Morgunmatur í kvöldmatinn

Hengirúmið góða

Nú er sumarfríið gengið í garð. Það tekur á móti mér með blússandi blíðu, hengirúmi, kettlingum og mikið af mat! Gæti ekki verið betra. Þetta veður er líka ótrúlegt. Verður allt svo mikið fínna og skemmtilegra þegar himininn er blár, grasið er grænt og 66 gráður norður eru ekki frussandi í andlitið á manni!

Þar sem ofáti helgarinnar er nú lokið þá þykir mér alltaf gott að borða ávexti og grænmeti til að, bókstaflega, éta sjálfa mig niður. Það er mjög hræðilegt að virkilega þurfa að jafna sig á ofáti en svona er þetta bara stundum. Eftir einn dag af léttu ávaxta, grænmetis, prótein áti er maður þó pínkulítið sáttari við að eiga heima í sínum eigin skrokki. Þið hljótið sum að kannast við tilfinninguna "Ógvöð, ég borðaði pizzu, nammi og ís og er núna búin að þyngjast um 20 kíló". Crazy, I know, en þetta upplifa allir í amk. eitt skipti!

Í dag hefst líka nýtt ferli í matarmálum, ofáti lokið og eðlilegur matseðill tekinn í notkun á nýjan leik! 

Ég er búin að liggja út á palli í Ásbúðinni, hjá mömmu og pabba, síðastliðna tvo daga og er vel crispy að utan! Það er bara svo notó að flatmaga í hitanum með familíunni. Í gær voru á boðstólnum ískaldir ávextir sem nartað var í yfir daginn. Þessi melóna var líka fullkomin, crunchy, sæt og svakalega safarík. Þið kannist við tilfinninguna að stíga í nýfallinn brakandi snjó? Þannig var þessi melóna, nákvæmlega eins og góðar vatnsmelónur eiga að vera. Mmmmm!

 Ávaxtagums á heitum degi

Svo komst ég í smá epla- og ostaköku síðan á laugardaginn. Jújú, voru enn svaaakalega fínar. Eftir smá rót í ísskápnum þá fann ég aleinan og yfirgefinn hambó. Það má ekki skilja svoleiðis gersemar útundan. Á aumingjans hamborgarann var ráðist, hann klæddur í brauð, hitaður og étinn með hraði. Ég deildi honum með hinum helmingnum! Rétt náði mynd af síðasta bitanum áður en hann var gleyptur! Óóótrúlega góður!

Djúsí og góður eðal hambó 

Eftir hambó fórum við að sækja kettlinga til Grindavíkur, þeir voru í pössun hjá okkur yfir nóttina og eru núna frekar bílhræddir á leiðinni á Höfn til Tengdó. Það er ekkert erfitt að knúsa þessa tvo í, svo gott sem, eina klessu ef maður vandar til verks! Sjáið bara hvað þeir eru fallegir! Argh!

Mugison og Mía 

Öööö... í tilefni kettlinganna?

Sveitt Pizza Hut pizza  '

Miðað við hvernig myndin hér að ofan lítur út þá byrjaði ég 'detox' daginn minn í dag á próteinblandi og ávöxtum. Góð blanda og fallegir litir, fullkomið start á deginum.

Próteinbland með ferskum berjum og múslí 

Toppaði það með eftirfarandi hádegismat - undir ostinum er blessað grænmetið í felum! Bláfjallabrauð og hálf heilhveiti kjallarbolla ásamt ofur crunchy vatnsmelónunni!

Léttur og góður hádegismatur. 

Hitinn á pallinum átti eftir að hækka um 2 gráður þegar líða tók á daginn. Ljúfa líf! Þessi pallur er líka laus við svo mikið sem golu, eins og að vera inni í ofni. Enda ber ég þess merki, ég er eins og grilluð paprika!

 Gott að vera á góðum palli í góðu veðri

Siesta - pabbi og Mosi yfirgáfu hitann og pallinn seinnipartinn. Notalegt ekki satt? ZzZzZzzzZz

Siesta 

Þá kem ég loksins að því sem varð kveikjan að þessu blessaða posti mínu. Mér finnst æði að fá mér morgunmat í kvöldmatinn. Eftir helgina, daginn og hitann hafði ég ekki lyst á grill- eða heitum mat. Langaði í eitthvað kalt og ferskt. Ég stökk því inn í ísskáp í mínum helli, gramsaði og fann ískalt skyr, afgangs ávexti og smá múslí. Voila, kvöldmatur. Algerlega æðislegt og hitti beint í mark! Perfecto! Ég rændi líka vatnsmelónu ársins frá heimahúsum... Ahaaa!

Morgunmatur í kvöldmatinn - skyr, ber, múslí 

Svo til þess að fullkomna þennan annars fullkomna dag, þá ætla ég að enda hann á kvöldhlaupi, sturtu og góðri bíómynd! Ahh hvað það er nú notalegt að vera til!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband