Játningar

Ef ég er með tyggjópakka klára ég hann á 5 mínútum. Ég veit... það er ógeð.

Á það til að sleppa síðustu endurtekingu(m) í setti ef ég er að æfa ein og er orðin þreytt.

Ég virðist ekki getað borðað bjúgu.

Mér þykir æðislegt að borða ís þegar hann er byrjaður að bráðna.

Ég elska brennda partinn af grillkjötinu - þurra, brennda, chewy partinn. Líka brennið á Saffran kjúllanum og óskaplega illa brunna rauðlaukinn sem herlegheitunum fylgja... ef það er brennt, borða ég það. Óhollt, Elín, skamm, krabbamein og eitthvað.

Ég elska líka brenndan eða "harðan" ost. Osturinn sem verður eftir í mínútugrillinu - pill'ann alltaf af og borða með bestu list.

Ég get borðað smjör beint upp úr dollunni... og notið þess í botn.

Ef ég borða bláber með rjóma, þeyti ég rjómann aldrei.

Þegar ég tek mig til og borða vel, þá held ég yfirleitt áfram að borða eftir að ég verð södd og aðeins lengur. Stundum ét ég svo stórt gat á sjálfa mig að ég heiti þess eið að borða aldrei aftur sökum ógeðs. Það gleymist hinsvegar hratt og örugglega í morgunmatnum daginn eftir.

Ég kaupi mér stundum marsipanrúllu, bræði súkkulaði og dífi rúllunni ofan í súkkulaðið - þið vitið hvað gerist næst. (Og nei, ég nota hana ekki til að mála eða pota í fólk)

Mér þykir með eindæmum leiðinlegt að hlaupa.

Ég smakka alltaf allt að minnsta kosti einusinni. Vegna þessa þá:

  • drekk ég kaffi.
  • borða sushi.
  • borða rauðlauk.
  • borða ekki bjúgu. 
  • fyrirlít þurrar, harðar eggjarauður

Ég fer mjög oft, óhikað eftir 5 sekúndna reglunni!! Eða... 40 sekúndna reglunni!

Ég sleiki alltaf sleifina. Ef ég er að elda fyrir sjálfa mig, þá sting ég henni aftur ofan í pottinn!

Núna er ég að borða þetta!

Chiabland með bláberjum og epli

Stórkostlegt ét!

Chiabland með bláberjum og epli

Chiafræ blönduð í vatn, vanillu-/möndludropa, smá salt, kanil, omega3 lýsi og krydd eftir smekk...

mmhmmm chia, epli og bláber

...og hellt út á epli og bláber.

Næst ætla ég að blanda fræin með mjólk/möndlumjólk, sleppa kanil og raspa út í þetta sítrónubörk.

eðal fínn morgunmatur

Gleði og glaumur.

Nohma chia, bláber og epli

Farin út í góða veðrið - mæli með því að þið hættið að lesa þetta núna og gerið slíkt hið sama! Ójá!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekki þetta með tyggjópakkann enda kaupir minn maður nóg af tyggjói inn á þetta heimili.

Mér finnst best að borða ís á veturna því þá bráðnar hann HÆGAR :) hehe

Kannast líka við að borða yfir mig og lofa sjálfri mér að gera þetta aldrei aftur (aldrei að segja aldrei).

Þú ert yndi Elín :) hehe gaman að lesa hjá þér

Harpa Sif (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 14:50

2 identicon

vá hvað ég er glöð að finna annan furðufugl með smjörást

Inga María (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 18:09

3 identicon

Sæl, ég skoða síðuna þína daglega og finnst þú æði. Ég hef gert margar uppskiftirnar þínar og í gær gerði ég hafra og hnetubitana, nema bara með heilum möndlum með hýði vegna hnetuofnæmis á heimilinu. En kökurnar eru æði og svo setti ég þær í frysti og fékk mér svo eina í dag beint úr frystinum og það var líka geggjað gott, kaldar og crispy. Allt sem ég hef prófað frá þér hefur mér fundist gott. Endilega haltu áfram þú ert orðinn partur af mínu lífi og veit margra annara líka, það er frábært að fá allar þessa hugmyndir.

Esther (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 18:43

4 identicon

Ég kannast við  þessar  játningar..þvímiður,  eftir þessar játningar þínar langar  mig virkilega að sjá "fyrir og eftir" mynd af þér ;) komaso!

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 19:41

5 identicon

Sammála Hrafnhildi :) langar að sjá fyrir-eftir myndir af þér

Harpa Sif (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 10:19

6 identicon

Sammála Hranfhildi og Hörpu Sif :)  Væri mikið til í að sjá "before and after"

Ásta (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 11:08

7 identicon

haha já ég er eins með ísinn og á það til að borða eins og það sé seinasta kvöldmáltíðin og lofa sjálfri mér því að borða aldrei nokkurn tímann aftur en af einhverjum ástæðum gleymist það venjulega yfir nóttina ;)

væri líka til í fyrir og eftir myndir!

Halla (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 11:31

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Oh takk fyrir allarsaman og sömuleiðis bara. Það væri nú lítið fútt í að hripa þetta niður ef þið væruð ekki hérna mínar elsu bestu kæru.

Og Esther, þú gersamlega gerðir daginn minn bjartari með þessum orðum.

Ahh, the infamous fyrir/eftir pistillinn. Er enn að setja hann saman. Fanns allsvaðalegar myndir frá 20-23 árunum. 

Díses hvað það er til mikið af yndislega fínu fólki - ég er hálf eftir mig hérna. Nefrennsli og tárvot augu *anda inn* *anda út*

Elín Helga Egilsdóttir, 9.8.2010 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband