Færsluflokkur: Hafragrautur
22.2.2010 | 10:13
Skyrgrautur með vínberjum og múslí
Ekki vonda grimma Skyr.is onei... hreint, gvöðdómlegt Kea! Þetta hefði reyndar orðið fullkominn ofurgrautur hefði ég haft bláberin með mér í vinnuna. Skyr og bláber eru ekkert nema hamingja og gleði. Það verður bara að segjast.
Ég elska líka hvernig grauturinn verður þegar Skyrinu, nú eða AB-mjólk, er blandað saman við. Verður hálfpartinn eins og brauð eða brauðbúðingur. Alveg eitthvað fyrir mig og áferðaperrann hið innra!
Með aðstoð frá smá vinnu kanil og vinnu salti, best að tileinka vinnunni það sem hún blessuð leggur til, varð til sérdeilis ágætur vinnugrautur! Soðnum graut blandað saman við skyrið beint!
Sérdeilis ágætur mín kæru!
Æfing á eftir, bakið grætur, brjóstið emjar! Hlakka mikið til beyglunnar sem ég graðga svo í andlitið á mér um sex leitið! Búðingur og beygla, gerist varla betra eftir mikil átök.
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.2.2010 | 09:56
Alltaf að hræra saman
Ég er ein af þeim! Viðurkennt, sýnt og sannað! Ég gæti gúmslað saman allskonar mat, hrært í graut og líkað vel - mörgum áhorfandanum til mikils ama og ógleði í hjarta.
Skyr.is. Ég hef rætt þetta mál mín kæru og fer ekki nánar út í það en mikið assgoti þykir mér þetta vond afurð. Væmnara verður það varla. Hreint Kea er svo langsamlega best en þar sem ég hef ekki úr Kea að moða varð Skyr.is fyrir morgunmatsvalinu.
Ofan í skál ásamt graut og kanil.
Hrært saman.
Skreytt.
Þetta var barasta ágætt. Slapp þó svo væmnisbrgaðið hafi öskrað á mig allan tímann.
Grauturinn gerir kraftaverk. Ég segi það satt.
Njótið dagsins fína fólkið mitt.
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.2.2010 | 11:26
Yndislegt veður
Var aðeins sein fyrir í morgun og náði ekki að skella í einn Hvító. Ég örvænti þó eigi því ég hrifsaði með mér prótein, í fallegu appelsínugulu plastboxi (og já, um fegurð plastboxins má deila) og mætti galvösk í vinnugraut eftir æfingu í morgun!
Vinnugrautaraðstaða extraordinaire!
Þurrkaðir bananar eru "nammi", ég veit, en þeir eru svo fullkomnir fyrir áferðaperrann og bragðlaukagúbbann! Ég bara varð!
Það er aftur komið vor eftir tveggja daga kuldakast! Það er fast og slegið - mér líkar betur við þetta veðurfar!
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2010 | 10:38
Hvíl í friði Beyglur
Grauturinn í morgun var óvenju góður! Eggjó með blábó - sami klassíski en í þetta skiptið lét ég dýrið sitja í rúman klukkutíma í plastboxinu sínu áður en ég beit í hann. Hann varð eins og brauð - kaka - eitthvað stórkostlegt! Fullkomin áferð fyrir mig, það verður bara að segjast!
Sjáið bara - það væri hægt að skera úr honum sneið!
Blóðbaðið samt við sig. Þetta er ekki girnilegt gums, það verður bara að segjast - næstum eins og blóðmör! Ohh, hvað ég væri til í blóðmör núna!
Booooo... bara einn biti eftir!
Annars gáfu Beyglurnar mínar upp öndina fyrir nokkru síðan. Komnar langt framyfir síðasta söludag. Ég hef þó notað druslurnar óspart eftir andlátið, og ekkert skammast mín fyrir það, en nú er nóg komið! Þær hafa þjónað átvaglinu vel og nú er komið að leiðarlokum!
Getið þið ímyndað ykkur hvernig aumingjans krumlurnar litu út ef ekki værir fyrir hanska? Nem ég sé með einhverja prinsessuputta! Herre gud!
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2010 | 13:39
Afmælisþreyta.. eða er þetta ellin?
Það hlaut að koma að því! Það bara gat ekkert annað verið!
Ég svaf yfir mig í morgun! Það hefur ekki komið fyrir síðan ég byrjaði að vinna! Ég hef ekki sofið yfir mig í 2,5 ár! Ég var svo hissa á þessu að ég leit á klukkuna í þrígang til að vera alveg viss. Get svo svarið það... 09:27 og eina sem ég hugsaði var "Nei andskotinn... hvað er að símanum mínum?"!
Ég er enn hálf gáttuð á þessu!
Sökum ónáttúrulegrar ásóknar í svefn skellti ég próteini, vatni, höfrum, kanil og frosnum bláberjum í skál á innan við 0.05 sek.! Ég setti líka smá múslí í skálina - rétt fyrir kramið. Það tók 0.01 sek.! Ég er ekki hafragrautarhetja að ástæðulausu!
Gærdagurinn var annars hinn besti. Eftir að ég kom heim úr vinnunni biðu mín skúffukaka og bananabrauð frá ömmunni og risastór ofurkaka frá Svöbbu. Svo sætar og fínar þessar kerlingar í fjölskyldunni minni! Stórkostlega ánægð með þetta - og takk báðar tvær.
Afmælismaturinn var hinsvegar kjúlli á Saffran. Ég bara varð.. ég hef ekki fengið mér Saffran síðan fyrir jól og halló allir heilagir andar, óandar og skrandar. Þetta var bara dásamlegt ét - en assgoti stór skammtur. Ég náði rétt að torga einum bita og þá var mælirinn fullur! Það gerist sárasjaldan á öldum átvaglsins!
Þessi mynd gerir kjúllanum samt engin skil, töluvert subbulegri en rétturinn bragðaðist. Sjáið bara hvað grjónin eru eitthvað druslulega dreifð út um allt! Vita þau ekki að þau eru í mynd?
Ekkert að óttast þó, ég skildi ekkert eftir. Afgangarnir notaðir í matinn í dag - með hnetusmjöri! Ójá! Fyrir æfingu á eftir spisa ég svo hinn helminginn af kjúllanum með grjónum! Mhhh hvað ég ölska grjón!
Hlakka til að komast í spriklið. Verður með eindæmum ljúft að fá blóðið aftur á hreyfingu!
Afmæliskaffi hjá Valdísi Önnu litlumús um helgina.
Jahérna hér... ég svaf yfir mig í morgun!
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2010 | 11:05
Svabban með í ræktina
Litla dýrið hún systir mín ætlar að taka nokkur vel valin spor með mér eftir vinnu. Þetta verður forvitnilegt.. síðast þegar hún kom með mér þá leið svo duglega yfir hana að hún varð græn í framan! Gaman að því
Morgunmatur samastóð af Scitecinu mínu og soðnum hafragraut.
Venjulegur grautur -> hafrar, vatn, örbylgja - próteini bætt út í eftirá ásamt bláberjum og að sjálfsögðu hrært duglega saman við. Set alltaf aðeins meira af vatni en þarf þegar ég bæti próteini út í grautinn. Próteinið þarf vatnið til að blandast, annars breytist grauturinn þinn í múrstein! Nema þér þyki múrsteinar góðir - sitt sýnist hverjum svosum
Þessu dúndraði ég svo inn í ísskáp á meðan ég fór í sturtu og smjattaði á með góðri samvisku, yfir fréttunum, eftir sérdeilis dásamlegt sturtubað!
Næsti bær við það að fá sér súkkulaði muffins í morgunmat! Þetta er bara gott.
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
20.1.2010 | 09:40
Einfaldur eggjahvítugrautur
Í sinni einföldustu. Sjáum hvað átvaglið gerir á morgnana eða kvöldið áður.
Eggjahvítur
Hafrar
Dass af vatni
Hræra smá saman höfrum, vatni og hvítum. Hér væri svo hægt að setja út í grautinn t.d. stappaðan banana, mulin hörfræ, epli, döðlur...
Inn í örbylgju í 2 mínútur - aðeins of þunnur og hræðilegur fyrir minn smekk. Hræra smá í dýrinu og inn í örbylgjuna aftur. Passa að fylgjast svolítið með gumsinu á þessu stigi, kvikindið á það til að láta illa þegar heitt verður í hamsi og yfirgefa skálina með tilheyrandi klístri og þrifum. Étanda til ævarandi hamingju og gleði.
1,5 mínútum síðar, ahh, perfecto!
Krydd og hafragrautsskrautstími. Mjög mikilvægt nema þú viljir bragðlausan ofurgraut.
Vanilludropar, rommdropar, rúslur, kaffi, smá salt, kanill, cumin, kóríander, sætuefni, smá hunang, skyr, múslí, hnetur, hnetusmjör, sulta, ávextir.... hvað vijið þið í grautinn ykkar?
Bláberin, elsku bestu bláberin
HRÆRA! Það skal ætíð hræra.
*smjatt*
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
15.1.2010 | 09:27
Hjólin farin að snúast
Ahh vinna. Hvað ég saknaði þín mikið!
Þá er allt farið að smella saman á nýjan leik. Vinnan á sínum stað, plastboxin, dótið mitt...
...og mýslurnar tvær.
Undirbúningsát fyrir daginn í dag tókst með eindæmum vel. Undirbúningur gærdagsins fólst í:
Scitec höfrum með kanil og bláberjum! Sem ég er gleðilega að japla á núna.
Eggjahvítugumsi og möndlum ásamt vinnugrænmeti - óguð, það er langt, langt síðan ég beit í ferskt grænmeti! Ég get ekki beðið!! Díses, eins og ég hefði ekki getað gert eitthvað í því sjálf svosum. Aaalavega - fóður fyrir æfingu samanstendur af sætri kartöflu og vel krydduðu og sterku hakkgumsi. Ég er svo spennt að henda inn einu bloggi að ég nenni ekki að bíða eftir að dagurinn líði til að taka mynd af gumsinu. Ekkert nýtt svosum - þið hafið öll séð sætar kartöflur og eggjahvítur.
Nokkuð magnað að þurfa að nýta heilabúið aftur. Það tók örlitla stund að kveikja aftur á perunni skal ég ykkur segja... held að það sé merki um assgoti fínt frí!!
Ætla að tækla póstinn minn og öll þau 170 milljón ólesnu skeyti sem þar hvíla. Vúúhúúú.... vinnaaa!
*hopp* *hopp* *hopp* *sparka tá í borð* *ekki meira hopp*
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.1.2010 | 12:45
Nú má árið byrja
Marco...... Polo!
Þvílíkt start á árinu! Búin að vera hálf slöpp undanfarna daga og ákvað í framhaldi að hreyfa hvorki legg né lið. Ekki slæmt svosem.
Frá og með deginum í dag verður dæminu þó snúið við. Hvíld og leti á enda. Gott að vera komin á lappir aftur og viti menn - Blámann tók vel á móti undirritaðri í morgun! Örbylgjaður eggjahvítugrautur með frosnum bláberjum.
Blanda!
Skálin var svo heit að ég þurfti að erma mig upp til að halda á henni. Viljum ekki brennda fingur. Það er verra.
Nohm!
Annars er veðrið búið að vera svo æðislegt síðustu daga. Letidagana mína. Himininn er í öllum litum og veðrið stillt. Snjórinn endurspeglar svo himininn - allt verður bleikt. Dásamlegt alveg hreint.
Yfir og út elskurnar. Njótið dagsins og ahhh.... gooott að vera komin aftur!
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
21.12.2009 | 09:42
Af hverju ertu svona blá?
Bláber og aftur bláber. Bláber eru æði! Hinsvegar, ó já, þegar bláber komast í snertingu við eggjahvítur gerist eitthvað stórkostlega hræðilegt. Eggjahvítan listast blá/grá/græn og ætla mætti að kviknað væri óæskilegt líf í henni. En... þegar viteskjan að baki litum er augljós þá hættir maður sér út í það að gæða sér á dýrinu. Ég ef einusinni vaknað upp við hræðileg óhljóð í Mister Paulsen þegar hann hefur skúbbast framúr á undan mér til að grípa sér morgunmatsét "WHAAHAAAAA....ELÍN... OHHJ.. HVAÐ ER ÞETTA? ÞAÐ ER DÁIÐ!!!"! Svona talar maður ekki um góða ísskápsgrauta - onei!
Intro formlega yfirstaðið!
Með kókos Capella bragðdropunum mínum skelti ég eggjahvítum, höfrum og vatni í skál og leyfði örbylgjunni að sjá um rest. Grauturinn lítur nú afskaplega sakleysislega út svona hvítur og fínn!
Þarnæst mættu bláberin á svæðið. Bíðandi eftir því að breyta grautnum í Franken-graut.
Svona lit hefði maður ætlað að gumsið myndi taka en...
...raunin er önnur! Ljóti liturinn á mat! Að minnsta kosti grautarmat!
Samt svolítið flottir litir. Dökk fjólublárautt-blá-grátt-hvítt! Þetta var góður grautur. Kókos og bláber eru snilldin einar.
Skálin tvískipt. Rautt í botn, blátt í topp - frá náttúrunnar hendi! Nú.. eða minnar!
Jólaskúbb byrjað. Rölt í bæinn, heimsóknir og matarræði hreint og beint þangað til 24. desember klukkan 18:00! Eða 17:00... það má!
Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)