Færsluflokkur: Matur og drykkur

Týpískt

Vaknaði í morgun með magakveisu.

Engin gleði hér á bæ... ógleði með meiru.

Það er um það bil það versta sem ég veit.

Torgaði engu nema einu epli í morgun. Hafði þó varla lyst á því.

Óþvegið epli

Skilaði því stuttu seinna.

Er ekki gott að vita það?

Crying

Missi þar af leiðandi af tónleikunum hjá elskulegum Agli mínum og hjómsveitinni hans í kvöld. Þau kalla sig Nóru. Æðislegt, æðislegt band segi ég ykkur, virkilega gaman að hlusta á þau spila og sjá þau á sviði. Lögin alveg að mínu skapi. Hér eru þau á síðustu tónleikum sem ég fór á.

Nóran

Mæli með því að þið skellið ykkur. Byrjar klukkan 21:00 á Sódómu.

Missi af uppáhaldshitting og allt.

Það tók mig 35 mínútur að skrifa þessa færslu.

Ég kem til með að lifa á bollasúpum það sem eftir lifir dags.

*sjálfsvorkunn í hámarki*


Strumpar, uppáhalds fólk, matur

Dæmi um strumpa.

Strumpar

Rúslur

Viktor sæti

Dæmi um uppáhalds fólk.

Ernan mín

Svangur?

Dagurinn

Egili

Ernan og Þorbjörg

Mjög svangur.

Dagur orðinn svangur

Brynjan og Lalli litli

Dæmi um mat.

Dáinn?

Snilldarlega vel grillað a la Jens. Með betra lambaketi sem ég hef fengið í sumar held ég barasta.

Lambalundir

Þessi átti upphaflega að vera handa mér!

Sumir eru brenndari en aðrir

Sætar eru sætar

Það sem Egill fékk

En ákveðið var að brenndi bitinn yrði það eina sem Egill fengi að borða af því hann gleymdi ristaða brauðinu.

Sem hefði að sjálfsögðu skipt öllu máli í þessari máltíð!

Brennt... já.. brennt er gott

Mascarpone marsipan ostakaka með súkkulaðisósu og flöde

Svakalega góð, þétt, mjúk - æði.

Hún var ofur þessi... innifalið í marsipan-ostagleðinni voru Anton Berg bitar.

Uppskrift væntanleg.

Rjómi, elsku rjómi

Þetta var dæmi um eitt geypilega notalegt kvöld.

Uppáhaldsfólk er gott fólk.


Miðvikudagur til matarboðs

Svona lítur upphandleggurinn á mér stundum út. Útbíaður í allskonar tækjum og tólum. Nauðsynlegum tólum þó. Annað til að halda geðheilsunni, hitt til að halda mér við efnið.

Handapat

15 umferðir, 2 interval hringir. Annar 10 sek (hvíldin), hinn 50 sek (átak). Þrjár umferðir af eftirfarandi, gefa 15 mínútna ofurátök. Eins margar endurtekningar og þú getur í hverju setti og gefa ALLT sem þú átt í þetta, helst þannig að skrokkurinn sé búinn eftirá.

15 mínútur gott fólk. Það hafa allir 15 mínútur.

  1. Froskur, hoppa yfir bekk, froskur. (11, 9, 8)
  2. Hallandi armbeygjur með fótakreppum til hliðar til skiptis. (7, 6, 5)
  3. Liggja á baki með lóð upp frá bringu og standa upp, án þess að nota hendur. Halda lóðum fyrir ofan höfuð allan tímann og leggjast svo niður. (3, 2, 2) - dauði!
  4. Uppstig á ská, hægri, með lóðum. (22, 18, 20)
  5. Uppstig á ská, vinstri, með lóðum. (22, 19, 20)

Var sein fyrir í morgun og lét mér nægja þetta kvekendi eftir interval. Hreint prótein, jarðaber, hörfræ og hafrar. Hef ekki fengið mér prótein í duftformi í afskaplega, afskaplega langan tíma. Mikið svaðalega er grauturinn, nú eða skyr, gleðilegra til átu.

Próteinshake

Hádegismaturinn var hvorki meira né minna en teriakyleginn lax, mikið af ofurgrænmeti og án efa besta avocado hérnamegin Esjunnar. Vá, óguð vá hvað þetta var ákkúrat það sem mig langaði í.

*Hamingja*

"Ákkúrat það sem mig langaði í" hamingja. Gott að fá þig aftur.

Litagleði

Ómægod!

Æðislegur lax

ofurgrænmeti

Matarboðshittingur með uppáhalds fólkinu mínu í kvöld.

Lambalundir a la Erna og Jens, Ristað brauð a la Egill, Marsipan Mascarpone ostakaka a la moi og notalegar stundir með litlu strumpunum sem bæst hafa í hópinn. Yndislega fínt alveg hreint.

Fyrsta skipti sem við náum að hittast öll í sumar. Magnað.

*tilhlökkunartryllingsdansmeðskrúfuogeinustappi*


Léttir dagar

Ég er enn forviða.

Jú, hef náð því geypilega markmiði að verða svöng í dag en ekki í neitt sérstakt. Veit ekki hvað ég gerði af mér um helgina, en eitthvað óæskilega hroðbjóðslegt hef ég náð að innbyrða. Dagurinn í dag hefur verið æði léttur og laggóður. Samt sem áður líður mér eins og 100,4 flóðhestum hafi verið raðað ofan á hausinn á mér og uppblásinni blöðru komið fyrir í bumbunni.

Másandi hvásandi hveli - ef ég þyrfti að fara í Kampið núna myndi blöðrukvendið hvellspringa í fyrsta frosk. Eigi yrði það fögur sjón!

Ughhh! Fnas! Hrmph! Blagh!

Kjúklingasúpa og grænmeti fyrir 700 manns. Dugar okkur Ásbúðingum í 4 daga. For helvede. Léttara verður það nú varla...

300 lítrar af súpu

Geypilega góð

...nema ég gleypi súrefni í tonnavís.

Fyrr mun þó frjósa í helvíti áður súrefni verður það eina sem ég ét. Þarf ansi margt að ganga á áður en sá dagur rennur upp. Áferðar- og bragðlaust með eindæmum.

Mjög hitaeiningasnautt.

Frekar japla ég á sítrónuberki!

Bwwlaarggh!


Tímamót

Almáttugur.

Ég skil þetta ekki.

Ég er svo hissa... að ég varð að blogga. Ég er ekki einusinni með mynd handa ykkur í öllu hissinu.

Ég bara varð að deila þessu.

Grautur klukkan 8. Eins og vanalega.

Ofursvengd átti sér stað klukkan 11:00. Eins og vanalega.

Ofursvengd svalað með kannski 2/3 af 140 gr. hambó og tonni af grænmeti. Ekkert meira en vanalega.

Síðan þá hef ég ekki fundið fyrir hungri!

Ekki einusinni smá!

Shocking

Ég fékk mér samt skyr og hnetur klukkan 3.

Ég fékk mér samt eina Fitty með tómötum fyrir æfingu.

Ég fékk mér samt þorsk og kartöflur eftir æfingu.

Ég hefði samt vel getað verið án þess. Skyrið hefði reddað mér fram að kvöldmat.

Ég bara...

...á ekki orð!

Ég veit það er "rétt" að borða minna og oftar.

Það er bara ekki nærri því jafn skemmtilegt að borða ef maður er ekki pínku svangur til að byrja með. Engin sérstök lyst. Engin sérstök át-ánægja.

Ég vona að þetta sé einsdæmi.

HVAR ER SVANGIÐ MITT?

Crying


Haustboðar

Veðrið er æðiber!

Ber?

Bláber?

Allt sem er blátt blátt

Já takk!

BBB - Bláber í Blárrri Buddhaskál

Bláber í bláum Buddha

20 gr. hafrar, 1 msk chia, vatn, 2 eggjahvítur, 1 tsk ómægod3 lýsi, salt, 1 msk múslí, Buddhalicious og eðalskeið.

Bláberjagleði

Ásamt nokkrum dropum af vanillu Capella.

Capella bragðdropar

Ella.... Vanella!

Ó.. óhó, hvað það þarf lítið til að sparka í Egóið.

Vanella

Gamli vin!

Mitt ástækra hengirúm

Ohh... sorgin.

Nú fer hengirúmstíðin brátt að líða undir lok. 

notalegt

Á nú eftir að sakna þess svolítið að dóla...róla? mér svona í morgunblíðunni með grautinn í einari og myndavélina í hinari.

Þetta var dæmi um mjög góða íslensku!

up close buddha

HENGIRÚMSHRÆRA!

Berin olíuborin og ofur. Væri svoleiðis hægt að dressa þau upp og flengja þeim beint upp á svið í þessu ástandi.

alltaf að hræra

Bregðum undir okkur betri fætinum og hoppum á honum í vinnuna.

Ekki annað hægt þegar guli hlunkurinn heiðrar okkur með sinni sjaldséðu nærveru.

Lúpínugangur

Mjög gaman þegar ég var að labba þarna í gegn að heyra poppið í lúpínufræbelgjunum. (annað dæmi um mjög góða íslensku) Var hálfgerður konsert í gangi.

Sprungnir lúpínubelgir

Sjáið hvað þetta er nú fallega fínt.

Lokaður

opinn

Svo rakst ég á Rip, Rap og Rup í svaðilför minni í morgun.

Þeir voru hressir.

Svampafjölskylda.

Sveppir... orðið "sveppur" er orð sem finnst á fyndnuorðalistanum mínum. Þar er t.d. líka að finna orð eins og "fés", "skunkur", "kryppildi", "strumpur".

Góðan daginn

Stráin farin að fölna.

smástrá

Svolítið eins og biðukollan hún amma mín þessi.

biðkukolla

Þetta segir mér að haustið sé hinumegin við hæðina... eins og Tarzan.  (ohh ég fæ ekki nóg af þessum eðal brandara) 

Lúpínufræsprengju-máli mínu til stuðnings kemur svo hér sérlegt lúpínufræsprengju-myndskeið. Þó svo það heyrist gott sem ekki neitt, sökum umferðar af ýmsum toga, þá eru nú nokkrir belgir sem poppa þarna í byrjun ef þið hlustið fallega og vel.

Ææææhji hvað haustboðar eru með eindæmum fínir boðar. Sérstaklega í svona veðráttu.


Játningar

Ef ég er með tyggjópakka klára ég hann á 5 mínútum. Ég veit... það er ógeð.

Á það til að sleppa síðustu endurtekingu(m) í setti ef ég er að æfa ein og er orðin þreytt.

Ég virðist ekki getað borðað bjúgu.

Mér þykir æðislegt að borða ís þegar hann er byrjaður að bráðna.

Ég elska brennda partinn af grillkjötinu - þurra, brennda, chewy partinn. Líka brennið á Saffran kjúllanum og óskaplega illa brunna rauðlaukinn sem herlegheitunum fylgja... ef það er brennt, borða ég það. Óhollt, Elín, skamm, krabbamein og eitthvað.

Ég elska líka brenndan eða "harðan" ost. Osturinn sem verður eftir í mínútugrillinu - pill'ann alltaf af og borða með bestu list.

Ég get borðað smjör beint upp úr dollunni... og notið þess í botn.

Ef ég borða bláber með rjóma, þeyti ég rjómann aldrei.

Þegar ég tek mig til og borða vel, þá held ég yfirleitt áfram að borða eftir að ég verð södd og aðeins lengur. Stundum ét ég svo stórt gat á sjálfa mig að ég heiti þess eið að borða aldrei aftur sökum ógeðs. Það gleymist hinsvegar hratt og örugglega í morgunmatnum daginn eftir.

Ég kaupi mér stundum marsipanrúllu, bræði súkkulaði og dífi rúllunni ofan í súkkulaðið - þið vitið hvað gerist næst. (Og nei, ég nota hana ekki til að mála eða pota í fólk)

Mér þykir með eindæmum leiðinlegt að hlaupa.

Ég smakka alltaf allt að minnsta kosti einusinni. Vegna þessa þá:

  • drekk ég kaffi.
  • borða sushi.
  • borða rauðlauk.
  • borða ekki bjúgu. 
  • fyrirlít þurrar, harðar eggjarauður

Ég fer mjög oft, óhikað eftir 5 sekúndna reglunni!! Eða... 40 sekúndna reglunni!

Ég sleiki alltaf sleifina. Ef ég er að elda fyrir sjálfa mig, þá sting ég henni aftur ofan í pottinn!

Núna er ég að borða þetta!

Chiabland með bláberjum og epli

Stórkostlegt ét!

Chiabland með bláberjum og epli

Chiafræ blönduð í vatn, vanillu-/möndludropa, smá salt, kanil, omega3 lýsi og krydd eftir smekk...

mmhmmm chia, epli og bláber

...og hellt út á epli og bláber.

Næst ætla ég að blanda fræin með mjólk/möndlumjólk, sleppa kanil og raspa út í þetta sítrónubörk.

eðal fínn morgunmatur

Gleði og glaumur.

Nohma chia, bláber og epli

Farin út í góða veðrið - mæli með því að þið hættið að lesa þetta núna og gerið slíkt hið sama! Ójá!


Hann lifir á hinseginhelgi

GYMBOSSINN LIFIR.

HÚRRA!

Mikið er ég hamingjusöm. Hélt hann væri dáinn. Þurfti bara að resetta dýrið og voila! Intervalaði í 12 mínútur í morgun, háar hnébeygjur, fjallganga, froskur til hliðar og súperman armbeygjur.

Það var sveitt!

Það var erfitt!

Það var æðislegt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af tímanum. Þvílíkur munur.

Ég er með intervalæfingar á heilanum þessa stundina. Lovit.

*gleði*

Eftir æfingu, beint í grautinn og bláberin og hindberin og hamingjuna. Frosnu berin engu að síður. Hafrar, chia, omega3 lýsi, vanilla, möndludropar, smá salt, ber og möndlur.

Góð góð skál af graut

Ef bara ég gæti baðað mig uppúr ferskum bláberjum án þess að að kostaði mig frumburðinn. Nei, ég er ekki með Strumpa-fetish, ég lofa, mér þykja bláber bara góð.

Fallegir litir

HRÆRA!!

Heitur grautur bræðir frosin ber. Mjög gott...

Hrært djúsí æðislegt stöff

...mjöög mjög gott.

Góð grautarskál

Af því að það er nú laugardagur. Ohh mama. Mjög vænn slurkur af þessu og vá... ó hvað sæta gerir át alltaf ánægjulegra. Sætugrísinn æpti, skríkti, veinaði og fór úr skinninu. Þessi grautur gat með engu móti orðið betri eftir þessa viðbót.

Maple sýróp

Sykur og sæta eru með ánægjulegri efnasamböndum.

Því miður gott fólk.

Það er bara staðreynd!

Hinseginhelgin. Gleðilega hátíð allirsaman - njótið'ennar í blússandi botn! Smile


Vanillu mascarpone ostakaka með möndlubotni

Svona af því að það er að koma helgi.

Gerið þessa í dag, borðið hana á morgun.

Þið sjáið ekki eftir því! 

Vanillu mascarpone ostakaka með möndlubotni

Ofur ostakaka með vanillubaunum

Botn

200 gr. hobnobs, hafrakex, hvað sem er.

1/2 bolli bráðið smjör

1/4 bolli púðursykur

100 gr. möndlur (væri æðislegt að salta þær og rista áður - þá sleppa saltinu hér að neðan)

Smá salt, eftir smekk

Fylling

900 gr. rjómaostur (ég notaði 250 mascarpone)

1 bolli sykur (200 gr. um það bil)

3 msk hveiti

5 stór egg við stofuhita

1/3 bolli rjómi

sítrónubörkur eftir smekk

1 tsk vanilludropar

Baunir innan úr 1 vanillustöng

Toppur - hræra saman í lítilli skál

1 dolla sýrður rjómi

2 msk sykur

1/2 tsk vanilludropar

 

Aðferð

Botn:

Allt í matvinnsluvél nema smjör. Mylja smátt og bæta svo smjöri út í í restina. Hræra saman þangað til úr verður smávegis deig eða bolti. Þrýsta í 23 cm. smellukökuform og upp með hliðum. Kannski 2,5 cm upp með hliðum. Setja inn í ísskáp á meðan fylling er útbúin.

Mmmhmmm

Fylling (tips, hræra á mög hægri stillingu, þú vilt ekki fylla degið af lofti):

Rjómastur -> hveiti í hrærivél. Hræra þangað til vel blandað, 2 - 3 mínútur. Bæta þá við eggjum, einu eggi í einu, og hræra í blöndunni á milli. Bæta þá við rjóma, sítrónuberki, vanilludropum og vanillubaunum og hræra þangað til vel blandað. Taka botninn út úr ísskáp, hella fyllingunni í og inn í miðjan 175 gráðu heitan ofn í 15 mínútur. Lækka þá hitann í 120 gráður og baka þangað til hliðar kökunnar eru stífar og gylltar, en miðjan enn nokkuð blaut. Ef þú kemur við kökuformið þá hristist miðjan smá. Um það bil 1 - 2 tímar, ágætt að byrja að fylgjast með henni eftir 1,5. Ég var með mína inni í um það bil 2 tíma.

Taka dýrið út úr ofninum og bæta toppnum ofan á heita kökuna og aftur inn í ofn í 15 mín.

Taka þá út, losa hliðar kökunnar frá formi með hníf svo ekki komi rifur í kökutoppinn þegar hún kólnar (hún skreppur smá saman) og leyfa að kólna smá í smelluforminu. Setja þá inn í ísskáp (enn í smelluformi) og leyfa að kólna yfir nótt. Best að gera kökuna deginum áður og geyma jafnvel í sólarhring inn í ísskáp.

Mmmhmmm

Svo bara skreyta, gleðjast og borða eins og hugurinn girnist.

Ég bjó til karamellu og hafði með þessu vanillurjóma og bláber. Það var æði!! Og þessi kaka! Fyllinging er algerlega... ohh my god! Hver biti þéttur og silkimjúkur. Vanillan skilar sér vel með smá hinti af sítrónu og smá jógúrtfílíngur í topplaginu. Stökkur saltur botninn er svo toppurinn yfir i-ið. Áferðahimnaríki, vá. Þið getið líka tvöfaldað botninn ef þið viljið meira af ofurkrami, ég ætla að gera það næst - botninn er nú alltaf svo mikið nohm. 

Ég þarf að prófa að útbúa fleiri ostakökur, svo mikið er víst. Amaretto/hvítt súkkulaði, kaffi, súkkulaði, banana/karamellu, hnetusmjörs, kökudeigs...

...óguð!!

Leit að hinni fullkomnu ostaköku er hér með hafin!


Bootkampf niðurstöður

6 vikur yfirstaðnar. Magnað hvað tíminn líður hratt. Sumarið alveg að verða búið.... og jó.. aaaalveg að mæta á svæðið! Woohooo!

Jæja - segið svo að Kampið skili ekki árangri og æðislegheitum! Þolið, bæði lungna og vöðva, allt að koma til. Þetta er ekkert nema gleði.

Hlaup - 2,3 km

  • gleði23.06 - 12.5 mínútur
  • 04.08 - 10 mínútur

Froskar með hoppi

  • 23.06 - 20
  • 04.08 - 38 (hey, meira en ég hélt um daginn *gleði*)

Armbeygjur

  • 23.06 - 30 (12 á tánum)
  • 04.08 - 35 (27 á tánum)

Situps

  • 23.06 - 30
  • 04.08 - 62

Þyngd

  • 23.06 - 60.4
  • 04.08 - 58.4

Fituprósenta

  • 23.06 - 20.3%
  • 04.08 - 15.5%

Þar hafið þið það! Þetta eru kannski engar súpertölur en þetta er byrjun og bæting á öllum sviðum!! Það er geðveikt! Tala nú ekki um þessi tvö kíló í mínus og 5% skafið af í mör. Bjóst samt ekki alveg við því, en hey... bónus! Stefni á ennú betri tíma og skor á næstu 6 vikum þar sem ég er enn að lufsast í einhverju sem kallast "fínt" í þolprófinu en ekki "framúrskarandi".

Átvaglið skal verða.... framúrskarandi! Cool

Þarf líka að bæta í átið til að auka hjá mér styrkinn. Næst á dagskrá!

Og já, ég held það nú aldeilis sérdeilis, mér líður nákvæmlega eins og á myndinni!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband