Óforskömmuð paprika og selleríát

Ég uppgötvaði sellerí í gær!

Ekki misskilja. Ég hef alltaf vitað af því, getað borðað það í "bland" við annað og bragðið í sumum réttum er ómissandi, en kviknakið sellerí er eitthvað sem mínir háttsettu bragðlaukar hafa ekki kært sig um hingað til.

Hingað til!

Gott fólk...

*trommusláttur*

...leyfist mér, með gleði í hjarta bragðlaukagúbbans, að tilkynna ykkur það að undirrituð uppgötvaði sellerí í gær, sjálfri sér til óstjórnlegrar hamingjusprengju!!! Eins og að ná að hífa sig upp í eitt skipti ákvað ég að bíta í bansettan sellerístilkinn og sá engla og alla þeirra dýrð fyrir vikið.

Ekki samt pattaralegu renaissance englana sem stripplast um á allsbertinu með musana á sér lóðbeint út í veður og vind!

*Sjáið þennan upp í vinstra horni, hvað hann er lúmskur og lævís þarna bakvið skýið! Hahh! Hann er æði!*

ren-angel

"Leit yfir grænmetisskúffuna. Hún var uppurin öllu sem falleg er og glæzt í þessum heimi. Ekki einusinni gúrkuendi! Í hægra horni skúffunnar, bak við nokkuð aldraða kartöflu, lá sellerí, umvafið glærum plastpoka og horfði hæðnislega í áttina til mín. Ég færði kartöfluna til í von um að finna fræ úr tómat eða afskorna papriku, bara eitthvað til að narta í, en allt kom fyrir ekki. Skítt!!

Aftur leit ég á selleríið, sem glotti ennú meira, og lokaði ísskápnum með sorg í hjarta. Ég tók eitt skref í átt að súkkulaðirúsínupoka sem kallaði stíft á nartarann og teygði mig ofan í hann.

Það hlakkaði í undirmeðvitundinni.

Með rúsínuklasa á milli þumal- og vísifingurs, því rúsínuklasar eru langsamlega skemmtilegastir til átu, margar rúslur sem bundist hafa súkkulaðiböndum og mynda hálfgerðan skýjabólstra af eintómri hamingju, hugsaði ég 'Júvíst, rúsínur eru hollar og góðar og fullar af trefjum og sætar og ... súkkulaði?'

'Æjiii... æji bara... koma svo kerling!' Samviskan minnti mig grimmilega á liðinn laugardag... og sunnudag... og smá mánudag.

'Crap!'

Glennti upp ísskápshurðina og reif sellerípokann út úr ísskápnum með svoddan offorsi að sellerístilkurinn blessaður slapp úr prísundinni og sveif góðan metar yfir eldhúsið þar sem hann lenti, mjög heppilega, ofan í eldhúsvaskinum. Þarna stóð ég og góndi á skelkaðan stilkinn. Með góðu tilhlaupi réðst ég að honum og graðgaði í mig vænum bita. Hélt bæð niðri í mér andanum og fyrir trýnið!

Þarna stóð ég út á eldhúsgólfi, með augun klemmd saman, bíðandi eftir hræðilega ramma eftirbragðinu sem aldrei lét sjá sig. Ég tók því annan bita og viti menn! Hverskonar eiginlega vúdú er þetta for helvede? Prófaði einn stilk til viðbótar og hananú! Selt, skorið, bitið og varðveitt í matarminninu! Nom nom nom.

Eftir vel lukkað selleríátið tók ég rúsínuklasann, sem ég hafði fagmannlega valið mér nokkrum mínútum fyrr, og stakk honum beinustu leið upp í hamingjusamt ginið."

afétið sellerí

Ætli grænmetisætur upplifi sitt innra veiðieðli, ef þær búa yfir slíku, á þennan hátt?

Annars er sellerí og hnetusmjör nýjaðasta uppáhalds uppáhalds, frá og með deginum í gær! Það mun verða uppétið til agna sem millimál næstu daga! Má til gamans geta að sellerí er eitthvað sem telst vera "smart food". Verandi svo uppfullt af trefjum að skrokkurinn brennir nánast meira á því að reyna að melta blessað grænmetið heldur en ávinningurinn af næringarefnunum, sem það býr yfir, gefur okkur. Gaman að því.

Svona hefur þetta yfirleitt skundast hjá mér. Haustið 2007 voru rauðlaukar taldir til fæðu satans en þegar átvaglið óvart beit í eitt stykki hráan rauðara á Saffran, hið örlagaríka rauðlaukssumar 2008, þá var ekki aftur snúið. Súrar gúrkur eru nokkuð vel á veg komnar. Ég lít þær samt enn gífurlegu hornauga og treysti þeim núll! Við skulum ekki ræða kaffi, þann eðal elexír! Paprikur eru á sama lista. Systemið uppgötvaði þær þegar ég var 12.

Og talandi um paprikur gott fólk! Var í sakleysi mínu að skera mér bita af þessu kvikindi í gær þegar við mér blasti ÞETTA flassandi óforskammelsi!

Flassarinn

Ætlaði fyrst að vera ægilega krúttaraleg á þessu bloggi og segja "Hey, þarna er Barbapabbi að gægjast út úr paprikunni". Vildi næstum því óska að það hefði verið það fyrsta sem ég hugsaði. En blákaldur raunveruleikinn leifði það ekki.

Égmeina'ða!

Fólk!

Þið sjáið alveg jafn vel og ég hverju þetta líkist! Ekkert svona.

...

Þetta er eins og afskorinn hægri búkur af Barbapabba! Fyrir utan hendina því hann var ekkert alltaf með hendur.

dónapaprika

HVAÐ?

Hélstu að ég myndi segja typpi?

Ojjjj, dóni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gwahahaha! gátan leyst um plebbann hann Barbapapa...þetta var þá aldrei kynlaus æxlun í krúttarlegri barnabók---heldur Barbapenis mit alles...og rauður af áfergju:)

Hættu svo að skjóta grænmeti í mínu eldhúsi-þoli ekki veinin í því þegar það er murkað og étið:(

nastymama (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 10:04

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Haahahaha! Hefði átt að setja þetta papriku í formalín - var aðeins of fljót að ét-ana samt.

Ahhhh... murkensí og tilheyrandi í bland við ástignar tær og mömmuvein.

Ég er ægilega dugleg!

Elín Helga Egilsdóttir, 24.11.2010 kl. 10:08

3 identicon

Sæl Ella.

Mig langaði að benda þér á eitt sem ég er dugleg að nota í til dæmis hafraklattana þína góður og ýmsan bakstur og út á grauta....þar sem ég er forfallinn lakkríssjúklingur og þá helst saltlakkríssjúklingur þá langar mig oft að finna þetta yndislega lakkrísbragð í því sem ég borða en þar sem það er nú ekki hollt að borða mikið af lakkrís þá lagið mín hausinn í bleyti, þvoði hárið upp úr sjampói og setti hárnæringu í og BLING þá kom það..... aha ég morka lífið úr lakkríste (kaupi sem sagt ekki poka-te hitt er meira svona ekta) í mortel en samt ekki alveg í duft og nota það í allt sem hægt er og sigurvíman yfir að hafa fattað þetta er alveg hreint dásamleg og lakkríssjúklingnum er bjargað!!

Kv. Helena M.

Helena M. (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 10:35

4 identicon

 hahahahahahhaah hugsað þú um þín eigins typpi......... paprikupenis ..... snilldin ein.

 En ég verð greinilega að gefa sellerí fleiri tækifæri, eitt eða tvö amk

Hulda (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 10:41

5 identicon

Hæ hæ,

ég var alveg á sama máli með sellerí og þú, einmitt þar til nýlega!

Smakkaði það með smá hummus ofan í þessari skemmtilegu gjá á selleríinu og hef núna prófað að setja kotasælu þar ofan í - algjör snilld!

Kristín (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 15:13

6 identicon

alltaf sama snilldin að lesa bloggið þitt, ég var alveg búnað lifa mig inní sellerísöguna!!

þú hefur náttúrulega brennt svo miklu við að borða selleríið að þú hefur unnið þér inn að mega borða súkkulaðirúsínurnar ;)

HallaS (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 20:01

7 identicon

Barbapenis..... ((((hrollur))))) en þetta er þá Barbaþór - hann er rauður, sko allur skrokkurinn, ekki bara penisinn

dossa (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 22:37

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Helena M: Ohhhh! Sniðugt trix - ætla að nýta mér þetta í komandi tilraunum. Bestu þakkir fyrir að deila!! :)

Hulda: Snjóóó.... typpi! Já, sellerí er alveg komið til að vera á mínum lista. Skrokkurinn ákvað að leyfa það af einhverjum ástæðum! Gleðin einar.

Kristín: Oh já, sellerí og hummus er eflaust vígaleg blanda.

HallaS: Já guð. Þarf varla að hreyfa á mér rassinn eftir selleríátið!! ;)

Dossa: Hvernig veist þú það?!?!! What have you been up to?

Elín Helga Egilsdóttir, 25.11.2010 kl. 14:57

9 identicon

Má ég spyrja hvernig hnetusmjör þú notar? Var með frá Sollu en fannst það frekar salt... fékk mér einmitt sellerí og hnetusmjör áðan og það var bara alls ekki eins vont og ég átti von á ;)

Unnur (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 21:14

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Heheh.. ég keypti oft möndlusmjör í Fjarðarkaupum, ofurheilsudeildinni þar, en skipti einmitt yfir í Sollusmjör því það er töluvert mikið ódýrara.

Sellerí og hnetusmjör er alveg snilldin sko ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 25.11.2010 kl. 21:53

11 identicon

LOL PaprikkuTippi hahahahahahahahah ég dei!!!!

Olina (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband