Færsluflokkur: Morgunmatur

Ég fæ mér bara appelsínu í staðinn!

Eðalgrautur á eðaldegi. Slatti af graut, 1 skeið GRS-5, 1/2 stappaður banani og kanill bundust vinaböndum í glæstri skál og mynduðu þennan langþráða snilldargraut fyrir mig!

Langþráður morgunverður eftir brennsluæfingu í morgun

Ofan á grautinn setti ég svo vinnumúslí og vinnurúslur. Meðfylgjandi var pínkuponsulítið epli og vatn með C-vítamíni. Þegar grautargleðin var yfirstaðin hlakkaði í mér þar sem fyrsti bitinn af eplinu var að renna upp... en nei! Þegar ég beit, í annars vel útlítandi epli, gerðist ekki neitt. Þetta var ekki epli fyrir nokkurn pening, fyrsti bitinn varð að engu og grænu gleðinni var gefið nafnið Steini!

Appelsínurnar björguðu deginum

Örvæntið þó eigi - á rápi mínu um vinnuna fann ég þessa æðislegu skál af appelsínum og fékk mér, sem jafngildir, 1/2 appelsínu. Úff... ég var búin að steingleyma því hvað appelsínur eru æðislegar á bragðið. Sérstaklega nýkomnar út úr ísskáp!


Bananapönnsur með hnetusmjörs-súkkulaðisnúning

Jæja, mér tókst það! Kom afmælisdrengnum loks á óvart í morgun, þar sem ég klúðraði því í gær, með sjóðandi heitum afmælispönnsum við vakningu! Svaaakalega góðar verð ég að segja. Ef ég ætti pönnukökupönnu þá hefðu þær orðið rosalegar! Ég er alltaf svolítið hrifnari af þunnu pönnsunum, kannski af því mamma ofurpönnsa setti viðmiðið, en hinar eru alls ekki síðri kostur!

Bananapönnsur með hnetusmjörs - súkkulaðisnúning

Banana pönnsur með hnetusmjörs-súkkulaðisnúning1 og 1/4 bolli heilhveiti

1/2 tsk salt

2 tsk lyftiduft

1 tsk kanill

1 egg

1 tsk vanilludropar

1 msk hunang

1 og 3/4 bolli fjörmjólk

1 stappaður, mjög vel þroskaður, banani - má sleppa

Hnetusmjörs súkkulaðiblanda

2 msk hnetusmjör blandað saman við 2 msk eplamauk og 1 msk kakóduft.

Blanda þurru saman, svo blautu. Svo þurru og blautu. Ef þið viljið hafa deigið þynnra, þá er í góðu að bæta við meiri mjólk. Hnetusmjörsblönduna setti ég í lítinn poka sem ég klippti svo eitt hornið af. Auðveldara að skreyta pönnsurnar þannig. Hella deigi á heita pönnu og sprauta hnetusmjörs-súkkulaðiblöndunni strax á pönnukökuna. Þegar bubblur eru komnar í pönnsuna, og hún laus af pönnunni, snúdda henni við í smá stund.

Banana pönnsur með hnetusmjörs-súkkulaðisnúning

Svona líka flottar og fínar! Tölustafurinn 7 er líka afskaplega ánægður með útkomuna - hann er í miklum breikdans þarna á pönnsunni! Elvis bliknar í samanburði!

Banana pönnsur með hnetusmjörs-súkkulaðisnúning

Afmælis'hlaðborðið' þegar 'gamli' maðurinn reis úr rekkju!

Afmælis morgun hlaðborð. Bananapönnsur í aðalhlutverki!

Úr fókus, mjög ferskur, ný vaknaður (rauð augu og allt) og nokkuð kátur með supplæsið...

Afmælispaulsen og bananapönnukakan

...sumar pönnsurnar voru það líka!

Banana pönnsur með hnetusmjörs-súkkulaðisnúning

Ohh hvað þessar voru barasta fullkomnar. Meiriháttar góðar. Bæði bragðið og áferðin. Bananinn gerir þær líka mjúkar og djúsí. Palli er svakalega hrifinn. Ég á eftir að gera þessar mjög oft í náinni framtíð. Ég ætla svosum ekki að lofa þær neitt frekar - ég gæti það en þið verðið bara að trúa mér. Þær voru MEIRIHÁTTAR! Mmhmm...*pönnsugleði*

Hálf sofandi afmælisPáll og hálf kláruð afmælispönnsa

Til lukku með daginn þinn Palli minn! Grin Nú er það berjamó í Húsafelli!!


Sushi á morgun

Fyrir ykkur sem hafa áhuga, þá hef ég verið spurð svolítið að því hvort hægt sé að nálgast uppskriftir á einfaldan hátt. Ef þið smellið á litlu myndina af mér hérna til hliðar, efst í vinstra horni, þá eru þær nest á þeirri síðu. Eða þið getið barasta smellt hér.

Annars þá var morgunmaturinn gleðilegur. Prótein, skyr, grautur og múslí í Ellubolla ásamt ísköldu, mjög gómsætu, brakandi epli. Þetta var fullkomið "Ákkúrat" epli.

Gómsætur morgunverður

Hádegisplanið var sushi en sökum ofvinnu og bílahallæris var því frestað til morguns. Fékk mér því kotasælu, grænmeti og eitt grænmetisbuff í staðinn. Þeirri dýrð fylgdu tvær döðlur, og þurrkuð ferskja, fast á eftir.

Getur einhver sagt mér af hverju framleiðslu á Létt-Kotasælu var hætt? Ég myndi líklegast lifa á henni ef hún væri enn til!


Góður dagur...

...ég finn það á mér!

Alltaf ágætt að byrja daginn, eftir svaðalegt át, á einhverju léttu og ljúffengu. Gott fyrir líkamann og sálartetrið. Líka ágætt að borða létt og lúffengt sama dag og svaðalegt át er á matseðlinum. Þó aðallega svo pláss sé fyrir allt ljúfmetið sem fyrir höndm munni er, um kvöldið! Þetta var því hinn fullkomni hádegismatur. Skyr, prótein, múslí...

Skyr, GRS-5 prótein og múslí

...og ískalt brakandi epli.

Eðalepli

Einfalt, mettandi, átvaglið sátt og hlakkar mikið til kvöldsins!


Morgunmatur meistarans

Skyr, epli, banani, kanill, hörfræ

Það er ekkert jafn gott og að fá að borða nákvæmlega það sem hugurinn girnist þá sekúnduna. Ekki satt?

Af einhverjum dularfullum ástæðum þá hef ég ekki bitið í ávöxt í næstum 2 daga?!? Fékk ávaxta-craving aldarinnar í gær og gúllaði í mig 2 tonnum af vatnsmelónu, svona um það bil. Ég lét ekki þar við sitja og hrærði saman í morgunmatinn minn í dag. Hann var fullkominn!

200 gr. hrært Kea skyr, 1/2 niðurskorið - crunchy, íískalkt grænt og súrt epli, 1 tsk mulin hörfræ, kanill og 1/2 niðurskorinn, mjög vel þroskaður og sætur, banani.

Súrt skyr, súrt/sætt stökkt epli, mjúkur, karamellukenndur dísætur banani og kanill. Herre gud.. þetta var fullkomin blanda!


Notalegar stundir

Mikið er nú ljúft þegar góða veðrið ákveður að sýna sig um helgar. Þá geta allir, vinnandi og óvinnandi, notið þess. Eimitt það sem ég ætla að gera í dag eftir að ég hef klárað þessa skál af goodness.

Graskersmauk, prótein, kanill og múslí

Hræra saman:

1/2 bolla graskersmauki. Um það bil 122 grömm nú eða 1 dl. Gæti gefið ykkur fleiri mælieiningar, jafnvel á kínversku ef það er æskilegur kostur.

Skeið af GRS-5 vanillu próteini.

Kanil

Skreyta, toppa, gleðja með:

1 dl. sykurlausu múslí. Ég notaði 1/2 dl. grófa hafra og 1/2 dl. uppáhalds múslí með rúsínum og þurrkuðum banana.

 

Graskerið og próteinið verða eins og þykkur grautur, jafnvel eins og "pumpkin-pie" fylling með kanilnum, fyrir ykkur sem hafa smakkað slíka böku. Mjöög jákvætt fyrir deigætu eins og mig. Múslíið gefur svo hið langþráða crunch. Mjög gleðilegt. Ég er líka sérstaklega sátt við nýja próteinið mitt. Keypti það til prufu um daginn og það er að skora nokkur stig í próteinbókinni! Gott á bragðið og skemmtileg áferðin á því.

Ég þyrfti með einhverjum hætti að nálgast graskerið sem Öskubuska átti. Það myndi endast mér ríflega út árið 2010!


Graskers prótein pönnsa

Búin að vera með grasker á heilanum í nokkurn tíma. Rak augun í niðursoðið grasker í Hagkaup um daginn. Það kallaði á mig! Ég varð að kaupa það!

Niðursoðið grasker

Búin að hugsa mikið um hvað best sé að nota það í. Brauð, graut, lasagna, muffins, prótein pönnukökur... bjó til pönnukökuna í gærkvöldi fyrir viðbitið í dag! Ætla að móta graut um helgina, brauð í vikunni og vil endilega prófa mig áfram í lasagnagerð sem fyrst! Graskersmaukið er ekki ósvipað sætri kartöflu, hvað bragð og áferð varðar, og stútfullt af allskonar vítamínum og gleðilegheitum. Mjög fáar hitaeiningar, 40 he. í 122 grömmum. Ekki slæmt það!

Graskers prótein pönnsaGraskers prótein pönnsa

1,5 dl eggjahvítur (4 - 6 stk)

60 gr. grasker. Ætli það hafi ekki verið um það bil 1/2 dl?

1 msk hreint prótein

kanill, múskat, vanilludropar

Steikja á pönnu og versogúú!

Niðurstaða:

Vantaði meira af kryddunum, fann vel fyrir blessuðu graskerinu. Svolítið, jah... kornótt? Veit ekki hvort það hafi verið gott eða vont! Kláraði samt pönnsuna og síðasti bitinn var barasta fínn.

Hvað geri ég öðruvísi næst?

Nota minna af graskeri, 1 msk kannski. Krydda smá meira og sleppi jafnvel próteininu! Hella helming af blöndu á pönnuna fyrir þynnri pönnsu og borða með einhverju gúmmulaði inní! Skyr, jógúrt, ávöxtum...

Verður eitthvað næst?

Hætti ekki fyrr en pönnsan verður ofur!


Prótein pönnsa með banana, eplum, valhnetum og muldum hörfræjum

Aftur komin helgi og jú, aftur er það pönnsa. Ég var búin að gleyma því hvað mér þykja þessar pönnsur skemmtilegar. Kominn tími til að endurnýja kynnin! Ég var líka að kaupa mér eggjahvíturnar frá honum Garra - það verður því mikið um eggjakökur, pönnukökur og eggjahvítutengt át á næstunni!

Prótein pönnukaka með banana, heitum kanilstráðum eplum, valhnetum og hörfræjum

1,5 dl af eggjahvítum (4 - 6 stk)

1 msk hreint whey prótein

1 tappi vanilludropar

1 tsk, túmlega, kanill

1/2 banani, skorinn í sneiðar

Hræra allt saman nema bananasneiðarnar. Hita pönnu, spreyja pínkulítið af olíu á hana og leggja bananasneiðarnar á pönnuna.

Bananasneiðar að bíða eftir eggjahvítunum

Eftir það, hella eggjahvítunum yfir bananann.

Prótein pönnukaka með bananasneiðum og kanil

Ég er letipúki og hitaði eplasneiðarnar í örbylgjuofni þangað til mjúkar. Raðaði þeim þá á pönnukökuna og stráði kanil yfir. Yfir eplasneiðarnar fór svo 1 msk af muldum hörfræjum, 2 muldar valhnetur, möndluflögur og smá múslí.

Prótein pönnsa með banana, eplum, valhnetum og hörfræjum

Ég bjó svo til "sósu" úr 1 msk hreinu próteini og vatni. Dreifði henni yfir herlegheitin.

Prótein pönnsa með banana, eplum, valhnetum og hörfræjum

Pakka pönnsunni saman. Bananarnir verða æði þegar þeir eru steiktir svona. Eins og karamella!

Prótein pönnsa með banana, eplum, valhnetum og hörfræjum

Mmmmhmmm...

Prótein pönnsa með banana, eplum, valhnetum og hörfræjum

Kanill og epli klikka aldrei! Eplapie í morgunmat!

Prótein pönnsa með banana, eplum, valhnetum og hörfræjum

Stelpukvöld í kvöld! Systir mín kær kemur til mín á eftir og við ætlum að nýta tímann vel! Góna á 'stelpumyndir', borða góðan mat og kjafta á okkur gat!


Prótein pönnukaka með banana og möndlusmjöri

Þar sem mín hreyfing felst aðallega í því að lyfta þá borða ég svolítið mikið af próteinríkum mat til að viðhalda vöðvavef og reyna að stækka hann. Ég vil taka það fram að það er ekki nauðsynlegt að borða próteinkyns, hvað þá 20 gr. + af próteini, með hverri einustu máltíð 'nema' þú sért í sömu pælingum, nú, eða þér þyki próteinríkur matur afskaplega bragðgóður. Það er að sjálfsögðu ágætt að fá sér nart úr hverjum fæðuflokki í öllum máltíðum dagsins en almáttugur, það er ekkert til að missa svefn yfir. Sérstaklega ef þú ert að spá í því að umturna matarræðinu.

Fyrir mér, persónulega, snýst þetta frekar um að borða hollan og góðan mat. Lítið unninn með eins fáum viðbættum aukaefnum og kostur er á. Eggjahvítur, hnetur, baunir, fræ, fiskur, kjúklingur, korn... og svo margt fleira eru góðir kostir þegar kemur að prótein hugleiðingum og bara það, að fá sér ferskt salat með t.d. hummus eða guacamole, baunum, quinoa og einhverri góðri dressingu er frábært í hádegismatinn. Það þarf ekki alltaf að vera kjúklingur, kjöt eða duft til að uppfylla einhvern próteinskammt!

Hinsvegar, þá er það mjög auðvelt fyrir mig að nota próteinduft því jú, það hentar, það er fljótlegt og mér þykir það ekki alslæmt. Þar af leiðandi bjó ég mér til prótein kanil pönnsu í gær sem ég tók svo með mér í vinnuna í dag. 'Prótein pönnukaka' því jú, eggjahvíturnar innihalda prótein ásamt duftinu.

Prótein pönnukaka með bananasneiðum og heimagerðu möndlusmjöri

1,5 dl eggjahvítur (um það bil 4 - 6), tappi vanilludropar, 1 msk próteinduft og slatti kanill hrært saman og gúmslað á pönnu þangað til reddí. Ég nota ekki meira prótein en þetta því ef ég set of mikið verður pönnsan eins og skósóli og ef ég nota ekkert þá er þetta barasta eggjakaka ... gullinn millivegur! Þeir sem ekki nota prótein gætu t.d. sett mulda hafra í staðinn eða búið sér til crepe!

Prótein pönnukaka með kanil og vannillu

Ég raðaði bananasneiðum á pönnukökuna, pínku múslí fyrir crunch og nokkrum rúslum og toppaði með 1 msk. heimagerðu möndlusmjöri!

Prótein pönnukaka með bananasneiðum, múslí og möndlusmjöri

Möndlusmjörið er geggjað! 300 gr. möndlur, 1 msk kanill og 1 msk hunangi blandað saman, ristað í ofni og hakkað í spað! Ótrúlega bragðgóður skammtur! Geri þetta pottþétt aftur. 

Heimagert möndlusmjör

Pönnukökunni rúllaði ég svo upp. Miklu skemmtilegra að borða hana þannig!

Prótein pönnukaka með bananasneiðum, múslí og möndlusmjöri

Þegar pönnsunni er rúllað upp, með öllu namminu inní, þá kremjast bananasneiðar og múslí saman með hnetusmjörinu. Úghh það er svo syndsamlega gott að bíta í hnetusmjör og rúslur inn á milli!

Prótein pönnukaka með bananasneiðum, múslí og möndlusmjöri

Pönnukakan inniheldur um 130 hitaeiningar og 27 gr. af próteini. Með banana og hnetusmjöri skúbbast hitaeiningarnar upp í 320, um það bil, að viðbættum 20 gr. af kolvetnum úr banananum og hollri fitu úr möndlusmjörinu og eggjahvítunum. Geggjað! Ef þú vilt, þá er hægt að setja hafragraut inn í pönnsuna líka, svo banana og eitthvað meira gúmmulaði! Það er mjöög gott!

Prótein pönnukaka með bananasneiðum, múslí og möndlusmjöri

Þegar þetta er borðað er eins og maður sé að svindla! En hey, aldeilis ekki! Pönnukakan er bara samsett úr eggjahvítum og próteini! Svona veisla væri líka fullkomin sem viðbit í eftirmidaginn. Hita t.d. epli í örbylgju, strá yfir með kanil og raða á pönnsuna eða nota ber, ávexti, kotasælu.... mmmm!


Morgunmatur á Klettabrekku

Þar sem ég er svo mikill próteinisti þá á ég alltaf nokkra tilbúna 'skammta' inn í skáp heima. Ég hljóma nú pínkulítið eins og sjúklingur, en það er ágætt að eiga svona tilbúið fyrir t.d. vinnu og slíkt. Skammtana góðu geymi ég í litlum lokuðum plastílátum.

Pr�teini� g��a � plast�l�ti

Sem brosa á móti mér þegar ég teygi mig í þau. Elska þessi box!

Pr�teini� g��a � brosboxi

Ég greip nokkur með mér áður en í Hafnarför var haldið. Fékk mér því eftirfarandi í morgunmat.

Undanrenna, prótein og kanill með eplum, súrmjólk og múslí

Prótein blandað saman með Undanrennu og kanil. Skar mér niður epli, blandaði því við og dreifði yfir dýrðina múslí og smá súrmjólk í svona líka fínni skál!

Ofur f�n Hornafjar�arsk�l

Ég get samt alls ekki blandað mjólk eða vatni, svona þykkt, saman við prótein, eingöngu, nema próteinið sé bragðgott og ekki væmið! Annað epli fylgdi svo átinu, með kanil að sjálfsögðu, og pínku meira múslí! Mjög gleðilegt start á fínum degi.

Kanilstr�� epli me� s�rmj�lk og m�sl�


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband