Færsluflokkur: Fyrir æfingu

Morgunverðarpönnsa

Jebb. Pönnukökur klukkan 6 að morgni. Rændi þessari uppskrift frá Röggu. Átti ekki grasker svo ég lét hafrana liggja í eggjahvítunum yfir nótt. Bætt þá út í deigið smá kanil/vanilludropum/lyftidufti á hnífsoddi. Berin örbylgjaði ég í muss, blandaði 1 msk af þykkt blönduðu próteini og smurði yfir pönnsurnar.

Eggjahvítu- og hafrapönnsur

Eggjahvítu og hafrapönnsur

40 gr. hafrar

5 eggjahvítur

60 gr. grasker (ég sleppti, átti ekki grasker)

vanilludropar

kanill

sætuefni ef vill

Gums af öllum sortum - hörfræ, hnetur, ávextir, krydd...

Hræra saman, hella á heita pönnu - voila. Má hræra saman í blender, með handþeytara, skeið eða einhverju exotísku ef þú ert í stuði.

 

Afskaplega fínt, áferðaperrinn kátur og maginn sáttur. Stundum er hægt að plata átvaglið með því að bíta í mat sem er í laginu eins og "bannmatur" - kökur, búðingur, pönnukökur... þessar plötuðu svo sannarlega. Síðan væri hægt að bæta allskonar gúmmulaði út í degið. Hnetum, banana, muldum hörfræjum. Eða taka American Style á þetta með eggi og beikoni. Möguleikarnir eru endalausir. Þetta var virkilega mikill gleðimatur.

Jæja, ætla að gera mig klára á æfingu. Hringþjálfun og brennsla, vinna, kvöldmatur, kvöldnasl, svefn, lyftingaræfing, borða, gera Gúmmulaðihellinn upp, borða... NAMMIDAGUR! Svakalegt hvað tíminn líður!

Finnst einhverjum öðrum eins og að pönnsurnar, á myndinni hér að ofan, séu að ulla á sig?


Allt fyrir áferðina

Þið sem lesið þetta hjá mér vitið eflaust að áferð á mat er número dos í röð yfir mikilvæga hluti í matargerð og mataráti Elínar. Er oft að leika mér með ýmsar tegundir af morgunkorni, koma því fyrir inn í ísskáp með mjólk/jógúrt/skyri og bæta einhverju krumsi út í það daginn eftir.

Prófaði um daginn að blanda saman skyri og Havre fras og geyma inn í ísskáp yfir nótt. Að sjálfsögðu leyfði ég jarðaberjunum mínum að vera með og smá vatni. Hitaði berin að mauki í örbylgju, bætti við skyri, vatni, kanil, vanilludropum og loks Havre fras bögglum, þannig að skyrið húði bögglana rúmlega.

Havre fras og skyr eftir nótt í ísskáp

Bjóst nú ekki við miklu eftir ísskápsveru en viti menn. Áferðaperrinn hið innra æpti og skrækti af gleði! Ef ykkur þykir t.d. brauðtertubrauð gott, rjómatertubotnar nú eða pizzabrauðið, sem hefur fengið þann heiður að vera undirlag fyrir sósu og ost, þá eigið þið eftir að elska þetta gums. Havre fras koddarnir bólgna út og verða að hálfgerðu brauði.

Havre fras og skyr eftir nótt í ísskáp

Mætti segja að þetta sé ekki ósvipað ofnhituðum brauðbúðing nema ögn ferskara! Fluffy eins og sykurpúði, næstum eins og ladyfingers í tiramisu...

Næstum eins og ladyfingers í tiramisu

...ég ætla að búa til annan skammt í kvöld og borða á morgun. Ójá! Kannski ekki fallegasta gumsið í blokkinni en þó fínna en Franken-grauturinn sívinsæli!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband