Færsluflokkur: Morgunmatur
10.3.2010 | 08:24
Hafrar hafsins
Ohh svo dramatískur titill!
Hmmmm? Af hverju ekki? Ég meina... það var jú couscous í réttinum í gær! Couscous - hafrar - couscous.... hafrar!
Jebb! Afgangar nýttir til hins ýtrasta!
Gott start mín kæru... ekkert nema goooott start! Nohm!
Best að taka rækjurnar úr frystinum!
Morgunmatur | Breytt 24.9.2010 kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2010 | 18:19
Sæll gamli vin
Skyr! Jasoh! Ansi langt síðan ég bragðaði á slíku!
Skyr, epli, haframúslí og smá hnetusmjör í skeiðina. Þetta var bara gleðilegt!
Leyfði slettu af bláberjaskyri að fylgja með upp á grínið!
Leitdagur með meiru! Stórkostlega gott!
Morgunmatur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.2.2010 | 11:58
Súrt er gott - en ekki alltaf
Alveg magnað hvað sprungin bláber geta gefið í skyn að einhverju blóðheitu hafi verið slátrað á staðnum!
Mikið hlakkaði ég samt til þess að bíta í kjúllann minn í hádeginu! Ég var búin að hugsa um hann frá því í blóðbaðinu í morgun. Ég safnaði sman á disk ágætis hrúgu af gumsi í vinnunni! Kjúllinn dansaði úr boxinu ofan á grænmetisfjallið og góðum bita komið fallega fyrir á gaffli þegar....
....BLAAARRRRRRHHHHHGGGGG! Kjúllabitanum var skyrpt með stæl langleiðina yfir matsalinn með tilhlaupi, smá snúning og tilheyrandi kokhljóðum. Hænan var súrari en amma andskotans! Fiðurféð ekki hamingjusamt í hádeginu, mér til mikillar sorgar. Próteinleitarinn fór snarlega af stað og hættuástandinu aflýst. Ég náði að redd'essu!
Njótið dagsins
Morgunmatur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2010 | 11:05
Svabban með í ræktina
Litla dýrið hún systir mín ætlar að taka nokkur vel valin spor með mér eftir vinnu. Þetta verður forvitnilegt.. síðast þegar hún kom með mér þá leið svo duglega yfir hana að hún varð græn í framan! Gaman að því
Morgunmatur samastóð af Scitecinu mínu og soðnum hafragraut.
Venjulegur grautur -> hafrar, vatn, örbylgja - próteini bætt út í eftirá ásamt bláberjum og að sjálfsögðu hrært duglega saman við. Set alltaf aðeins meira af vatni en þarf þegar ég bæti próteini út í grautinn. Próteinið þarf vatnið til að blandast, annars breytist grauturinn þinn í múrstein! Nema þér þyki múrsteinar góðir - sitt sýnist hverjum svosum
Þessu dúndraði ég svo inn í ísskáp á meðan ég fór í sturtu og smjattaði á með góðri samvisku, yfir fréttunum, eftir sérdeilis dásamlegt sturtubað!
Næsti bær við það að fá sér súkkulaði muffins í morgunmat! Þetta er bara gott.
Morgunmatur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
21.12.2009 | 09:42
Af hverju ertu svona blá?
Bláber og aftur bláber. Bláber eru æði! Hinsvegar, ó já, þegar bláber komast í snertingu við eggjahvítur gerist eitthvað stórkostlega hræðilegt. Eggjahvítan listast blá/grá/græn og ætla mætti að kviknað væri óæskilegt líf í henni. En... þegar viteskjan að baki litum er augljós þá hættir maður sér út í það að gæða sér á dýrinu. Ég ef einusinni vaknað upp við hræðileg óhljóð í Mister Paulsen þegar hann hefur skúbbast framúr á undan mér til að grípa sér morgunmatsét "WHAAHAAAAA....ELÍN... OHHJ.. HVAÐ ER ÞETTA? ÞAÐ ER DÁIÐ!!!"! Svona talar maður ekki um góða ísskápsgrauta - onei!
Intro formlega yfirstaðið!
Með kókos Capella bragðdropunum mínum skelti ég eggjahvítum, höfrum og vatni í skál og leyfði örbylgjunni að sjá um rest. Grauturinn lítur nú afskaplega sakleysislega út svona hvítur og fínn!
Þarnæst mættu bláberin á svæðið. Bíðandi eftir því að breyta grautnum í Franken-graut.
Svona lit hefði maður ætlað að gumsið myndi taka en...
...raunin er önnur! Ljóti liturinn á mat! Að minnsta kosti grautarmat!
Samt svolítið flottir litir. Dökk fjólublárautt-blá-grátt-hvítt! Þetta var góður grautur. Kókos og bláber eru snilldin einar.
Skálin tvískipt. Rautt í botn, blátt í topp - frá náttúrunnar hendi! Nú.. eða minnar!
Jólaskúbb byrjað. Rölt í bæinn, heimsóknir og matarræði hreint og beint þangað til 24. desember klukkan 18:00! Eða 17:00... það má!
Morgunmatur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.12.2009 | 11:19
Jólafrí
Þá er komið að því. Eftir daginn í dag er ungfrúin komin í sumarjólafrí til 14. janúar hvorki meira né minna. Ég get ekki beðið - í morgun, þegar ég vaknaði, var ég ótrúlega spennt. Allt í einu! *íííískr*
Fór annars á Unique að gera mig "fína" eftir brennslu í morgun. Jólafínísering. Betra að líta ekki út eins og the Grinch yfir hátíðarnar - fengi samt örugglega fullt af vinnu út á það! Lit og plokk - jú, ég dekra stundum við sjálfa mig. Ef ég geri þetta sjálf lít ég út eins og málverk eftir Picasso - kannski ekki ákjósanlegt, en aftur, gæti verið tekjugefandi. Skúbbaði því Scitec próteininu mínu í eðal plastbox ásamt höfrum og fyllti af vatni. Allt innan veggja bílsins, með Palla driver, á leiðinni í tiltektina á sjálfri mér.
Ef þið hafið einhverntíman útbúið ykkur súkkulaði hafragums. Hafrar, kakó, smjör/mjólk - þá var þetta nákvæmlega eins. Palli smakkaði og fylltist gleði. Svona hafragums eru samt aldrei gleðileg á að líta. Held ég hafi ekki hitt eitt súkkulaði hafragums sem er "girnó" við fyrstu sýn.
Svolítið jólaleg umferðin ekki satt? Gæti líka verið jólaglimmerið að tala, sem hratt og örrugglega er að fylla upp sálina og andann.
Annars varð ég vitni að svo hræðilegu slysi á Hafnarfjarðarveginum áðan. Undir brúnni við Arnarnesið. Ég er hálf eftir mig eftir þetta! Það er kannski ekki viðeigandi að segja frá þessu hér, ég veit það ekki. Hugsa með hlýhug og styrk til fórnarlamba aðstæðna og skyldmenna. Verið því góð við hvort annað og njótið þess að vera til. Hugsið vandlega um það sem þið eigið, ekki hugsa um það sem þið eigið ekki - það tekur því ekki - og verið ánægð með lífið. Ykkar nánustu eru númer 1, 2 og 3.
Elsku bestu passið ykkur í og á umferðinni og farið varlega.
Jólameyr - jólameyr eins og mjúkt smjör.
Morgunmatur | Breytt 24.9.2010 kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2009 | 08:40
Kvöldmatur í morgunmat?
Palli fékk í gær eftirfarandi jólagjöf frá vinnunni sinni.
Henni var fallega komið fyrir inn í ísskáp, eins og vera ber. Þetta væri ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að þegar kvendið vaknaði í morgun og kjammsaði á fyrsta bita af ísskápsgrautnum sínum, þá bragðaðist hann eins og hamborgarhryggur! Ég stökk hæð mína í loft upp og tók massívan tryllingsdans - ég mun aldrei bíða þess bætur! Þvílíkt og annað eins hryllingsgums hef ég ekki sett inn fyrir mínar varir síðan ég beit í ónýtu rækjuna á Eiðum '68! Á skálina var úðað wd40, henni haldið frá með krossi og særingamaður fenginn á staðinn med det samme!
Þegar búist er við því að bíta í nokkuð sætan, kanil og jarðaberjagraut þá er reykbragð ekki málið.
Pakki númer fjögur. Þetta á vel við.... þetta er gleðilegt dagatal!
Jólavinnudagatal: INNI
Hamborgarhryggsgrautur: ÚTI ... svo langt úti að það sést ekki punktur sjóndeildarhringnum!
Morgunmatur | Breytt 24.9.2010 kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.12.2009 | 09:41
Grjónagrautur
Oh þeir eru svo góðir. Mikil nostalgíu tilfinning sem blússar upp í hvert skipti sem ég borða eða finn lykt af slíku góðgæti. Reyndar hafa grautar með grjónum spilað mikið hlutverk í mínu lífi. Þegar ég var yngri var að sjálfsögðu grjónagrauturinn með kanilsykri oft á boðstólnum ásamt sago graut. Slíkt gleðimall hef ég reyndar ekki borðað í ansi langan tíma. Sago það er. Þyrfti að endurnýja kynnin við tækifæri. Yndislega fín áferð. Annars er grautur númer 1, 2 og 150 jólagrauturinn. Ris a la mande, stytt rísalamand eða rísó! Jólin eru ekki jól án hans. Einusinn á ári er þessi dýrð útbúin og þegar átið byrjar er þögn í húsinu í um það bil 5 mínútur. Einstaka "mmmm", "kjamms", "nohm" heyrist og svo er farin önnur ferð. Rjómakenndur, sætur vanillugrautur með grjónum sem poppa þegar bitið er í þau. (22 dagar).
En jæja. Innganginum að þessu blessaða bloggi voru gerð ágæt skil enda var svo gott sem grjónó í morgunmat. Seinni... morgunmat. Vanillu prótein, vanilló, smá salti og kanil blandað mjög þykkt með vatni eða mjólk. Kannski 1 - 2 msk af vökva. Út í herlegheitin fara svo hýðis- eða brún grjón og gumsinu hrært saman þannig að próteinið rétt þekji grjónin. Hér væri líka hægt að nota bygg, sago, hreint kúsús.... Kanil stráð yfir og inn í ísskáp, nú eða örbylgju, og borðað. Borðað eins og enginn væri morgundagurinn.
Þetta er svo gott og minnir mann svo heiftarlega á grjónagraut! Líka hægt að nota kotasælu í staðinn fyrir prótein. Nostalgíu snarl.
Svo er það pakki númer tvö.
Heilræði dagsins og tyggjókúla! Næstum eins og að fá dót í skóinn.
Ætla svo að fara eftir vinnu með fata- og matarpakka til fjölskylduhjálpar. Fékk vondan sting í hjartað þegar ég sá þessa frétt í gær. Lítið framlag + lítið framlag = ekki lengur lítið.
Ég vona að þið njótið þess að vera til í dag mín kæru og hafið það notalegt í kvöld.
Morgunmatur | Breytt 24.9.2010 kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
4.10.2009 | 11:35
Aftur á sporið
Góður sunnudagsmorgunn! Gærdagurinn var alls ekki slæmur heldur. Tiltekt, húsgagnatilfærslur, kökudeigsís og almennt sykurát. Það sem mér þykir best, eftir sykurveislur, er að koma sjálfri mér strax aftur í gírinn daginn eftir og hugsa til sykurvímunnar með bros á vör. Þó svo "óhollustuát" sé.. jah... afskaplega óhollt, þá er það bara stundum svo svaðalega hressandi fyrir sálartetrið. Sérstaklega ef maður heldur sig á mottunni alla hina daga vikunnar. Átfiestur gera mig amk staðfastari í að betrumbæta sjálfa mig, í æfingum og 'hollustu' áti, í vikunni á eftir. Jebb, afréttari morgunsins var því weetabix blandað saman við prótein, (GRS5) blá- og jarðaber. Weetabixið verður voðalega svipað og grautur þegar það kemst í tæri við vökva og ef nógu lítið er af vökva þá helst það aðeins stökkt. Svolítið gaman að borða það.
Til gamans má geta að weetabix og cheerios innihalda lægst hlutfall sykurs, m.v. 100 gr., samanborið við aðrar morgunkornstegundir sem við þekkjum hér á Íslandinu. Meira að segja tegundirnar sem maður hefði haldið að væru "í lagi" eru stútfullar af sykri. Vænlegast til vinnings er því að halda sig við hafrana mín kæru, þeir eru flottastir!
Best að fara á stúfana og finna húsgögn á kreppuverði! Eftir tilfærslur gærdagsins tel ég nauðsynlegt að fylla upp í nokkrar holur - rétt aðeins til að minnka bergmálið í Gúmmulaðihellinum!
Morgunmatur | Breytt 24.9.2010 kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2009 | 11:43
Nýtt rúm
Það held ég nú. Nýtt rúm væntanlegt í hús í dag. Mikið verður gleðilegt að þurfa ekki að sofa á dýnu sem skilur eftir sig gormafar í andlitinu á manni. Hressandi!
Vaknaði í miklu letikasti en hrökklaðist af stað í ræktina - 30 mínútum, 5 km., og eldrauðu fési seinna mætti ég í Gúmmulaðihellinn og bjó til...
...banana ís! Pimpaði upp á ísinn með 50 gr. skyri, 1 skeið GRS-5 og 1 dl. hafra- og hnetumúsli. Svo, af því að það er nú laugardagur, skreytti ég gumsið mitt með þeystirjóma og súkkulaði- og butterscotch bitum.
Blandan verður eins og þykkur búðingur og próteinið gefur vanillubragð sem skilar sér í karamellufílíng! Ekkert nema gleði!
Mmmmm... næstum eins og ís! En bara næstum.
Ég sé nýtt rúm, bragðaref og jafnvel smá Nóa Kropp í minni nánustu framtíð! Ójá!
Morgunmatur | Breytt 24.9.2010 kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)