Færsluflokkur: Holla fitan
18.9.2009 | 14:10
Dularfullt viðbitsval
Harðfiskur. Ohh.. ég eelska harðfisk!
Ávextir.
Stjörnur dagsins... möndlurnar mínar!
Allt úr sitthvorri áttinni - en gott var það, og einmitt það sem mig langaði í!
Holla fitan | Breytt 24.9.2010 kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2009 | 19:36
Möndlu- og kanilrækjur
Ójess! Mmmmmm... ég og kanill! Ég og möndlur!!! Kanill + möndlur = heilög hamingja og gleði!
Möndlu- og kanilrækjur - Fyrir 2
Tæp 400 gr. rækjur (ég notaði þessar litlu sætu)
1/2 tsk kanill
1/4 tsk chilli pipar
1/2 tsk paprika
salt og pipar eftir smekk
1 bolli möndluspænir
Tómatar, grænar baunir, laukur....
Byrja á því að þurrrista möndluflögurnar og setja svo til hliðar. Blanda saman rækjum, kanil, chilli pipar, papriku, salti og pipar og þekja rækjurnar vel í blöndunni. Steikja grænar baunir, niðurskorna tómata og lauk á pönnu þangað til tómatarnir eru orðnir mjúkir. Salta og pipra eftir smekk. Taka meginpart grænmetis af pönnu og setja til hlipar. Bæta þá rækjunum út á pönnuna og léttsteikja. Koma grænmeti fyrir á disk, rækjum þar ofan á og hella svo möndluflögum yfir.
Þetta var svaka fínt og bragðgott. Næst ætla ég þó að sleppa grænmetinu, steikja rækjurnar upp úr smá olíu og útbúa avocadomús (næstum eins og kartöflumús) til rækjudýfingar! Yrði án efa geggjað! Tómatarnir eru jú nokkuð blautir og að steikja rækjurnar upp úr tómatsafanum deyfði kannski svolítið bragðið, en gott var gumsið engu að síður!
Ætla að sjá hvernig olíusteiking og avocadomús fara með í næsta holli. Alveg spurning hvort þetta nái ekki á uppáhaldslistann eftir slíkt make over!
Holla fitan | Breytt 24.9.2010 kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.9.2009 | 19:00
Grænubaunakjúlli
Af hverju ekki að tengja allar máltíðir dagsins saman með einhverjum hætti? Frá bleikum graut yfir í möndlusmjörs bananaloku, í fylgd bleiks gleðigrís, (langsótt en vel-sótt) yfir í grænubaunakjúlla með möndlum.
Bleikt, gult, grænt!
Þá er degi stuttra, en gleðilegra, bloggskrifa formlega lokið! Njótið kvöldsins mín kæru.
Holla fitan | Breytt 24.9.2010 kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)