3 DAGAR

Í HÁSTÖFUM

ÞRÍR... DAGAR GOTT FÓLK!

FYLLING, ÖND, RÍSÓ, KONFEKT, JÓLALJÓS, HAMINGJA, GLEÐI, JÓLAJÓLAJÓLA

HIHIHIHIIIIIIII

hmm hmm.. afsakið.

Þegar ég var að baka um helgina keyrði Kóka-kóla jólalestin framhjá íbúðinni minni. Ég hélt ég myndi tryllast úr ofurspenningi og hljóp út... get svo svarið það. Verri en litlu börnin.

Maðurinn sem stóð á götuhorninu glotti út í eitt. Ég hljóp út vopnuð myndavél með deig í hárinu spenntari en góðu hófi gegnir.

Sönnun

Og maðurinn sem stóð út á götuhorni er ekki hvaða maður sem er... það er.. maður-inn! Sá sem stendur alltaf út á götuhorni. Þið vitið. Maðurinn....

...allavega! 

Snéri svo vörn í sókn, eftir ofát helgarinnar, og hlammaði mér í ræktina í morgun. Byrjaði daginn á einum gömlum, en góðum. Grautargleði í sinni einföldustu mynd, subbuleg skál og allt.

Við mitt sérlega vel metna eldhúsborð!

Einfaldur, subbó, góður

Afrekaði það að klára Karvelio hringinn á mettíma - þar með talið 120 armbeygjur og 60 froskar. Jííhaaaw! 

Gúllaði Hámark eftir æfingu... stalst svo til að taka eina egosentríska "eftir" mynd til að nota í hinn svaðalega "fyrir-eftir" póst sem kemur til með að líta dagsins ljós á næstunni.

Hámark hámarksins

Egosentrísk í þeim skilningi að mér leið eins og hálfvita með myndavélina að vopni. Hún heppnaðist því ekki betur en þetta.

Note to self: Dröllast til að láta einhvern annan taka hinar ó svo "ekki þær skemmtilegustu" eftir myndir.

Hámark eftir æfingu á eftir

Flundraðist í vinnuna og við mér tók svona líka eðalfín jólagjöf!!!

Þessari krúttusprengju verður heilsað yfir hátíðarnar.

jólagjöfin 

Át nokkrar ómyndaðar brasilíuhnetur + mandarínu í einu svaðalegasta hungurmóki sem undirrituð hefur upplifað í langan tíma.

Mandarínan var eðall í mandarínuskinni!

Borðaði líka hvítlauks-löngu og grænmetisfjall í hádeginu. Það var eðall í... hvítlauks... skinni...?

Tók svo brot af afrakstri helgarinnar með mér í vinnuna og útbjó smá "smakk-platta". Alltaf gott að hafa tilraunadýr við hönd.

smákökusmakk

smákökusmakk

Hafrakökur + súkk mokka + karamellur vinsælast.

Og bara svo þið vitið það... þá er Herra Gymboss líka nýtanlegur í kökubakstri!! Stórgóður sem bökunarboss og sérlegur aðstoðarkokkur.

bökunargymboss 

Einn, tveir og ÞRÍR.

Skytturnar ÞRJÁR.

ÞRJÁR raddir.

Allt er þegar ÞRENNT er.

Jebb.

Þrír! Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl - maður getur reitt sig á að græða brosgrettu þegar maður kíkir við hjá þér   Langaði til að spyrja þig þegar þú hófst átakið fórstu þá bara á fullt?  Hentir öllu ruglumbullusulli út og hentist í ræktina sjö sinnum í viku?    Ég er alltaf að reyna að setja niður fyrir mig eitthvað átak en enda bara í ruglinu einhvernveginn og veit varla á hvaða enda ég á að byrja

Ásta (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 15:18

2 identicon

Skvísan!! :)

 Hlakka til að sjá og lesa fyrir og eftir pistilinn ;)

Þuríður (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 16:12

3 identicon

Þessi jólabíll er ekkert að taka mark á lögreglunni sem var þarna á eftir honum. Mér dettur í hug að þeir hafi ætlað að stoppa hann fyrir að vera með háu ljósin innanbæjar....

Hvenær eigum við taka skopp! Ég stoppa stutt.....verð farin aftur 3.jan! Lets dú it!

inam (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 19:06

4 identicon

Sæl,

Mjög fróðlegt og skemmtilegt blogg hjá þér, allt morandi í (mestmegnis) hollum uppskriftum. Ég týnist samt svolítið í því hvað þú borðar oft yfir daginn og hvenær. Líka hvort það sé stór munur á virkum dögum og helgum...ég er alltaf að spá í þetta út af sveiflukenndum blóðsykri og þarf þar af leiðandi að passa jafnvægið.

Væri nokkuð hægt að plata þig til að skrifa aðeins um svona dæmigerðan vinnudag og svo dæmigerðan helgardag...ég veit þú ert með rosalega fjölbreytt mataræði, en ég er að spá í svona best of...einföld, góð ráð...plís?

kv.

Helgi Þór

Helgi Þór (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 19:35

5 identicon

Þú gleymdir að minnast á kaffibollann ;)

Annars til lukku mit 120/60 comboið! Vel gert!

Ég þarf greinilega að fara að herða æfingarnar :)

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 21:44

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ásta: Þegar ég byrjaði fyrst þá vissi ég nákvæmlega ekki neitt! Vissi ekkert hvað ég var að gera, hvernig ég "átti" að borða ofr. Það var ekki fyrr en ég kom heim frá Frakklandinu, og öllum ostunum, sem ég ákvað að nú væri nóg komið. Þá, í um það bil 8 mánuði, var ég hörð sem steinn og gerði allt "eftir bókinni". Á meðan ég var að léttast já, þá var ekkert rugl. Mætti 6 sinnum í viku, þar af lyfti ég 3svar. Svo fór ég að fara aðeins "overboard" í þessu öllusaman og mætti alla daga vikunnar og stútaði loks brennslunni. Glæsilegt...

...ef ég væri að "byrja" núna og ef ég væri að gera þetta ein og óstudd

-> Finna þér þjálfara sem þú treystir og fá "plan" hjá viðkomandi. Byrja kannski á því að mæta 3 - 4 sinnum í ræktina í viku og taka matarræðið í gegn. Númer 1, 2 og 3, matarræðið. Auka svo við mig ræktarsúss eftir því sem á líður, ef þú hefur hug á því. Taka 1 - 2 daga í léttri brennslu. Fer svolítið eftir markmiðunum þínum, en þetta er það sem ég myndi gera til að byrja með.

Þuríður: Hann er orðinn svo alræmdur að það er eins gott hann standi undir nafni blessaður.

Inam: Skopp on plan milli jóla og nýárs. Heil vika þar sem fer í hangs og almennt "ekki neitt". Finnum okkur tíma. Ertu morgunhöns eða kvöldhöns?

Helgi Þór: Hahh já! Jólakökuuppskriftir hafa einkennt þetta blogg blessað all svaðalega undanfarið :)

En ekki málið. Ég skal lista upp, bæði í máli og myndum (amk reyna í myndum) einn eða tvo daga hjá mér.

Samt ágætt að hafa í huga að það sem "virkar" fyrir einn, virkar kannski ekki fyrir næsta mann. Maður finnur þetta svolítið hjá sér sjálfur. En alltaf gott að hafa viðmið. Ég skal viðurkenna það :)

Fannarinn: Já, kaffibollinn fór forgörðum í almennu kjafti og hamagang.  Hefði nú kastað á því almennilegri kveðju en vildi ekki trufla ykkur skötuhjúin :)

Bring on the æfings! Ekki það að axlirnar á mér séu hamingjusamar með það eftir Spartacusinn... 120/60 var samt eðal-erfitt. :)

Elín Helga Egilsdóttir, 21.12.2010 kl. 09:48

7 identicon

Ú - verður þetta jólagjöf þín til lesenda þetta árið :) Fyrir-eftir pistill? Hlakka fáránlega mikið til að lesa hann ;)

R (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 12:15

8 identicon

Axlir-smaxlir!

Búum til almenna gleði í janúar, það er bara þannig :D

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 12:50

9 identicon

Takk  Ég er einmitt í startholunum en gengur doldið illa að ákveða á hvaða enda ég á að byrja þessa vegferð ... gott að vita aðeins hvað aðrir hafa gert og hvað virkaði fyrir þá

Mikið væri það skemmtileg jólagjöf "fyrir og eftir" pistill

Ásta (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband