Hafragrautur með peru, eplum, valhnetum og kókos.

Ahh, venjubundin matardagskrá! Einstaklega ljúffengur morgunmatur og skrokkurinn heldur hamingjusamari en um helgina. Byrjaði daginn, enn einn sólardaginn, á skokki í Garðabænum. Mjög upplífgandi og æðislegt. Allir sem hafa kost á að vera úti eru úti, hjólandi, hlaupandi, labbandi, hlæjandi!

Það er æðislegt þegar sólin lætur sjá sig á Íslandinu, verða allir svo kátir í hjartanu!

Hafragrautur með eplum, peru og valhnetum

Sjóða saman:

1 dl hafrar

1 skammtur prótein (ég notaði banana M&M - NOM)

1/4 stappaður banani

1/2 pera, smátt skorin

1/2 epli, smátt skorið

Gomma af valhnetum 

smá kanill

smá vanilludropar

Hafragrautsskraut: 

Kókos og múslí 

Hnetusmjör í skeiðina 

 

Mikið er nú almennilegt að borða almennilegan mat.

Eigið góðan dag elsku fólk, njótið hans í botn og njótið þess að vera til! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband