Vorhreingerning og matur í stíl

Góður dagur og fullkomið kvöld í alla staði.

Margar formúlur eru til fyrir fullkomnum kvöldum og góðum dögum - formúla dagsins í dag skiptist í 5 hluta og hljóðar svo:

1. Vakna - ræktast - grænn ís - taka til - grænn drykkur (banani, kiwi, spínat, vatn, prótein)- taka meira til - fara í sturtu - hreint hús - kátir kisar!

Hreint hús, loðinn stóll, feitur kisi

2. Búa til hambó frá grunni - borða hambó með bestu lyst í hreinu húsi.

Grillaðir hambó og sætar kartöflur

Þessir hambó voru æði. Hinn helmingurinn mixaði þá úr nautahakki, smá ritz, eggi, kryddum og lauk. Grillaði þá, toppaði með Camembert og osti og bar fram með sætum kartöflum, eggi og grænmeti. Fyrir brauð notuðum við heilhveiti korn-bollur sem keyptar voru í Bónus. Geggjað!

Grillaðir hambó og sætar kartöflur

3. Fara í gúmfey hrein náttföt og ósamstæða gúmfey sokka.... ahhh, þægilegt - gott veður!

Gúmfey náttföt og sokkar

4. Eftirréttur - góð bíómynd.

Skyrblanda með berjum og múslíbotni og fondú!

Ég snaraði í eftirrétt úr því sem ég fann í eldhúsinu. Bjó til skyrblöndu úr.. jah, skyri, 12% rjómaosti, berjum og múslíblandi sem ég muldi niður til að búa til botn. Svo skar ég niður ávexti og bræddi 70% súkkulaði til að dífa þeim í - fondue! Fondú er gleðilegheit - skemmtileg leið til að borða mat!

Skyrblanda með berjum og múslíbotni.

Tækifæris skyr-gumsið heppnaðist nokkuð vel og er barasta í hollari kanntinum. Skyrblanda: 100 gr. skyr, 50 gr. 12% rjómaostur, vanilludropar, hunang. Botn: 1 - 2 mulið súkkulaði hafrakex, quinoa flögur, múslíbland, smá mjólk út í, blanda vel og þrýsta í botn á t.d. skál eða glasi. Ofan á botninn kom svo lag af skyrblöndu, þarnæst hindber og puffed wheat, skyrblanda og bláber með smá súkkulaðisósu. Fitan í ostinum, fyrir þennan skammt, eru 6%, sem er nokkuð vel sloppið og hafrakexið mætti missa sín - annars væri þetta hið besta mál í t.d. hádegismat eða morgunmat. Bara frábært!

5. Brakandi hrein og ný sængurföt sem bíða eftir því að láta kúrast með sig! Ójá, þið kannist við þá tilfinningu - noootalegt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uhhhmmmmmm (nautnastuna)!  Hljómar allt saman ómótstæðilega :)

Finnst fyrsta myndin massaflott, nettur Hús og Hýbýlisfílingur - lookar allt ógó vel!  Hef áhyggjur af skemlinum í sukkinu, hvar er bakkinn?? Eruð þið að fá ykkur súkkófondú yfir skemlinum, íííííííííííahhhhhh :S

 En ókey, flott allt sammen :)

dossa (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 00:42

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sukkskemillinn er ósukkaður - við erum svo geypilegir snyrtipinnar! ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 1.6.2009 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband