Færsluflokkur: Hádegismatur

Kósýness og leti heimafyrir

Veðrið er notalegt, góð helgi að baki og sunnudagurinn nýttur í almennt hangs og leti! Vöðvar rétt hreyfðir til að finna sér gott ét inn í eldhúsi og skipta um rás á sjónvarpinu. Ljúfa líf.

Hádegismaturinn var léttur og góður. Virkilega. Átti eina risastóra sæta kartöflu sem ég henti inn í 200 gráðu heitan ofn þangað til skinnið losnaði frá. Ætli hún hafi ekki fengið að malla í 1 eða 1,5 tíma. Verða súper sætar og djúsí þegar þær eru ofnbakaðar! Kartöfluna skar ég svo í tvennt og smurði með kotasælu-skyrblöndu.

Sæt kartafla með kotasælu-hunangs sinnepssósu og smá hummus

Kotasæla, skyr, Dijon honey mustard, þurrkuð steinselja = hamingja! Toppað með papriku hummus.

Sæt kartafla með kotasælu-hunangs sinnepssósu og smá hummus

Þetta létt- en ljúfmeti var svo klárað með einni af þessum yndislegu ponku litlu perum sem flæða í öllum verslunum. Rauðar og gular, æðislegar á bragðið! Þær sem ég hef bitið í, ég veit ekki hvernig skal lýsa því. Karamelukenndar! Mmmm...

Gúmmulaði ponsu pera


Laxasneiðar í eggjaköku með capers, rauðlauk og rjómaosti

Ég bjó þetta til um daginn og átti alltaf eftir að birta pistilinn... svo, versogú!

Laxasneiðar í eggjaköku með capers, rauðlauk og rjómaosti

Átti lax í frystinum sem ég vildi nýta í eitthvað. Skar mér um það bil 200 gr. stykki af fiskinum, skar stykkið í þunnar sneiðar og leyfði að marinerast í, hálfgerðri graflaxsósu, dressingu yfir nótt. Dijon sinnep, hunang, sítrónusafi, smá salt og dill. Ég hrærði þessu saman eftir smekk. Væri líka hægt að nota sætt sinnep og sleppa hunanginu. Ég hrærði svo saman 3 eggjahvítum, smá salti, pipar, mjólk og dilli. Raðaði nokkrum laxabitum á miðlungs heita pönnu, hellti eggjahvítublöndunni yfir fiskinn og svo meira af laxi ofan á eggin. Ætli ég hafi ekki notað 100 gr., rúmlega, af laxi.

Eggjakaka með laxabitum

Þessu leyfði ég í raun bara að malla þangað til eggin voru steikt í gegn. Þá braut ég kökuna saman og færði yfir á bökunarpappír. Smurði á kökuna smá rjómaosti, kannski msk. Kom henni svo vandlega fyrir inn í 175 gráðu heitum ofni, grill, í 3 mínútur. Rétt til að fá smá crisp.

Laxasneiðar í eggjaköku og rjómaostur

Eftirleikurinn er nú auðveldur. Skera niður rauðlauk, mjög smátt, ásamt steinselju og krækja í nokkur capers korn. Dreifa því yfir kökuna og hananú, þessi líka snilldarinnar glæsilegi hádegis- eða kvöldmatur tilbúinn!

Laxasneiðar í eggjaköku með capers, rauðlauk og rjómaosti

Þetta var ekkert smá frábært. Maginn sérstaklega sáttur eftir gjörninginn og bragðlaukarnir líka. Dressingin sem laxinn var í gaf ofboðslega gott bragð í eggjakökuna, sinnepið kom sterkt þar inn. Gaf skemmtilegan keim á móti hunanginu. Rjómaostur með capers og rauðlauk er að sjálfsögðu æði og biti af fisk með fær mann bara til að brosa. Mikill samhljómur, í bragði, í gangi á þessum disk!

Laxasneiðar í eggjaköku með capers, rauðlauk og rjómaosti

Virkilega, virklega skemmtilegt og bragðgott!

Laxasneiðar í eggjaköku með capers, rauðlauk og rjómaosti

Til gamans má geta að næringargildið í þessari máltíð er æðislegt! Um það bil 300 hitaeiningar, 32 gr. prótein og 16 gr. fita. Mjög flott fyrir þá daga sem hvílt er. Lítið af kolvetnum, meira af fitu og próteinum! Frekar flott!


Quesadilla með hráskinku, cantaloupe og ferskum döðlum

Hráskinku quesadilla með cantaloupe melónu, osti, ferskum döðlum og möndlumÉg er búin að vera með svo svakalega löngun í ávexti undanfarið. Viðstöðulaust hugsandi um ískalda, safaríka ávexti. Tók HIIT brennsluæfingu í morgun og var svo gott sem friðlaus á milli spretta. Hugsandi um vatsmelónuna sem beið mín í ísskápnum heima og átti í mesta basli með að klára æfinguna, segi það satt!

Var sérstaklega kát þegar ég komst loks heim og gat byrjað að útbúa hádegismatinn. Vissi alveg hvað mig langaði í og guð.. minn... almáttugur hvað þessi hádegismatur var nákvæmlega það sem skrokkurinn á mér var að leita að!! Þvílík og önnur eins matarsátt eftir máltíð hefur aldrei verið skráð! Ég meina það - sjáið bara hvað þetta er meiriháttar flott máltíð!

Grænt monster blandað saman úr 1/4 vel þroskuðu mango, 1/2 grænu epli, 50 gr.+ spínati, mjólk, 1 skeið hreinu próteini og klökum. Það er nú betra að hafa Nanna (banana) í þessu, en þetta var gott. Mangoið að gera góða hluti.

1/4 mango, 1/2 epli, 50 gr. spínat, 1 skeið hreint prótein, klaki, mjólk

Skál full af ávöxtum. Ííísköldum yndislegum ávöxtum. Vatnsmelónu, plómu, ferskju og bita af cantaloupe melónu.

Meiriháttar fín skál af ísköldum, ferskum ávöxtum.

Með þessum herlegheitum bjó ég svo til nammi allra namma! Holy yömmó quesadilla! Brjálæðislega var þetta gott! Væri t.d. hægt að skera quesadilluna í minni sneiðar og bera fram sem forrétt eða snarl fyrir gesti. Sölt skinkan og melónan eru að sjálfsögðu klassík. Með karamellukenndum döðlunum og möndlunum varð þetta guðdómleg blanda. Osturinn hélt þessu öllu saman og mildaði bragðið af skinkunni. Brauðið stökkt! Úff!! Þið verðið að smakka!!

Hráskinku quesadilla með cantalopue melónu, osti, ferskum döðlum og möndlum!

Hráskinku quesadilla með cantaloupe melónu, osti, ferskum döðlum og möndlum

1 heilhveiti tortilla

1 msk kotasæla eða ricotta

4 fjörost-sneiðar

3 hráskinkusneiðar

Nokkrar sneiðar þunnt skorin cantaloupe melóna

2 ferskar döðlur

4 muldar möndlur

 

Þið kunnið svosum restina en höfum þetta myndrænt og skemmtilegt.

Leggja ostsneiðar yfir heilhveiti tortilla kökuna ásamt kotasælunni.

Fyrsta stig hráskinku quesadilla

Leggja hráskinkuna yfir ostinn.

Annað stig hráskinku quesadilla

Raða melónunni á annan helming tortillunar.

Þriðja stig hráskinku quesadilla

Raða döðlum yfir melónuna og strá möndlunum þar yfir.

Fjórða stig hráskinku quesadilla

Leggja dýrið saman, beint á heita pönnu og kremja niður. Ég notaði nú bara pott til að fletja þetta út. Allir að kremja qesadilluna

Njóta!!

Hráskinku quesadilla með cantaloupe melónu, osti, ferskum döðlum og möndlum

Fyrir utan þá súru staðreynd að hráskinkan kostaði mig handlegg og bút úr sálinni, þá var máltíðin æði! Ætla pottþétt að skella í þessar quesadillur aftur!


Sumarlegt kjúklingasalat í fréttablaðinu

Haldið þið að þessi uppskrift hafi ekki barasta verið birt í fréttablaðinu í dag! Blaðsíðu 19. Já, það held ég nú!

Kjúklingasalat er annars alltaf gott. Það er svo einfalt að búa það til, fljótlegt og þú sem meistarakokkur ræður algerlega hollustustigi réttarins. Sem er að sjálfsögðu frábærlega fínt! Það er tilvalið að nota afgangs kjúkling og skella í ferskt salat á yndislegu sumarkvöldi og jafnvel vera djarfur og súpa á smá hvítvíni með! Líka voðalega gott að grilla kjúklinginn fyrst, rífa niður og kæla, kemur svo assgoti gott bragð af honum.

Ég var ekki alveg klár á því hvernig ég myndi mixa salatið eða hvað ég ætlaði að nota í það. Ég vissi bara að mig langaði í ávexti, létta dressingu og kjúkling. Þetta er því gúmmulaðið sem ég átti á lager.

Glæsilegt hráefni

Afgangs kjúlli, Cantaloupe melóna, mango, jarðaber, bláber, tómatar og sellerí. Úr þessum hráefnum varð þetta salat til. Það er nú svolítið grinó ekki satt?

Ferskt, ávaxta og kjúklingasalat með kasjú- og valhnetum

Sumarlegt og ferskt kjúklingasalat - fyrir 2 sem aðalréttur

Salat:

2 skinnlausar bringur af kjúkling. Um það bil 230 gr.

1 bolli skorið mango, vel þroskað, en samt ekki ofþroskað.

1 bolli skorin hunangsmelóna, Cantaloupe.

1 stilkur smátt skorið sellerí

Nokkrir kirsuberjatómatar skornir til helminga

Muldar kasjúhnetur, mætti rista þær - kæmi svakalega vel út

Dressing:

1/3 bolli jógúrt/létt jógúrt/létt AB-mjólk

Safi úr einu lime, minna eða meira eftir smekk

1,5 tsk hunang. Ég nota acacia hunang.

1 tsk þurrkuð cilantro lauf

Dijon sinnep eftir smekk

Þessi dressing var meiriháttar fín! Mjög fersk og lyfti réttinum skemmtlega upp. Mikið svakalega er ég ánægð með hana!

Salatið var æði!! Hitti beint í mark hjá mér og skemmtileg tilbreyting frá majones, eggjagumsinu sem maður borðar yfirleitt. Þetta er líka svo yndislega einfalt. Ávextirnir komu ofboðslega vel út saman á móti kjúllanum. Sæt melóna á móti súru/sætu mangoi. Mangoið var fullkomlega rétt þroskað! Virkilega skemmtilegt að bíta í crunchy sellerí og hnetur inn á milli, gáfu gott bragð og meiriháttar áferð í réttinn. Dressingin var svo til að toppa hvern bita. Ég segi ykkur satt, þetta er næstum eins og að borða eftirrétt. Það er hreinlega spurning um að bæta jarða- og bláberjunum út í næst!?! Samviskulaust, gott fyrir kroppinn, létt í maga en samt mettandi.

Ferskt, ávaxta og kjúklingasalat með kasjú- og valhnetum

Ég fékk mér bæði salat á diskinn og salat í sjóðandi heitt heilhveiti pítabrauð. Þetta var geggjað!

Ferskt, ávaxta og kjúklingasalat í heilhveiti pítabrauði Hinn helmingurinn fékk sér salat í hálfgerða brauðbollu.

 Ferskt, ávaxta og kjúklingasalat í brauðbollu

Átvaglið var svo gripið glóðvolgt inn í stofu að éta meira salat!

Ofur átvaglið

Ohh men þetta var góð máltíð. Ætla að gera mikið af svona í sumar - vefja inn í crepe, nota á pönnukökur, í baguette, með quinoa, ofan á hrökkbrauð....


Eggjabrauð - síðasti hádegismatur sumarfrísins

Þá er sumarfríið alveg að klárast. Ég get ekki kvartað, þetta voru meiriháttar góðar tvær vikur! Afslappelsi í hámarki, letipúkinn viðraður, átvaglinu hleypt lausu - alveg eins og það á að vera.

Vaknaði svo í morgun með eggjabrauð á heilanum. Get svo svarið það - ég átti í mesta basli með að koma mér í ræktina því eggjabrauðið ásótti græðgispúkann svo stíft. En það hafðist og jú, ég fékk mér eggjabrauð um leið og ég steig fæti inn í hreinasta hús á Íslandi! Eða... eggjabeyglu og eggjabollu? Með þessu hafði ég skál fulla af ávöxtum og próteindrykk. Einn skammtur hreint prótein, klakar, vatn og banani.. mmhmm!

Eggjabrauð af ýmsum toga og ávextir

Eggjahræruna gúmmslaði ég saman úr 1 heilu eggi og 3 eggjahvítum, slettu af Undanrennu, vanilludropum, kanil, múskati og smá salti og pipar. NAMMI! Leyfði beyglum og bollum að baða sig upp úr eggjablandinu í 2 eða 3 mínútur og skellti þeim svo á heita pönnu. Steikti þangað til kom stökk og fín skorpa. Þvílíkt sælgæti!

Eggjahræra með mjólk, kanil, múskati og vanilludropum

Á beygluna setti ég sykurlausa sultu, banana og hnetumúslí. Ég held að myndin segi svosum allt. Smá kanilbragð, múskat, vanilludropar - banani, sulta, crunchy múslí og fullkomlega eldað eggjabrauð. Þetta eggjabrauð var perfecto!

Eggjabeygla með sultu, banana og múslí

Til að vera góð við sjálfa mig þá fékk ég mér svo smá bita af skyrgumsinu mínu síðan í gær. Om nom nom!

Eftir daginn í dag verður svo sett af stað svakalegt sumar átak. Hlakka ekkert smá til. Þáttakendur eru hið minnsta undirrituð, hinn helmingurinn og móðir mín kær. Það verður mikil áskorun fyrir mig að búa til bragðgóðan og skemmtilegan mat sem þarf að standast allra hörðustu matarræðis 'reglur' líkamsræktarfíkla! Án þess þó að maður fái leið á matarræðinu! Ójá! Þessi snilld kemur til með að standa fram í septermber og að tímabili loknu birtast hinar alræmdu fyrir og eftir myndir í einhverju formi.

Sumarið leggst vel í mig mín kæru, þetta verður æði! Stay tuned! W00t


Heilhveiti pönnsur og grænt monster

Heilhveiti pönnsur, grænn goblin og ávextir í hádegismatNæstum eins og hafra- og heilhveiti pönnsur, næstum eins og crepes... en bara næstum!

Pönnsur í hvaða formi sem er, eru gleðilegar. Þessar voru rosalega bragðgóðar og skemmtilegar. Munurinn á þessum og crepe pönnsunum sem ég gerði um daginn er að þessar eru ekki sætaðar, engin mjólk - þar af leiðandi þykkara deig, ekkert hvítt hveiti og bara eitt egg. Mér tókst líka að setja ekki kanil í degið. Þrefallt húrra fyrir mér myndi ég segja!

Munurinn á þessum pönnsum og hafrapönnsunum er hinsvegar aðeins minni. Hafrar og heilhveiti í staðinn fyrir heilhveitið og hveitikímið í þessum. Þið sem borðið ekki hafra getið því fengið ykkur svona snilld í staðinn.

Hádegismaturinn í dag samanstóð því af heilhveiti pönnsum, ávöxtum og einu stykki grænu monsteri. Monsterið var að þessu sinni hrært saman úr 1/2 peru, frosnum banana, spínati, 1/2 bolla mjólk, 1/2 bolla vatni, hörfræjum og klökum. Mmhmmm! Þar að auki var ísköld vatnsmelóna í skál með þessu og jarðaber með pönnsunum. Mjög jákvæður hádegismatur skal ég ykkur segja. Fullt af ávöxtum, grænmeti, flóknum kolvetnum og hollri fitu. Pönnsurnar eru líka á góða listanum!

Ég hef einnig, farsællega, komið grænu monsteri ofan í hinn helminginn við góða undirtekt tilraunadýrsins = hip hip húrra!

Heilhveiti pönnsur

Heilhveiti og hveitikíms pönnsur3/4 bolli hveiti

1/4 bolli hveitikím

1 egg

1 bolli létt AB-mjólk

1 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

2 msk olía (t.d. canola)

 

Allt hrært saman, verður nokkuð þykkt degið, og steikt á pönnu. Ég nota ekki olíu á pönnuna. Geri eins og með hafra- og heilhveitipönnsurnar, set deig á pönnuna og krem pönnsuna niður eftir að ég hef snúið henni við. Þá verður hún líka þykk og fín. Ég prófaði að dreifa úr nokkrum áður en ég sneri þeim við, urðu öllu þynnri en áferðin alveg jafn góð! Þeir sem vilja þunnar pönnsur geta því með góðu móti fengið sér þunnildi.

Heilhveiti pönnsur - nokkrar þunnar

Fékk mér eina sem ég fyllti af jarðaberjum, smá sultu og dreitil af létt AB-mjólk. Gómsætt!

Heilhveiti pönnukaka með jarðaberjum og létt AB-mjólk

Hádegismatnum lauk svo með skyrskál, fullri af ferskum jarðaberjum, quinoa flögum og smá hnetu og rúslumixi.

Skyr með jarðaberjum, quinoa flögum og hnetumixi

Annað í fréttum... jújú, ég bjó til kanilsnúða í gær og nei, þeir komust ekki á snobblistann - en næstum því þó. Ætla að reyna við þá í annað sinn og ef það heppnast vel, þá birtast þeir án efa á þessari síðu á næstunni. 


Heilhveiti bananabrauð með hörfræjum og döðlum

Heilhveiti bananabrauð með hörfræjum og döðlumEkki enn eitt bananabrauðið!!

Ó JÚ VÍST!!

Það held ég nú mín kæru! Bananabrauð dettur aldrei úr tísku. Bananabrauð er jafn klassískt og hafragrautur, að minnsta kosti á mínu heimili. Ég er samt vön að gera hafra bananabrauð, mikið sjokk þar finnst ykkur ekki? Þar af leiðandi er þetta svolítið nýtt fyrir mér, en aðferðin og innihaldið er yfirleitt á svipuðum nótum. Ég var líka að reyna að stefna að því að útbúa "hreint brauð". Brauð sem inniheldur engar hnetur, fræ, þurrkaða ávexti... gekk ekki betur en svo að hörfræin og döðlurnar lummuðu sér í degið á síðustu stundu. Það lítur allt út fyrir að það vanti 'hreina brauðs' litninginn í mig. Ég virðist ekki geta búið til brauð nema að fylla það af gleðilegheitum! Það er bara svo gaman að borða brauð sem er ekki silkimjúkt. Bíta í einstaka fræ hér og þar, fyrir utan bragðið sem fræin gefa.

Svo er líka svo yndislega fínt að baka og vesenast í eldhúsinu. Sérstaklega þegar veðrið er svona. Einhver róandi tilfinning sem fylgir því að elda, þó aðallega baka, og maður lifandi, lyktin sem kemur í húsið þegar gúmmulaðið er í ofninum! Ekkert.. sem stenst það. Heimilislegra og notalegra verður það nú ekki! Kúra sig upp í sófa með sæng, húsið ilmar af bökunarlykt sem maður fær að njóta á meðan góð mynd er í gangi í sjónvarpinu og úti er leiðinda veður! Kóósýý!

En jææja, hvernig væri nú að kerlingin hætti að blaðra og sýni gripinn?

Bananabrauð með hörfræjum og döðlum

Heilhveiti bananabrauð með hörfræjum og döðlum1 og 1/4 bolli heilhveiti

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk kanill (ég setti auðvitað aðeins meira)

1/2 tsk salt

1/4 tsk múskat, um það bil, ég raspaði þetta í hveitið

2 - 3 msk hörfræ

10 niðurskornar döðlur

1/2 bolli létt AB-mjólk eða jógúrt

1 eggjahvíta, eða heilt egg og sleppa olíunni

1 msk olía

2 stórir, vel þroskaðir bananar

1/2 tsk vanilludropar

2 msk hunang eða agave.. eða sykur ef vill, þá þarf líklegast aðeins meira af sykrinum

Hita ofn í 175 gráður. Hræra saman þurrt, hræra saman blautt og bæta svo blautu í þurrt. Ég set döðlur í þurra flokkinn og banana í blauta. Ég stappaði bananana frekar gróft þannig að það voru bananabitar í blöndunni. Muna bara að hræra degið ekki of mikið. Inn í ofn í um það bil 60 - 70 mínútur eða þangað til eitt stykki prjónn, sem stungið er í brauðið mitt, kemur út svo til hreinn.

Hvað get ég sagt. Þetta er æðislegt brauð. Ég á svo ægilega bágt með mig í kringum bananabrauð, mér finnast þau svo góð. Ég er því kannski ekki best að dæma, ég veit ekki. Shocking Þetta brauð var með stökka skorpu, þétt, mjúúkt og karamellukennt að innan. Þið sjáið það á þessari mynd, algerlega geggjað. Ótrúlega skemmtilegt bragð af brauðina og múskatið kemur sterkt inn. Gaman að bíta í karamellukennda banana- og döðlubita hér og þar. Ohhhh... namm! Brauð að mínu skapi!

Heilhveiti bananabrauð með hörfræjum og döðlum

Brauðið, þó svo það hafi bara verið 2 msk af hunangi, var alveg nógu sætt fyrir minn smekk. Döðlurnar og bananinn gefa líka mikið sætubragð, sérstaklega þar sem bananarnir sem ég notaði voru orðnir svartari en allt sem er svart. Hörfræin gefa líka skemmtilega áferð og eru auðvitað ó svo holl fyrir skrokkinn. Full af hollri fitu. 

Annars fékk ég mér grænt monster í hádegismat ásamt eggjahvítuköku sem smurð var með salsasósu og gúrku. Monsterið var samansett úr skyri, frosnum banana, 1 bolla af vatni, klökum og spínati. Klikkar ekki. Ótrúlega er þessi drykkur að gera það gott í minni bók. Í sitthvortu lagi var þetta æðisleg máltíð - en jemundur, ég mæli ekki með grænu, ísköldu monsteri og salsasósueggjaköku, undir sama hatti. Igh!

Furðulega samsettur hádegismatur

Á morgun ætla ég svo að baka heilhveiti- kanilsnúða og pönnsur. Verður gaman að sjá hvernig kanilsnúðarnir koma út. Kanilsnúðar eru nefnilega á snobblistanum hjá mér!


Heilhveiti Crepe í hádegismat

Heilhveiti crepe

Það er nú alveg magnað hversu einfalt það er að hræra í hitt og þetta gúmmulaði. Gleður mig allaf jafn mikið þegar ég get búið mér til einhverja snilld eins og eitt, eða átta, stykki crepe. Þessi uppskrift er ofboðslega einföld og fljótleg, bragðgóð, holl og skemmtileg. Bjó til þessar crepe í dag ásamt meðlæti. Ákvað að ryðjast inn í uppeldisstöðvarnar og gera hádegismat fyrir fjölskyldumeðlimi og einn frænda sem ákvað að sýna sig og sjá aðra.

Fyrir þá sem ekki vita þá er crepe tegund af pönnuköku, stór þunn pönnukaka, sem er yfirleitt fyllt með einhverju gúmmulaði.

Heilhveiti Crepe - 8 stykki

3/4 bolli heilhveiti

1/4 bolli venjulegt hveiti

1 egg, 3 eggjahvítur

1 bolli fjörmjólk. Má alveg nota nýmjólk ef vill, léttmjólk.

Sletta af agave, 1 - 2 ms, eða sykur ef vill.

smá kanill

smá vanilludropar

1/4 tsk lyftiduft, hrært út í degið rétt áður en það er notað

Þetta er nú einfalt. Blanda saman og byrja að elda. Ég geymdi mitt deig reyndar inn í ísskáp í einn og hálfan tíma áður en ég notaði það. Eftir að ég tók blönduna út úr ísskápnum bætti ég lyftiduftinu við. Þessi geymsla kom ekki að sök.

Þar sem crepe pönnukökur eiga að vera stórar og þunnar þá er yfirleitt notuð sérstök crepe panna og spaði til að dreifa úr deginu og gera þær fínar. Þar sem ég er ekki svo vel búin notaði ég bara léttilega spamaða pönnu og spaða. Kökurnar urðu því aðeins minni og þykkari en þær eiga í raun að vera. Sumar tóku líka á sig kolkrabbaform.

Kolkrabba heilhveiti crepe

Aðrar eins og sólin... eða manneskja með mjög furðulegt hár!

Sólskyns heilhveiti crepe

Flestallar heppnuðust þær nú vel og urðu fallegar í laginu, ekki að það skipti máli, þær voru svo ofboðslega góðar! Enn önnur vel heppnuð tilraun! Það held ég nú. Viðstaddir höfðu um tvennskonar uppfyllingarefni, í crepe-inn sinn, að velja. Sætt crepe. Ávextir, kotasæla, kanill, dulce de leche karamellusósa eða...

Dæmi um sæta fyllingu í crepe pönnukökur

...kjúklingur, grænmeti, hummus og ostur. Og nei, ég held ég sé ekki að breytast í "Konuna sem kunni bara að elda huummuuus"! Hann er bara svo sérlega fínn í allt svona!

Dæmi um fyllingu í crepe pönnukökur

Ég fékk mér tvær crepe, aðra með sætu að sjálfsögðu og hina með ósætu. Báðar voru meiriháttar góðar. Það eru líka endalausir möguleikar á því hvernig best sé að fylla þessar pönnsur. Banani, hnetusmjör, sulta, súkkulaði, hnetur, hummus og ostur, AB-mjólk og ávextir.. æji, þið vitið hvert ég er að fara með þetta. Haamingja!

Hér er önnur snilldin í bígerð, ómæ, sjáið hvað þetta er hræðilega girnó! Kotasæla, jarðaber, hindber og smá kanill.

Heilhveiti crepe með kotasælu og berjum

Hér eru félagarnir saman komnir. Berja crepe og kjúklinga, hummus og grænmetis crepe. Mmmhmm!

Heilhveiti crepe með kjúkling, hummus og grænmeti

Æhj þetta var svo gott. Gaman að borða þessar pönnsur. Teygðust skemmtilega þegar maður var að vefja þeim utan um gúmmulaðið, gaman að bíta í þær og bragðið af þeim ó svo brilliant. Ofboðslega lítið af sykri mín kæru, nánast ekkert. Flókin kolvetni, hollar fitur. Hvert stykki eru um 75 hitaeiningar - það er ekki neitt. Bara ef þið hefðuð nú verið á staðnum og fengið smá smakk! En þið verðið víst að láta myndirnar nægja...

Heilhveiti crepe með kjúkling, hummus og grænmeti

... þangað til þið prófið að búa til svona sjálf! Húrra!! Smile


Hafra- og heilhveitipönnsur

Góður hádegismatur, hafrapönnsur og calzone

Hvað er betra en að starta deginum á klippingu og pönnsum? Þó aðallega pönnsunum!

Mínar uppáhalds eru að sjálfsögðu mömmupönnsur. Þunnar með götum, smá gúmmíkenndar og bragðið af þeim - maður minn. Ís, súkkulaðisósa, jarðaber, rjómi og mömmupönnsur = gleði! Ekkert sem stenst þær!

Annars bjó ég til hafra og heilhveitipönnsur í hádegismat í dag og CAL-A-ZON-AY úr afgangs deginu síðan á miðvikudaginn! Pönnsurnar eru eitthvað sem ég er að prófa í fyrsta skipti og herre gud hvað þær voru fullkomlega æðislegar! Þykkar, mjúkar að innan, stökkar að utan - eins og ekta amerískar ef þið fílið svoleiðis. Búin að vera að róta í gegnum allskonar uppskriftir á netinu og sauð þessa saman úr nokkrum sem mér leyst vel á. Svo tekur svo stuttan tíma að búa þær til, ótrúlega fljótlegt, fá hráefni mjög einfalt. Ég er að segja ykkur það, prófið þessar, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum! Þær eru æææði!

Hafra- og heilhveitipönnsur í morgun- eða hádegismat!

Hafra- og heilhveitipönnsur1 bolli hafrar

1 bolli létt AB-mjólk

Hræra vel saman, verður eins og þykkur hafragrautur. Setja út í hafrablönduna eftirfarandi hráefni:

1 egg

2 msk olía

1/4 bolli heilhveiti

smá agave sýróp eða hunang

1 tsk lyftiduft

kanill eftir smekk, ég notaði að sjálfsögðu slatta

Þið kunnið þetta... blanda vel!

Eftir ofurblöndun skúbba deginu með matskeið eða t.d. ísskeið á meðalheita pönnu. Ekki hafa áhyggjur, degið á pönnunni lítur út eins og hrúga af graut, það lekur ekki út sjálft. En um leið og þið snúið klessunni við, þá skuluð þið nota bökunarspaðann og ýta ofan á pönnsuna, steiktu hliðina, til að fletja hana út. Gott að gera þetta svona því annars klístrast degið allt við spaðann ef þið reynið að fletja hana út strax. Einnig, þegar pönnsan er flött út eftirá, þá ráðið þið hversu þykk hún verður. Ég hafði mínar kannski sentimeters þykkar, rúmlega, enda urðu þær líka ooey gooey í miðjunni. Mjúkar og djúsí, ekkert þurrar. Ótrúlega gott!

Hafra- og heilhveitipönnsur m/ banana, hnetusmjöri, sultu og valhnetum

Af pönnsunum er sætur keimur, ekki of sætur þó og dauft kanilbragð í lokin. Skemmtileg áferð, stökkar að utan, mjúúkar og djúsí að innan, gómsætar. Mikið er ég glöð að hafa látið á þetta reyna. Geri þessar pottþétt aftur og bæti þá einhverju gúmmulaði í degið. Hnetum, banana, fræjum... endalausir möguleikar. Ég fékk mér tvær, toppaði aðra með krömdum banana, hnetusmjöri, sykurlausri sultu og valhnetum.

Hafra- og heilhveitipönnsur m/ banana, hnetusmjöri, sultu og valhnetum

Hina masteraði ég með smá kotasælu, eplasneiðum og dust af kanil. Bjútifúl! Stútfullar af flóknum kolvetnum, trefjum, smá próteini - væru æðislegar í morgunmat!

Hafra- og heilhveitipönnsur m/kotasælu, eplum og kanil

Til að toppa hádegismatinn fékk ég mér svo nokkra bita af calzone. Næstum eins og síðast, eggjahvítur, brokkolí, pinto baunir.

CAL-A-ZON-AY

Skyr- og létt AB-mjólkur blöndu með pínku sultu, eplum og melónu.

Skyr- og létt AB-mjólk með smá sultu og ávöxtum

Og að sjálfsögðu eitt stykki ofur Granola stöng í eftirrétt!

Granola stangir - hafrar, hnetur og fræ

Fyrir utan þá staðreynd að allar myndirnar sem ég tók í dag eru með einum eða örðum hætti úr fókus, þá náði ég að klára um það bil allt út úr ísskápnum. Alltaf svo gaman þegar það gerist því þá.. ójá, get ég farið og fyllt hann á nýjan leik með allskonar gúmmulaði!


Túnfisk eggjakaka með tómatmauki, kanil og banana

Túnfisk eggjakaka, með hunts tómatmauki, kanil og banana

Ekkert sem ég hef ekki mallað í graut áður, en kom skemmtilega út.

Kanill er góður, lykt af kanil er góð og kanill fer vel með sterku. Banani og kanill fara vel saman, túnfiskur og hunts tómatmauk líka - flest allt fer vel í eggjaköku svo af hverju ekki prófa þetta allt saman?

1 dós túnfiskur

1 dós hunts niðursoðnir tómatar

krydd

auðvitað kanill

1,5 dl eggjahvíta

bananasneiðar eftir smekk

 

Steikti eggjahvíturnar á pönnu þannig úr varð pönnukaka - taka af hita.

Steikja túnfisk úr dós með því kryddi sem til er upp í skáp.. og auðvitað því sem þér þykir gott. Ég notaði t.d. papriku, chilli, hot sauce (vel af henni) og svo yndislega, yndislega kanilinn minn. Hellti svo tómatmaukinu yfir og leyfði að malla þangað til úr varð þykkur pottréttur.

Túnfisk eggjakaka, með hunts tómatmauki, kanil og banana 

Á helminginn af eggjakökunni setti ég svo gumsið, eina ostsneið þar yfir, lokaði kökunni, sáldraði yfir með smá mozzarella og áröðuðum bananasneiðum! Setti þetta svo alltsaman inn í ofn þangað til osturinn bráðnaði ofan á kökunni, kanntarnir krispý og bananinn steiktur! Út úr ofni og smá kanill yfir!

Túnfisk eggjakaka, með hunts tómatmauki, kanil og banana 

Gott gott gott - kom vel út. Næst set ég bananann með í maukið! Ekki vera hrædd, þegar búið er að krydda, steikja og bragðbæta túnfiskinn finnst ekkert bragð af honum annað en það sem þú notaðir til að krydda hann með. Skemmtileg tilbreyting og bragðgóð. Gaman að finna bragðið af sterkri tómatsósunni á móti kanilnum og bíta í sætan bananann í leiðinni... ójá! Hafði með þessu guacamole og smá kasjúnetur ásamt ííísköldu mango í eftirrétt!

Máltíðin í heild sinni innan við 400 hitaeiningar og rúmlega 35 gr. prótein. Fullt af omega3, hollri fitu, andoxunarefnum. Létt og laggott!

Túnfisk eggjakaka, með hunts tómatmauki, kanil og banana 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband