Thai heim í stofu

Tók 29 mínútur, frá byrjun til enda.

Nei... hmm hmm... ekki ég sem galdraði þetta fram. En ómæhólímólíness  hvað það er einfalt að gúbbla svona saman og gott var það! Svo, svo mikið gott.

Mikið sem ég ööölska Thailand!

KruaThai einhver? Jebb.

*gleði*

Hokay!

Byrja á því að búa til smá drasl! *check*

KruaThaiHeim

Hvítlaukur, rauðlaukur, curry paste og smávegis olíu í pott og grilla þanagð til vel lyktandi og amazing.

KruaThaiHeim

Og ekki kaupa þetta paste sem þið sjáið hér að neðan. Það er algerlega bragðlaust!

KruaThaiHeim

Skera niður það grænmeti sem flýtur bátnum ykkar.

Brokkolí, gulrætur, blómkál, sveppir, paprika er það sem notað var á þessum bæ. Þið getið notað það sem ykkur langar í mín kæru!!

Hvítkál, gúrku, sætar kartöflur, rófur...

KruaThaiHeim

Þar sem ég var sérlegur myndatakari, áhorfandi og pillari þá lét kokkurinn mig fá þetta grey á meðan ég beið svo ég æti ekki allt grænmetið sem búið var að skera niður.

KruaThaiHeim

Fíllinn þráir það heitar en hnetur að komast út... aumingjans kryppildið!

KruaThaiHeim

Dós af kókosmjólk opnuð og gerð tilbúin.

KruaThaiHeim

Kjúllinn tilbúinn....

KruaThaiHeim

...næstum!

KruaThaiHeim

Eftir að búið var að snyrta lærin, afhýða og niðurskera voru þau sett út í karrýgleðina.

KruaThaiHeim

Þarnæst elti kókosmjólkin ásamt 2 auka kókosmjólkurdósum af vatni.

Þetta bubblaði hamingjusamt í einhverjar 15 mínútur, smá kjúklingakrafti bætt við, engifer, basiliku og hrísgrjónaediki.

Til að gera þetta ofur myndi maður nú spandera í ferska basiliku, smá sítrónugras... ferskar og ilmandi kryddjurtir.

En við spanderum ekki bara til spanderingar gott fólk, onei. Við spanderum bara um helgar og fyrir gesti... það eru hvorki gestir hér né helgi, eða Helgi.

Ekki að það skipti máli. Þetta var sniiiildin thailenskur einar í skál!!!

KruaThaiHeim

Og voila!

Glæzt... ekki satt!?

Myndavélin mín er orðin svoddann rass að þetta slideshow af ánægu kvöldsins gerir... well.. ánægjunni ekki nánda nærri nógu ánægjuleg skil!

Hrísgrjón voru svo snædd að þessari skál lokinni með góðri slummu af súpu.

KruaThaiHeim

Létt og gott, stútfullt af grænmeti, góðu próteini og allskostar gleðimegin við línuna, bæði hvað innihald og lengd matseldar varðar.

Hamingjusamt átvagl ... yfir og út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú máttu endilega taka þér pásu frá eldamennsku og kíkja örsnöggt á Fésbókina þína :-)

Daníel (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 20:08

2 identicon

Nammmmmm.....sko ef þig/ykkur vantar tilefni til þess að spreða þá er ég/við alltaf reddí í að fórna okkur í að vera gestir, mmmkey?

dossa (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 00:05

3 identicon

Hey, hver er eiginlega að elda???

Ein forvitin sko!

;)

Annars lítur þetta geðveikt vel út og Krua Thai er einn af mínum uppáhalds.

Les daglega (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 09:31

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Daníel: Hahhh... komið ;)

Dossa: Það er á plani næstu vikna, ójá.

Daglegt les: Hehh, kokkurinn að sjálfsögðu ;) En já, Krua Thai er æði og þetta kæri(a) var nákvæmlega... eins! *gleði*

Elín Helga Egilsdóttir, 20.4.2011 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband