Afmælisátvagl

Þetta telst til stórtíðinda! Ekki af því að afmælið er gengi í garð, þau hafa hér með talið 26 skipti, heldur af því að veðrið er stórkostlegt og faðir minn kær er kominn heim!

4. febrúar + gott veður + pabbi heima = sjaldgæft! Vont veður, út af fyrir sig, er tíður gestur á þessum annars ágæta degi en það að pabbi sé í landi er með eindæmum gleðilegt. Annað skipti síðan átvaglið fæddist! Allt er þegar 26 er!

Afmælisátvaglspabbi

Fann annars nokkuð skemmtilega afmælisveðursfærslu sem ég skrifaði fyrir 100 árum á gamla blogginu mínu sem var með töluvert öðru móti en þessi ágætu skrif. Sælla minninga.

Skaust svo út í bakarí, jebb - bakarí! Ég hef ekki verlsað gums í bakaríi í rúm tvö ár! Afmælisgums með meiru og nei elskurnar mína, ég bakaði ekki baun sjálf! Cool

Allrahanda

Snickersterta

 

 

 

 

 

 

Rúsínuofurkaka

Ohhhh vínarbrauð klikkar aldrei

 

 

 

 

 

 

Hummus og sólkjarnaInnvolsi ofurköku 

 

 

 

 

 

Svo kom Gauja askvaðandi með klaka og kram. Þetta varð mikil veisla - Fríða hélt upp á þetta með stórskemmtilegum klaka. Segjum ekki meira um það!

Klakar bættust í hópinnUpp upp í loft 

 

 

 

 

 

Mér hefur enn ekki áskotnast afmælisbóla! Vonum að hún haldi sig fjarri!

Mikið er nú hressandi að rifja upp gamla tíma - gaman að þessu!


Ég sé rautt

Ykkur hlýtur bara að langa í kjöt þegar þið sjáið þetta! Það kemur einfaldlega ekkert annað til greina...

Eðal... roastbeef

Ohmygod!

'Oguð

Come to mama!

Einum of gott kjet

...nema þið séuð grænmetisætur! Þá skil ég kjötleysið mætavel!

Cool


Það var þá að janúar mætti á svæðið

Ég get svo svarið það - ég held að glirnurnar hafi kristallast á labbinu inn í ræktarhús í morgun! 

Túnfiskur í hádeginu. Mikið óskaplega getur það vera grautleiðinlegt að borða þennan blessaða fisk allsberan, beint uppúr dollunni! Ég saltaði því dýrið, pipraði smá - sletta af hot sauce og voila! Andaði herlegheitunum að mér með vinnugrænmeti og gleði í hjarta!

Vinnutúnfsikur og afurðir í stíl

Haldið þið svo ekki að ég hafi gleymt möndlunum mínum heima! Greyin, aleinar og óétnar! Neyðin kennir möndlulausu átvagli þó að redda sér og ég stalst í nokkrar ekta fínar jarðhnetur í vinnunni!

Vinnunasl 

Ég hef sagt það áður og segi það enn! Hnetur eru ekkert nema dásemdin einar!


Súrt er gott - en ekki alltaf

Alveg magnað hvað sprungin bláber geta gefið í skyn að einhverju blóðheitu hafi verið slátrað á staðnum!

Eggjahvítur og bláberjagums

Bláberjaslátrun

Mikið hlakkaði ég samt til þess að bíta í kjúllann minn í hádeginu! Ég var búin að hugsa um hann frá því í blóðbaðinu í morgun. Ég safnaði sman á disk ágætis hrúgu af gumsi í vinnunni! Kjúllinn dansaði úr boxinu ofan á grænmetisfjallið og góðum bita komið fallega fyrir á gaffli þegar....

Súrt kjúllakvikindi

....BLAAARRRRRRHHHHHGGGGG! Kjúllabitanum var skyrpt með stæl langleiðina yfir matsalinn með tilhlaupi, smá snúning og tilheyrandi kokhljóðum. Hænan var súrari en amma andskotans! Fiðurféð ekki hamingjusamt í hádeginu, mér til mikillar sorgar. Próteinleitarinn fór snarlega af stað og hættuástandinu aflýst. Ég náði að redd'essu!

eggmusar

Njótið dagsins Joyful


Allt og ekki neitt

Skírn, leti, útvarpsviðtal og matur þess á milli! Þið verðið að afsaka blogghallæri síðustu daga - það er svo assgoti mikið rót á átvaglinu þessa stundina!

En hvað er búið að gerast? Hvað er nýtt í fréttum? Hverjir fengu sér afgangs brúðartertu? Pönnsur framleiddar á mánudegi? Borðaði einhver eggjahvíturnar mínar? Súkkulaðið búið?

Ernan mín skírði litla kút á laugardaginn síðasta. Lárus Jensson Blöndal - afskaplega virðulegt og fallegt nafn.

Lárus Jensson Blöndal

Hún skírði í höfuðið á pabba sínum, afanum til einskærrar hamingju og gleði. Mér þykir sá siður afskaplega góður og fallegur. Yndisleg athöfn haldin í heimahúsi og litli herramaðurinn eins og hugur manns allan tímann. Ég mætti galvösk um morguninn til að aðsoða við snittuskreytingar, laxaskurð og kökumall.

Heimagrafinn laxPönnsur í bígerð

 

 

 

 

 

 

 

Svaðaleg maregnstertaÉg skal þrífa þetta!!!

 

 

 

 

 

 

 

Það má með sanni segja að veisluborðið hafi verið stórglæsilegt!

Glæsilegt skírnarhlaðborð

Náði reyndar ekki mynd af skírnatertunni sökum myndavélarþreytu!

Svakaleg rækju/krabbakjötsbrauðtertaSvakalega vel skorinn lax á þessum snittum!

 

 

 

 

 

 

Rice crispies kransakakan sem féll samanÞetta er svaðalegasta rjóma-maregnskaramellukaka í heimi

 

 

 

 

 

 

Enn annað listaverk - og gott... gott listaverkHamingjan sem ríkir á þessu borði er ólýsanleg

 

 

 

 

 

 

Á sunnudeginum brunaði átvaglið svo í viðtal - ójá - grautarviðtal á Kananum! Við skulum bara segja að það hafi verið mjög áhugavert og láta þar við sitja! Grin

Geir Ólafs og Eiríkur Jónsson

Tæknó

Geir Ólafs er samt sem áður velkominn hvenær sem er í graut til átvaglsins! Ég á gumsið til á lager!

Hádegismaturinn í dag var með eindæmum gleðilegur! Fiskur, grænmeti og grjón og mikið svakalega var fiskurinn vel heppnaður! Ohhh... það er svo gígantískt hamingjukastið sem undirrituð fær þegar bitið er í góðan fisk! Diskurinn líka afskaplega fríður - það verður bara að segjast!

Eðalfiskur og grjón í stíl

Eftir æfingu gleypti ég ómyndað súkk og kók og núna - ákkúrat..... núúúna er ég að japla á þessum dýrindis kjúlla, grænmeti og jújú, ómyndaðar möndlur í eftirrétt!

Bygg, brokkolí og sætar kartöflurÁsamt kjúlla

 

 

 

 

 

 

 

Þrír dagar í stuttu og laggóðu! Njótið kvöldsins snúðarnir mínir!


Spá í grautarskálar?

Það er hægt að spá í kaffibolla! Það hlýtur að vera hægt að spá í grautarskálar!

Svona líka fín

Skálarnar mína líta alltaf út eins og listaverk að áti loknu!

Þetta hjarta til dæmis, það bara... var þarna! Skil ekkert í þessu!

Þið getið líka séð hvoru megin í skálinni bláberin voru geymd.

Ofurfín grautarskál

Hjarta'? Hvaðan kom það..

 

 

 

 

 

Nánast sleiktAllt að gerast

 

 

 

 

 

 

 

Brennsla að baki og.. jah.. grautur. Góður dagur framundan. Erna er að fara að skíra litla snúð!


Er það spennó?

Fiskur...

Laxagleði

...tómatar...

glæsilega fínir

...möndlur...

Ristaðar möndlur með kanil og smá salti

...urðu að nákvæmlega ekki neinu sérstöku! Ég meira að segja endurnýtti möndlumyndina sökum leti og einskærrar græðgi. Ég borðaði þetta allt í sitthvoru lagi og allt þjónaði þetta gríðarlega mikilvægum tilgangi!

Að friða átvaglið!

Það svínvirkaði!

Svar við fyrirsögn: Onei! Ekki þennan föstudaginn! Cool


Hafragrautsdrottning

Hvorki meira né minna! Hafragrautarhetjan og allt þar á milli! Það er ekkert verið að skafa af hlutunum! Takið svo eftir því að kisinn og Kitchen Aidin eru eins á litinn! Best að hafa allt í stíl!

Og bara svo þið vitið það - þá get ég látið hluti svífa með hugarorkunni einnisaman!

Hafragrautarhetjan

Eftir æfingu hleðslusnarl! Byrjaði á því að rista mér beyglu og hræra í búðing.

Eftiræfingu beygla og prótein

Beit í beygluna, var á smá hraðferð - horfði svo á skálina. Ætti ég eða ætti ég ekki? Aftur á beygluna og svo aftur á skálina þangað til beyglan endaði, ganske pent, með höfuðið á undan ofan í búðinginn - það er, ef beyglur eru með höfuð!

nohm

Eftir þann bita var ekki aftur snúið! Ég gúmslaði búðingnum yfir gleðina og smjattaði græðgislega á. Svava hrópaðir uppyfirsig "Ellaaaa... neiiiiiiiii"! Ég hlustaði ekki! Þetta var eins og að borða Nutella á góðum degi! Nut-ella.. en viðeigandi!

12

 

 

 

 

 

 

Síðasti bitinn notaður mjög vandlega! Jújú, ég er enn í æfingahönskunum!

Last... melon...

Átti smá eftir af próteinhamingjunni þegar beygluát var yfirstaðið! Stórkostlegt alveghreint!

Hello my darling

Hér kemur svo dýrið sem ákvað að sofna frá mér í dag! Ofnotkun í besta falli - aumingjans greyið! Orðin þreytt á sál og linsu! Kannski meira hungruð eins og eigandinn.

Þreyta

Koma svo þið hafragrautssnillingar! Ég veit þið eruð þarna einhverstaðar! Stofnið blogg, það er gaman ég lofa, og náum heimsyfirráðum fyrir árið 2011!!!

Hver vill vera memm!!!?!?


Séð og heyrt á hleðsludegi

Haldið þið ekki að átvaglið og hafragrautarnir hafi birst í Séð og heyrt í dag! Skemmtilegt nokk!

Hleðsludagur í dag! Kolvetni gleypt eins og enginn sé morgundagurinn! Risaskál af einum einföldum hömsuð í morgun. Hádegismatur samanstóð af kjúklinga baguette með hot sauce og grænmeti. Myndavélin mín kær missti vit og rænu áður en ég náði mynd af ofurlanglokunni fullunninni - en trúið mér elskurnar, hún var svaðaleg.

Tex mex súpa og kjúlli reiðubúinn i samloku

Tex mex súpan var góð en ég fékk mér bara smakk. Notaði pínkulítið af henni sem "sósu" á langlokukvikindið ásamt hot sauce og grænmeti. Kannski 1 - 2 msk.

Sósaður kjúlli

Hotness 

 

 

 

 

 

Gott gott ét! Æfing á eftir. Fætur munu gráta og grettur taka völdin.

Annars er ég alveg að komast í "búum til eitthvað" nýtt gírinn eftir jólatörnina. Ég sé fyrir mér allskonar bökunardót og bakkelsi ásamt ofurgrautum og girnilegum kvöldmat hinumegin við hæðina.

Hvað sagði Tarzan þegar hann sá fílana koma yfir hæðina með sólgleraugu?

-Ekki neitt, hann þekkti þá ekki!

 

Já ég veit... þetta var stórkostlegur brandari!


Allt samkvæmt plani

Já þaaað er breeeennsludaaagur í dag! (syngist eins og Daloon lagið)

Ég brenn og brenn og brenn svo upp til agna, ef það er þá til! Erna er að fara að skíra litla snúðinn sinn á laugardaginn. Mánuður - það er rúmlega mánuður síðan krílið fæddis og rétt rúmlega mánuður síðan jólin gengu í garð! Það verður komið sumar áður við vitum af!! Það er stórkostlegt!!

Nú er sumarfílingurinn tekinn við! Jólin að baki og ég get ekki beðið eftir grænu grasi, sól, blómum, sumarkvöldum... Get svo svarið fyrir það. Öfgar í allar áttir hvað árstíðir og óviðráðanlega kippi af tilhlökkun varðar. En það er ekkert nema skemmtilegt.

Vinnukjúlli síðan í gær og grænmeti. Ekkert klikk á kjúllanum og skrokkurinn með eindæmum kátur að fá grænmeti aftur í systemið.

Kjúlli og grönsagerEftirréttur dagsins... samkvæmt plani í þetta skiptið... og bragðgóður!

Möndlurnar mínarMy prrecious 

 

 

 

 

 

Sjáið svo hvað ég fann!

Radísur

Radísur!! Ég hef ekki bitið í radísu í langan, langan tíma. Þetta var einstaklega gleðilegt söpplæs fyrir nostalgíuna!

Hvað kvöldmat varðar er ég bara ekki viss! Roastbeef er ansi ofarlega á græðgispúkalista - ansi ofarlega mín kæru.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband