Færsluflokkur: Kjöt
3.12.2009 | 18:46
Kvöldmatur í tiltektargírnum
Ég er búin að taka til í öllu húsinu, hreinsa ísskápinn, taka til í fataskápnum og taka eitt gleðitryllingskast. Hreinsun á ísskáp fólst meðal annars í því að fjarlægja allt sem gæti mögulega eignast afkvæmi á meðan við erum í burtu. Bjó því til "Hvað er til í ísskápnum" hvítkáls-roastbeef hræru í tilefni af ísskáps hreinsuninni.
Blaðlaukur, laukur og rauðlaukur skorið smátt og steikt upp úr tæplega msk af olíu. Á meðan er hvítlaukur, hvítkál og brokkolí skorið smátt og lagt til hliðar. Hvítlauk er bætt út á pönnuna þegar laukgumsið er orðið mjúkt ásamt rauðum piparflögum, engifer, smá salti og pipar. Loks er grænmetinu bætt út á pönnuna og leyft að steikjast þangað til kálið er orðið nokkuð mjúkt. 3 - 4 mínútur. Þá bætti ég 2 tsk soja og 2 tsk hrísgrjónaediki út á pönnuna, hrærði duglega í og lét krauma.
Loks reif ég niður yndislega fína roastbeefið mitt og skellti út á pönnuna til að rétt hita í gegn. Skreytti með sesamfræjum - ristuðum.
Gvöööðdómlegt gums. Mikið er hvítkál svaðalega gott svona steikt og krumsað. Mjög gott kvöldsnarl - hef gert þetta áður og kem til með að gera aftur. Bara gleði.
Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2009 | 20:13
Ofnbakað rósakál
OH ÉG FÉKK SVO GÓÐAR FRÉTTIR Í DAG! Ég er öll bubbly og hamingjusöm í hjartanu! *gleði*
Er að taka til kvöldmatinn í dag og matinn fyrir morgundaginn. Þá umbreytist eldhúsið mitt í haug af allskonar... allskonar! Snyrtilegt, ekki satt?
En svo við snúum okkur að rokkstjörnu dagsins. Rósakál... hvar hefurðu verið allt mitt líf? Þetta datt mér ekki í hug. Fann þessar krúsíbombur í búðinni um daginn og ákvað að prófa. Hreinsaði smá, skar í tvennt, skellti í fat með gulrótum og olíu, saltaði, pipraði og beint inn í 200°C heitan ofn.
Leifði þeim að hangsa þar í dágóða stund, hrærði aðeins í gumsinu aftur og inn í ofn í 5 - 10 mín í viðbót. Hefði mátt vera lengur upp á áferð - en ég var of svöng og gat ekki beðið.
Fallega brúnir og fínir knúbbar og... bíðið aðeins... GÓÐIR! Alveg svakalega góðir - stökkir og skemmtilegir að bíta í að utan, karamellukenndir að innan. Ohh, gleðilegt nokk. Ætla að tilraunast með þessa dýrð við tækifæri. Ég var gríðarlega hamingjusamt kvendi á meðan áti stóð. Þvlílíkt nammi. Hakkið steikti ég með sveppunum, saltaði, pipraði og chilli-aði veeel. Reif mjög vel í eins grámuskulegt og það lítur út á þessari mynd.
Svo er hleðsludagur á morgun. Já nei takk, ekki aftur hleðsla á laugardögum. Búin að setja saman smá seðil sem hentar vinnudegi - ekkert ofur, en tilhlökkunarvænt.
Viljið þið svo sjá...
...oh my babies! Smjör biscotti (dökkur) vs. ólífu olíu biscotti (ljós). Þessir dökku voru betri. Stökkir, bragðgóðir og skemmtilegir að bíta í. Ljósu voru svaka fínir líka, nokkuð stökkir, svolítið skonsulegir en hinir unnu með ansi mörgum stigum bæði hjá Paulsen og smökkurunum niðrí vinnu. Ætla að prófa mig áfram með súkkulaði biscotti um helgina.
Ég gerði líka stórt og mikið skammastrik í síðustu viku. Stóðst ekki mátið og keypti RAUÐA KASSANN!
Fylgist með. Rauði kassinn verður afhjúpaður innan tíðar!
Vina þakkargjörð um helgina og svo Boston. Tíminn líður hraðar en það tekur átvaglið að borða ís!
Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2009 | 18:46
Hvítkálshakkhræra
Ég veit ekki hvað ég get kallað þetta annað. Örugglega til eitthvað fínt orð yfir gumsið en þetta er það besta sem ég fann upp á í bili.
Ég notaði í gumsið púrrulauk, 1 hvítlauksgeira og venjulegan lauk. Steikja allan lauk upp úr olíu í 2 - 3 mínútur. Bætti þá út á pönnuna káli og sveppum og steikti þangað til kálið var orðið nokkuð mjúkt en samt ekki í döðlum. Kryddaði svo með pipar, kannski 1/2 tsk sojasósu, agnarögn af balsamic ediki, engifer og cumin, hrærði saman og bætti þá forsteiktu hakkinu út á pönnuna. Lét malla þangað til hakkið var orðið heitt í gegn. Ahaa.. einfalt, fljótlegt, hollt, gleðilegt.. ofl. vel valin lýsingarorð.
Ég er búin að vera hugsandi um hvítkál, steikt/soðið/hitað/eldað í um það bil viku. Ég bara varð að slökkva á hvítkálsgarginu áður en öll skilningarvit færu forgörðum. En þetta var samt gott... ég segi það satt! Sætur laukur, sætt brakandi kál, samhljómur ofurkrydda. Kem til með að hræra mér í svona aftur! Bæta við grjónum, jafnvel möndlum/valhnetum, ponsulítið af púðursykri og meira gúmmulaði. Mmmm....
Annað í fréttum:
Hleðsludagar hafa nú verið forfærðir yfir á hina alheilögu nammidaga! Laugardaga! Halló morgunverðar heilvheiti bananapönnsur, kvöldmatar humarpasta og jú..., ég er ekki búin að gleyma því - roastbeef hádegisbeygla!
Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.11.2009 | 19:03
Húrra fyrir bolognese
Ég eeelska góðar bolognese sósur! Smakkaði bolognese fyrst út á Spáni þegar ég var 8 eða 9 ára og frá þeim degi var ekki aftur snúið. Ég át bolognese út í eitt í marga mánuði á eftir.
Mamma: Hvað viltu fá í morgunmat?
Ella: BOLOGNEEESE!
Mamma: Hvað viltu fá í jólamat?
Ella: BOLONEEESE... nei bíddu... JÚ, BOLOGNEEESE!
Mamma: Ella, taktu til í herberginu þínu!
Ella: BOLOGNEEESE!
Ok, ég gæti hafa verið með Ingjaldsfíflið í huga hér að ofan. En þetta kemst nokkuð nálægt áráttunni á þeim tíma. Bolognese sósur eru jafn mismunandi og þær eru margar. Yfirleitt hef ég látið nægja að kaupa sósuna tilbúna og gúmslað henni svo yfir hakkið. En undandfarið hef ég komist að því að "bolognese" er ekkert svo hræðilega erfitt að útbúa heimafyrir. Nú er ég ekki að tala um ekta ítalsk sugo sem þarf 3 tíma af knúsi, ást og alúð áður en það er borið á borð! Þó svo slíkar kjötsósur séu algerlega guðdómlegar. Heimatilbúið er einnig hægt að krydda eftir smag og behag og leika sér með hráefnin. Mmm..
En nú er tímabilið gengið í garð, fullt tungl og kjötætan brýst fram. Ég bjó mér því til uppáhalds uppáhald og oh men hvað þetta heppnaðist vel! Kjötsósa á 20 mínútum sem ég kem pottþétt til með gera aftur og aftur.
Steikja upp úr olíu 2 - 3 sneiðar af rauðlauk, niðurskorinn hvítlauk, 4 - 5 sneiðar af fínt skornum púrrulauk, nokkra smátt skorna selleríbita og gulrót eftir smekk. Malla þangað til laukurinn er orðinn mjúkur. Bæta þá dass af basiliku, oregano, salti og pipar við og leyfa að malla í örstutta stund. Skera svo niður 1 ferskan tómat og bæta út á pönnuna.
Næst bætti ég út á pönnuna tveimur niðursoðnum tómötum frá Ítalíu og smá safa úr krukkunni. Leyfa þessu að malla 2 - 3 mínútur, sprengja niðursoðnu tómatana, og krydda með pínkulítið af cumin, kóríander og.. tadaaa, kanil! Malla smá meira og hella þá út á pönnuna um það bil dl. af vatni. Mætti líka nota soð ef vill.
Sjóða niður þangað til sósan er orðin að þínu skapi. Bæta þá út á pönnuna forsteiktu hakki (ekki fullsteiktu), hræra saman og jú, malla í nokkrar mínútúr í viðbót. Sjáið bara hvað gerðist svo! Hihiiiiii.
Ógvöðminngóður! Þetta var svo mikið gott. Bragðið af sósunni var algerlega geggjað! Smá hint af kryddunum í hverjum bita. Cumin, kanil, kóríander! Algerlega fullkomið með hinu týpíska "tómatsósu bragði" sem var að sjálfsögðu ríkjandi. Setti 9% ostsneið yfir og missti minnið þar til skálin tæmdist!
Næstu daga kemur kjöt án efa svolítið við sögu í matarræðinu hjá mér. Sjáið þið ekki fyrir ykkur "Roastbeef beyglu" á fimmtudaginn! Jú... jú, ég held það!
Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.11.2009 | 19:51
Stundum er rautt best
Kjúlli í tvær, tæpar þrjár vikur - það hlaut að koma að þessu!
Það baular næstum því ennþá!
Oh my prrrecious!
Rétt út á pönnuna með uppáhalds grænmetisblöndunni minni. Telja upp að þremur og beint ofan í skál.
Glæsingur... já, þessu orði rændi ég... glæsingur með Dukkah möndlu karrý!
Mmmmhmmm!
En þar sem kjötátið er yfirstaðið, þá get ég ekki ímyndað mér að borða roastbeef næstu daga! Hakkgums á morgun. Vel kryddað, vel steikt hakkgums með avocado!
Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2009 | 09:45
Hakkgums vs. snittur
Jæja. Námskeiðið leið og ungfrúin varð svöng. Var að sjálfsögðu búin að pakka niður kvöldmatnum í fyrradag og átti hann tilbúinn í plasti ofan í Hagkaupspoka. Námskeiðið var haldið á Nordica, stútfullt af allskonar fólki í jakkafötum og "fínni" klæðum. Ég, að sjálfsögðu, í sveitó grænu úlpunni minni með loðkraganum og hálf mygluðum bomsum yfir gallabuxurnar. Í fyrsta hléi var boðið upp á léttar veitingar - eins og venjan yfirleitt er. Ég lét það nú ekki á mig fá og vippaði upp Hagkaupspokanum, teygði mig í hakkboxið mitt fyrir framan námskeiðsgesti, sem jöpluðu á samlokum og snittum í rólegheitunum, og hamsaði hakkið með bestu lyst. Mörg augu góndu á átvaglið - sérstaklega þegar myndavélin lét sjá sig, með flassi og heyallíúbba! Þetta var svoo mikið gott hakkgums!
Annars er ég búin að vera að tilraunast með eggjahvítur, steiktar eða örbylgjaðar, í grautinn minn á morgnana. Hafrar, krydd, vatn og smá eggjahvítur hitað saman. Annaðhvort í bylgjunni eða á hellu. Á meðan eru eggjahvítur hitaðar í örbylgju, þangað til nokkuð stífar, brytjaðar niður og bætt út í grautinn ásamt berjum eða ávöxtum.
Ég á nú eftir að prófa meira og 'fullkomna' dýrðina. Þegar það gerist, þá hendi ég almennilegri "útfærslu" hingað inn. Þangað til eru þessar gulleitu myndir það eina sem er á boðstólnum, þar sem sólin er ekki risin kl. 06:00 á morgnana og myndavélin lifir á dagsbirtunni.
En þessi grautur gleður mig. Svo mikið veit ég.
Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.10.2009 | 15:07
Nautalund í hádeginu og nammibland á kvöldin
Nammikvöldið er hinsvegar löngu planað. Ofnbakað ziti með hakki, nammi og að sjálfsögðu ís. Nammidagar eru ekki heilagir nema ísinn komi við sögu.... sagið einhver Nóakropp? Ef hressleikinn verður til staðar í kvöld lista ég upp syndirnar hverja á fætur annarri. Ohhh hvað ég get ekki beðið með að byrja hamsið!
Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2009 | 14:54
Kjötsúpuveður
Í minni famelíu er svona verður = kjötsúpa! Slagveður og þú situr upp í sófa með sjóðandi heita, matarmikla kjötsúpu. Mmmm!
Er hálf slöpp í dag og fór því heim úr vinnu. Lyklalaus, klár stelpan, fékk ég hæli hjá foreldrum mínum sem höfðu útbúið kjötsúpu í gær, mér til mikillar hamingju. Mamma gerir bestu kjötsúpu í heimi!
Fékk mér því roast beef og sæta kartöflu, hafði tekið það með mér sem hádegismat í vinnuna, ásamt nokkrum grænmetisbitum úr súpunni góðu. Óhemju gleðilega gott!
Ætla að fá mér lúr. Best að sofa veikluna úr sér!
Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2009 | 12:35
Gómsætar hrísgrjóna kjötbollur
Svona líka svaðalega góðar og gleðilegar að borða! Annað upp á teninginn með aumingjans myndavélina sem er bensínlaus. Ég reyndi... reyndi að taka myndir á símann minn. Þær eru óskýrar, ponsulitlar og á engan hátt bjóðandi sem sýnishorn af þessum ofurbollum. En ég læt þær samt fylgja með til vitnis um hræðilegheit myndasímans míns. Ég þarf greinilega að redda mér betri myndavélasíma til reddinga eins og í dag.
Sauð mér hýðisgrjón um daginn, í mikinn graut, til að geyma inn í ísskáp og grípa í, í hádegismat/kvöldmat út vikuna. Átti afgangs hakk í frysti og ákvað að sameina þetta tvennt í kúluformi. Grjónin eru nefnilega svo klístruð, ef svo má að orði komast, og halda gumsinu vel saman. Hrærði rúmlega bolla af grjónum saman við, jah.. svipað magni af hakki? Skar út í herlegheitin smá lauk og kryddaði með oregano, basiliku, salti og pipar. Steikti svo á olíulausri tefflon pönnu þangað til eldað í gegn! Kemur stökk skorna utan á bollurnar. Bara flott! Þessi mynd gæti þó allt eins verið af hrúga af hakki - en bollur eru það!
Þar sem ég bjó þetta gums til í gærkveldi, fyrir hádegið í dag, nennti ég ekki að standa í stórræðum. Skar niður lauk, gulrætur, tómata, papriku og hvítlauk. Kryddaði með salti, pipar, basiliku, oregano og smá tómatkrafti og inn í örbylgju til að búa til hálfgerða sósu. Hellti henni svo yfir.
Eitt orð. Rosalegabragðgóðarogskemmtilegarbollurmeðstökkriskorpu!
Nahaamm! Ég ætla pottþétt að gera þessar aftur bráðlega! Þvílík snilld - og tekur svo stuttan tíma að útbúa! Næst ætla ég einnig að gera tómatsósuna skemmtilegri, jafnvel rétt brúna bollurnar á pönnu, svo skorpan láti sjá sig, af pönnunni og inn í ofn til að malla í sósu og eldast í gegn! Ekkert egg, brauð eða ostur til að halda þessum elskum saman.
Frábærar, fínar, flottar! Ekki steiktar upp úr olíu, en það má... ohh hvað það var gaman að vera ég í hádeginu í dag!
Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.10.2009 | 19:20
Svellköld... eins og Shaft
Fórum í húsgagnaveiði í dag og ég held, svei mér þá, að ég hafi fundið hluti á sæmilegum prís til að skreyta hellinn með. Endanleg kaup verða fest í vikunni. Vissi hinsvegar að ég yrði út úr húsi í hádeginu svo ég skellti saman hakki, grænmeti og sætri kartöflu til að taka með. Ágætis gums þó svo það vinni engin verðlaun!
Palla þótti þetta stórmerkilegt og fór að mínu fordæmi. Hann skellti í sinn eigin skammt og var svakaleg ánægður með útkomuna. Ég verð nú samt að viðurkenna, þó svo mitt gums hafi ekki verið það fínasta, sem út úr mínu eldhúsi hefur komið, þá var Pallaskál allsvaðalega fátækleg! Ég hló mikið þegar ég sá meistaraverkið afhjúpað! Harlem hakk og harðfiskur a la Palli! Kreppufæði upp á sitt besta
Beint úr hádegisnarti og inn í IKEA. Þegar inn í völundarhúsið var komið tók mikil snúðalykt við mínu sérlega nefi. Bökunarlyktin varð meiri og meiri eftir því sem leið á labbið og loks, mér til mikillar skelfingar, rann það upp fyrir mér. Það eru snúðadagar í IKEA! SNÚÐADAGAR! Nýbakaðir snúðar í öðruhverju IKEA eldhúsi og allir smjattandi, brosandi, hlæjandi... ég lét það ekki á mig fá! Ekki einusinni þegar Palli gafst upp og byrjaði að narta. Fólk stökk á mig úr öðruhverju skúmaskoti og bauð mér snúðasmakk... græðgispúkanum til mikillar kátínu. Eftir smá hik rankaði ég þó við mér og með smá tilhlaupi tók ég þrefallt heljastökk yfir bjóðarann, tæklaði bakarann með örlitlu "Jííhaaa" og strunsaði svellköld framhjá lyktinni. Shaft! Í fjarska heyrði ég bjóðarann hrópa "Dúnmjúkir með kanileplum, valhnetum og karamellusósu"! Ég sneri mér þá við, tók eitt stórt þef út í loftið og hélt labbinu áfram.
Ef einhverntíman hefur verið lagt próf fyrir átvaglið, þá var það í dag. Ég geri passlega ráð fyrir því að hafa staðist þolraunina með mikilli prýði og heimta sæti í svakalegum grískum guðagarði í næsta lífi.
Farin að fá mér kjúklingbringu! Það held ég nú!
Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)