Færsluflokkur: Lífstíll

Loksins segir hungrið til sín

Haldið þið að kvendið hafi ekki gleymt að birta færsluna í morgun. Ég skrifaði þetta samviskusamlega eftir morgunmatinn og kem að blogginu tómu um kvöldið. Betra seint en aldrei býst ég við? 

Ég er orðin svöng aftur.... loksins. Eftir átið um jólin var ég hrædd um að verða aldrei aftur svöng en til allrar heilagrar hamingju og gleði tók maginn við sér í morgun. Þvílík óhemja í áti! Ojbara! Svo tekur annað eins við ekki á morgun heldur hinn! Ætli ég éti ekki á mig svarthol í þetta skiptið!

Þið megið geta einusinni hvað ég fékk mér í morgunmat. Joyful

Blámann búinn

Blámann!

Lord of the Rings maraþon er hér með hafið. Ein mynd á dag fram að áramótum, jafnvel tvær 31.des. Við sjá um til!

Annars, úr því þessi skrif mæta svona seint á svæðið og til að játa allar mínar "syndir" fyrir almenningi, þá hef ég gúmslað ofan í mig kjúlla, epli, kartöflum og nautakjöti í dag ásamt hnetusmjöri. Dásamlegt alveghreint. Sálin sátt, skrokkurinn kátur, brennsla yfirstaðin og lyftingum lokið. Fullkominn dagur að kveldi kominn. Ahh... ljúfa líf.


Piparkökugrautur

Ég viðurkenni það fúslega - ég er deigæta! Það er kannski hræðilega skelfilega ógeðslegt, en deig er gott, það er það bara. Besta deig sem ég veit um er piparkökudeig. Þegar ég útbý piparkökur verður aldrei neitt úr skammtinum þar sem undirrituð er búin að hamsa í sig ýmsa "enda" deigsins, kökur sem hafa "klikkað" og kökur sem eru alltof ljótar til að baka og bjóða fólki uppá. Það er náttúrulega ekki hægt að hnoða þær aftur í deigklumpinn og reyna aftur. Þær eru fordæmdar ónýtar, af mér, og einungis mínum sérlega munni bjóðanlegar... og jafnvel þeirra sem við baksturinn sitja með mér. Það er... ef þeir borða deig.

Piparkökugrautur

Þar af leiðandi, til að sporna við því að átvaglið éti á sig gat af piparkökudeigi, var útbúinn piparkökugrautur í morgun. Nei, ekki jafn hættulega góður og deigið en einn daginn mun hann verða það. Einn daginn!! Þegar ég er búin að finna nákvæmlega hárréttu blönduna af kanil, negul og engifer!

Piparkökugrautur

E-grautur dagsins innihélt því snefil af þessum kryddum og þegar ég þefaði af honum áðan fann ég piparkökulykt. Það telst með er það ekki? Það var meira að segja vottur af piparkökubragði. Svo gott... svo gleðilegt. Hlakka til þegar þetta meistaraverk er fullkomnað og lítur dagsins ljós. Grautar, pönnukökur... here I come! 

Piparkökugrautur

Það er seint hægt að segj að þessi grautarskál sé falleg og fín. Svona lítur grauturinn út þegar hann er hrærður og mallaður í sömu skálinni, settur inn í ísskáp og ég búin að borða svo gott sem helminginn af honum áður en ég tek mynd. Bætti líka egginu við í morgun - oh, rauða og grautur. En þrátt fyrir subbuskap og harðnaðar brúnir þá eru litirnir í þessari skál ferlega flottir. Það verður nú bara að segjast.


Kjúlli og blár vettlingur

Kjúllinn klikkar aldrei. Hann er næstum því alltaf gómsætur og gleðilegur fyrir bragðlaukana. Undantekningin er ofsoðið kjúklingkjöt sem er stíft og grátt og hræðilegt. Ughhh... EN.. það sem átti sér stað í kvöld var samruni salts, pipars, papriku og örlítils kanils að sjálfsögðu. Bringu velt uppúr krumsinu og grilluð í Foreman á meðan grænmetið var steikt á pönnu. Skreytt með möndlu dukkah og steinselju. Hryllilega gómsætt og kryddin áttu vel saman bæði með kjúlla og grænmeti. Laukur og gulrætur urðu "smjörkennd" og sæt við steikinguna, sem gladdi mig óstjórnlega.

Foreman grillaður kjúlli með steiktu grænmetisblandi

Sjáið þið svo hvað kisinn minn kom með inn áðan. Ekkert nema krúttaralegheitin enda fengurinn mikill!

Blái vettlingurinn

Rétt í tíma fyrir snjókomuna og kuldann! Hefði reyndar verið ágætt að fá tvo, heimtufrekja í undirritaðri - þarf að þjálfa hann upp í þessu! Nú er samt einhver sorgmæddur í snjónum með einn vettling. Woundering

Markmið fyrir næstu jól: Að kisarnir sæki fyrir mig nóa kropp og kanil í tonnatali!


Risaber... bláber!

Ég bara varð að setja inn mynd af þessu ofurberi. Shocking 

Risabláber

Það þurfti tvo bita til að klára... næstum því þrjá!

Hefði eiginlega átt að setja það í formalín og geyma um aldur og ævi. Átvaglið tímdi því ekki... átvaglið ræður.


Allt er vænt sem vel er...

...bleikt?

Bleikur ofurgrautur í morgun! Þið megið geta ykkur til um innihaldsefnin en eitt get ég þó sagt... jarðaber og kanill komu við sögu!

Ofur stelpugrautur

Ef ég væri 4 ára, á leiðinni í leikskólann, þá væri þetta án efa uppáhalds grauturinn minn! 'Stelpugrautur' með meiru!


Margskonar matarsmakk

Fann í Bónus drykk sem ég hef verið að góna á í svolítið langan tíma. Hef aldrei tímt að kaupa mér gripinn þar sem ein 250 ml flaska, þyngdar sinnar virði í gulli, kostar tæpar 400 krónur. Lét þó verða af því í gær að fjárfesta í einu stykki þar sem:

1. Að drekka eina svona flösku jafngildir ávaxtaáti upp á 2 ávexti.

Froosh - aldeilis ágætt

2. Út af þessari ótrúlega lítillátu setningu utan á flöskunni.

Froosh gott með sig

Þessi drykkur er samt svakalega fínn og væri fullkominn í allskonar prótein/skyr hræringa og grautarmall. En... þrátt fyrir gleðilegheit, kem ég nú frekar til með að bíta bara í tvö epli, til að fullnægja ávaxtaþörfinni, og gera ekki út af við veskið mitt kært.

Froosh

Að auki við Frooshið fékk ég mér eina skúbbu af GRS-5 próteininu mínu, graut og smá múslí. Ekki örvænta, Frooshið fékk að njóta sín eitt og sér. Þegar ég mætti svo upp á vinnuhæðina mína biðu nokkrar mismunandi útgáfur af mat. Allar úr sinni áttinni!

Nýtíndar gulrætur - mjööög góðar!

Glænýjar gulrætur

Svakaleg súkkulaðikaka - kemur úr allt annarri átt en gulræturnar! Ég er reyndar ekki alveg í morgunmats-súkkulaðikökugír, en ég veit að hún er mjööög góð!

Svaðaleg súkkulaðikaka

Niðurskorin orkustöng frá mér! Þó ég segi sjálf frá - mjöööög góð! Með fíkjum, apríkósum, döðlum, heilhveiti, höfrum, hveitikími, sólblómafræjum, undanrennudufti... you name it! Bara gott!

Orkustöng

Allskonar matur úr allskonar áttum og dagurinn rétt að byrja! Jííhaaa...


Laugardagur til lukku

Af því að Palli á afmæli á morgun taldi ég vænlegra til vinnings að afmæla hann í dag. Eftir sprikl í rætkinni var skundað heim og hádegismatnum skúbbað saman. Uppáhaldið þessa dagana - skyr, GRS-5, múslí, frosin jarðaber og hunangsdreitill. Setja jarðaberin frosin út í gumsið og leyfa þeim að þiðna örlítið áður en hafist er handa við hádegisát. Mmm...

Skyr, GRS-5, jarðaber, múslí, huangsdropi

Þar sem ég á óstjórnlega erfitt með að halda í mér þegar verið er að gefa gjafir eða skipuleggja eitthvað óvænt, þá gaf ég honum gjöfina sína strax í hádeginu, í staðinn fyrir eftir kvöldmt eins og ég hafði planað til að byrja með. LITTLE BIG PLANET! Jíhaaa... 

Little Big Planet

Rifinn úr klæðum og spilaður með hraði! Virkilega skemmtilegur leikur!

Little Big Planet í action

Kisi ekki jafn hrifinn - en frekar sáttur með gúmfey staðinn sem hann fann svo gott sem ofan á fjarstýringunni.

Skemill

Það sem átti líka að koma á óvart er út að borðelsi á Orange Lab í kvöld, en ég gat að sjálfsögðu ekki haldið því leyndu líka. Okkur er búið að langa að prófa þennan stað í svo langan tíma. Planið var að fara út að borða, óvænt (einmitt), gefa leik og tölvuspila frameftir kveldi með nachos og ís. En þar sem ég er blaðurbelgur, og virðist ekki þola álagið að vita af gjöf og gefa hana ekki (sérstakelga þegar ég veit að afmælisbarnið á eftir að verða hrifið), þá er tölvuleikurinn í spilun núna, við góðar undirtektir. Út að borða gleði á eftir og jah, meiri tölvuleikjaspilun eftir það.

Við getum ekki beðið eftir kvöldmat. Miklar væntingar að byggjast upp hérna! Cool


Borðað á ferð

Hádegismaturinn borðaður á ljóshraða, hádegið notað í snatt.

Kjúlli, grænmeti, egg og smá rækjusalat 

Margt og mikið skemmtilegt að fara að gerast á eftir. Hihh.. get ekki beðið!


Aðeins of svöng

Svo svöng að skjálfti og svimi tóku völdin. Aðeins of svöng til að elda, aðeins of svöng til að hugsa um að elda svo málinu var reddað! Siam - réttur 35 fyrir mig, réttur 2 fyrir Mister Paulsen sem núna þjáist af kvefi, almennum verkjum og leiðindum. Ég var knústuð í kram þegar ég kom heim með dýrðina! Páll hinn sárþjáði er með hrísgrjónaáráttu á háu stigi!

Kjúklingabringa og ristuð brún grjón með auka grænum baunum

120 gr. kjúklingabringa, 1/2 bolli brún grjón og 1/2 bolli grænar eðalbaunir. Þvílík hamingja og gleði fyrir svangan kropp, og viti menn, rétturinn svona líka fallegur á litinn!

Heyrðu jú - ég hitaði grænu baunirnar! Eitt klapp fyrir því!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband