21.2.2010 | 00:33
Aftur til fortíðar
Jah.. fortíðar og fortíðar. Aftur til þarsíðasta fimmtudags! Ég steingleymdi að setja færsluna inn, synd og skömm ungfrú Elín! Synd og skömm!!
Hittumst nokkrar skvísur úr vinnunni og gerðum okkur gleðilegan og hamingjusaman dag. Þetta var svaðaleg veisla og ekkert nema dásemdin einar að smjatta á. Inger stóð sig eins og hetja í matarmálum og galdraði fram fjórrétta ofurmáltíð. Risarækjur, humar, kjúlli og fiskibollur.
Minn diskur þennan örlagaríka átvaglsdag innihélt eftirfarandi.
Ég sá um eftirréttinn! Jebb - þið vitið það elskurnar. Eplakakan getur bara ekki klikkað!
Með henni var svo ómyndaður ís og... jú, meiri karamellusósa!
Takk kærlega fyrir mig mínar kæru! Þetta var ekkert nema stórkostlega ofurgott og skemmtilegt!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Svindl, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2010 kl. 12:39 | Facebook
Athugasemdir
mmm hvað rauða sósan með kjúllanum er girnileg! og rétturinn sjálfur.. er hægt að fá uppskrift? :)
p.s. er farin að kíkja daglega hér og notfæra mér uppskriftirnar þínar, takk kærlega fyrir skemmtilegt blogg og góðar og hollar uppskriftir!
kv. Valgerður
Valgerður Björk (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 18:02
lítur svo vel út...ummmm*slef*
Heba Maren (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 09:22
Þetta flokkast sem matarklám... vóhó hvað þessi kaka er sóðalega girnileg. Hún verður þokkalega rokkuð hér á Vølundsgade á næstunni ÓJÁ!! Vona að þú hafir notið hvers bita í spað.
Ragnhildur Þórðardóttir, 22.2.2010 kl. 09:50
Þetta var svaðalegt. Ég er alveg að gúddera fiskmeti þessa dagana - bara gvöðdómlegt!´
Já, ég þarf að redda uppskriftum af þessu!
Ragga: Hver biti tugginn amk 30 sinnum til að nýta hvert einasta atóm af bragði. Karamellu-extravaganza með kanilbragði, krumsi og eplum. Gvuðmundur!!!
Elín Helga Egilsdóttir, 22.2.2010 kl. 10:16
Vá! Thessi Inger er snillingur. Er Inger ógift?
Thetta er thad girnilegasta sem ég hef séd!
Hungradur (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 12:36
Inger er ofurmegaeldamennskuguð! Þetta var allt geggjað!!
Inger er lofuð - því miður! Ég væri til í að giftast henni! ;)
Elín Helga Egilsdóttir, 22.2.2010 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.