Kökur á leiðinni

Þar sem jólabakstur fór svo vel framhjá öllu sem telst vera eðlilegt í þessum heimi, hvað uppskriftir og sýnileika þeirra varðar, ætla ég að bæta upp fyrir það  þessi jólin og henda inn svaðalegum sykurbombum næstu daga og vikur. Bæði þessa- og síðasta árs.

Ætla jafnvel að reyna að útbúa hollari týpu af kökum, og jólaáti, í tilraunum mínum til smákökugerðar þetta árið.

Skyr og lúka af hnetum átti sér ómyndaðan stað í morgun. Toriniblandað skyr - sem minnir mig á sykurlausu sýrópsdýrðina sem mér var kynnt af henni Ástu í síðasta pistli.

Hafragrautshimnarnir opnast *englahljóð*

  • Held nú samt að englahljóð á hafragrautshimni sé meira eins og rymj, óskilgreint búkhljóð eða Hómer-stuna!

Ofurlanga í Karrý ásamt grænmetisfjallinu. Hádegisát extraordinaire.

fiskur og fjall

*rop*

Húhh...

...afsakið!

búið 

Þykir svo ægilega krípí að segja "Mmmhmmm hvað  þessi Langa var góð..." af því að langömmu mína kallaði ég jú Löngu.

Miðvikudagurinn 08.12

  • Langa í indversku karrý

Aðeins of hræðilegt og myndrænt eitthvað.


HUGMYND

Ómægod!

Ég var að fá svo góða hugmynd að grænmetis lasagna!

Næstum... grænmetis lasagna... næstum... lasagna, og köldu salati með.

Nú þarf ég að bíða til morguns með að útbúa það því ég var að klára að borða...

...sem minnir mig á að ég gleymdi að mynda og skjalfesta gjörninginn.

Ja hvur andskotinn kerling!


Matarmóðunni aflétt?

Hef ekki verið dugleg að muna eftir því að matarmódelast undanfarið.

Af hverju er óráðið, dularfullt og enganveginn í samræmi við alheimslög og átvaglsstuðul!

Oft er hungrið farið að segja all illilega til sín og þegar einn biti er eftir á disknum... æji. Það er eitthvað svo pervisið. Einn biti á subbulegum eftirátsdisk? Ekkert sem gleður augað.

Ég man þó alltaf eftir því að taka myndavélina með.

Ekki það að átið mitt yfir daginn, dags daglega, gleðji augað eitthvað stórkostlegt... en, þið vitið, er það ekki?

Jú... ég held þið vitið.

Ég er hinsvegar búin að vera ægilega dugleg í dag, fyrir utan ómyndaða óskyrið og bananann!

Græna hádegisfjallið mitt í fylgd nokkurra hakkbita og nýrnabauna!

Get nú ekki sagt að þetta gleðji sjáöldrin mikið... hmm?

Græna hádegisfjallið

balsamic tómatar

Þórunn eldhússkvísa fékk sér einnig hollan og staðgóðan hádegisverð, klæddan í bleika kápu.

Þórunn eldhússkvís vs. Ella

Græna eftirmiðdagsfjallið mitt í fylgd nokkurra furuhneta og sólþurrkaðra tómata og eggjahvítuhamingja... í boxi!

Aftur... gleður þetta augað? Bandit

grænt miðdegisfjall

hræðilega ljótar eggjahvítur

Sjáið svo hvað mér var gefið fallega vinnufínt!

Jólatrés-næla gott fólk... með jólaljósum! Ójá!

Jólanælan

Nú er bara spurning hvort ég haldi daginn út í mat og myndum?

Held hinsvegar að ég þurfi að fara að hækka myndastandardinn!


Gulur er liturinn

Miðað við hvað myndirnar eru óskýrar svona í morgunsárið, þá á bæði skálin, og textinn á skálinni, vel við.

Nema... jah, hér er um graut að ræða.

Bahh... hvað er smá grautur milli vina, tungumála og meininga?

Tomato - potato

Uppáhalds-skálarnar

Vaknaði, borðaði, ræktaðist a-la Fannar og lét næstum lífið. Get svo svarið það þessar æfingar!!

Öööölska þær.

Skondið, í fyrsta setti nær maður kannski 30 froskum á tilteknum tíma. Í öðru setti einsetur maður sér að taka aðra 30, en nær kannski upp í 23. Í þriðja og síðasta setti peppar maður sig upp í huganum og hugsar "ok... þú getur þetta kvenmannsbelgur... koma svo... amk 18, 18, 18..." og svo, þegar á hólminn er komið, og það eru 5 sekúndur eftir af æfingunni, þá uppgötvar maður að 18 hefur breyst í "eiiiinn enn, áfram svo... bara... eiiiinn" og þú ert í raun að telja elleftu endurtekninguna.

Það telst vera ágætis æfing... vel í lagt ekki satt? Ahh...

Annað sem ég öööölska...

...er þessi skál.

Hún er svo fín og krumpuð og gul.

Krumpuskál

Einn einfaldur torani með bláberjum og ristuðum hörfræjum, síðan í gær.

einfaldur torani með bláberjum og graskersfræjum

óskýr með eindæmum

Gott gult óskýrt start í þreytumóki.

Gúllaði svo í mig ómynduðu skyri og banana, eftir æfingu, í hungurmóki.

Aðeins meira gult í matarplanið í dag.

Þarf að redda mér einhverju gulu í hádegismat. GetLost

Yfir og út.


Við skulum hafa eitt á hreinu

Eitt eða tvennt... jafnvel þrennt.

Við skulum hafa nokkra hluti alveg á glimrandi tæru.

1. Ástæðan fyrir því að ég bloggaði um þennan sérlega myndahitting minn var hreinlega sú, að það "snerti" mig heldur meira en ég hafði átt von á að það myndi gera... ef... á annað borð þetta myndi einhverntíman gerast. Sem það svo á endanum gerði.

Sá sem skilur atriði númer 1 hér að ofan á skilið að fá ís! Ég býð!

2. María, virkilega yndisleg manneskja, sem er framkvæmdastjóri umrædds Sportbars var ekkert nema elskulegheitin þegar hún hringdi í mig í dag og baðst innilegrar afsökunar á þessu tiltekna mynda-atviki og var lítið annað en snögg að taka myndirnar niður. Ég held líka að hún sé búin að finna á mig nýtt nafn. Þegar ég svaraði í símann þá sagði hún:

"Elín? Er þetta Elín? Sem er með matarbloggið, þarna, matargatið? Nei... ég meina átvaglið?"

Það gladdi mig óstjórnlega.

3. Ég vil einnig taka það fram að Sportbarinn góði tilheyrir Sporthúsinu ekki, þó svo Sporthúsið blessað hýsi hann. Það kom ekki nógu vel fram í upprunalegum pistli frá mér.

4. Viðbrögðin sem ég fékk við þessu voru heldur, töluvert, mikið meiri en ég hafði ímyndað mér að þau gætu orðið og þeim sem lögðu orð í belg vil ég að sjálfsögðu þakka kærlega fyrir. Það er alltaf gaman að finna fyrir stuðning og velvild, það er ómetanlegt mín kæru.

5. Öll atriðin 4, hér að ofan, eru algerlega ein og óstudd, komin frá mér. Já takk fyrir og amen jemen!

En við lærum og lifum!

Það kemur dagur eftir þennan dag.

Gangur lífsins.

Óh mig auma.

Allir sáttir??? Hoookay!!

Karvelio æfing dagsins í dag var hreint út sagt... svaðaleg. Handleggirnir á mér skulfu eins og hríslur í vindi. Hressandi gott fólk. Mjög, mjög hressandi! Fannari til ómældrar ánægju og gleði!

Eins og frænka sín, þá kann hann að púsla saman svaðalegu prógrammi! Síðan ég byrjaði á æfingunum hans, þá hefur maginn - miðjan, tekið allsvaðalegum stakkaskiptum og kvikindið er grjóthart! Jasoh!

Strax eftir æfinguna hvarf þessi baukur ofan í ginið á undirritaðri. Hratt og örugglega. Reyndar er þetta ekki nægjanlega mikið af fæðu eftir æfingu eins og í dag, enda eldingaðist ég heim og byrjaði að malla.

Hámark

Hámark

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar sem ég er með grænmetissýki á háu stigi þessa dagana, og fátt sem hróflar meira við mér í matarmálum en ofnbakað grænmeti, varð niðurstaðan eftirfarandi.

Er líka yfir mig ástfangin af þessu graskeri. "Butternut-squash". Eins og sæt kartafla með twisti.

Grænmeti skorið

grænmeti á leið í sólbað

Ég gæti mögulega hafa borðað tvo svona... og kannski mögulega einn stilk af sellerí á meðan ég beið eftir ofnbökuðu gleðihamingjunni.

fínn fínn

Ég veit. Ég á ekki neitt eldhúsborð ennþá!

Stólaþing enn við lýði.

Stólaþing

Elska líka þessa vigt! Langafi minn var bakari, hvorki meira né minna, og notaði þessa bjútíbombu við bakstur og almennt bakaríis-stúss. Alveg magnað!

Glæzta vigtin mín

Jæja. Loksins. Taka grænmetisdýrðina út úr ofni, þegar áferð og gæði eru að þínu skapi, og bæta út í gumsið eggjahvítukrumpum.

Er að klára eggjahvíturnar mínar. Ekki skamma mig.

Þetta er svo létt og fínt og gott og allt sem eru höfrungar og sæhestar í þessum heimi. Krydda eftir smekk og svo sletti ég smá balsamic/dijon combói yfir í restina.

Þessi mynd er samt sveittari en Aktu-Taktu burger.

eggjahrærugrænmetisgums

18 dagar til jóla gott fólk! Hvað segið þið um það?

*spenningsgleðitramp*


Chia, skyr og skyrdósir

Helst í fréttum:

  1. Sporthúsmyndamálið mikla. Sendi ægilega kurteisislegan póst og vona að þetta verði leiðrétt med det samme. Á nú ekki von á öðru. Vil þó þakka ykkur elsku besta fólkið mitt fyrir allan þennan stuðning. Bjóst ekki alveg við þessum viðbrögðum og er ægilega mikið auðmjúk og þakklát í hjartanu. Eftir kommentalestur fannst mér ég ekki vera algerlega út á þekju með að hafa fengið fúla ónotatilfinningu við að sjá "my babies" foreldralaus. Þúsund þakkir öllsaman. Blush
  2. Chiafræin mín... eru búin! Formlega. Ég græt.

Síðasta skeiðin nýtt í toriniblandað chiaskyr með niðurskornu, mjög súru, fersku brakandi glansandi æðislegu epli og dísætu, fullkomlega ákkúrat nákvæmlega, rétt þroskuðu mangó.

Toriniblandað chiaskyr með eplum og mangó

Ég gæti mögulega lengt setninguna, hér að ofan, um 2 - 3 línur í viðbót, án punkts. En ég held þið náið þessu.

Þeir sem ekki hafa kveikt á fattaranum.

Í stuttu: Þetta var gott!

Toriniblandað chiaskyr með eplum og mangó

Veit hreinlega ekki hvar ég var stödd í hinu mikla rúmi tíma, og vitundar, áður en ég kynntist herra Torani. Get svoleiðis guðsvarið fyrir það tíusinnum.

Toriniblandað chiaskyr með eplum og mangó

Borðað upp úr skyrdósinni blessaðri. Ein af uppáhalds leiðum átvaglsins til að innbyrða skyrgums. Fyrir utan gleðistaðreyndina "Smávægilegt uppvask".

Stundum ekkert uppvask!!! Það er, ef þú sleikir skeiðina nógu vel.

Muna bara að setja hana ekki aftur ofan í skúffu...

...og ekki láta gesti nota hana.

toriniblandað skyr með eplum, mango og chia

Karvelio æfing í eftirmiðdaginn. Hún lítur mjög girnilega út.


Blendnar tilfinningar

Hmmm.

Ég veit eiginlega ekki hvað mér finnst um þetta Frown

Hreinlega veit það ekki.

Rakst á þetta, upp á auglýsingatöflu, í Sporthúsinu í dag.

hmmm

Sök sé að þetta séu hugmyndir frá mér. Til þess er þetta blogg nú.

En að eigna sér myndirnar mínar án þess svo mikið sem að hnippa í öxlina á frænda mínum í fjórða ættlið.

Væri ekki lágmark að láta mig vita? Spyrja hvort það sé í lagi að nota myndirnar, því það væri barasta alveg sjálfsagt? Þær eru mér ansi kærar þó ómerkilegar séu. Það kemur ekki einusinni fram hvaðan þær eru fengnar.

Hefði annars verið nokkuð mál fyrir þau að skella í gumsið og taka svo mynd sjálf?

Nei ég bara spyr.

Nema ég sé að vera með frekju? Ég veit það ekki. Ég er uppi með mér, ekki misskilja. En það er svolítið skrítið að rekast á lífið sitt til sölu á einhverjum próteinbar. Dramatískt, ég veit...

græna monsterið

asparásinn

bollinn minn

...en ég veit hreinlega ekki hvað mér á að finnast um þetta gott fólk.

Frown


Var að setjast niður

Búin að vera á fartinum í allan dag. Rassakastast hingað og þangað, með hinum og þessum að gera hitt og þetta.

Mjög þéttsetinn, en skemmtilegur, dagur að baki.

Tók Svöbbudýrið með mér í ræktina í morgun. Þriðja skiptið sem undirrituð tekur systur sína með sér og þriðja skiptið sem líður yfir yngra afritið. Af einskærri góðmennsku, og systurást, gaf ég henni næstum því allt eplið mitt. Næstum því... allt eplið... mínus þrír bitar... sökum óviðráðanlegrar svengdar átvaglsins.

Svabb: Uhh.. Ella... held það sé að líða yfir mig.

Ella: Hey, hérna. Sestu. Epli fyrir þig.. eða... bíddu.. bíddu aðeins...

Góð ekki satt?

Annars voru það þrír súperfroskar sem réðu úrslitum og ungviðið var úti! Held ég taki hana að mér og geri mér verkefni úr henni. Verkefni. Útbúa ofurkonu úr litla kvendinu fyrir lok árs 2011. Held ég sé komin með áramótaheitið mitt í ár.

Beinustu leið úr rækt og inn í IKEA. Þann syndasel. Mikið óskaplega er eiginlega ekki neitt skemmtilegt að fara inn í þessa verslun. En listinn minn góði þarfnaðist nauðsynlega yfir-strikunar. Eftir að hafa bætt um það bil 20 atriðum á hann eru einungis þrjú sem enn á eftir að strika yfir. Þetta var því einstaklega þörf IKEA ferð.

Fékk mér, í tilefni hennar, IKEA hátíðarkalkún. Undir 1000 kall fyrir þennan ágæta disk. Hélt ég myndi sleppa vel en að sjálfsögðu fylgdi ekki ferskt salat með kvekendinu.

IKEA hátíðarkalkúnn

Skrokkurinn sárbændi undirritaða um eitthvað brakandi ferskt og fínt.

Málinu reddað fyrir auka 400 kall.

salat úr salatbar ikea

Ég þurfti líka eitthvað að drekka. Eitthvað annað en bara vatn í tilefni laugardagsins, fyrir auka 200 kall.

Plattinn minn endaði því á að líta svona út.

ikea hádegismatur

Og reikningurinn fyrir ódýra hádegismatnum endaði á því að líta svona út! Því... þið vitið... stundum þarf maður bara súkkulaði fyrir auka 400 kall.

í tilefni laugardagsins að sjálfsögðu.

jáhá

Finnst samt að ég ætti að fá endurgreiddan amk 400 kall þar sem át ekki nánda nærri allt gumsið í hátíðarkalkúna-combóinu. IKEA blessað bannar fólki að breyta réttum á matseðli.

Langaði barasta ekkert í dósað rauðkál, gegnumsykraðar kartöflur og ofursaltaða beikonfyllingu.

Fuss.

iss

Ég stóð hinsvegar af mér, í annað sinn, nýbakaðar kökur og brauð í þessari annars ágætu byggingu. Labba í gegnum sykur-vanillulykt, breiskari en rebbi í hænsnabúi. Húrra fyrir því! Ég virðist alltaf rata í gul-bláa völundarhúsið þegar bökunarfiestur eiga sér stað. Get svo svarið það.

Við tók heimferð og nýveiddu dóti raðað fagmannlega í eldhús, búr og önnur skúmaskot hellisins. Sellerí og hnetusmjöri sporðrennt, í tonnatali, á meðan á því stóð vegna þess að eftirfarandi hamingjugleði var fyrirséð í nánustu framtíð... og ekki viljum við að kvendið verði úti og svelti á meðan.

SVELTI

En ojjj hvað það var gaman að horfa á þetta.

 


Mig laaangar.

 

Jebb. Er komin með kitl í fingurna gott fólk.

Þetta þarf ég að fara að fara að æfa!

motorcross

Á milli holla hljóp fólk í fokdýrt kaffi, bakkelsi og pylsur. Bæði til að halda á sér hita og til að halda munninum uppteknum.

Margfadlið svo þetta hræðilega, en notalega, kaffi með tveimur.

hræðilegt en notalegt kaffi

Mótið var haldið í reiðhöllinni í Víðidal. Eins og sönnum hestagörpum sæmir var matseðillinn á kaffihúsi hallarinnar mjög viðeigandi.

Ég og Sölvi vorum sérlega ánægð með þetta. Gladdi sjálfið með eindæmum.

picture_2_1046343.png

picture_7_1046344.png

picture_3_1046345.png

"Ætla að fá eina stökkvandi tebollu, lullkaffi og knapahnoss í brauði... jú og eina hnakkasælu."

Minnir mig svolítið á þessa klippu hjá Konfekti!

Frá mótorcrossi lá leið á kaffihús til að ná búkhita aftur upp í 37 gráður eftir tveggja tíma hressandi kuldasetu. Það gekk svona líka glimrandi vel enda jólasnúningurinn keyrður upp í 3000 með þeim gjörning.

Aftur heim! Svöng. Mjög, mjög svöng.

Grænmeti skorið, fatað, olíað og kryddað og skvettu af balsamic ediki bætt þar við. Inn í ofn og bakað í 30 mínútur. Egg steikt, krumpuð, krydduð og bætt við herlegheitin. Skreytt með smávegis steinselju.

Fann rósakál gott fólk! Ég elska... eeelska, bakað rósakál! Ughh!

rósakál <3

Vá... hvað þetta var gott. Lítur kannski ekki par fallega út og svengdin hefur án efa eitthvað með bragð gumsins, og gæði, að gera. En hoja, hvað þetta var nákvæmlega það sem mig langaði í.

balsamik ristað grænmeti og eggjahræra

Það sem hefði gert gumsið ennú betra eru brún grjón, bygg... kjúklingabaunir! En skortur er þar á í hellingum góða og kuldinn einum of mikill til að nenna að redda því.

Laugardagsleti.

Afslappelsi þangað til augun lokast. Mikið er það nú ljómandi dásamleg tilhugsun.

Njótið helgarinnar mín kæru.


Pecan-pie stangir

Pecan-pie fylling ofan á hveitibrauðsskorpu! Þykir þér karamella góð? Söltuð karamella og ristaðar hnetur?

Hvernig getur þetta kombó klikkað? Hvernig? Ég bara skil það ekki.

Enda klikkaði það ekki.

Ekki nærri því næstum nálægt því að klikka.

Svona nú. Hip hip hip.

Inn í eldhús með þig. Þetta tengur enga stund!

Pecan-pie stangir

Botn

  • 2 bollar hveiti
  • 1/3 bolli sykur
  • 1/4 tsk salt
  • 150 gr. kalt smjör, skorið í litla bita

Hræra saman hveiti, sykur og salt. Blanda þá smjeri saman við hveitið - þangað til það líkist grófu mjöli. Hræra saman í matvinnsluvél t.d. eða vinna saman með annarslags tækjum og tólum, eins og t.d. þessu:

Eðalgræja

Inn í 175 gráðu heitan ofn í 20 mín!

Á meðan.

Fylling

  • 1 bolli sykur
  • 3 msk púðursykur
  • 1/2 tsk salt
  • 1 bolli sýróp
  • 3/4 tsk vanilla
  • 80 g. smjör
  • 3 egg, léttilega hrærð
  • 1,5 bolli hnetur (pecan, blanda... það sem þú vilt. Ristaðar í ofni í ca. 10 mín)

Innskot

  • Sjáið þið hvað ég er svakalega samkvæm sjálfri mér í mælieiningunum? Þær eru ekkert manískar eða neitt!

Allt saman í skál, nema hnetur, hrært vel. Blanda þá hnetum samanvið.

Þegar botninn kemur út úr ofninum, hella karamellublöndunni stax yfir og aftur inn í ofn í 20 mín. Beint út úr ofni, leyfa að kólna smá og svo inn í ísskáp yfir nótt. Taka út úr ísskáp og skera í bita.

Og þá gerist þetta!

Óguð og öll hans fylgikvikindi. Ég get nú formlega dáið hamingjusöm.

Pekan-pie stangir, kaldar

Ég vil heyra knús!

*KNÚÚS*

Kram!!

*KRAAAAAM*

Seigogdjúsíkaramellasemlekurofaníbotninn!

*ÞAÐ SEM HÚN SAGÐI*

Fyrir utan það hversu yndislega góðar ristaðar hnetur eru. Elskurnar mínar. Þetta er hinn fullkomni sykurbombu-biti. Þið verðið með spékoppa á rasskinnunum í margar vikur eftir át á einu svona stykki. Fullnægir svoleiðis öllum matarpervertískum skilningarvitum hvað áferð, bragð, gæði og æði varðar.

Bræða svo hvítt og dökkt súkkulaði til þess eins að vera með fínheit.

pecan pie bitar

pecan pie bitar

pecan pie bitar

Manstu það sem ég sagði í byrjun?

Inn í eldhús með þig!


Hlaða takk

Ég hélt héf hefði póstað þessu í gær. Get svo svarið það.

Ellin gott fólk. Óh mig auma.

Eftir ofuræfingu gærdagsins smakkaði ég á eftirfarandi, til þess jú að hlaða og endurhlaða, gera við og púsla saman.

Hleðsla

Þetta er hið ágætasta jukk. Fljótlegt, auðvelt að grípa með sér. Drekkur þetta í tveimur gúlsopum, einum ofursopa eða nokkrum smærri skömmtum - það er, ef þú ert penni týpa en undirrituð. Færð þér svo góðan t.d. kvöldverð tveimur tímum seinna.

Æfinging var góð. Mjög skemmtilegt rennslið í henni. Æfingarnar sjálfar voru svo að sjálfsögðu hvers vöðvaherpings virði. Líka gaman að taka svona margar æfingar í einni lotu. Hann setti gærdaginn upp í hálfgerðum "hringþjálfunar-stíl". Allir dagarnir eru þó mismunandi. Það er æði.

Gaman að sjá hvernig skrokkurinn tekur á einstaka æfingum og svo pakkanum í heild. Æfing, sem ég, á góðum degi, gæti tekið leikandi með meiri þyngdir, fleiri endurtekningar ofr., er ekkert lamb að leika sér við eftir röð af öðrum vel völdum pyntingum. Þarf ekki einusinni að vera röð. Stundum er bara sjúklega erfitt að taka t.d. axlaræfingu eftir bak-öxl.

Segir sig kannski sjálft, en hægara sagt en gert!

Annars er Karvelio þrek í eftirmiðdaginn. Sjáum hvað átvaglið heldur þann gjörning lengi út! Hlakka mikið til samt sem áður. Að fá brakandi ferkst plan, stútfullt af nýjum æfingum er eins og að vera fimm ára og labba inn í nammibúð.

Svo, í tilefni föstudagsins og af því mér þykir svo endemis vænt um ykkur öll, hendi ég inn Pecan-pie karamellustanga ofurgleðinni sem ég útbjó í Þakkargjörðarfiestunni um daginn.

Svona er ég nú ljúf og góð á föstudegi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband