Færsluflokkur: Kjöt
3.10.2009 | 15:56
Einfaldur og fljótlegur roastbeef hrísgrjónaréttur
Eins og ég hef alltaf sagt. Það þarf ekki að vera flókið til að bragðast vel! Einfalt, fljótlegt, bragðgott - mitt mottó takk fyrir góðan daginn. Byrja á því að sjóða hýðisgrjón í muss með smá salti. Gulrót, laukur (rauð- og hvít-) og paprika er skorið niður í litla bita, sett í skál og hitað í örbylgju. Fátt um fínheit, í matargerð, á laugardegi . (Þetta er sama grænmetisbland og ég notaði hér. Það svínvirkar með pipruðu kjötinu) Á meðan grænmetið er að örbylgjast, er kjötið rifið/skorið niður í litla bita.
Hella heitum grjónum og grænmeti í skál, ásamt rifnu kjötinu, og hræra saman. Kjötið fær í sig hita frá G-unum tveimur (grjón og grænmeti) og bragðið af því verður guðdómlegt. Engin olía, bara salt frá grjónum og pipar frá kjöti.
Þetta gæti ekki verið einfaldara og jah... hollara? Allt syndsamlega 'löglegt' og ekkert nema gaman að bíta í. Að frátöldum 45 mínútunum sem það tók grjónin að sjóða, þá var ég 10 mínútur, frá byrjun til enda, að púsla þessu saman. Þó rétturinn sjálfur hafi verið hálf litlaus greyið, þá var þetta æðisleg máltíð og bragðið geggjað!
Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2009 | 18:57
Kjötætufjall
Mikið er rautt kjöt stundum yndislega fínt. Datt allt í einu í rauða kjöts gírinn og get ekki beðið eftir öllu gúmmulaðinu sem ég kem til með að útbúa úr ofurhakkinu sem ég keypti um daginn. Hrísgrjóna kjötbollur í tómatsósu, pottréttir, sugo, hambó...jeee haaw!
Til að fullnægja villimannslegri kjötlöngun minni heimsótti roastbeef samloka matardiskinn minn í kvöld - mínus brauðið! Raðaði káli og tómötum á disk. Krullaði upp og hrúgaði kjöti þar ofan á með sinnepi (dijon/honey vinegar dijon) inn á milli. Steikti loks tonn af lauk upp úr olíu og kom fallega fyrir ofan á kjötfjallinu mínu. Skreytti með steinselju og stakk mér til sunds! Úhhh viljið þið bara sjá...
Þetta var svoooo gott!!! Sinnep, roastbeef og laukur eru alheilög þrenna sem bannað er að aðskilja! Þið sem ekki hafið tekið eftir því, þá er eitthvað dularfullt rauðlaukstímabil búið að yfirtaka græðgispúkann. Ekki neikvætt... svo mikið er víst!
Kjötætan hið innra hoppar og skríkir af hellisbúalegri kæti. Ég er enn með vatn í munninum! Takk kærlega fyrir mig mín kæru.
Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.9.2009 | 14:24
Hakk og spag... eða... voru það grjón?
Jú. Hakk og hýðisgrjón í tómat-basil blöndu. Rændi grænmetinu í vinnunni og voila! Ég elska svona hakk-gums, hvort sem því fylgir grjón, spaghetti eða einfaldlega grænmeti. Þetta hakk er líka frábært. Hvorki meira né minna en 4%. Þannig er það best. Ég er algerlega á því að kaupa ekki hakk út í búð. Eina sem er í boði þar eru 8% - 14% bakkar, verður ekkert úr því við steikingu, vatnsþynnt og áferðin á því eitthvað leiðinleg.
Svo ætlar minn sérlegi sambýlismaður að útbúa kjúlla fyrir konu og ketti í kvöld... kannski ekki ketti en a.m.k. kvendið. Hlakka mikið til. Wicked Paulsen er nefnilega mjög wicked kjúllaeldari!
Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2009 | 15:08
Meiriháttar roast beef samloka
Allt of góður matardagur. Það er svoleiðis dekrað við átvaglið að annað eins hefur ekki sést í langan tíma! Mín langþráða roast beef loka. Óalmáttugurherregudogallirenglarnir! Bjó hana til klukkan 06:00 í morgun með hellisbúaglampann í augunum.
Þessi hádegismatur toppar allt! Algerlega allt. Gróft brauð, ég notaði Fitty, dijon sinnep smá honey dijon, kál, KJÖT, tómatur, smátt skorinn rauðlaukur... ohmn! Sinnepið með rauðlauknum með pipruðu kjötinu = himneskt!
Ef einhverntíman hefur vottað fyrir grænmetisætu í skrokknum á mér, þá hvarf hún með öllu af yfirborði jarðar á meðan þessi loka var gleypt! Ég held ég hafi meira að segja urrað smá þegar samstarfsfólkið mitt kom of nálægt á meðan áti stóð! Roast beef-ið var fullkomið. Meyrt, safaríkt - keypti það hjá kjöthöllinni.
Eftirmiðdagurinn samanstóð svo af kanil-epla og valhnetu kalkúnasalati! Allt skorið smátt, sett í ílát og hitað í örbylgju þangað til eplin voru orðin heit og smá mjúk. Afskaplega bragðgott og áferðaglatt en ferlegt að mynda. Þið verðið því bara að ímynda ykkur dýrðina... ef þið getið það - ég get ekki hætt að horfa á þessar roast beef myndir!
Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.9.2009 | 19:50
Þykjustunni bolognese sósa
Þykjustunni bolognese af því að alvöru kjötsósur eru stútfullar af krafti og gleðilegheitum. Ég notaði í raun bara það sem ég fann hérna heima. Ekkert- rauðvín, sellerí, sveppir, fersk krydd... en assgoti var hún samt vel heppnuð þessi. Holl, góð, 'fersk' og virkilega skemmtileg! Þarf ekki endilega að setja út á hakk. Væri líka hægt að hræra t.d. saman við spaghetti.
Þykjustunni bolognese sósa - fyrir 2
1/2 nokkuð stór rauðlaukur
1/2 stór gulur laukur
3 niðurrifin hvítlauksrif
1/2 tsk kanill
1 msk, tæplega, oregano þurrkað
1 msk, tæplega, basil þurrkað
salt og pipar eftir smekk
2 meðalstórar gulrætur, niðurskornar
4 ferskir tómatar, niðurskornir
2 jalapeno hringir, niðurskornir
1,5 msk, um það bil, tómatkraftur.
Vatn þegar líður á eldunina. Ég notaði 1 dl.
Byrja á því að hita olíuna á pönnu. Þegar olían er orðin heit hella öllum lauk út á pönnuna og steikja þangað til meyr. Bæta þá við kryddum, steikja í 1 - 2 mínútur aukalega, og setja tómatkraftinn út í. Eftir það bæta grænmeti og jalapeno út á pönnuna...
...og leyfa að malla í 30 - 40 mínútur. Jafnvel lengur - eða þangað til sósan lítur um það bil svona út. Á þessum tímapunkti væri snjallt að bæta hakkinu út í sósuna, ef þess er óskað, og leyfa að malla í svolítinn tíma. Það er æði. Við gerðum það reyndar ekki í þetta skiptið. Höfðum hakkið til hliðar, settum í skál og bættum sósu út á eftir smekk.
Bæta núna við 1 dl af vatni, meira eða minna eftir smekk, (hvort sem hakkið er komið út í eður ei) og sjóða í nokkrar mínútur í viðbót, eða þangað til sósan hefur náð þeirri þykkt og áferð sem þér þykir best.
Ohh þetta var svo gott. Virkilega gott. Ég er mikill kjötsósu/bolognese aðdáandi og þessi var æði. Bragðið flott, kanillinn sparkaði skemmtilega í hvern bita, aðeins sterk. Ójá, kem pottþétt til með að nota þessa í lasagna á næstunni. Prófa að bæta við sellerí og sveppum... mmmmhh, góður, góður miðvikudagsmatur. Svo mikið er víst!
Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2009 | 12:19
'Nýtt' bragð á hverjum degi takk
Folaldalundir í hádeginu! Þessi dagur verður bara betri og betri. Í annað skiptið í dag rifjar átvaglið upp, ásamt bragðlaukunum, hvað tilteknar tegundir af mat eru afskaplega bragðgóðar! Stundum líður bara of langur tími á milli gleðilegheita sem þessa!
Apppelsínur í morgun, folaldakjöt í hádeginu... ómægod, hverju ætli ég kynnist á nýjan leik í kvöld?
*tilhlökkunarspenningur*
Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Matur er góður! Matur getur líka verið skemmtilegur og jú, það er skemmtilegt að borða góðan mat!
Kalkúnaborgari er góð tilbreyting frá fuglakjötinu sjálfu og það er alltaf gleðilegt að borða hamborgara! Einhver sumarstemmari sem fylgir því að borða kjöt pakkað saman í brauð með osti, sósum og grænmeti. Að borða hambó er líka:
1. Auðvelt! (Alltaf kostur fyrir gúffara eins og mig)
2. Hreinlegt (Ef þú kannt að borða, á líka við um lið 1 hér að ofan)
3. Skemmtilegt (Smá tilbreyting frá hníf og gaffli - nema þú borðir með tánum, þá hefur þú officially unnið mig)
Byrjað var á því að skera smátt niður gúmmulaðið sem fer inn í hamborgarann. Í þessu tilfelli varð epli, laukur, sellerí, salt, pipar og smá olía fyrir valinu. Öllu blandað saman og steikt á pönnu þangað til meyrt. Því næst er snjallt að hakka niður fuglakjötið, ég notaði matvinnsluvél - yndislegar þessar elskur. Eplamaukinu er svo blandað saman við hakkið með höndum eða sleif. Ég kýs hendur - svona í takt við villimanninn sem ég er. Auðvitað má setja meira af kryddi í hakkið, mango chutney, bbq sósu, smá brauðmylsu ef vill. Því næst eru hamborgarar mótaðir úr hakkinu og steikir á pönnu, 4 - 5 mín. á hvorri hlið. Fer eftir stærð og þykkt hammarans. Viljum ekki bíta í rauðbleikan fuglahambó, það eru slæm vísindi! Eftir steikingu er gott að láta hamborgarana hvíla sig í fimm mínútur áður en bitið er í þá. Annars lekur allur safinn úr kjötinu og bragðið sem eplið, laukurinn og selleríið skilja eftir sig verður ekki jafn mikið.
Þetta... var.... geðveikt gott! Þvílíka snilldin. Kemur líka svo skemmtileg skorpa utan á kjötið þegar það er steikt. Meyrt kjöt, safaríkt og lyktin sem kemur þegar þetta er eldað!! Eplin og laukurinn eru líka yndisleg blanda í nákvæmlega svona mat og bragðið af kjötinu.... oh men!
Sætu "frönsku" kartöflurnar komu æðislega vel út. Skar þær í frönskulíki, stráði yfir smá olíu, salti, kanil og ofnbakaði þær í álpappír. Mikið held ég að skapari sætra kartaflna hafi verið í góðum fíling daginn sem hann ákvað að búa þær til - og jarðaber.... og mangó..... og súkkulaði...!
Anywho.... back to business!
Ég hafði með þessu heimagert guacamole og létta skyrsósu.
Guacamole er að sjálfsögðu búið til úr avocado. Skorið, hreinsað og maukað saman með hvítlauk, salti, pipar og pínku sítrónu. Sleppti öllum fínerísheitum í þetta skiptið - plómutómatarnir gerðu sitt gagn á kanntinum. Guacamole er líka svo eðalfínt. Ein af mínum uppáhalds ídýfum! Skemmtilegt bragð og gaman að borða! Avocado kjötið er svolítið rjómakennt - hægt að leika sér mikið með þetta hráefni! Lovit!
Skyrsósan er svo eitthvað sambland til að fá ferskt kikk með salatinu. Líka vel hægt að nota sýrðan rjóma. Set út í skyrið smá Dijon-sinnep og relish fyrir bragð. Fyrir áferð skar ég svo gúrku í litla bita og blandaði saman við. Líka hægt að nota epli. Rosalega upplífgandi og bragðgott - sósan sjálf er smá súr út af skyrinu og sætan kemur úr relishinu. Sinnepið gefur skemmtilegt spark í bragðlaukana. Bregst ekki! Mmmhmm.
Hamborgarinn var annars samsettur á eftirfarandi hátt:
Brauð, kál, hambó, mango chutney, ostur, guacamole, tómatur, smá skyr-ídýfa, brauð. Ég, kolvetnaskrýmslið, sleppti auðvitað brauðinu en get hinsvegar sagt ykkur góðar fréttir!
Er að vinna í því að útbúa morgunverðar muffins með t.d. bönunum og döðlum, bláberjum, mangó, kanil-snúða muffins, avocado, banana-kanil.. you name it! Verður líklegast næsta post!
Annars var þetta létt, holl og bragðgóð kvöldmáltíð! Alveg eins og ungfrúin vill hafa það!
Kjöt | Breytt 23.9.2010 kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)