Settu hnetusmjör á þetta...

Er ekki allt betra með smá hnetusmjöri?

Hnetusmjör, prótein, vanilla, kanill og epli aðstoða hvert annað, og mig, í að útbúa þetta svaðalega gúmmulaði. Þetta er án efa uppáhalds millimálið mitt þessa dagana!

Hnetusmjörsblandaður prótein búðingur og eplaskeið

Hnetusmjörs prótein búðingur og ískalt brakandi epli. Fullkomin tvenna! Skúbba upp búðing með eplaskeiðinni, borða græðgislega og hananú! Orð fá ekki lýst hamingju minni yfir þessu snarli - eins og að svindla en með hreinni samvisku!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held þetta sé ennbetra með grænum eplum ummm ætla að prófa það :)

Haltu endilega áfram með þetta frábæra blogg, elska að lesa það og prufa uppskriftirnar þína namm namm og hollt

Birna (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 23:42

2 identicon

Frískandi, kalt, kremkennt, brakandi og safaríkt..jamm verd ad prófa thetta.  Superkombó

Hungradur (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 09:11

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Takk fyrir það Birna og ég er sammála - ískalt, grænt epli!! Klikkar ekki!

Þetta er nefnilega furðu gott. Ég notaði GRS5 (svaka gott á bragðið og skemmtileg áferð), blanda þykkt með vatni - hnetusmjörið gerir grautinn ennú þykkari sem er barasta fullkomið fyrir ávaxta uppskúbb! Brilliant og skemmtileg tilbreyting frá próteindrykk!

Svo eru þykkir próteindrykkir víst æskilegri til að dempa hungurtilfinninguna! Samanber þessi snilldar póstur hjá Naglanum! Boggið hennar er frábært!

Elín Helga Egilsdóttir, 6.10.2009 kl. 10:10

4 identicon

Ooooo þetta snilldar epli&skúbb bjargaði geðheilsu minni í kvöld! Ég er búin að vera að fylgja matarplani sem er ekki nema rétt um 1000 kaloríur per dag og var orðin svo úldin í skapinu af hungri að það hálfa væri nóg :) Þar sem ég átti ískalt grænt epli og önnur hráefni (reyndar aðra tegund af próteini) stóðst ég ekki mátið og fékk mér svona í eftirrétt eftir naumt skammtaðan kvöldmatinn. Og ó mæ god hvað þetta er gott! Ég er ekki frá því að skapið hafi stokkið af öðrum enda skalans yfir á hinn ;)

Ingibjörg (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 19:28

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Frábært að þetta hitti í mark hjá þér Ingibjörg! Einmitt svona snakk sem gefur átvaglinu stundar ró... amk hjá mér. (Ég er mikil deig/búðingakerling.) Það er líka ekkert verra en að vera svangur eða langa í eitthvað gott og "mega" það ekki. Skil þig mjööög vel.

Elín Helga Egilsdóttir, 6.10.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband