Kjötætufjall

Mikið er rautt kjöt stundum yndislega fínt. Datt allt í einu í rauða kjöts gírinn og get ekki beðið eftir öllu gúmmulaðinu sem ég kem til með að útbúa úr ofurhakkinu sem ég keypti um daginn. Hrísgrjóna kjötbollur í tómatsósu, pottréttir, sugo, hambó...jeee haaw!

Til að fullnægja villimannslegri kjötlöngun minni heimsótti roastbeef samloka matardiskinn minn í kvöld - mínus brauðið! Raðaði káli og tómötum á disk. Krullaði upp og hrúgaði kjöti þar ofan á með sinnepi (dijon/honey vinegar dijon) inn á milli. Steikti loks tonn af lauk upp úr olíu og kom fallega fyrir ofan á kjötfjallinu mínu. Skreytti með steinselju og stakk mér til sunds! Úhhh viljið þið bara sjá...

Kjötætufjallið ásamt grænmeti, steiktum lauk og sinnepi

Þetta var svoooo gott!!! Sinnep, roastbeef og laukur eru alheilög þrenna sem bannað er að aðskilja! Þið sem ekki hafið tekið eftir því, þá er eitthvað dularfullt rauðlaukstímabil búið að yfirtaka græðgispúkann. Ekki neikvætt... svo mikið er víst!

Roastbeef fjall með grænmeti, steiktum lauk og sinnepi

Kjötætan hið innra hoppar og skríkir af hellisbúalegri kæti. Ég er enn með vatn í munninum! Takk kærlega fyrir mig mín kæru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ahhh yes, hin eina sanna frumkona vopnuð sinnepi - helst DijonSinnepi

Dossa (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 19:45

2 identicon

Grettinn í framan horfi ég á thessa teikningu....ááááá ae ae aej aej aej

Liturinn á raudlauknum passar einmitt mjög vel vid Dijon litinn.

Hungradur (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 19:51

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahahahahaha

Elín Helga Egilsdóttir, 1.10.2009 kl. 20:03

4 identicon

Thessi réttur er thad sem ég kalla gúmmeladi..en thú kallar gúmmuladi...eda er gúmmuladi bara sambland af 2 faedutegundum?  Thetta er gott gúmmeladi.

Hungradur (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 11:08

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Gúmmulaði getur verið hvurslags. Yfirleitt er gúmmulaði í minni bók "eftirréttir" af einhverri sort, sætabrauð og nammi en þetta fjall var svo sannarlega mikið gúmmulaði!

Elín Helga Egilsdóttir, 2.10.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband