Gestakokkur

Fékk að gestakokka í vinnunni í dag.

Þar sem kjúlli hefur oftar en ekki orðið fyrir vali gestakokka ákvað ég að snúa vörn í sókn og útbúa uppáhalds fiskrétt Gúmmulaðihallarinnar. Arabíska ofurþorskréttinn.

Hann kom æðislega vel út og fólki þótti hann gvöðdómlega fínn.

Fyndið að vinna í svona stóru eldhúsi og útbúa mat fyrir milljón manns. Það er allt stórt eða mikið eða ofur... Ég keypti t.d. smá Aromat sem ég ætlaði að nota. Eldhússkvísurnar mínar áttu hinsvegar nóg af því.

Það er hægara sagt en gert að halda með báðum krumlum utan um kryddstauk og reyna að krydda "pent" mín kæru! Ójá!

Litli og stóri

Ernan mín og Þórunn mín

17 sítrónur, 40 paprikur, 10 kg. sveppir, 25 kg. þorskhnakki, 36 tómatar, 12 pakkar döðlur, 600 tonn ólívur...

...hihiiiii hvað þetta var geðveikt gaman!!!

Byrja á því að kreysta "nokkrar" sítrónur og leggja fiskinn í vökvann.

fiskröðun

YOU'RE DOING IT WRONG!

kremja fiskinn

fínar sítrónur... eeelska sítrónur

lemonskvíser

le fish

Nokkrar döðlur og smá olía

Smáveigis grænmeti

Hvað sjáið þið fyrir ykkur þegar þið hugsið "Ein dós af ólívum"?

Nokkrar ólfífur

ein dós ólívur

Jæja, allt hráefni reddí og þá byrjar brælan!

Grænmetið fyrst...

STÓR PANNA

Grænmetis gleði

...svo fiskurinn!

Sjáið þið grautargleðina fyrir ykkur? 100 tonn af graut!

Þorskurinn að léttsteikjast

Raða í risaföt og loksins inn í ofn!

Raða fallega, vanlega, krúttaralega

Allt að ske.. döðlurnar síðastar á svæðið

ostur yfir

Nohm! Nohm nohm nohm!

Homygod

HÁ.. alvarlegt mál!

Háalvarlegt mál

Vona að ég fái að vera gestakokkur aftur - þá verður lasagna eða kjötbollur í sterkri tómatsósu fyrir valinu! Get þó sagt ykkur það að vinna í mötuneyti, og að þurfa að elda fyrir marga mismunandi bragðlauka, er afskaplega... afskaplega vanmetið. Þið skuluð því vera góð við eldhúsfólkið ykkar sama á hvaða vettvangi það er!

Þetta var þvílíkt ys og þys og at og vá. Var að án stopps frá 09:00 til klukkan 14:00! Búa til, bera fram, ganga frá og allt þar á milli! Tíminn flaug og ég át... og át... og át smá meira. Þetta er fullkominn "pill"-vettvangur!

Stórkostlegt!

Takk fyrir mig mínar elsku bestu Erna og Þórunn! Þetta var ekkert nema gleðin einar!!!

Eldhúsm"ellan" kveður að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Isssss, sendu bara Valdan með fesk heim í töpp-er-ver, það er bara fair!

Eldhúsmellan rokkar!

Doss (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 16:19

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég frétti sko af þessum gjörningi frá fyrstu hendi... eða ætti ég að segja frá fyrstu tungu. Mikil hamingja og gleði með krásirnar skal ég segja þér.

Mátt sko gestakokka í mínu eldhúsi any day ;)

Ragnhildur Þórðardóttir, 1.10.2010 kl. 11:04

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Dossa: Við bjóðum bara í eitt stykke bjóð sem fyrst.

Ragga: Tek þig á orðinu og kem askvaðandi einn daginn í sóðaát og almenna eldamennsku!!

Elín Helga Egilsdóttir, 1.10.2010 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband