Eldhrímnir

Já! Já takk og aftur, já takk!

Fór þangað í hádeginu og þessi staður hefur hér með hlotið sess á uppáhalds "út að borða" listanum mínum. Trjónir þar í efstu 5 ásamt Saffran og Kryddlegnum hjörtum, ef dæmi má nefna.

Yndislegt andrúmsloft. Æðislegur staður.

Eldhrímnir

Eldhrímnir

Eldhrímnir

Brosmilt og glatt starfsfólk, virkilega vel tekið á móti okkur og maturinn dásamlegur. Nýbakað brauð alla daga, súpa, kalt salatborð og heitir réttir. Í dag voru þau með yndælis grænmetis lasagna, kjúklingapasta, súrsætan grísapottrétt og grillað lamb ásamt grænmeti og ristuðum kartöflum.

Eldhrímnir

Eldhrímnir

Eldhrímnir

Hér vantar inn súrsæta ofursvínið, kjúklingapastað og lasagnað.

Var of gráðug til að bíða eftir því, stökk beint ofaní súpuna og kalda borðið og gleymdi mér svo í átgleðinni.

Átgleði > myndataka

Eldhrímnir

1500 krónukallar fyrir allt sem þú getur í þig troddað... og það í hollari kanntinum. Jebb.

É'raðfíle'dda! Mælimeð'essu! Very mucho impressivo!

Eldhrímnir

Margfaldið þennan skammt með þremur, einni súpskál og brauði! Ekki blekkjast, kjúklingapastað felur sig undir þessu græna og grænmetis lasagnað bættist á disk númer tvö.

Munið.

Átgleði > myndir!!!

Ég fékk mér svo ómyndaða eplaköku í eftirrétt.

Fer þangað aftur, svo mikið er víst.

*gleði*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar skyldi nú þessi ágæti staður vera til húsa.?

Númi (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 16:43

2 identicon

Sko, þú ert yndisleg og indæl - en enn algerlega ybbsilonblind

Luvs

Dossan (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 22:44

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Númi: Það er linkur í heimasíðu staðarins. Undirstrikaða orðið "staður" í fyrstu setningunni :)

Dossan: Ég er y blyndary en y blyndi maðurynn í Uppsölum :/

Elín Helga Egilsdóttir, 31.3.2011 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband