Færsluflokkur: Hafragrautur
18.12.2009 | 11:19
Jólafrí
Þá er komið að því. Eftir daginn í dag er ungfrúin komin í sumarjólafrí til 14. janúar hvorki meira né minna. Ég get ekki beðið - í morgun, þegar ég vaknaði, var ég ótrúlega spennt. Allt í einu! *íííískr*
Fór annars á Unique að gera mig "fína" eftir brennslu í morgun. Jólafínísering. Betra að líta ekki út eins og the Grinch yfir hátíðarnar - fengi samt örugglega fullt af vinnu út á það! Lit og plokk - jú, ég dekra stundum við sjálfa mig. Ef ég geri þetta sjálf lít ég út eins og málverk eftir Picasso - kannski ekki ákjósanlegt, en aftur, gæti verið tekjugefandi. Skúbbaði því Scitec próteininu mínu í eðal plastbox ásamt höfrum og fyllti af vatni. Allt innan veggja bílsins, með Palla driver, á leiðinni í tiltektina á sjálfri mér.
Ef þið hafið einhverntíman útbúið ykkur súkkulaði hafragums. Hafrar, kakó, smjör/mjólk - þá var þetta nákvæmlega eins. Palli smakkaði og fylltist gleði. Svona hafragums eru samt aldrei gleðileg á að líta. Held ég hafi ekki hitt eitt súkkulaði hafragums sem er "girnó" við fyrstu sýn.
Svolítið jólaleg umferðin ekki satt? Gæti líka verið jólaglimmerið að tala, sem hratt og örrugglega er að fylla upp sálina og andann.
Annars varð ég vitni að svo hræðilegu slysi á Hafnarfjarðarveginum áðan. Undir brúnni við Arnarnesið. Ég er hálf eftir mig eftir þetta! Það er kannski ekki viðeigandi að segja frá þessu hér, ég veit það ekki. Hugsa með hlýhug og styrk til fórnarlamba aðstæðna og skyldmenna. Verið því góð við hvort annað og njótið þess að vera til. Hugsið vandlega um það sem þið eigið, ekki hugsa um það sem þið eigið ekki - það tekur því ekki - og verið ánægð með lífið. Ykkar nánustu eru númer 1, 2 og 3.
Elsku bestu passið ykkur í og á umferðinni og farið varlega.
Jólameyr - jólameyr eins og mjúkt smjör.
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2009 | 12:52
Iss... dagurinn rétt að byrja
Uss hvað ég vaknaði seint! Ég hef ekki vaknað svona seint í rúma 6 mánuði! Rumskaði um klukkan 07:30 í morgun sem er eðlilegt nokk. Ætlaði að stara inn í augnlokin á mér í nokkrar mínútur í viðbót og rankaði við mér 11:30! Fyrsta sem ég hugsaði var "S**T", svo varð ég pínkulítið stressuð og nokkrum sekúndum eftir það fékk ég samviskubit. Margar dularfullar tilfinngar á mjög skömmum tíma. Stuttu eftir samviskubitið fussaði ég á sjálfa mig og hugsaði "Það er laugardagur.. hættu þessari vitleysu". Það hefur líklegast verið átvagls-engillinn á hægri öxl sem skúbbaði þeirri vitneskju í kollinn á mér, hann er mjög afslappaður. Strax þar á eftir, þegar ég hafði sannfært sjálfa mig um að þetta væri nú bara allt í lagi, heyrðist "Elín.. þú ert búin að stúta helmingnum af deginum", þá fór ég aftur að efast um að þetta væri eðlilegt. Eftir töluvert þras við sjálfa mig, upp, afturábak og beint á ská, lét maginn vita af sér. Fast og slegið - það er nákvæmlega ekkert að því að sofa sig til ólífis og aftur til baka þegar maður er í fríi! Þó mér finnist alltaf best að vakna snemma og nýta daginn...
Er ég biluð á geði.... já... já ég held það!
Eftir allar samræður og samningsviðræður við sjálfa mig í morgun hádeginu skellti ég mér í slopp og hrærði í einn einfaldan með eggjahvítum. Jebb. Bætti svo út í hann frosnum jarðaberjum, irish cream- og karamelludropum. Haaalelújah og allir englarnir!
Fölur sem nár, mjúkur sem flauel. Dramatískari lýsingu á einni grautarskál er ekki hægt að biðja um. Droparnir sjást ekki en góður var grauturinn. Þið verðið bara að trúa mér! Þetta dropaævintýri er samt svolítið svindl er það ekki?
Farin í ræktina. Nú fá aumingjans bífurnar að finna fyrir því - þær sem ekkert frí hafa fengið frá því á laugardaginn síðasta!
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.12.2009 | 09:51
Bláberjafyllt pönnsa að hætti Dexter
Þeir sem ekki vita hver Dexter er, geta lesið um það hér! Lúmskt skemmtilegir þættir. Þessi morgunmatur myndi án efa slá í gegn á þeim bæ!
Eitt blogg áður en ég fer út, ein æfing! Hef enn ekki ákveðið hvort ég komi til með að henda inn einni og einni mynd á meðan ég er úti. Ég er heldur ekki búin að ákveða hvort ég nýti aðstöðuna á hótelinu og taki nokkrar vel valdar æfingar. Það kemur allt í ljós eftir morgundaginn. Ég hallast samt sem áður að bloggi og sprikli. Nýta síðustu 30 mín fyrir svefn í smá skrif og fyrstu 30 mín af deginum í sprikl!
En nóg um það. Ég bjó mér til gleðilegheit í pönnsuformi í morgun. Mikil gleðilegheit. Sama uppskrift og um daginn nema ég notaði allt deigið og út í þetta setti ég tvær tappafyllir af vanilló og kannski 3 rommdropa. Duglega af kanil að sjálfsögðu. Hrærði í dýrið og tók bláberin saman í litla skál.
Hella smá deigi á pönnuna og dreifa úr með skeið... putta... þyngdarafli...
Bláberjunum, og smá kanil, kom ég fyrir á öðrum helmingi pönnsunar á meðan hún var enn "hrá".
Breiddi svo fallega yfir þau með hinum helmingnum. Þrýsti létt á enda pönnsunnar til að loka henni alveg. Gott að hún sé ekki elduð í gegn, festist betur saman þannig.
Pamsterinn hjálpaði mér við eldamennskuna.
Berin farin að springa og láta öllum illum látum.
Hin pönnsan var el classico með smá sykurlausri bláberjasultu í tilefni laugardagsins og brottfarar seinna í dag.
Rúllupönnsan stóð fyrir sínu. Sultan átti dágóðan þátt í því að sjálfsögðu. Bláberjasultur eru svoddan gúmmulaði. Elska þær.
Þetta var gott. Ég segi ekki annað. Gaman að borða pönnsuna á þennan máta, hálfgerður calzone eða baka. Væri snilld að djúsa þetta upp með hnetum, kókos, múslí... möguleikarnir endalausir.
Aðfarirnar við átið voru stórkostlegar. Hér er sýnishorn af einum líkamsparti undirritaðrar. Margfaldið þetta svo með 102, einu fési og upphandlegg!
Ef einhver hefði sagt ykkur að hér hefði bláberjapönnsu verið slátrað en ekki litlu lambi... mynduð þið trúa því?
Ég kveð þá að sinni. Ef bloggandinn leggst ekki yfir mig þá sé ég ykkur aftur næsta föstudag. Njótið þess að vera til, hlakka til jólanna og farið vel með ykkur mín kæru.
*gleðitryllingsdans*
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.12.2009 | 06:30
Piparkökugrautur
Ég viðurkenni það fúslega - ég er deigæta! Það er kannski hræðilega skelfilega ógeðslegt, en deig er gott, það er það bara. Besta deig sem ég veit um er piparkökudeig. Þegar ég útbý piparkökur verður aldrei neitt úr skammtinum þar sem undirrituð er búin að hamsa í sig ýmsa "enda" deigsins, kökur sem hafa "klikkað" og kökur sem eru alltof ljótar til að baka og bjóða fólki uppá. Það er náttúrulega ekki hægt að hnoða þær aftur í deigklumpinn og reyna aftur. Þær eru fordæmdar ónýtar, af mér, og einungis mínum sérlega munni bjóðanlegar... og jafnvel þeirra sem við baksturinn sitja með mér. Það er... ef þeir borða deig.
Þar af leiðandi, til að sporna við því að átvaglið éti á sig gat af piparkökudeigi, var útbúinn piparkökugrautur í morgun. Nei, ekki jafn hættulega góður og deigið en einn daginn mun hann verða það. Einn daginn!! Þegar ég er búin að finna nákvæmlega hárréttu blönduna af kanil, negul og engifer!
E-grautur dagsins innihélt því snefil af þessum kryddum og þegar ég þefaði af honum áðan fann ég piparkökulykt. Það telst með er það ekki? Það var meira að segja vottur af piparkökubragði. Svo gott... svo gleðilegt. Hlakka til þegar þetta meistaraverk er fullkomnað og lítur dagsins ljós. Grautar, pönnukökur... here I come!
Það er seint hægt að segj að þessi grautarskál sé falleg og fín. Svona lítur grauturinn út þegar hann er hrærður og mallaður í sömu skálinni, settur inn í ísskáp og ég búin að borða svo gott sem helminginn af honum áður en ég tek mynd. Bætti líka egginu við í morgun - oh, rauða og grautur. En þrátt fyrir subbuskap og harðnaðar brúnir þá eru litirnir í þessari skál ferlega flottir. Það verður nú bara að segjast.
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.12.2009 | 09:24
Góðir grautar og pakkastúss
E-grautur eftir aldeilis ágæta brennslu í morgun. Þetta var besti grautur sem ég hef borðað í langan tíma. Ekkert öðruvísi eldaður en aðrir E-grautar sem ég hef hrært í en guð minn góður hvað það skiptir miklu máli hvenær átvaglið borðar. Yfirleitt er ég að borða fyrstu máltíð dagsins klukkan 06:00 að morgni og þá næstu klukkan 09:00. Fyrsta máltíðin í dag var eftir ofurbrennsluna klukkan 08:00. Ég get svo svarið það að maginn á mér var við það að breytast í svarthol þegar ég smjattaði á fyrsta grautarbitanum - himeskur biti sem það var.
Þegar ég mætti í vinnuna beið mín pakki.
JÓLADAGATAL! Hihiiiii...
Æðisleg hugmynd!
Úúú.. stimpill líka! Þetta er eins og dótið sem maður fékk hjá tannlækninum í "gamla daga".
Ég lét þó ekki glepjast. Pakkar höfða ekki til mín. Jólin snúast ekki um pakka og peninga og gjafir og efnishyggju og...
...
Það er samt ekki alfarið satt - ÉG ELSKA PAKKA!!! það er alltaf gaman að fá pakka! Þetta var æði og ég á mjög erfitt með að rífa ekki upp restina til að sjá hvað er í litlu fínu kössunum! Gaaaahh!!
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.11.2009 | 06:11
Hafrapönnsa með hafragraut, jarðaberjum og smá sultu
Vá! Ef þetta er ekki nýjasta uppáhalds uppáhaldið mitt! Uss hvað þetta var gott og gleðilegt að borða!
Morgunverðarpönnsa mínus graskerið. Eggjahvítur, hafrar, vanilludropar, smá lyftiduft, mjólkudreitill, salt, kanill og vanilló sett saman í blender og hrært. Látið sitja á meðan eggjahvíturgrautur er útbúinn eins og vanalega og settur til hliðar.
Jarðaber skorin.
Pönnsugumsi hellt á PAM-aða pönnu og steikt í örskamma stund. Ég steikti mína á annarri hliðinni þangað til upp-hliðin var ekki blaut lengur. Þannig verður pönnsudýrið mjúkt og djúsí.
Sykurlausri bláberjasultu smurt á pönnsuna og E-grautnum komið fyrir ofan á sultusmurningnum. Þarnæst er dýrðin toppuð með kanil og jarðaberjum!
Gvööðmöndör! Hafragrautur með hafragraut. Enn og aftur sömu hráefni, mismunandi eldunaraðferðir og tvennskonar útkomur. Það er svo gaman að vera til stundum!
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.11.2009 | 06:46
Grautargleði og Fettmúlar
Hvað er nýtt? Hvað er að frétta? Hræðileg, hræðileg fettmúlaæfing bíður mín eftir vinnu í dag. Hlakka pínku til í mínu sadíska eðli. Fann svo aðra fremur gleðilega leið til að trodda eggjahvítum í grautinn minn. Sjóða upp graut á gamla mátann - nú eða fylla hann af örbylgjum. Það kemur svo gott sem niður á sama stað. Setja svo stífar, vel hrærðar eggjahvíturnar út í, hræra fallega og fylla af jarðaberjum...
Aðeins nær.
Aaaaaaðeins nær.
Hmmh.. hann er kannski ekkert svo girnó eftir alltsaman! En er au natural grautur það einhverntíman? Nei ég held nú ekki!
...eða banana, hnetum, hnetusmjöri, sultu, þurrkuðum ávöxtum! Þið ráðið því að sjálfsögðu mín kæru. En það er mjög mikilvægt að hræra fallega. Ástæðuna fyrir því veit ég því miður ekki! Ég bjó líka til svona um daginn. Ástæðan fyrir því af hverju ég er að segja ykkur þetta og setja þetta hingað inn er einnig óljós.
Ekki láta útlitið blekkja ykkur. Þetta lítur kannski krúttusprengjulega út en vont var það! Ég ætla heldur ekki að segja ykkur hvað þetta er, ykkar vegna - en ég borðaði það engu síður sökum hungurs! ((hrollur)) Tvær dularfullar og óútskýranlegar ástæður í dag. Hressandi ekki satt?
Fyrir ykkur sem enn eruð að velta fyrir ykkur hvað fettmúlaæfing sé, þá var ég að tala um fæturnar á mér. Fettmúlafætur fyrir allan peninginn! Yööhs!
Ég held ég sé með svefngalsa - get svoleiðis guðsvarið fyrir það.
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.11.2009 | 06:16
Hafrar og eggjahvítur - pönnsugrautur
Hafrahvítur? Eggjahvítugrautur? Fullkomið fæði fyrir æfingu!
Eftir margar tilraunir og stúss hef ég nokkurnvegin fundið út hvað mér þykir best að gera við eggjahvíturnar og grautinn á morgnana. Ef ég skúbba þessum hráefnum ekki í eitt stykki pönnsu þykir mér best að, jah, útbúa hálfgerða pönnsuhræru!
Helli eggjahvítunum í skál og inn í örbylgju í 1,5 - 2 mínútur og passa að eggjahvíturnar eldist ekki alveg. Hef smá hvítu lausa og liðuga. Út úr örbylgjunni reyni ég að hakka/hræra hvíturnar sem mest ég má og bæti þar á eftir höfrunum út í. Aukaefnum, gleðiefnum - vanilludropum, kanill, kryddi, hræri ég samanvið á þessum tímapunkti.
Þegar ég hef hrært frá mér vit og rænu helli ég stundum 1 msk af undanrennu yfir. Yfirleitt sleppi ég því. Stundum hendi ég grautnum meira að segja inn í örbylgju í 30 auka sek. áður en ég helli undanrennunni yfir, ef mér þykir hann of blautur - kaldhæðni, ég veit! En eggjahvítublautur og mjólkurblautur er ekki sami hluturinn. ((hrollur))
Loks toppa ég dýrðina með berjum, eða hræri þeim samanvið. Héðan fer hann svo inn í ísskáp og bíður þar eftir mér á morgnana. Hér að ofan er grauturinn eins og hann leit út í gærkveldi, þegar ég bjó dýrið til. Svona leit hann út í morgun, berin orðin mjúk! Come to mama!
Þessi var æði. Vanillu- og rommdropar! Svo verða hafrarnir ofaná stökkir, gumsið mjúkt að innan og á sumum stöðum finnur maður hafra sem hafa kúlað sig saman og myndað hálfgerðan mini-pönnsubita. Húhúúú... Þar sem eggjahvítur eru bragðlausar í sínu próteinríka eðli þá þarf að passa að krydda dýrið vel. Það væri örugglega æði að bæta út í þennan graut örbylgjuðum banana og strá yfir smá hentumixi og hunangi. Jafnvel stinga honum inn í ofn á grill í 2 - 3 mín.
Farin að rækta líkama og sál. Bak, brjóst og hendur mín kæru.
Humar í kvöld?
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.11.2009 | 12:00
Sólgleraugu og bananasprengja
Hausverkur, aðeins meiri hausverkur og beinverkir í stíl. Ég opna augun á milli þess sem ég sef og verkjatöflurnar segja til sín. Mikil þrekraun að skrifa þetta inn og horfa á blessaðan tölvuskjáinn... en ég reddaði því! Sólgleraugu! Ójá - sit í rúminu með rautt nefið, snýtubréf og sólgleraugu á trýninu í ristastórum slopp, púttuð undir sæng! Mjög "gott" framhald af ennú betri helgi
Í gær vaknaði ég í mikilli hungurpínu og staulaðist framúr í grautargerð. Nennti nú ekki að hafa þetta formlegt svo ég skellti höfrum í pott með smá mjólk og sauð upp með vanilló og kanil. Stappaði svo banana og skellti honum í örbylgjuna þangað til hann varð allur karamellukenndur og múshí! Bananagumsinu bætti ég svo út í grautinn með smá próteini og vohah!! Þvílík snilld. Mjólkin og örbylgjaður karamellubanani gefur grautnum æðislegt, æðislegt bragð! Rjómakenndur og flauelismjúkur... nohm!
Prófaði því seinna um daginn, í enn einu pillumókinu, að stúta banana í örbylgjunni og bæta út í bananagusmið próteini og viti menn. Þetta varð eins og bananakaramella!! Sérstaklega eftir ísskápsveru. Verð að stúdera þetta betur þegar Eiki veiki hefur yfirgefið systemið.
Er þó töluvert betri í dag en í gær. Vona því að veiklan hverfi í dag/morgun. Ég get ekki beðið eftir því að komast í vinnuna/ræktina/út!
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.10.2009 | 06:22
Eggið í grautinn
Prufum að setja eggið út í hafragrautinn í staðinn fyrir ofaná!
Egg og eggjahvíta hrært saman í skál ásamt vanilludropum og kanil. Sama bland og notað er t.d. í "French toast" - á góðri íslensku. Út í þetta hrærði ég svo hafrana mína ásamt tæpum dl. af vatni og inn í ísskáp yfir nótt. Beinustu leið í örrann þegar ég vaknaði og ofan á grautinn fóru nokkur örbylgjuð hindber.
Þetta var alveg ágætt barasta þó myndefnið gefi annað til kynna. Ég ætla að prófa að setja undanrennu í staðinn fyrir vath, næst þegar ég geri þessa snilld og nota skvettu af hunangi. Jafnvel útbúa pönnsur.. og já, það verður svo sannarlega næsta skipti!
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)