Játningar

Ég er fanatískari en amma andskotans. Fæ hluti svo grimmilega á heilann að ef/þegar ég fæ ógeð á þeim sný ég sjaldan til baka.

Í staðinn fyrir að þvo eplin mín, þurrka ég rétt af þeim í buxurnar.

Óþvegið epli

Ég tek alltaf eina pásu á 10 mínútna fresti ef/þegar ég hleyp.

Uppáhalds áhaldið mitt er teskeið.

Skyrputtar

sleikt

 

 

 

 

 

 

Karamellupopp og nóakropp út á ís

Come to mama 

 

 

 

 

 

 Karamellukenndur jarða- og bláberja próteingrauturVatsmelóna - alveg að tapa greyið

 

 

 

 

 

 

Pistasíu ís - hreint lostæti

Frosin jarðaber og skyr ásamt mango og meðlæti

 

 

 

 

 

 

Uppáhalds átleiðir eru að:

  1. Pilla - sérstklega þegar það er krefjandi og inniheldur t.d. leit að fræjum
  2. Hræra allt saman í muss.
  3. Borða muss með teskeið.

Ég á alltaf, alltaf til nokkrar plötur af dökku súkkulaði. Núna á ég 5, 70 - 90% Lindt plötur upp í skáp.

hnetur, rúslur og ofursúkkulaði

Ég fæ mér alltaf dökkt súkkulaði eftir kvöldmat.

Ég elska hrátt kökudeig (salmonella, salmon"ella") og allt sem er með "deig" áferð - lítið eldaðar pönsur, sósaður pizzabotn o.fr.

Ég les minna af bókum en manneskjan sem las engar bækur þarna um árið.

Ég hlæ upphátt að eigin fyndni, að mér finnst. Líka þegar ég er ein.

Ég á það til að bresta í dans upp úr þurru.

Alltaf þegar ég kem hem úr vinnu/æfingu/einhverju fer ég í gúmfey föt - þeim fylgja iðulega gúmfey sokkar.

Gúmfey náttföt og sokkar

Ég borða aldrei heila pizzusneið. Ég pilla ostinn af henni, borða blauta partinn af brauðinu og sný mér svo að næstu sneið. Handfangið borða ég sjaldan. Eftir situr stórsködduð brauðhrúga viðstöddum til ævarandi ógeðs.

Ég þarf allta að búa til nammiskál. Ef nammi er í poka, klæði ég það úr og sulla því í bland við annað nammi í risaskál. Nema Nóakroppi - það á skilið sína eigin skál.

Nammiguðinn kallar

Súkkulaðihjúpað hnetumix og nóakropp

Nóakropp og fylltar appolo lakkrís reimar - við skulum ekkert ræða það neitt frekar!

Kropp og fylltar lakkrísreimar

Ef ég fæ mér Cappuccino skef ég froðuna af, borða hana og skil kaffið eftir.

Cappuchino froða

Froðuát

Ég borða alltaf súkkulaðið utan af Snickers fyrst, svo mjúka hvíta partinn og hnetukaramelluna síðast.

Ég elska þegar það byrjar að dimma.

Kertaljós er uppáhalds ljós.

Ég sötra aldrei spaghetti, ég bít það í tvennt.

Kjúklingur, spelt spaghetti í kókos- og hnetusmjörssósu

Ég gæti lifað á osti.

Einfalt er best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf jafn yndislegt að lesa pistlana þína  

Brosti nú sérstaklega af þessari fyndni þinni sem þú hlærð upphátt af - ég er alveg eins með það

Harpa Sif (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 11:46

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni.

Þú ert svoddan yndi elsku Ella mín. Svo jákvæð og skemmtileg. Alveg bjargar það deginum stundum að sjá hvað þú ert að bardúsa.

Bjarndís (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 12:50

3 identicon

mig langar í NAMMI..... !!!!!!

dem jú vúmen að setja svona girnilega myndir inn af nammiskálum og það er BARA þriðjudagur !!!

knús samt á þig inn í vikuna... er ángæð með að þú sért komin aftur..

Heba Maren (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 15:01

4 identicon

Sæl mín kæra,

 Það er nokkuð ljóst að lestur á bloggi þínu sannar að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt...........jafnvel þó það sé kertaljós :-)

Ég brosi gjarnan við lestur bloggsins þíns en það er aldrei dimma hjá mér svo ég ímynda mér áhrif þess á þá sem hafa dimmu.

 Knús til þín og takk........stórt og mikið takk fyrir að deila þessum bráðskemmtilegheitum meðal vor.

Sólveig.

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 16:18

5 identicon

Þú ert alveg hreint dásamleg, ég sit hér glottandi út í annað

Er farin að útbúa mér brauðsneið með roastbeef (ekki samloku því einhverra hluta vegna finnst mér slíkt ekki viðeigandi þegar um heimagerðan roastbeef gjörning er að ræða... ). Og já, ég ét ekki pizzuhandfangið heldur og fæ því yfirleitt undarlegt augnaráð frá þjónunum á uppáhalds ítalska veitingastaðnum mínum hér í Hollandinu

Ella hin hollenska (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 16:36

6 identicon

Ég les bloggið þitt jafn staðfastlega og Sjálfstæðismaður les Morgunblaðið! Þú ert algjör snillingur og ég borða Snickers ALVEG eins :D

Linda.

Linda Björk (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 18:32

7 identicon

Vá hvað er gaman að sjá að það séu til fleiri "furðufuglar" en ég! Ég einmitt elska að borða með teskeið, ét deig eins og enginn sé morgundagurinn, þoli ekki að bíta í samloku með káli því ég er með yfirbit og kálið verður eftir í hverjum bita sem veldur því að samlokan ullar alltaf á mig, ég hlæ að eigin fyndni... Svo ef ég er að troða í mig litlu nammi set ég 2 eða 4 (ALDREI 3) í einu upp í mig og nú kemur að því: ég flokka í nammiskálinni!!

Takk fyrir frábært blogg :) 

Sveinbjörg Eva (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 16:57

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Æji elsku bestu. Hvað getur maður sagt við svona æðislega fínum kommentum

Takk fyrir mig barasta. Yndislega fólk!

Annars er ég eins Sveinbjörg, ef ég er t.d. að borða Nóakropp fara aldrei oddatölur upp í mig því ég set eitt kroppið hægra megin og hitt vinstramegin.

Ef svo ólíklega vill til að uppí mig sleppi oddatölukropp, þá bít ég oddatölukroppið vandlega í tvennt og skipti því svo bróðurlega á milli jaxla, sitthvorumegin í munninum!! hahh!

Elín Helga Egilsdóttir, 7.7.2010 kl. 19:39

9 identicon

Elska bloggið þitt, hefur fengið mann til að hugsa svo allt öðruvísi og kemur manni að sjálfsögðu alltaf til að brosa, já eða hlæja upphátt ;)

 Ég ríf mig alltaf úr sokkunum og fer líka í gúmfey föt þegar ég kem heim!
get endalaust borðað hrátt kökudeig, er stundum hrædd um að ekkert verði eftir til að baka, hef jafnvel hugleitt að hætta við baksturinn og borða bara deigið ;)
og á það akkurat líka til að taka þvo nóakropp eða eitthvað svona lítið og setja eitt hægra megin og hitt vinstra megin.
og já borða oftast fyrst skorpuna af brauðinu mínu og svo inní, sérstaklega ef það er samloka.

Ostur er eitthvað sem ætti að vera í alla mata

Halla (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 12:53

10 identicon

Æðisleg færsla! :) Myndin af þér í gúmfey sokkunum segir meira en þúsund orð.. ;)

Erna (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 22:56

11 identicon

Bíddu...bíddu...sko:  Haframjöl, súkkuladi og Kitchen Aid = Elín Helga = tilraunadýr?

Gaman vaeri ef einhver prófadi thessa uppskrift...hún faer góda dóma:

http://www.youtube.com/watch?v=a2KbrnPW7aA&feature=fvsr

Hungradur (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband