný ég sjaldan til baka.

Í staðinn fyrir að þvo eplin mín, þurrka ég rétt af þeim í buxurnar.

Óþvegið epli

Ég tek alltaf eina pásu á 10 mínútna fresti ef/þegar ég hleyp.

Uppáhalds áhaldið mitt er teskeið.

Skyrputtar

sleikt

 

 

 

 

 

 

Karamellupopp og nóakropp út á ís

Come to mama 

 

 

 

 

 

 Karamellukenndur jarða- og bláberja próteingrauturVatsmelóna - alveg að tapa greyið

 

 

 

 

 

 

Pistasíu ís - hreint lostæti

Frosin jarðaber og skyr ásamt mango og meðlæti

 

 

 

 

 

 

Uppáhalds átleiðir eru að:

  1. Pilla - sérstklega þegar það er krefjandi og inniheldur t.d. leit að fræjum
  2. Hræra allt saman í muss.
  3. Borða muss með teskeið.

Ég á alltaf, alltaf til nokkrar plötur af dökku súkkulaði. Núna á ég 5, 70 - 90% Lindt plötur upp í skáp.

hnetur, rúslur og ofursúkkulaði

Ég fæ mér alltaf dökkt súkkulaði eftir kvöldmat.

Ég elska hrátt kökudeig (salmonella, salmon"ella") og allt sem er með "deig" áferð - lítið eldaðar pönsur, sósaður pizzabotn o.fr.

Ég les minna af bókum en manneskjan sem las engar bækur þarna um árið.

Ég hlæ upphátt að eigin fyndni, að mér finnst. Líka þegar ég er ein.

Ég á það til að bresta í dans upp úr þurru.

Alltaf þegar ég kem hem úr vinnu/æfingu/einhverju fer ég í gúmfey föt - þeim fylgja iðulega gúmfey sokkar.

Gúmfey náttföt og sokkar

Ég borða aldrei heila pizzusneið. Ég pilla ostinn af henni, borða blauta partinn af brauðinu og sný mér svo að næstu sneið. Handfangið borða ég sjaldan. Eftir situr stórsködduð brauðhrúga viðstöddum til ævarandi ógeðs.

Ég þarf allta að búa til nammiskál. Ef nammi er í poka, klæði ég það úr og sulla því í bland við annað nammi í risaskál. Nema Nóakroppi - það á skilið sína eigin skál.

Nammiguðinn kallar

Súkkulaðihjúpað hnetumix og nóakropp

Nóakropp og fylltar appolo lakkrís reimar - við skulum ekkert ræða það neitt frekar!

Kropp og fylltar lakkrísreimar

Ef ég fæ mér Cappuccino skef ég froðuna af, borða hana og skil kaffið eftir.

Cappuchino froða

Froðuát

Ég borða alltaf súkkulaðið utan af Snickers fyrst, svo mjúka hvíta partinn og hnetukaramelluna síðast.

Ég elska þegar það byrjar að dimma.

Kertaljós er uppáhalds ljós.

Ég sötra aldrei spaghetti, ég bít það í tvennt.

Kjúklingur, spelt spaghetti í kókos- og hnetusmjörssósu

Ég gæti lifað á osti.

Einfalt er best.


Munið eftir tónlistinni!!

Ég var í miklu stuði í morgun! Tók rassatækið föstum tökum og spólaði svoleiðis að það ískraði í græjunni!

Ef þið púslið músíkinni saman við rétta skapið, og gerð af æfingu, getið þið garanterað að æfingin verður svaðaleg! Ekki það að ég þurfi að segja ykkur það - ég var bara að enduruppgötva iPod stemninguna og réttulagavalið -> verandi mín uppáhalds ofurlög.

Þvílík dásemd!

Þetta var ekkert nema hrænræktuð morgungleði. Ég átti í mestu erfiðleikum með að dansa ekki og dilla mér! Hér er brotabrot af hamingjunni sem dundi í eyrum átvaglsins!

 

Þetta gæti svo mögulega verið máltíð fyrir æfingu!

Innpakkað gómsæti

Gumsið gæti mögulega innihaldið eggjahvítur! Ullandi eggjahvíta

Ég gæti mögulega hafa bitið í kvekendið áður en ég pakkaði því inn.

Chomp

Njótið dagsins Smile


Hún fer hamförum í pillinu

Ég ætleiddi þessa brauðbollu í morgun til að eiga sem orkusnæðing fyrir Bootcampf.

09:15

mmmm graskersfræ

Það voru mistök að geyma hana ekki inn í ísskáp.

12:45

frælaus

Ekkert fræ óhult. 

(Svolítið eins og bollan sé að ulla!)

13:30

I see you!!!

13:35

nohm

Gereyðing!

Dáin, sprungin... frælaus!

15:09

death

Ég held ég eigi við vandamál að stríða! Pouty


Verkir, vitleysa og helgin handan við hornið

Ging gang gully gully gully gully wash wash
Ging gang goo, ging gang goo
Ging gang gully gully gully gully wash wash
Ging gang goo, ging gang goo

Haila, oh haila shaila, oh haila shaila haila huhu
Haila, oh haila shaila, oh haila shaila haila huhu

Shalowah, shalowah, shalowah, shalowah
Umpah umpah umpah...

Hverjum dettur þessi vitleysa í hug? Og hvað í ósköpunum var viðkomandi að borða á meðan þessum skrifum stóð? Ég væri til í einn bita af því forboðna gumsi!

Morgunmatur extraordinaire! Ef ég spreða peningum í eitthvað (annað en Ástralíuferðir), þá spreða ég þeim með engri eftrsjá í ber!

Glæsiber

Glæsiber! Sjáið'etta!

Glæsiber

Ábitið glæsiber

Fulkomin HSB blanda. Hafrar, skyr, ber!

Ég þarf að kaupa mér chia fræ. Chia fræ í þessa skál myndu rota allra hörðustu morgunmats beikon- og sýrópspönnsuætur vestanshafs!

HSBC, hljómar svolítið eins og sjónvarpsstöð sem sýnir einvörðungu amerískan fótbolta!

holymolyness

BHSB - Blanda höfrum, skyri og berjum. Ekki jafn fallegt, alveg jafn gott.

Æðislegur morgó

Annað í fréttum: Er með harðsperrur í öllum skrokknum. Allstaðar. Ekki einn vöðvi sem fær frí - meira að segja nasavængirnir eiga erfitt með að blakta í vindinum. Ég hef aldrei, ég endurtek, aldrei... fengið svona svapalegar harðsperrur.

Svapalegt verandi verra en svaðalegt!

Bootcampf á eftir... mig vantar aðstoð!

Umpah, umpah, umpah...


Gamli vin, nýi vin

Almáttugur gvöð og öll hans fylgidýr! Ef maginn hefur einhvertíman verið jafn kátur og við át á jólaönd og fyllingunni sem prýðir veisluborð Ásbúðinga 24.des....

...kynnin við einn einfaldan voru endurnýjuð í morgun við mikinn fögnuð nærstaddra. Nærstaddir verandi undirrituð og allir hennar persónuleikar. Smá salt, kanilla og vanilla - with a cherry on top!

Eggjó með vanilló, kanilló og kirsuberjó

Gamli vin, hvað ég saknaði þín geypilega!

Ohm nohm nohm

Eggjahvítugrautur og kanill með berjum

Eitt kirsuberið ákvað þó að vera með yfirgang og frekju. Það lét svo illa, í baráttunni við tennurnar á mér, að það að það rifnaði í tvennt í hamagangnum. Held þetta hafi verið bersins leið til að hefna sín á kaldrifjuðu átinu - enda sprakk það með svodda offorsi og fítons krafti að konan í næsta húsi hefur líklegast fengið dropa af berjasafa á trýnið. Þetta þýðir samt ekki að ég borði ekki með lokaðan munninn! Ég borða hinsvegar aðeins of oft upp í rúmi - sem er óæskilegt, samanber...

sprungið kirsuber

...sundur-ber? Hohoho!

berjasafi í buxum

Ég er ekki frá því að eitt eða tvö tár hafi fallið við þennan gjörning...hvað þá átið! Enda var skálin sleikt. Einnig lofa ég og sver við grautinn almáttugan að ég borðaði ekki einn berjastilkinn. Berið var stilklaust við komu í skálina - þó það væri ekki ósennilegt að ég myndi, í epískri gratuarmóðu, éta allt sem í skálinni er á góðum græðgisdegi.

Ekki í þetta skiptið!

sleikt

Svo megum við ekki gleyma hinum nýja vin! Nýjaðasta viðbótin í fíknarsafnið mitt!

Elsku besti

Gamli vin, nýi vin - borðað í eyðimerkurvin... næstum því.

Kaffó og eggjó

mmmgmmm

Gamli vin + nýi vin?

Kaffigrautur í uppsiglingu?

Ómægod! Pouty Hugmynd.. hugdetta...

Kaffigrautur??!?!?!? Cappuccino grautur... með froðu!!! FROÐU!!!

I´ll keep you posted!


Óguð... ég dey!

Lyftingar og Bootcamp eru ekki... það sama!

Ónei!

Lyftingar og Bootcamp fara eflaust saman að einhverju leiti, ýta undir eiginleika hvors annars og getu einstaklingsins til að takast á við æfingarnar, en guð minn góður... að vera ofurlyftingakappi vs. ofur Bootcamp antilópa -> engin miskunn hvernig sem þú lítur á málið. Samtvinnað, og þú breytist eflaust í grískan guð.

Eins og yfirbugaður fettmúli sniglast ég áfram á síðasta andardrætti. Heilinn heldur þó að skrokkurinn sé til í tuskið. Líklegast er það banananum að kenna sem ég kokgleypti 5 mínútum fyrir æfingu. Vegna þessa sé ég sjálfa mig fyrir mér valhoppandi á grænu engi fullu af fiðrildum og regnbogum, en reyndin er aldeilis önnur - lungun emja, fæturnir gráta. Eins og önd á svelli hlunkast ég áfram, slefandi með tilheyrandi búkhljóðum. Másandi búrhveli stútfullt af rækju! Mínum Ástralíumjúka rassi reyni ég að drösla í átt að portinu þar sem hlaupið hafðist og einbeita mér að önduninni. Ég ranghvolfi augunum og hvæsi hástöfum, tel mér trú um að tvískipti tónninn í andardrættinum sé með eðlilegasta móti. Ég hljóma samt eins og stíflað trompet. Loks sé ég glitta í portið *tilhlökkunartryllingsspenningur*. Ég þykist gefa í en það stoðar víst lítið. Útlimirnirnir sveiflast óviðráðanlega í allar áttir og ég rétt næ að halda höfði. Ekki ósvipað hrossaflugu í vindi! Ég gæti ekki einusinni klórað mér á nefinu án þess að eiga í þeirri hættu að pota úr mér augað - fínhreyfingarnar eru horfnar. Ég slengist í átt að portinu góða eins og ormur einfætti. Það virðist vanta í mig öll bein. Kærkomin hvíld í nánd og hjartað verður örlítið hamingjusamara. Þvílík endemis andskotans gleði sem það verður að klára þennan viðbjóð. Hlaupið endaði ég guðdómlega. Líkt og stungin í bakið með samúræjasverði hrundi ég á hnén og slengdist í jörðina með einkennilegu skvamphljóði. Lungun tæmdust af lofti, frá mér kom eitt hávært fnas í bland við ískur sem gaf mér svona líka fínt blóðbragð í munninn. SIGUR! Ég komst alla leið! HAHH BOOTCAMP... ÉG VINN!

"ALLIR INN Í SAL -> 20 FROSKAR MEÐ HOPPI, 20 ARMBEYGJUR, 20 SIT UPS OG 4 FERÐIR Í STIGANUM. ENDURTAKA 5 SINNUM. ÞIÐ FÁIÐ 10 MÍNÚTUR TIL AÐ KLÁRA ÞETTA - EF ÞIÐ NÁIÐ EKKI AÐ KLÁRA ÞURFA ALLIR AÐ TAKA 500 METRA RÓÐUR OG BYRJA HRINGINN UPP Á NÝTT...."

Óguð! Crying

Jah. Þetta er kannski ekki alveg jafn dramatískt og ungfrúin lýsir, en ég hef sagt það áður og segi það enn, þol og átvögl eiga litla samleið. Sérstaklega ef átvalið heitir Elín! Hef þar af leiðandi alltaf veigrað mér við hlaupum, jú, af því mér reynist það óyfirstíganlega erfitt. En ekki lengur, segir hún með miklum tilþrifum, setur hendur á mjaðmir og sveigir höfuðið svo langt aftur að það rignir beinustu leið upp í ranann á henni!

Nýjir tímar, nýjar áskoranir - byggja upp almennt þol, vöðvaþol í bland við styrk. Búin að taka ansi góðan hring í þessu ræktar- og lyftingaststússi öllusaman og alltaf jafn skemmtilegt að breyta til. Ég krumpast aftur í lóðin þegar það byrjar að dimma. Nýjasta markmiðið - að ná þrekprófinu!

2007 -> Franska kjallarabollan - tékk!

2007/2008 -> Mjónan, brennslutímabilið - tékk!

2008/2009 -> Laga ónýtt brennslukerfi - tékk!

2009/2010 -> Kött, móta/massa, rífa vel í járnið, lægsta fitu % hingað til - tékk!

2010 -> Svindlið, ultratone - tékk!

2010 -> Ástralía, kom mér niður á jörðina aftur og skrokknum á miðlínuna - tékk!

2010 -> Almennt úthald, þol og styrkur, antilópusyndrome - in progress!

Tala svo um að vita ekki í hvorn fótinn á að stíga! Fólkið mitt - þegar þið byrjið að rækta ykkur, ef þið hafið aldrei farið áður, ekki hika, ekki bíða en verið búin að setja ykkur raunsæ markmið og reynið að kynna ykkur málið örlítið áður en lagt er af stað. Jafnvel finna ykkur góðan einkaþjálfara.

Kannski maður þurfi að reka sig á vitleysurnar í þessu til að sjá að sér og læra, en ef ég hefði nú bara vitað 2007 það sem ég veit í dag varðandi t.d. mat og æfingar, þá hefði ég getað sparað mér mikinn tíma í koddagrát, batteríislausar æfingar og staðnanir. Munið bara að þið eruð ekki að gera þetta fyrir neinn nema ykkur sjálf sem innlegg á framtíðarreikninginn. Það segir enginn að þið þurfið að vera með kúlurass sem brýtur hnetur til að vera ofur og jú, þið megið alveg borða kökur!

Verið kát í eigin skinni. Ef ykkur líður vel þá er markmiðinu náð, ef ekki, standið þá upp ekki seinna en í dag og takið fyrsta skrefið. Hreyfing og góðar matarvenjur fylgja yfirleitt í kjölfarið og tilfinningin er stórkostleg, sama hvar þið eruð stödd líkamlega/andlega. Það er bara bónus. Eins og Nóakropp á ís!

Ég fór til dæmis Ástralíu og át á mig auka 5% ftu... það var gooooooott! Cool

Halelújah, preis ðe lord...

Ahh já... best að gleyma ekki -> þetta er svo það sem ég borðaði í kvöldmat í dag!

Salsasúpa og salat

Mmhmmm

Le spoon

Og þetta er það sem maturinn skildi eftir sig! Fallegt ekki satt? Ég held það ætli að reyna að ná heimsyfirráðum! Ég skírði það Ramon!

ramon 

Kryddlegin hjörtu - klikka ekki! 

Bootcamp, er að fílaða.

Brosið fyrir mig Smile

Nótt í hausinn á ykkur, eða eins og Ás'búðingar' segja - Natten Skratten!


Hvernig er best að byrja?

Hva... ekki horfa svona á mig. Sitt sýnist hverjum!

Átvaglið er þó afskaplega hrifið af...

...nýjaðasta besta vini sínum. Honum hefur verið veitt nafnið Hlöðver. Ó elsku besti - það sem ég hef verið að fara á mis við í gegnum tíðina.

Halló elskan

Góðu kaffi fylgir svo ætíð uppáhalds bolli og þessir bollar eru þeir bestu í heimi. Litlir, gammeldags, ákkúrat í réttri stærð. Æðislegir! Perralega gaman að drekka úr þeim mjöðinn góða. Nýt hvers morgunsopa í botn.

Ofurbollinn minn

Jasoh 

Að kaffi í ofurbolla, og höfrum, meðtöldum inniheldur gott start á deginum meðal annars:

Hellou my pretties

Bananahrúga 

 

 

 

 

 

 

le skyr

Sjáið þið ekki dásemdina fyrir ykkur?

Kremja banana. KRAMBANA!

Krambani!

Setja smá vatn og krambanann í skál með höfrunum og hræra í gumsl. Þykkt eftir vatnsmagni og smekk - ég er steyputýpan. Því þykkara því betra. Helst þannig að hægt sé að útbúa hafrabolta!

Hafra, vatns og bananagums

Hræra svo gommu af skyri í grautinn og ómynduðum vanilludropum.

Skyrblandaður grautur

Bláberja!

Get ekki beðið

Hræra og hafragrautsskreyta!

Timblin - banana skyrgrautur með bláberjum og múslí

Voila!

Setja svo hnetusmjör í skeiðina, nú eða möndlur í bland fyrir kys og kram!

El perfecto

Gott start!

Bara gleði

Gott, gott start!


Feiknarfrí og vorbeljur

Góðan og blessaðan snúðarnir mínir og snældur!

Þetta... var eitt... gott... frí! Jahérna!

Stundum þarf maður bara á letipúkanum að halda, svei mér þá. Margt og mikið búið að gerast síðan í apríl. Margt og mikið í vændum. Þar af leiðandi hef ég velt fyrir mér engu og öllu og viti menn - ekki komist að augljósri niðurstöðu - eins og almennilegum fílósífer sæmir!

Er það ekki stórkostlegt?

Er hinsvegar byrjuð að drekka kaffi eins og enginn sé morgundagurinn! Unglambið að fullorðnast eða hvað? Sporðrenni hverjum lítranum á fætur öðrum. Gott eða ekki - ég er ekki viss. En átvaglinu þykir það með eindæmum unaðslegt. Hér kemur svo mynd af fyrsta kaffibolla undirritaðrar! Fyrsta kaffibollanum í 26 ár takk fyrir danskurinn! Jah, takk fyrir ástralinn kannski meira viðeigandi - þurfti hvorki meira né minna en heila Ástralíuferð til að koma dýrinu upp á bragðið!

Froðan heimsfræga

Af hverju er þetta svona merkilegt? Jú - því froðan svaðafína sést hér vel og í hana skrifaði ég að sjálfsögðu sjálfhverft E!

Hmmmm

Já, en af hverju svona merkilegt ungfrú Elín? Nú - af því að ég kláraði kaffið!

Og af hverju er froðan svona svaðafín?

Klárað, skráð og skjalfest

Af því að kaffidrykkjan sívinsæla byrjaði á svaðafínni froðu og skeið!

Án efa besta leið til að "drekka" Cappuccino. Ég segi það satt! Var hinsvegar litin horn- og forvitnisaugum trekk í trekk af áströlskum kaffisnobbum sökum froðuáts. Bað ítrekað um auka froðu í bollann minn til þess eins að gúmsla henni í trýnið á mér.

ohooo 
froða

Froðan hefur enn ekki yfirgefið systemið og á sérstakan stað í hjartanu. Ein froða á dag kemur þó engu í lag nema áferðaperranum!

mmm

Froðufíknin var svo sterkt á tímabili, og nú tala ég eins og alvön lífsreynd til margra ára kaffidrykkjukona, að kjammsað var á baðfroðunni í freyðibaði til þess eins að halda geðheilsunni. Ég lét þó snarlega af þeirri iðkun þegar ég var farin að prumpa sápukúlum...

...nei ég segi nú sonna!

Hvernig atvikaðist þó kaffidrykkja hjá einstakling sem ekki gat hugsað sér bragð af kaffi í öðru en Tiramisu?

Í stuttu:

Cappucino froða -> kakó + kaffi -> latte + kaffi -> latte + 2*kaffi -> kaffi + smá mjólk -> svart og sykurlaust takk! Nú er það bara espresso eða short black sem bíður mín handan við hæðina.

"Hvað sagði Tarzan þegar hann sá fílana koma yfir hæðina????"

Ahh - fæ ekki nóg af þessum brandara!

Ástralía olli ekki vonbrigðum Snúbbarnir mínir. Maturinn ekki heldur og vinur minn kokkurinn Euan átti svo sannarlega þátt í að gera þessa ferð að mikilli át-fiestu! Guð minn góður og allir englarnir! Það segist hér með, skrifast, svart á hvítu og staðfest af alheilögum anda - ég hef aldrei... aldrei nokkurntíman á ævinni borðað jafn mikið á einum mánuði og Ástralíumánuðinum! Þvílík endemis andskotans hamingja fólkið mitt - afsakið orðbragðið! Hér er svo brota... brota brota brot!

pizzadumplings

 

 

 

 

 

 

 

chico rollhálfgert epli

 

 

 

 

 

 

MmhmmPork belly á markaði

 

 

 

 

 

 

KjúklingaborgariLakkrís

 

 

 

 

 

 

ástralskur bragðarefurMmm

 

 

 

 

 

 

 

 

Tilkynnist svo hérmeð að besti ávöxtur í sólkerfinu er fundinn. Feijoa! Vex bara á Nýja Sjálandi - bragðast eins og Húbba Búbba. Ég grínast ekki!

Feijoa

Feijoa - best í heimi

 

Annað í Ástralíufréttum - Kisar detta ekki á bakið ef maður missir þá, klósettvatnið snýst réttsælis, brimbrettagaurar eru nákvæmlega eins og í bíómyndunum og allir ástralir segja "mate".

Meira um það seinna!!

Jæja. Hvað hef ég gert síðan ég kom heim?

Varð vitni að einu svaðalegasta íslenska sólarlagi sem ég hef augum litið í langan tíma!

Sólarlag

sólarlag2

Fékk mér tvö ný göt í eyrun. Með þessu áframhaldi verður ekkert eftir af þessum vesalingum!

götótt

Fór ég beint í ræktina? Beint að hreyfa mig? Beint að borða vel valið prótein og almennileg kolvetni?

Nei það held ég nú aldeilis ekki gott fólk!

Þar sem mitt líf er svo gott sem búið að vera opið öllum til góns og gláps ákvað ég að taka mér dágott andlegt-, blogg-, matar og hreyfifrí! Ahhhh! Endurnærð, uppfærð og tilbúin í svakaleg átök í sumar! Undirrituð búin að vera að "passa" sig jú, en "PASSA" sig. Látum það vera. Borða það sem ég vil borða, en þó innan skynsemismarka. Það er ekkert nema dásamlegt.

Er þó komin í fjórða gír aftur. Tek smá frí frá lyftingum og sveittum speglasal og ætla prófa Bootcampf núna í sumar - nýta góða veðrið og útiveruna. Ætla að byrja að lyfta aftur, ásamt Bootcamfinu, í júlí og sjá hvert það leiðir mig. Þol og almennt úthald er langt fyrir neðan velsæmismörk og smáhlaup skilur skvísuna eftir í slefpolli og óæskilegum kippum sem herja á alla útlimi. Einstaka sinnum ná kippirnir upp í hægra auga. Það er ó svo falleg sjón mín kæru - falleg, falleg sjón. Verður gaman að sjá hvernig ástandið á undirritaðri verður í september. Þá byrja lyftingarnar aftur á fullu.

Hohh.. gaman að breyta smá til. Gleðilegt að hafa farið til Ástralíu! Gott að vera til!

Mikið ofboðslega er veðrið búið að vera fallegt í dag! Mér líður eins og vorbelju!

Vorbelja á góðum sumardegi

Nú þegar ég hef skriftað - hver vill koma út með mér og hoppa með rassinn upp í vindinn og trýnið á ská? Ekki fussa á það fyrr þú þú hefur prófað. Sérlega gleðilegt. Sérstaklega þegar maður getur fiktað í ketti í og með.

Hpp1hopp2

 

 

 

 

 

 

ekkert hoppHopp3

 

 

 

 

 

 

KisuveiðarKisa veidd

 

 

 

 

 

Þangað til næst! Verð góð hvert við annað og njótið þess að vera til.


Chia fræ í grautinn minn

Nýja ástin í lífi mínu! 

Chia fræin mín

Chia fræ! Nýjasta æðið, súperfæðið, æðiberið, æðisnæðið, Ellufæðið. Stút glimrandi full af andoxunarefnum, hollri fitu, trefjum og próteinum. Ofurefni í tonnatali - næstum. Betri en hörfræin elskulegu (og ekki eru þau amaleg greyin) bæði hvað varðar næringu og, fólkið mitt, ÁFERÐ að mínu mati! Líka hægt að nota chia fræin í allt sem hörfræin eru notuð í. Lesa skal nokkra punkta um þetta eðalfræ hér!

Næringargildi

Tek fram að 280 kj. eru um það bil 70 hitaeiningar. Sumsé, tæplega 70 he. í hverri msk. af chia fræum.

dæmi 

ÉG ER ORÐLAUS... af einskærri hamingju og grautargleði!

Búin að vera að "rekast" á þessi fræ ítrekað í erlendum bloggheimum og var orðin ansi forvitin. Hef enn ekki fundið þetta á Íslandinu af einhverjum ástæðum en jújú, haldið þið ekki að Ástralían hafi orðið mér úti um poka. Ég greip hann með andköfum og massífri bakfettu, hljóp í átt að hómsteð og það fyrsta sem ég gerði var að tilraunast með þessar krúttusprengjur. Ó... GUÐ! Hvað er EKKI hægt að gera við þessa snilldar afurð? Ef fræin eru sett í vatn þá drekka þau vökvan í sig og mynda gelhjúp á um það bil 5 mínútum.

Chia fræ í bleyti

Ómægod ómægod ómægod tilhlökkunarspenningur! Sjáið þetta bara! 

SNILLD

Þessu er t.d. hægt að smyrja á brauð, nota í sjeika, HAFRAGRAUT, skyr, jógúrt, sósur, dressingar... og áferðin er GEGGJUÐ! Þið sem hafið smakkað sago graut - jebb, alveg eins og sago! Þykkir, bætir, kætir með crunchi! Svo er líka bara hægt að nota þau hrein og bein, gelaðferðin kætir mitt átvagl þó töluvert meira.

Krakkar mínir, leitinni er hér með lokið. Þannig er það bara. Hinn fullkomni rjómakenndi hafragrautur var eldaður, uppgötvaður, smakkaður, borðaður, elskaður, smjattaður, étinn upp til agnarofurdofa og saknað sárt eftir átið í morgun... dramað var svo gígantískt að ég grét ofan í grautarskálina.

Sjóða saman fyrir einn hafragrautrsofurgúbba

1/3 bolli hafrar

1/2 gróflega stappaður banani

1 msk chia fræ

ögn af salti

1/3 bolli undanrenna/léttmjólk

1/3 bolli vatn (Mjög þykkur grautur, ef þið viljið hann þynnri nota 1/2 bolla vatn)

Hræra svo vanilludropum samanvið í restina.

Chia grautur í bígerð

Chiagrautur með banana

Af því ég bjó til graut fyrir fleiri en bara mig bætti ég ekki kanil út í dýrðina fyrr en ég fór að skreyta minn skammt sjálf.

Kanill og hamingja

Bláber og jógúrt ásamt nokkrum óséðum möndlum.

Come to mama

besti grautur i heimi

Þetta var... er BESTI grautur sem ég hef smakkað! Ég ætla að tilraunast meira á næstu dögum og koma með almennilegri myndir/leiðbeiningar/allt sem er undursamlegt í heiminum!

Koma svo, allir að panta sér poka af þessu núna. Þið sjáið ekki eftir því. Veeerðið svo að láta mig vita hvað ykkur finnst, ég er spenntari en krakki í nammibúð að fá að heyra frá ykkur ef þið látið af þessu verða.

Panta hér!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband