Allt er vćnt sem vel er grćnt

Grćnt monster!

Hef lengi viljađ prófa ađ búa ţetta til og lét loks verđa af ţví í dag. Varđ ekki fyrir vonbrigđum! Ekkert nema jákvćtt og rosalega bragđgott! Kom mér skemmtilega á óvart. Manni líđur líka svo vel eftir ađ hafa gúllađ ţessu í sig, prótein, ávextir, grćnmeti - allt undir sama hatti! Svo er spínat svo gott sem laust viđ hitaeiningar, ef ţú ert í ţeim gírnum. 30 grömm spínat = 7 hitaeiningar og milljón vítamín. Hollt, hollt, hollt. Drykkurinn er líka ćđislegur á litinn!

Banana og spínat prótein drykkur - fyrir 2

Banana og spínat prótein drykkur - geggjađMorgun-/hádegis- eđa kvöldmatur

2 frosnir bananar

2 skammtar prótein, ég notađi banana muscle milk. Má sleppa.

1 bolli ísköld undanrenna/fjörmjólk/sojamjólk...

1 bolli ískalt vatn

Slatti af fersku spínati. Rúmlega tvćr lúkur.

Mćtti bćta viđ höfrum, hörfrćjum, hnetum, hnetusmjöri....

Ţessi verđur töluvert ţykkari en sá sem ég fékk mér áđan, ef ţiđ fíliđ ekki svleiđis bara bćta viđ meiri vökva.

Viđbit

1 frosinn banani

1 (eđa 2) skammtur prótein, má sleppa

1 bolli ísköld fjörmjólk/undanrenna/sojamjólk...

1 bolli ískalt vatn

Slatti af fersku spínati. Rúmlega tvćr lúkur.

Allt saman í blender og blanda eins og ţú eigir lífiđ ađ leysa. Mćtti setja í ţetta klaka, ég sleppti ţví af ţví ađ bananinn var frosinn. Kom skemmtilega út, bragđgott og ekki minnsta bragđ af spínati. Kom kannski smá, pínkulítill keimur, ég veit ekki - ég rembdist eins og rjúpan viđ ađ reyna ađ finna fyrir spínatinu en allt kom fyrir ekki. Ţetta er ćđi og ţessu ćtla ég pottţétt ađ koma inn í matardagskrána mína. Hversu mikil snilld er ţađ ađ fá grćnmetisskammt í vökvaformi međ bananabragđi? Spínatiđ hentar líka svo vel í mall sem ţetta ţví ţađ er tiltölulega hlutlaust á bragđiđ. Gleđi...

Banana og spínat prótein drykkur - geggjađ

... ég sé grćnan hafragraut í minni nánustu framtíđ!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband