Færsluflokkur: Skyr
24.5.2009 | 20:47
Hornafjarðarhumar
Það er fátt fiskikyns sem mér þykir betra en humar. Íslenskur, Hornafjarðarhumar. Hvítlauks humar, grillaður humar, humarsalat, humar á brauð... humarsúpan hennar mömmu. Jújú, mömmumatur er góður matur!
Íslenski humarinn, þrátt fyrir að vera smár, er svo ofboðslega bragðgóður. Kjötið með smá sætum keim.. úff! Það þarf ekki einusinni að stússast mikið í kringum hráefnið til að það smakkist vel. Smá salt og pipar og máltíðin fullkomin.
Jæja, þið vitið svosum hvað kemur næst. Ungfrúin fékk sér humar í kvöldmatinn, eldaðan af hinum helmingnum. Humar í appelsínusósu með sætum kartöflum. Gómsætt! Fullkomlega gómsætt.
Fyrir utan grænu gleðina í morgun og humarinn í kvöld þá fengum við okkur smá nasl í eftirmiðdaginn, kotasælu og skyr, blandað saman, ásamt niðurskornu epli og smá kanil. Ekki fussa yfir kotasælunni og skyrinu, það er svakalega fín blanda. Sætt epli og kanill eyðileggur það gums svo sannarlega ekki. Kanill er eitt af mínum uppáhalds kryddum... bjútí.
Þessari snilld fylgdi svo skál af ískaldri, niðurskorinni vatsmelónu...
...og einn biti af epli með ostsneið. Það klikkar aldrei.

Skyr | Breytt 23.9.2010 kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2009 | 11:16
Fimm stjörnu morgunverður
Var að koma af æfingu og átti í mesta basli með að ákveða hvort það yrði grautur eða einhverskonar skyrblanda í morgunmat. Var í miklum samningaviðræðum við sjálfa mig í bílnum á leiðinni heim úr ræktinni! Skyrið vann! Grautur á morgun - og þvílíkur yndælis morgunverður! Hamingjusamir bragðlaukar og afskaplega þakklátur skrokkur! Er nú samt að herma eftir morgunmat síðustu helgar, þetta er bara of gott til að leppa - segi ykkur það!
Gomma af skyri, frosin jarðaber, smá fjörmólk og prótein í blender. Það má alveg sleppa blessuðu próteininu, gefur bara svo gott bragð og skemmtilega áferð! Blanda þangað til þú segir stopp - ég hef alltaf smá jarðaberjaköggla í minni blöndu, endalaust gleðilegt að bíta í forsin jarðaber!
Skar mér svo niður mango, íískalt mango og hafði með ásamt múslí úr nammiskápnum góða. Svo, af því að það er laugardagur, setti ég í skeiðina sykurlausu sultuna mína og þetta líka eðal möndlusmjör sem ég útbjó um daginn. Mikið svakalega er það gott á bragðið! Með sultunni - ó gvöð - það er svo gaman að vera ég stundum!
Hlakkaði í mér þegar ég fékk mér fyrsta bitann! Einmitt það sem mig langaði í - ferskt, kalt, súrt, sætt, crunch, fluffy, mjúk fullkomin áferð og hvers einasta bita notið í botn! Getið þið álasað mér, sjáiði bara skálina... ég veit þið viljið bita!
Skyr | Breytt 23.9.2010 kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2009 | 11:37
Ís í morgunmat og nammiskápurinn fullur

Fór og verslaði mér gúmmulaði í gær. Gúmmulaðið er til í þeim eina tilgangi að skreyta morgunmat í formi skyrs, jógúrts, próteinsjeiks og að sjálfsögðu í hafragrauts-framleiðslu! Stundum er nammiskápurinn notaður í neyð þegar sykurþörfin er alveg að gera út af við undirritaða... en það er önnur saga. Ég eeelska nammiskápinn minn - það er svo mikið af yndislega fínum hlutum í honum til að gera t.d. morgunmatinn skemmtilegan. Allt gert í þeim tilgangi að gefa mismunandi áferð og bragð! Er líka alltaf að bætast eitthvað nýtt og skemmtilegt í hann - geggjað!
Allt er þetta þó innan "skynsemismarka". Inniheldur prótein, flókin kolvetni, holla fitu, trefjar og að sjálfsögðu er þarna múslí með fullkominn crunchfactor og smá sætu. Þó sætu í formi hunangs eða þurrkaðra ávaxta. Nota yfirleitt aldrei nema 1 - 2 msk af hverju þegar verið er að "skreyta" í morgunsárið :)
Nammiskápurinn inniheldur
Efri skápur, frá vinstri:
Poppies, hunangsristað hnetu múslí, sólskyns múslí (enginn sykur nema úr rúslum og bönunum), Cheerios, þurrkaðar döðlur, gráfíkjur og rúsínur, dökkt- og hvítt súkkulaði fyrir helgargrauta!
Jafnast að sjálfsögðu ekkert á við bráðið súkkulaði í morgunmat!
Neðri skápur frá vinstri:
Hafrar (elsku elsku hafrarnir mínir), puffed wheat, heilhveiti koddar, All-bran, spelt biscotti- og kókoskökur til að mylja yfir graut þegar maður er í "helgarstuði", möndlur, blandaðar hnetur, hörfræ, kókosflögur og hunang.
Ísskápurinn inniheldur svo hnetusmjörið, sultuna, eplamaukið, hveitikím og ávexti á meðan "bökunarskápurinn" heldur utan um hinn dýrmæta kanil og allt dropakyns sem ég á (möndlu-, vanillu-, sítrónu-... dropar)!

Annars var "Ís" á matseðlinum í morgun. Ís með gúmmulaði að sjálfsögðu! Hann var æði. Þurfti samt mikinn sjálfsaga í að stoppa sjálfa mig af í að malla hafragraut! En það var þess virði, þessi skál var fullkomin!
Að þessu sinni notaði ég frosin jarðaber í staðinn fyrir banana og hafði bananann heldur með sem gleðigjafa! Skyr, hreint prótein, frosin ber og undandrenna. Ferskt og fínt.
Ég sleppti mér í gúmmulaðigramsi og hafði með þessu:
Hafrakodda - flókin kolvetni, prótein, trefjar
1/2 niðurskorinn banana - uppfylling + bragð

Möndlur - holl fita og prótein
Hörfræ - holl fita, prótein og vítamín
Sólskyns múslí - flókin kolvetni, trefjar, prótein
Poppies - flókin kolvetni, trefjar, prótein
100% náttúrulegt hnetusmjör í skeiðina - holl fita, prótein
Gott start á góðum degi! Ætla að fara og dáðst að nammiskápnum mínum!
Skyr | Breytt 23.9.2010 kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2009 | 11:35
Sunnudags ís og berjabland í morgunmat

Æji já. Ég elska ís og næstum allt sem honum tengist - nema kannski þurrís, hann er ekki hægt að éta með góðu móti.
Bjó mér til æðislegan ís sem ég borðaði í morgun-hádegismat! Er nýlega búin að birta uppskriftina af þessu og fæ mér svona reglulega ef ég er alveg að drepast úr ísþörf. Rennur ljúflega niður og áferðin er ótrúlega skemmtileg!
Í þetta skipti frysti ég 2 banana og 3/4 úr mango. Blandaði saman við slatta af skyri, 3 skeiðum af hreinu vanillu próteini og smá undanrennu. Nóg fyrir 100 manna her! Borðaði þangað til ég sprakk og frysti svo restina.
Trefjar í banananum og mangoinu. Mangóið er líka fullt af vítamínum, stein- og andoxunarefnum. Próteinið fæst svo úr skyrinu og próteinduftinu ásamt nokkrum grömmum af fitu - held það séu um 6 gr af fitu í þessari uppskrift og hún er tilvalin sem t.d. eftirréttur fyrir góða 6 - 8.
Treysið mér elskurnar, þetta er meiriháttar gott! Staðfest og slegið frá mesta ís-snobbara Íslands!
Skyr | Breytt 23.9.2010 kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)