Einfaldur + BioBú

Einn einfaldari en allt einfalt.

  1. Hafrar
  2. Vatn
  3. Heslihnetu torani
  4. Örbylgja
  5. Salt
  6. 1 - 2 eggjahvítur
  7. Hræra
  8. Blá.. berja?
  9. Skyra
  10. Voila!

Gull glimrandi fallegt ekki satt?

Klassískur með 2 eggjahvítum, bláberjum og skyri

Karamelló með bláberjum og skyri

Torani + salt gera karamellueffekt sem ég er orðin hættulega háð, hvað grautarmall varðar. Skuggalega gott. Eggjahvíturnar eldast um leið og þú byrjar að hræra þeim við sjóðandi heitan grautinn svo það er óþarfi að örbylgja á nýjan leik. Bláberja dýrið, frosin í þessu tilfelli, og bera fram í skál til heiðurs aspassins míns.

Glæsilega fín

Keypti Bio-Bú skyrið í gær til prufu.

Bio bú

Það bragðaðist eins og skyr.

Magnað... ekki satt?

Eina sem gæti mögulega skilið að er áferðin. Bio-Bú er mun mýkra og rjómakenndara en hreint KEA. Ekki neikvætt í mínum kladda. Ekki svo jákvætt að ég skipti úr KEA. Svipar mjög til Grískrar jógúrtar. Væri geðveikt að taka væna gommu og blanda út í graut. En ekki núna.

Neibb.

Karamellugrautargræðgin var einum of yfirgripsmikil í morgunsárið til að leifa nokkur hliðarskref eða steppdans á hafragrautslínunni.

Stundum langar manni bara í pylsu með tómat og steiktum, jú nó!

Biobú og karamelló

Þetta var ein... góð.. grautarskál!

Eða... þið vitið. Innihaldið.

Hef ekki lagt í að éta skálarnar ennþá.

fyrsta smakk

Mikil var þó jákvæðnin sem gekk á í þessu áti.

Þó það sjáist ekki á myndunum þá var ég svo hund helvíti jákvæð að ég hefði getað kveikt á ljósaperu með hugará(t)standinu einu saman.

HRÆRA

Karamelló með bláberjum og skyri

Ok... allt í lagi.

Orðum, lýsingum, aðferðum.. ofaukið. Ég virðukenni það.

Karamelló með bláberjum og skyri

Ég hefði kannski ekki getað kveikt á ljósaperu...  en kerti, já.

Allt tekur þó enda. Grautar eru því miður ekki undanskildir í þeim efnum.

búinn

Frown

IMG_4074

Fékk nýtt Karvelio plan í gær.

Ég veit hverjum hann hefur viljað hefna sín á þegar hann setti þessar æfingar saman, en hann tekur það svo sannarlega út á mér!

Hahh!! Ég get ekki beeðið með að byrja á þessum mánuði!!! Mjööög djúsí æfingar. Cool


Ofurmamma og allrahanda fjas

Uss, tók Karvelio sprettina í morgun.

Alveg með eindæmum hvað ég ætla ekki að ná því að halda síðusta metrana almennilega út! Fer gífurlega í pirrurnar á undirritaðri! Það skal því lagað!

Móðir mín kær kom svo í heimsókn í gærkveldi, færandi hendi, og gaf átvaglinu, jább, gaf... átvaglinu

*trommusláttur*

OMG... HIHIHIHI

Þessar pönnur eru svo yndislega æðislegar. Geggjað! Verður vígð við fyrsta tækifæri. Einhver gúmmulaðilegur ofurbaunaréttur....

Banni og nanni

og RYKBANA!

RYKBANINN

Sem fer svona líka fullkomlega vel inn í allrahandaskápnum!

Hafið þið einhverntíman séð svona krúttaralegt tæki? Í alvöru? Verið hreinskilin!

Held ég nefni þessa snúllu Lúlú. Því, þið vitið, öll tæki þurfa að heita eitthvað. Þannig er regla númer 374. Og þessi er bara svo Lúlú leg.

krútt

Mér hefði aldrei dottið í hug, fyrir jah, 5 árum síðan, að ég yrði hoppandi ofurkát með ryksugu og borðpönnu að gjöf. Skondið.

Hitti svo Þórunni mína í grautargerð í morgun.

Þórunn

Vinnugrautar, eins og vinnumatur, útbúnir í lítratali... tonnatali jafnvel!

Ein lítil hræra

Smá sletta á minn disk ásamt múslí og kanilsprengjugleði.

Grautargerðarstaður

Morgunvinnugrautur

Stalst líka í einn appelsínubát.

Hvernig er það ekki hægt? Sjáið bara hvað þetta er skelfilega girnó og ferskt og brakandi eitthvað.

ávaxtabakki miðvikudagsins

Jólakökutilraunir hafa verið gangsettar.

Tilraunir gærdagsins gott fólk. Eðalfínar, karamelló, stökkar að utan, mjúkar að innan og ákkúrat skemmtilegar. Nú þarf bara að prófa sig áfram og leika með krydd!

Sykur og smjör - hamingja og helgidómur. Vinnufólkið mitt gefur þessu grænt ljós.

Áferðarhimnaríki þessar... jebb. Áháferðarhimnaríki!

Þessar eru ekki ósvipaðar kransaköku, áferðarlega séð. Aðeins stekkri í kanntana.

Þær eru æði... þetta eru  kökur sem heyrist í "kram kram kram", þegar tuggnar.

Matur sem segir "kram kram kram" er einfaldlega skemmtilegri til átu.

Það segir regla númer 375.

Rétt upp hendur sem á bestuðustu ofurmömmu í þessum heimi!

\o/


Eggjalausar smákökur

Tilraunir kvöldins

Númer 1

"Ömmi Hansen"

Svo langt úti að það sést ekki punktur á sjóndeildarhringnum.

Engin uppskrift.

Fuss...

...þurrildi með meiru.

Úti.

ekki séns

Númer 2

"Hafra- og rúsínusmákökur"

Það held ég nú aldeilis. Sérdeilis. Jádeilis.

Skuggalega skemmtilegt að bíta í. Stökk skorpa, mjúk miðja.

Baka aðeins lengur og allt dýrið verður eins og hálfgerð karamella.

Inni!

Uppskrift væntanleg.

Pottþétt með

Númer 3

"Súkkulaðibitakökur"

Skemmtilegar, skemmtilegar að bíta í. Myndu plumma sig flott sem piparkökur - seigar og djúsí í miðjuna. Olía notuð, ekkert smjör.

Nóg af sykri.

Jebb.. nóg af sykri.

Rúslúr í staðinn fyrir súkkulaðibita. Væri mun betra að súkkulaðibita þær.

Ætla að testa með piparkökur í huga og búa til annan skammt með súkk.

Inni. Inni, inni.

Uppskrift svo sannarlega væntanleg.

eggjalausar súkkulaðibitakökur

Það er gaman að vera ég núna.

Tilraunir kvöldsins, eggjalausar smákökur

Nótt í hausinn á ykkur.


Myndir og ómyndir

Glænýji Gúmmulaðihellirinn er að gera góða hluti.

Aspasinn minn líka.

Æfingar og rútína aftur að komast á skynsamlegt ról.

Tók þessa Stunu í morgun og einn Karvelio í gær. Át ómyndaðan banana fyrir Stunu, tók eina fjölvítamín, eina C-vítamín. Settist inn í sófa, rétt aðeins til að klæða mig í íþróttaskóna, og steinrotaðist í góðar 33,6 mínútur.

Glæsilegt ungfrú.

Aðframkomin af hungri, með svaðalegan vott af almennri græðgi, gat ég illa beðið með að hefja át, eftir æfingu, og byrjaði á eplinu mínu. Djúsí, íísköldu, sætsúru epli. get ekki beðið epli

Þegar í vinnuna var komið greip ég skyr, sletti út í það graut, kanil og krumsi. Á þessum tímapunkti var eplið blessað löngu horfið.

Hræringur

Löngu... horfið.

dáið

Hádegismaturinn voru mín vanalegu 17 tonn af grænmeti, prótein í formi túnfisks og fitugjafi í formi furuhneta. Furuhnetur eru mín nýjaðasta ást í augnablikinu! Algerlega best!

Svaðalegur grænmetis, túnfisk platti

Má ég kynna til leiks - villikál!

Einstaklega frekjulegt svona lafandi út af disknum!

villt kál

Meðvituð um blessaða myndavélina, hingað til, gleymdist hún í amstri dagsins og óviðráðanlegu hungri, annað skiptið í dag. Ómyndað salat, furuhnetur og egg áttu hug minn allan klukkan tvö, og það étið upp til öreinda, á ljóshraða.

Öreinda gott fólk... á ljóshraða.

Hef ákvaðið að klára Karvelio prógram, halda Stunum áfram og lyfta svo aðeins, í og með... þetta helsta. Engar sérþarfir eins og bís- og trís. Skrokkurinn í heild er þar sem áhuginn liggur um þessar mundir.

Er annars að gæla við hugmyndina um að skella mér í Crossfit! Jebb. Held það gæti orðið gleðin einar!

Yfir og út. Matur og með því.

Myndir og ómyndir.

Bætum úr því!


Þeink jú 2010

Yfirstaðið!

Jahérna. Ár síðan síðast. Tíminn er svo fljótur að líða.

Tugurkey, sósa, salat, stappa, eftirréttir, vinir og kósýheit!

Dagurinn og Gunni enn erlendis að námast. Ernu, Jens og Lalla litla var einnig sárt saknað en þau komust ekki sökum veikinda. Fengu þó senda til sín afganga fyrir 100 manna her.

Veltum einmitt fyrir okkur í boðinu góða, hvurslags ástandi við hefðum verið í, í fyrra. Keyptum 10 kg. + af kalkún, meðlæti og meðþví ásamt eftirrétum og það var klárað... allt... ekki einusinni krums eftir.

Þetta árið var svipað magn af mat framreytt, en afgangarnir dugðu vel í amk tvær veislur til viðbótar. Enda fór sögum um það hvurslags skelfingar-svip aumingjans maðurinn setti upp sem tók við kalkúnapöntun þessa árs. Sérstaklega eftir að hann vissi hversu margir hausar sætu að dýrinu.

"Bara 10.. en... en þessi kúni er 12048 kíló..."

Þetta árið... þá hafði hann rétt fyrir sér! Sá hlær greinilega best sem síðast... hlær... eða svoleiðis.

Undirbúningur í undirbúning

Jæja, eplaskurður fyrir Valdorfinn á meðan kúni brúnast í ofni.

Egill þykist vera að þefa af eplinu... einmitt. En við vitum betur. VIÐ VITUM BETUR.

Þetta er feitast laumubiti!

gott fólk

valdorfinn

Ferlíkið út úr ofni, útglennt - og hálf dónalegt - bíðandi eftir skurði og limlestingum.

Fallegri lýsing, á fyrir-kalkúnaáti, er vandfundin mín kæru.

Le monstre

"Fyrirgefðu.... uu.. fyrirgefðu. Ég ætla að fá eitt læri takk.".

tugurkey

Sósufat og kartöflustappan góða

Eldhúsið er staðurinn.

Þar safnast fólk saman til að góna sem mest það má í átt að matnum , til þess eins að góna. Þetta er hálfgert hrafnaþing.

Ég tók þátt í góninu enda engin furða, maturinn er falinn bakvið mannmergðina.

Ég náði þó að hrista af mér matarmóðuna til að festa þetta stórkostlega móment á filmu. Egill tók þá hamingjugleðikast og stökk fyrir myndavélina. Það heppnaðist svona vel!

egill hoppar

Nei... hann datt ekki og seinni tilraun heppnaðist aðeins betur.

Takið eftir því að enginn virðir athæfið viðlits sökum mataráhuga - nema Snæbjörn!

Egill hinn síkáti

Jú, og Jóhann.

Ég held samt að það sé matur í sjónvarpinu!

Mjög áhugavert sjónvarpsefni

Heimspekilegar ísskáps-umræður í gangi.

"Ég keypti mér ísskápsstál í fyrra sem heldur 5 kg. poka"

"Ég átti einusinni ísskáp sem var fjólublár"

umræður

Þórunn okkar kær, gestgjafi annað árið í röð, að bera fram bestu kartöflustöppu austan við Hallbjörn.

Þórunn

Jólalegt með eindæmum.

Jóló

Loksins var Tugurkey skorinn. Það þurfti 4 menn, og greiða frá almættinu, til að koma því í kring en það hafðist. Sem guðs betur fer. Hungrið, þó aðallega græðgin, var farin að segja allverulega til sín á þessum tímapunkti.

tukurkey skorinn

Tilhlökkunarmatarátsspenningur í sinni hreinustu mynd.

Egill fyrir át!

Hjölli greyið fékk bara sultu á sinn disk.

sultan

Hann ákvað, þrátt fyrir smá sorg, að taka því vel því jú, það er nú meira en margir aðrir fá!

Sultuhjölli

Á meðan hrúgaði velmegunar Egill ofurkalkún á sinn disk í anda 2007.

Þetta er ein massíf 2007 kalkúnahrúga!

Sovs og kalkúnn

Seinna um kvöldið, þá drakk hann sósuna!

Velmegunar Egill

Elín Lóan mín sæta fína ánægð með þetta eðalát.

Elín lóa

Gott ét, of södd, gátum ekki andað en samt...

..samt er alltaf pláss fyrir eftirréttina. Þrennskonar gúmmulaði í bland við þreyttan rjóma, ís og kaffi.

Pecan pie

pecan pie bitar

Pumpkin-ostakaka með karamellusósu

Ljúfa líf!

Tiltekt átti sér að sjálfsögðu stað seinna um kveldið!

tiltekt

Það lítur út fyrir að Ómar hafi fundið fordyri helvítis!

úuú

Takk fyrir mig elsku bestu! Aftur! Þetta var yndi í dós!

Ég er lukkunnar panfíll að vera partur af svona eðalfínum hópi af fólki. Ég fer ekkert ofanaf'ðví! Lukkunnar panfíll!

Panfíll?

Hmmh.. hvort heldur sem er. Ef panfíllinn er lukkunnar, þá er ég svo sannarlega panfíl.

Bezt!!


Bakstur 101

Mætti halda.

Það að elda í nýjum ofni er eins og að keyra nýjan bíl eða skipta um síma. Get svo svarið það. Tekur smá tíma að læra inn á kvekendið.

17 mínútur eru ekki það sama og 17 mínútur mín kæru!

Pumpkin-ostakaka og pekanstangir eru meðal annars á matseðli kvöldsins og þeim skúbbað saman í gærkveldi eftir kúnstarinnar reglum. Of mikið af öllu var að sjálfsögðu keypt og það sem eftir sat fór beinleiðis upp í ginið á undirritaðri. Stóð því og át eins og enginn væri morgundgurinn í rúma 5 klukkutíma, á meðan karamella, hnetur og grasker flundruðust um eldhús- borð, gólf, veggi og því miður, loft.

Hellirinn því vígður svo um munaði, með miklum tilþrifum, ofátáti og mjög svo tilhlökkunarvænum eldhúsþrifum!

Mjög... tilhlökkunarvænumgleðioghamingja!

allt að byrja

Í mínu fasíska, reiða í óreiðu, skipulagða eðli þá þótti mér einstaklega vel við hæfi að tékklista mig í kjölfar baksturs, því það er jú alltaf eitthvað sem uppá vantar þegar verið að hleypa nýjum helli af stokkunum.

Litlu hlutirnir elsku fólk. Litlu hlutirnir, sem ég minntist á um daginn, sem gleymast alltaf - nema, þegar þú þarft virkilega á þeim að halda.

tékklisti

Graskerið skorið, innvolsað og komið fallega fyrir inn í ofni!

butternut squash

grasker

Tók mig líka til og ristaði blessuð fræin!

Það... er æði! Seg'ykkur'ða! Alveg geggjað!

Fræristin í gangi

fræs

Alltaf og ætíð þegar ég elda/baka, þá fylgir mér tuska eða viskasktykki!

Það er algerlega ómissandi! Í þetta skiptið var ég ekki í bakara ofurklæðnaðinum svo viskastykkinu var reddað ofan í buxnastrenginn!

besti vinurinn

Ostakakan tilbúin í ofnbakstur.

Fáar eru "á meðan" myndirnar því atið og átið áttu hug minn allan.

Ofn á næsta leiti

Þarnæst tóku pekanstangirnar við! Venjulega pekanbökufylling ofan á hveitibrauðs-skorpu... um það bil.

Hvað annað get ég kallað það? Ekki var það bökudeig!

Mikið þarfaþing þettta tól þegar mylja þarf saman smjer og hveiti! Af hvejru ég á svona tæki en ekki skæri er ofar mínum skilningi!

Eðalgræja

Enn bætist við listann!

Ég lofa... ég lofa samt svo langt sem augað eygir og alheimurinn nær, að það voru engin hár að væflast fyrir mér í bakstrinum þó svo á blaðið hafi ratað "rúllubursti til að fjarlægja hár".

Ég lofa!

Listinn stækkandi fer

Næst var pekandýrðinni komið fyrir inn í ofni og voila!

Bara að bíða til morguns með að reyna að borða þetta ekki!

Gleðisprengja

pekanstangir nýomnar út úr ofni

Þetta kemur t.d. fyrir ostakökurnar elskulegar, þegar maður kann ekki nógu vel á ofninn sinn!

Nei, hún náði ekki að brenna en tók aðeins of góðan lit til að vera titluð "gullfallega fín".

Bragðið er enn óráðið - það kemur í ljós í kvöld!

Keppnis brún

Afrakstur gærdagsins að viðbættri ómyndaðri karamellu sem ákvað að heilsa upp á ostakökuna!

pumpkin ostakaka

pekanstangirnar

Kalkúnn eftir 30 mín!

Annað ofát í uppsiglingu.

Hjálpi mér allir alheilagir átvaglsandar.

 

 


ÞAÐ LIFIR

Tilkynnist hérmeð að undirrituð er nú tengd umheiminum!

Frá og með morgundeginum munu bloggfærslur færast í aukana!

Sérstakar þakkir fá Herra og frú Stella ásamt Sölva, sem stóðu sig eins og hetjur!

Ég þarf stórkostlega að baka handa ykkur smákökur!

Þúsund þakkir!

Góða nótt!


Vottur af pirring

Jæja, vonandi gott fólk - vonandi verður Gúmmulaðihellirinn prýddur interneti í lok dags.

Ekki nema 20 dagar síðan ég bað um að því yrði reddað. Gott stöff það! Enginn pirringur... neinei, regnbogar, hvolpar og eitthvað annað sem er krúttaralegt og sætt.

Kræst! Ég meina... haaalalujah! Preiis ðe lord!

Byrjaði þó daginn á einhverju sem ég hef ekki gert í mjög langan tíma.

Morgunbrennslu!

Síðan ég byrjaði á Stunuæfingum + fjarþjálfun hjá mister Karvelio þá hef ég ekki stundað eiginlega brennslu. Mánuður. Kannski einn og hálfur! Jáhákvætt takk fyrir.

En jú, byrjaði þennan líka eðalfína internetdag á morgunbrennslu og hræring! Vinnuhræring beint í æð eftir hamaganginn!

Hræringur - skyr og grautur

Hafragrautur, múslí, kanill og með því

HRÆRA!!

Hræringur

Hádegismatur voru 6 tonn af grænmeti og, jah, meira grænmeti. Grænmetis- baunaréttir. Undirrituð gleymdi mynd í æðibunugangi hádegisátsins. Það vill oft gerast í spenningnum! Því var einni smellt af gumsinu í heild sinni.

grænmetis og baunaréttir

Og núna var ég að enda við að sporðrenna góðgætinu á þessum disk. Margfaldið hnetuskammtinn með 2.31. Þær eru að fela sig undir salatinu bansettar!

Grænt og hvítur með ofurpistasíum

Um helgina verður svo árleg Þakkargjörðarháðtíð okkar vinanna! Ég hef einsett mér að útbúa svaðalegustu sykurbombueftirrétti ársins 2011! Eða svo gott sem!

Einhvurslags ostakaka, þó helst graskers, ásamt pecan pie og leynigesti.

Kalkúnn, sætar með sykurpúðum, valdorf, fylling, hamingja og gleði.

Laugardagurinn verður svaðalegur!


Óforskömmuð paprika og selleríát

Ég uppgötvaði sellerí í gær!

Ekki misskilja. Ég hef alltaf vitað af því, getað borðað það í "bland" við annað og bragðið í sumum réttum er ómissandi, en kviknakið sellerí er eitthvað sem mínir háttsettu bragðlaukar hafa ekki kært sig um hingað til.

Hingað til!

Gott fólk...

*trommusláttur*

...leyfist mér, með gleði í hjarta bragðlaukagúbbans, að tilkynna ykkur það að undirrituð uppgötvaði sellerí í gær, sjálfri sér til óstjórnlegrar hamingjusprengju!!! Eins og að ná að hífa sig upp í eitt skipti ákvað ég að bíta í bansettan sellerístilkinn og sá engla og alla þeirra dýrð fyrir vikið.

Ekki samt pattaralegu renaissance englana sem stripplast um á allsbertinu með musana á sér lóðbeint út í veður og vind!

*Sjáið þennan upp í vinstra horni, hvað hann er lúmskur og lævís þarna bakvið skýið! Hahh! Hann er æði!*

ren-angel

"Leit yfir grænmetisskúffuna. Hún var uppurin öllu sem falleg er og glæzt í þessum heimi. Ekki einusinni gúrkuendi! Í hægra horni skúffunnar, bak við nokkuð aldraða kartöflu, lá sellerí, umvafið glærum plastpoka og horfði hæðnislega í áttina til mín. Ég færði kartöfluna til í von um að finna fræ úr tómat eða afskorna papriku, bara eitthvað til að narta í, en allt kom fyrir ekki. Skítt!!

Aftur leit ég á selleríið, sem glotti ennú meira, og lokaði ísskápnum með sorg í hjarta. Ég tók eitt skref í átt að súkkulaðirúsínupoka sem kallaði stíft á nartarann og teygði mig ofan í hann.

Það hlakkaði í undirmeðvitundinni.

Með rúsínuklasa á milli þumal- og vísifingurs, því rúsínuklasar eru langsamlega skemmtilegastir til átu, margar rúslur sem bundist hafa súkkulaðiböndum og mynda hálfgerðan skýjabólstra af eintómri hamingju, hugsaði ég 'Júvíst, rúsínur eru hollar og góðar og fullar af trefjum og sætar og ... súkkulaði?'

'Æjiii... æji bara... koma svo kerling!' Samviskan minnti mig grimmilega á liðinn laugardag... og sunnudag... og smá mánudag.

'Crap!'

Glennti upp ísskápshurðina og reif sellerípokann út úr ísskápnum með svoddan offorsi að sellerístilkurinn blessaður slapp úr prísundinni og sveif góðan metar yfir eldhúsið þar sem hann lenti, mjög heppilega, ofan í eldhúsvaskinum. Þarna stóð ég og góndi á skelkaðan stilkinn. Með góðu tilhlaupi réðst ég að honum og graðgaði í mig vænum bita. Hélt bæð niðri í mér andanum og fyrir trýnið!

Þarna stóð ég út á eldhúsgólfi, með augun klemmd saman, bíðandi eftir hræðilega ramma eftirbragðinu sem aldrei lét sjá sig. Ég tók því annan bita og viti menn! Hverskonar eiginlega vúdú er þetta for helvede? Prófaði einn stilk til viðbótar og hananú! Selt, skorið, bitið og varðveitt í matarminninu! Nom nom nom.

Eftir vel lukkað selleríátið tók ég rúsínuklasann, sem ég hafði fagmannlega valið mér nokkrum mínútum fyrr, og stakk honum beinustu leið upp í hamingjusamt ginið."

afétið sellerí

Ætli grænmetisætur upplifi sitt innra veiðieðli, ef þær búa yfir slíku, á þennan hátt?

Annars er sellerí og hnetusmjör nýjaðasta uppáhalds uppáhalds, frá og með deginum í gær! Það mun verða uppétið til agna sem millimál næstu daga! Má til gamans geta að sellerí er eitthvað sem telst vera "smart food". Verandi svo uppfullt af trefjum að skrokkurinn brennir nánast meira á því að reyna að melta blessað grænmetið heldur en ávinningurinn af næringarefnunum, sem það býr yfir, gefur okkur. Gaman að því.

Svona hefur þetta yfirleitt skundast hjá mér. Haustið 2007 voru rauðlaukar taldir til fæðu satans en þegar átvaglið óvart beit í eitt stykki hráan rauðara á Saffran, hið örlagaríka rauðlaukssumar 2008, þá var ekki aftur snúið. Súrar gúrkur eru nokkuð vel á veg komnar. Ég lít þær samt enn gífurlegu hornauga og treysti þeim núll! Við skulum ekki ræða kaffi, þann eðal elexír! Paprikur eru á sama lista. Systemið uppgötvaði þær þegar ég var 12.

Og talandi um paprikur gott fólk! Var í sakleysi mínu að skera mér bita af þessu kvikindi í gær þegar við mér blasti ÞETTA flassandi óforskammelsi!

Flassarinn

Ætlaði fyrst að vera ægilega krúttaraleg á þessu bloggi og segja "Hey, þarna er Barbapabbi að gægjast út úr paprikunni". Vildi næstum því óska að það hefði verið það fyrsta sem ég hugsaði. En blákaldur raunveruleikinn leifði það ekki.

Égmeina'ða!

Fólk!

Þið sjáið alveg jafn vel og ég hverju þetta líkist! Ekkert svona.

...

Þetta er eins og afskorinn hægri búkur af Barbapabba! Fyrir utan hendina því hann var ekkert alltaf með hendur.

dónapaprika

HVAÐ?

Hélstu að ég myndi segja typpi?

Ojjjj, dóni!


Ofuræfingar og annað í stíl

Karvelio æfingarnar eru ekkert nema gleði og eftir fyrsta snúning, þar sem ég hef tekið í hendina á þeim öllum og farin að færa mig upp á skaftið hvað varðar þyngdir og annað, þá eru þær eiginlega bara, jah, núll gleði! Í góðum skilningi þó.

Þessi hérna er t.d. viðbjóður! Muna bara að halda forminu, vera með kviðinn spenntan og ekki sveigju á bakinu - eins og undirrituð á til að gera þegar hún er orðin þreytt!

Sveiþérkerling!

Sprettirnir sem hann lætur mig gera eru líka hræðilegir! Byrja svo sakleysislega en leysast upp í vitleysu og djöfulgangi þar sem óviðráðanlegir útlimir sveiflast í allar áttir. Móð, másandi, hvásandi.

Allskonar boltaköst eiga sér einnig stað sem fá axlir og handleggi til að veina. Þó svo köstin líti krúttaralega út á blaði, þá eiga þau síðasta orðið. Langsamlega síðasta orðið. Svo þarf ég víst að muna að vera "reiðari" eins og meistarinn sjálfur orðaði það!! Helst fleygja boltanum af svo miklu alefli í gólfið að eftir situr hola... gígur, þar sem sem áður var flatlendi og gróin jörð. Ég á það til að vera ægilega góð við sjálfa mig - skömm að segja frá.

Annars er hann með sérlega skemmtilegan og hnitmiðaðan millimálspistil. Hleðslan greip athyglisspanið hjá undirritaðri. Hleðsla og súkk-prótein! Hef ekki reynt á hleðsluna en heyri ekkert nema góða hluti! Það verður því tekið í trýnið eftir æfingu á eftir!

Tilraun vikunnar:

Prófið að vera meðvituð um það hvernig þið beitið ykkur í daglegum athöfnum, eins og t.d. að setja í vélina og taka úr henni aftur, reima skóna, teygja sig upp í skáp eftir kaffibolla ofr.

Var að setja í vélina um daginn og beygja mig ofan í neðri skúffu til að ná í nokkra diska, prófaði að spenna kviðinn og rétta úr bakinu, fann heilmikinn mun á líkamsstöðunni. Nokkuð magnað hvað maður á það til að "beita" sér vitlaust við hin ýmsu verk - ekki það að maður þurfi að líta út eins og grískur guð þegar uppvask á sér stað eða klósettþvottur. Almáttugur.

Þessi sérlega ómerka uppgötvun mín "auðveldaði" verkið að sjálfsögðu ekki á nokkurn hátt, en bara það, að beita sér rétt og nýta æskilega vöðva við tilteknar aðstæður, kenna þeim að nú sé þeirra að taka við, er eitthvað sem ég ætla að reyna að tileinka mér. Vera "meðvituð" um líkamsstöðuna. 

Eins og bara það að rétta úr bakinu við tölvuvinnu og ýta öxlunum aftur. Hefur heilmikið að segja.

Hver vill vera hokinn með kryppu um fertugt?

Inte jog!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband