Færsluflokkur: Hafragrautur

Hvernig er best að byrja?

Hva... ekki horfa svona á mig. Sitt sýnist hverjum!

Átvaglið er þó afskaplega hrifið af...

...nýjaðasta besta vini sínum. Honum hefur verið veitt nafnið Hlöðver. Ó elsku besti - það sem ég hef verið að fara á mis við í gegnum tíðina.

Halló elskan

Góðu kaffi fylgir svo ætíð uppáhalds bolli og þessir bollar eru þeir bestu í heimi. Litlir, gammeldags, ákkúrat í réttri stærð. Æðislegir! Perralega gaman að drekka úr þeim mjöðinn góða. Nýt hvers morgunsopa í botn.

Ofurbollinn minn

Jasoh 

Að kaffi í ofurbolla, og höfrum, meðtöldum inniheldur gott start á deginum meðal annars:

Hellou my pretties

Bananahrúga 

 

 

 

 

 

 

le skyr

Sjáið þið ekki dásemdina fyrir ykkur?

Kremja banana. KRAMBANA!

Krambani!

Setja smá vatn og krambanann í skál með höfrunum og hræra í gumsl. Þykkt eftir vatnsmagni og smekk - ég er steyputýpan. Því þykkara því betra. Helst þannig að hægt sé að útbúa hafrabolta!

Hafra, vatns og bananagums

Hræra svo gommu af skyri í grautinn og ómynduðum vanilludropum.

Skyrblandaður grautur

Bláberja!

Get ekki beðið

Hræra og hafragrautsskreyta!

Timblin - banana skyrgrautur með bláberjum og múslí

Voila!

Setja svo hnetusmjör í skeiðina, nú eða möndlur í bland fyrir kys og kram!

El perfecto

Gott start!

Bara gleði

Gott, gott start!


Chia fræ í grautinn minn

Nýja ástin í lífi mínu! 

Chia fræin mín

Chia fræ! Nýjasta æðið, súperfæðið, æðiberið, æðisnæðið, Ellufæðið. Stút glimrandi full af andoxunarefnum, hollri fitu, trefjum og próteinum. Ofurefni í tonnatali - næstum. Betri en hörfræin elskulegu (og ekki eru þau amaleg greyin) bæði hvað varðar næringu og, fólkið mitt, ÁFERÐ að mínu mati! Líka hægt að nota chia fræin í allt sem hörfræin eru notuð í. Lesa skal nokkra punkta um þetta eðalfræ hér!

Næringargildi

Tek fram að 280 kj. eru um það bil 70 hitaeiningar. Sumsé, tæplega 70 he. í hverri msk. af chia fræum.

dæmi 

ÉG ER ORÐLAUS... af einskærri hamingju og grautargleði!

Búin að vera að "rekast" á þessi fræ ítrekað í erlendum bloggheimum og var orðin ansi forvitin. Hef enn ekki fundið þetta á Íslandinu af einhverjum ástæðum en jújú, haldið þið ekki að Ástralían hafi orðið mér úti um poka. Ég greip hann með andköfum og massífri bakfettu, hljóp í átt að hómsteð og það fyrsta sem ég gerði var að tilraunast með þessar krúttusprengjur. Ó... GUÐ! Hvað er EKKI hægt að gera við þessa snilldar afurð? Ef fræin eru sett í vatn þá drekka þau vökvan í sig og mynda gelhjúp á um það bil 5 mínútum.

Chia fræ í bleyti

Ómægod ómægod ómægod tilhlökkunarspenningur! Sjáið þetta bara! 

SNILLD

Þessu er t.d. hægt að smyrja á brauð, nota í sjeika, HAFRAGRAUT, skyr, jógúrt, sósur, dressingar... og áferðin er GEGGJUÐ! Þið sem hafið smakkað sago graut - jebb, alveg eins og sago! Þykkir, bætir, kætir með crunchi! Svo er líka bara hægt að nota þau hrein og bein, gelaðferðin kætir mitt átvagl þó töluvert meira.

Krakkar mínir, leitinni er hér með lokið. Þannig er það bara. Hinn fullkomni rjómakenndi hafragrautur var eldaður, uppgötvaður, smakkaður, borðaður, elskaður, smjattaður, étinn upp til agnarofurdofa og saknað sárt eftir átið í morgun... dramað var svo gígantískt að ég grét ofan í grautarskálina.

Sjóða saman fyrir einn hafragrautrsofurgúbba

1/3 bolli hafrar

1/2 gróflega stappaður banani

1 msk chia fræ

ögn af salti

1/3 bolli undanrenna/léttmjólk

1/3 bolli vatn (Mjög þykkur grautur, ef þið viljið hann þynnri nota 1/2 bolla vatn)

Hræra svo vanilludropum samanvið í restina.

Chia grautur í bígerð

Chiagrautur með banana

Af því ég bjó til graut fyrir fleiri en bara mig bætti ég ekki kanil út í dýrðina fyrr en ég fór að skreyta minn skammt sjálf.

Kanill og hamingja

Bláber og jógúrt ásamt nokkrum óséðum möndlum.

Come to mama

besti grautur i heimi

Þetta var... er BESTI grautur sem ég hef smakkað! Ég ætla að tilraunast meira á næstu dögum og koma með almennilegri myndir/leiðbeiningar/allt sem er undursamlegt í heiminum!

Koma svo, allir að panta sér poka af þessu núna. Þið sjáið ekki eftir því. Veeerðið svo að láta mig vita hvað ykkur finnst, ég er spenntari en krakki í nammibúð að fá að heyra frá ykkur ef þið látið af þessu verða.

Panta hér!


MisterSoft - nýtt þvottaefni?

Ekki alveg.

Þið verðið að afsaka ljótleika myndanna sem fram koma í þessum pistli. Grauturinn var útbúinn síðla kvölds í gær og ungfrúin með annað augað lokað.

Setja hafra í skál...

Hafros

...smá vatn og inn í örbylgju þangað til hafrarnir hafa drukkið mest allt vatnið í sig. Ekki allt.

hafrar og vatn

hafrar

Eggjahvítur út í hafrana.

Eggjahvítur og hafrar

Hræra... ekki fallegt. Ég veit. En hræra þangað til vel blandað.

hrærðar eggjahvítur og hafrar

Inn í örbylgju og út aftur eftir t.d. 30 sek. Sjáið að það er kominn hvítur hringur í kanntinn. Án efa hægt að hafa þetta lengur inni en þarna tók ég dýrið út og hrærði úr kvekendinu líftóruna.

mjúkir eggjahvítuhafrar

Inn í örbylgju aftur 30 - 60 sek. Hvíti hringurinn orðinn aðeins stærri. Grauturinn líka byrjaður að stífna í miðjunni. Hræra aftur og hræra vel. Held að hræringurinn geri gæfumuninn hvað áferðina varðar.

alveg að verða til

Inn í örbylgju og út aftur á nýjan leik, hræra í gumsinu. Enn of blautt fyrir minn smekk.

Aðeins lengur í öbba

Aftur inn í örbyglju. 20 - 30 sek.

Skoh... allt að gerast

Hræra mjög, mjög vel og voila!

MisterSoft! MicroSoft... nei... það þarf að finna annað nafn á kvikindið!

Tilbúinn - MisterSoft

Svo gleymdi ég að taka mynd af grautnum í morgun því ég át hann næstum allan á hraða ljóssins. Einn biti eftir þegar bloggarinn rankaði við sér. Gefið mér séns, klukkan er 04:10 þegar þessi mynd er tekin.

Klukkan 4 mistersoft

Eins og þið sjáið virðist ég hafa bætt út í hann heilli dollu af kanil - sem er svosum ekki rangt. Einnig hrærði ég við hann kókos og hindberjum áður en hann fór inn í ísskáp. Hann var svaðalega fínn mín kæru. Sérstaklega ef þið fílið þykka, mjúka, önaðslega silkimjúka "leðjugrauta". Mhhmmm!

Góð lýsing, ekki satt?

Það er án efa hægt að gera þetta í færri örbylgjuskrefum og hann þarf ekki endilega að geyma inn í ísskáp - bara muna að hræra! HRÆRA!


Eytt um bláber fram

Ég ákvað í mínu kreppulausa hjarta að spandera og létta aðeins á veskinu! Verðugur málstaður engu að síður!

Fersk... bláber! Óguð! Kóngafæða!

125 gr. eru að kosta rétt tæpan 600 kall. Já takk. Um það bil 12 kr. á ber gefið að í kassanum séu 50 væn ber - og þá er ég að vera rausnarleg!

Bláberjagleði

Samt vel þess virði! Sjáið þið bara... úhhhff!

Bláber - fersk bláber

12...24...36...hamingja og gleði!

Ohhchh

Með gleðilegri hafragrautum sem ég hef borðað í langan tíma!

Ég er nú ekki vön að blanda alheimskreppuvandamálum inn í þetta blessaða blogg mitt, en matvælaverð á þessari ágætu eyju er með ólíkindum kjánalegt! Maður kaupir sér ekki bláber nema veðsetja börnin sín í leiðinni!

Ég ætla að éta öll bláber alheimsins á meðan ég er í útlandinu, kaupa allt ofurgóss sem kostar handlegg og nýra á þessu landi - og njóta þess í botn!! Hihiiiii Grin


Endurfundir

Kökudeigsgrauturinn! Endurupplifun í tíunda veldi, beint á ská með kómísku ívafi! Hvítt súkkulaði Scitec, kanill og kókos! Þar sem ég var á leið í rafbylgjur og samherping, aðeins sein fyrir, gat ég ekki gúllað þessu í mig í bílnum. Ég þurfti að bíða! Átvögl... bíða ekki. Erfitt athæfi enda brast mér allur kraftur og sjálfsagi á leiðinni í kippina og reif upp ofurboxið sem geymdi dýrðina í morgun, bara til að þefa!

Kökudeigsgrautur

Ógvöð! Langaði svooo að bíta í! Átvaglið stórhættulegt umferðinni, á rauðu ljósi að góna ofan í grautarboxið eins og lirfa á laufblaði. Nýbúin að brenna, svangari en svartbjörn eftir dvala og enn 5 mínútur í að ég kæmist á leiðarenda!

*Áfram maður, það má keyra hérna á 70!*

*Neiii... þarft ekki að hægja svona svakalega á þér í beygjunni - hvað er þetta!!*

come to mama

Þetta hafðist þó á endanum og ómæ... fyrsti bitinn! 

*englasöngur*

Heilagur Brynjólfur með kaleik milli tánna! Þetta var ákkúrat það sem átvaglið var að leita eftir! Bragðlaukarnir tóku trylltan riverdans! Gladdi mig meira en orð fá lýst, get svo guðsvarið fyrir það! Af hverju gleðin var jafn óstjórnlega æðisleg og raun bar vitni er ég ekki búin að átta mig að fullu á ennþá!

Kökudeigsgrautur

Hver herpingur á fætur öðrum og grautarbiti á milli! Kósý? Últrakósý?

Últrakósý?

Borða hægt - bara einn lítinn bita í einu!

mMMM

NEIIIIIIIII!!!!

ohhhhh

Hot Yoga á eftir!! *hopp**hopp**hopp*


Hafrar og gleðin sem þeim fylgir

Án þess að ég ætli að romsa mikið um hamingju, gleði og yndislegheit þessarar korntegundar, sem hún er að sjálfsögðu - hoho, þá ætla ég að benda á þessa grein frá Yggdrasil. Hafrar eru barasta bjútifúl.

Ég persónulega er hrifnust af grófum höfrum/tröllahöfrum sökum áferðar. Hafrar sem kallast "Quick cooking" eru mun meira unnir en grófu hafrarnir, eiga það til að vera "næringarsnauðari" og innihalda meira sodium. Fer þó algerlega eftir tegundum. Quick cooking eru í raun hafrar sem eru "þunnir". Sem dæmi myndi ég halda að Solgryn í rauðu pökkunum væru í anda þunnra hafra sem tekur skemmri tíma að elda á meðan Solgryn í grænu pökkunum eru í átt að grófari týpunni. Tröllahafrar eru langsamlega skemmtilegastir undir tönn, að  mínu mati, chewy og gleðilegir til átu - en þeir kosta líka stórutá og bút úr sálinni. Þynnri hafrarnir gefa að sjálfsögðu mýkri áferð og minna bit, límkenndari graut ef eitthvað skal nefna.

Ég hef tekið út næringargildi fyrir td. rauða og græna Solgryn og munurinn er enginn nema áferðin á korninu sjálfu. Svo eru grófari týpurnar líklega duglegri að "rífa í" á leiðinni í gegn Wink

Sitt sýnist hverjum geri ég ráð fyrir!

En svo ég komi mér nú að meiningu þessa blessaða pistils. Tröllahafrar - ó hvað ég saknaði ykkar!

Tröllahafrar

Einn einfaldur með hindberjum leit dagsins kveldsins ljós í gær. Þurfti að erinda eftir brennsluna í morgun svo ég útbjó dýrðina eftir kvöldmat, kom fyrir inn í ísskáp og át með mikilli hjartans hamingju í bílnum.

Einfaldur með hindberjum

Alveg elska ég eggjahvítugrautana eftir ísskápsveru - eins og brauð/kaka/hamingja í plastboxi! Ojbara hvað þessi var góður. Æðisleg, æðisleg áferð! Hafrarnir alveg að gera sitt!

Einn einfaldur með hindberjum

Alveg þess virði að sálin verði götótt eins og Svissneskur ostur og tærnar af skornum skammti. Þær eru svo ljótar hvort eð er!


Hræringur

Hræringur af góðu sortinni. Hafragrautur, skyr, rúslí (hnetu og rúslu múslí), smá salt, kanill og niðurskorinn ofurbanani!

Fyrir hræring hræringur

Bananas

Hafragrautshræringur in the making

Hrærið og þér munið finna...

Skyrhræringur með múslí og banana

...allskonar óvænt!

Æðislegt að fá smá saltan bita af og til, kram úr múslíinu og bita af sætum banana! Ohh hvað ég saknaði þess að hafa banana í grautnum mínum!

Hafragrautsskyrhræringur

Svolítið spennó og skemmtilegt að vita aldrei hvað maður er að bíta í "Úhh.. banani...","hohh.. múslíkrums og hneta", "nohoom, saltkrums og rúsína"!

Það er ekkert nema skemmtilegt að borða!


Hafrar hafsins

Ohh svo dramatískur titill!

Hmmmm? Af hverju ekki? Ég meina... það var jú couscous í réttinum í gær! Couscous - hafrar - couscous.... hafrar!

Hafrar og þorskur

Jebb! Afgangar nýttir til hins ýtrasta!

Hafrar hafsins

Gott start mín kæru... ekkert nema goooott start! Nohm!

Hafrar og þorskur

Best að taka rækjurnar úr frystinum! Joyful


Sami morgunmatur, en samt ekki alveg

Einn einfaldur eftir morgunbrennslu með vanilló, kanilló og hindberjum. Frosnum hindberjum. Þetta er reyndar ekki mynd af sama graut og ég fékk mér í morgun, en sömu innihaldsefni voru í þeim báðum. Þessar myndir eru barasta töluvert ferskari og fínni. Ohhh hvað dagsbirta gerir góða hluti!

Eggjahvítuhafrar með hindberjum

Eggjahvítuhafrar með hindberjum

Hér er svo mynd af skálinni minni eins og hún lítur út núna! Svo gott sem sleikt!

Nohm

Hindber eru með eindæmum allsvaðalega góð. Afskaplega falleg og fín líka. Þessar krúttusprengjur skora mörg stig í mínum kladda yfir eðalfæði!

Góður dagur í uppsiglingu... er það ekki bara Joyful


Nú er frost á Fróni...

...frýs í boxum gums!

Bjó mér til eggjó með vanilló/kanilló í gær. Bætti út í dýrðina Amaretto dropum, smá salti og skellti hamingjunni inn í ísskáp yfir nóttina. Passaði að hafa grautinn þó í "þynnri" kanntinum því hann stífnar svolítið vel upp í ísskápnum. Í morgun bætti ég berjagleðinni við, blá- og hindber. Ohmygod! Þennan plastboxagraut greip ég svo með mér út og geymdi í bílnum á meðan stigvélin og hlaupabrettið fengu að finna fyrir því.

Eftir brennsluna hljóp ég hraðar en ljósið út í bíl af því að:

1. það var -11 stiga frost og mér þykir afskaplega vænt um nefið á mér og fingurna!

2. ég vissi að grauturinn minn beið þar í eirðarleysi, bíðandi eftir því að láta éta sig. Þvílík örglög!

Grautargleðin var hinsvegar ekki hömsuð í bílnum sökum græðgi, ótrúlegt en satt. Þó svo græðgin eigi að sjálfsögðu stóran þátt í dagegu áti í Ellulífi. Nei, ég átti að mæta á námskeið að kenna klukkan 08:00 og gat ekki fyrir mitt litla ímyndað mér að bíða með morgunmatinn til klukkan .. jah.. núna. Ég væri hið minnsta ekki til í að sitja námskeið með sársvöngu átvaglinu, svo mikið er víst.

Þegar blessað grautarboxið var opnað voru aumingjans berin enn frosin og grauturinn sjálfur frosinn í kanntana. Eins og þið sjáið mjög vel á þessari mynd...

Eggjahvítugrautur með kanil, bláberjum og hindberjum

...og þessari! Mjög skýrt og skilmerkilegt frostbitið í grautnum ekki satt?

Eggjahvítugrautur með kanil, bláberjum og hindberjum

Hann var nú samt frosinn blessaður en það kom ekki að sök. Yfirleitt, á þessum tímapunkti, hafa berin þiðnað, sprungið og leikið yfir grautinn - það var enn hrím á þeim í átgleðinni sem átti sér stað kl. 07:45. Svolítið fegin að hafa ekki verið nema 40 mín í ræktinni í dag. Ég hefði þurft að éta grautinn eins og frostpinna og ekki náð að hræra, blanda og gúmsla saman herlegheitunum! Mikill skaði sem það hefði orðið!

Eggjahvítugrautur með kanil, bláberjum og hindberjum

En mikið helv... var þessi ógeðslega vel heppnaður! Ojbara! Fór í hálfgerða fýlu þegar ég átti einn bita eftir. Áferðin el perfecto, ég segi það satt. Líka gott að hafa berin enn svolítið frosin.

Ohhh

Kaldur en góður dagur í vændum fína fólkið mitt. Ég sé ykkur kannski í hádeginu - ef kjúllinn sem ég tók með mér er ekki gaddfreðinn og hundfúll eftir morgunbílafrostið!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband