Tvær... vikur... til jóla!

Jóhóla!

Hlakka svo til.

24. desember gott fólk! Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur???

Ómanneskjulegt jólaát, konfekt, smákökur, jólakökur, jólaönd.. jólaönd... jólafylling, jólaönd, risalamande, rjómi... ohhh hvað ég eeelska rjóma!

Egils malt og appelsín! AppEL(s)ÍN! HAHH!

Mikið að gera í gær. Búið að vera mikið að gera undanfarið. Tók samt myndir af almennu áti, dugleg stelpan, en rankaði við mér í morgun með tölvuskessuna í fanginu. Skulum því bæta upp fyrir myndalausan gærdaginn.

* Játningar fyrir 09.12.2010 hefjast10.12.2010 - 08:27 *

Morgunmatur. Skjör, kanilgrautur, múslí.

Vinnan er æði.

Hræringur

Hádegismatur. Grænfjallið, kotasæla og smábiti af grísahnakka.

Er ekki alveg nógu ástfangin af Hlöðveri grís... amk ekki til átu.

grænfjall

Æfing átti sér stað seinnipartinn. Graðgaði í mig grófri brauðsneið, eggjahvítum og grænmetisfjalli fyrir þann gjörning. Eftir æfingu komst ég að því að Hleðslunni hafði ég gleymt í heimahúsi svo ég reddað'essu með GRS-5.

GRS-5

Kvöldmatur var í formi kjúlla á Austurlanda Hraðlestinni. Ohhh mama!

* Játningum fyrir 09.12.2010 lokið 10.12.2010 - 08:30 *

Tók svo einn af tveimur þrekhringjum a-la Karvelio í morgun. Gúllaði því einn einfaldan um 5 leitið, æfing klukkan 6 og áfram með smjörið.

Meistarinn var á staðnum blessaður. Ég heppin... eða óheppin? Tounge

Ég heyrði spangólað af og til "Elín... settu fótlegginn upp í þessari æfingu, það er erfiðara", "Hmm, 2 mín planki er hálf pervisið...".

Hendur, miðja og bak eru amk "sátt". Veit ekki hvort minn innri vorkennari sé það hinsvegar.

Mjög, mjöööög kát með þessar æfingar samt sem áður og viti menn - bæting síðan í síðustu viku! Svo ég taki dæmi - "Staggered" armbeygjur. Þurfti að hvíla mig 4 sinnum síðast og náði 1/3 af uppgefnum fjölda í fyrsta setti. Þurfti bara að hvíla mig 2 núna og kláraði 3/4! Hænunú!

Eftir-æfinguátið mitt í dag var Toraniblandað skyr og brakandi, brakandi fersk græn gleðisprengja.

Já, ég gat ekki beðið og beit í eplið fyrir myndatöku.

Kærið mig!

gott kombó

Skera -> dolla -> HRÆRA

að preppa

HRÆRA

Borða  uppúr uppáhalds átfati.

Uppáhalds átfat

Þetta var játningafærsla dagsins í dag. Svoleiðis þuuulið upp hvað ofan í svarholið hvarf.

Set inn ostakökuuppskrift á eftir. Smáköku- og konfektpistlar fylgja svo fast á hæla hollustunnar næstu daga.

Bara tvær vikur þangað til gott fólk! Hihiiiiii....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Persónulega finnst mér þú heppinn að hafa þennan mann þarna að öskra á þig, ekki það að ég sé NEITT hlutdrægur :)

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 09:08

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahhaha... en jú. Sammála! Alltaf, alltaf gott að fá "smááá" spark í rassinn!

Kannski þessvegna sem ég hélt þetta svona vel út... monta mig fyrir þjálfa HAHH!!! Fara svo grátandi inn í búningsherbergi þegar enginn sér til! :)

Elín Helga Egilsdóttir, 10.12.2010 kl. 09:44

3 identicon

Þetta virkaði nú ekki svo erfitt, var það?

Flott hjá þér stelpa and keep it up!

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 10:00

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þær eru lúmskar svona hver á eftir annarri. Sumar sem ég hefði getað haldið út lengur, gert fleiri reps... og þá gerði ég það bara!

En æfingin í heild er svaðaleg. I like it.. a lot!

Elín Helga Egilsdóttir, 10.12.2010 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband