Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Bolluát og almenn gleði

Gaman að segja frá því að ég átti einusinni afmæli á bolludegi! Hvenær nákvæmlega, man ég ekki alveg, en bollan afmælaðist á bolludegi og þótti gleðilegt.

Góð saga ekki satt?

Þrátt fyrir óþrjótandi ást mína á bollum og bollulegum hlutum þá fór þessi bolludagur fyrir bý. Ég hef ekki verið í miklu bollustuði, þrátt fyrir leynilegt ástarsamband mitt við rjóma, og hef því alfarið sleppt bolluáti þetta árið.

Hef nú samt farið í eitt bollukaffi a-la amma. Ömmubollur eru að sjálfsögðu alltaf stórkostlegastar! Algerlega ölska þær. Ásamt ömmubollum var eitt stykki Valdabrauð á boðstólnum. Jú.. þið eruð að hugsa rétt. Valdi, Dossumaður, á sitt eigið brauð innan fjölskyldunnar! Þetta brauð er líka það vinsælasta í heiminum og klárast jafn hratt og ís í minni návist.

Ömmubollur

Ömmubollur á bolludegi

Valdabrauð 

 

 

 

 

 

Fór annars á nýja veitingastaðinn Tandoori í gær. Það var bara ágætlega svei mér þá hressandi og skemmtilegt. Svolítið dýrara en á Saffran en afskaplega ljúffengt og réttirnir nokkuð vel útlátnir verð ég að segja. Ég fékk mér Tandoori kjúllann. Hann var svaðalega fínn. Tandoori er samt bleikara en allt sem er bleikt, eins og átfélagi minn hafði orð á í gær "Það er alltaf eins og kjúklingurinn sé varalitaður!".

Tandoori

Glæsilega fínt

 

 

 

 

 

 

Vinnan hélt bolludaginn líka hátíðlegan. Ég góndi á nokkrar ofurbollur í hádeginu sem héngu kæruleysislega fyrir ofan alla "hollustuna" og hlógu að gangandi vegfarendum. Biðu eftir því að einhver bugaðist og fengi sér bita með hádegismatnum í staðinn fyrir í eftirrétt. Þið sjáið það sjálf, það eru allir í störukeppni við bollukvikindin!

Æðislegur salatbar

ahh.. bollur að ofan 

 

 

 

 

 

Það voru nokkrir sem stóðust ekki mátið, brustu undan álaginu með miklum óhljóðum og nældu sér í risabollu með kjötbollunum sem voru svo í matinn.

Ofurvinnubollur

Hádegismaturinn minn var svosum samur við sig. Glæsilega fínn og fallegur á að líta.

Svona líka skrautlegur

Er núna að hamsa í mig restina af þessu tandoori ævintýri. Þetta dugði mér í þrjár máltíðir mín kæru. Hádegis-, kvöldmatur og fyrir æfingu snarl!

Ég reyndi eins og ég gat að koma orðinu bolla fyrir í hverri málsgrein. Ég held það hafi næstum því tekist ágætlega. Bolla er orð sem kemst mjög auðveldlega á fyndnuorða listann minn.

Bolla bolla!

Hvað eru margar bollur í því?


Prinsessuþema og svín í teppi

Afmælis og bollumánuður með meiru! Báðar litlu frænkurnar, ásamt átvaglinu, eiga afmæli í þessum mánuði fyrir utan bolludaginn sem fær sjálfkrafa að fylgja með! Stórkostlegt alveg hreint.

Valdís Anna, 4 ára prinsessubarn, hélt upp á daginn sinn í dag.

Valdís litla sæta mús

Veitingarnar voru vægast sagt með eindæmum óskaplega æðislegar! Já takk! Látum myndirnar tala!

Svaðalegt afmælisborð pesto og baguette

ÁvaxtagleðiSvín í teppi

 

 

 

 

 

 

Heitir réttir klikka aldrei 

Pönnsur og kökur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Afmælisborðið sjálft var með flottari prinsessuborðum hérnemegin Alpafjallanna!

PrinsessuborðiðAllt sem er bleikt bleikt

 

 

 

 

 

 

Ofur prinsessukakaOg meira prinsessó

 

 

 

 

 

 

Alltaf hamagangur í eldhúsinu. Allar kerlingar að fikta í einhverju og vesenast með matvæli fram og til baka. Þarna sjáið þið Dossu þjóta framhjá á ljóshraða með bakka fullan af gúmmulaði. Valdi hangir þarna á kanntinum og þykist vera að hjálpa. Hvort hann hafi verið að hjálpa er ekki vitað, en eitthvað var hann þó að vesenast... nappaður við að ræna sér gumsi! Vaaaldi þó!

Allt að skeAllar kerlingarnar samankomnar

 

 

 

 

 

 

Takið eftir, jebb, ákkúrat þarna - sjáið hvað hann gerir á meðan kerlingarnar eru uppteknar við að tala um svín í teppi og karamellukökur!! Sakleysið uppmálað.

Valdi að stelaAhaaa... stelarinn

 

 

 

 

 

 

Sungið fyrir afmælisskvísuna. Hún krullaðist saman í litla kúlu en þótti frekar fínt að fá að blása á kertin og taka þau svo af.

Svolítið feiminAlveg að verða búið.. ennþá svolítið eimin

 

 

 

 

 

 

Má ég taka kertin af núna?Woohooo

 

 

 

 

 

 

Þessum disk gæddi ég mér svo á og jú... þið getið margfaldað þetta með um það bil milljón.

Afmælisdiskur

Æðislega fín veisla! Takk fyrir Dossan og Valdinn og til hamingju með litla sæta dýrið! Ahh... gott, gott ét! Gott, gott fólk.

Pönnsur eru bestar!


Afmælisátvagl

Þetta telst til stórtíðinda! Ekki af því að afmælið er gengi í garð, þau hafa hér með talið 26 skipti, heldur af því að veðrið er stórkostlegt og faðir minn kær er kominn heim!

4. febrúar + gott veður + pabbi heima = sjaldgæft! Vont veður, út af fyrir sig, er tíður gestur á þessum annars ágæta degi en það að pabbi sé í landi er með eindæmum gleðilegt. Annað skipti síðan átvaglið fæddist! Allt er þegar 26 er!

Afmælisátvaglspabbi

Fann annars nokkuð skemmtilega afmælisveðursfærslu sem ég skrifaði fyrir 100 árum á gamla blogginu mínu sem var með töluvert öðru móti en þessi ágætu skrif. Sælla minninga.

Skaust svo út í bakarí, jebb - bakarí! Ég hef ekki verlsað gums í bakaríi í rúm tvö ár! Afmælisgums með meiru og nei elskurnar mína, ég bakaði ekki baun sjálf! Cool

Allrahanda

Snickersterta

 

 

 

 

 

 

Rúsínuofurkaka

Ohhhh vínarbrauð klikkar aldrei

 

 

 

 

 

 

Hummus og sólkjarnaInnvolsi ofurköku 

 

 

 

 

 

Svo kom Gauja askvaðandi með klaka og kram. Þetta varð mikil veisla - Fríða hélt upp á þetta með stórskemmtilegum klaka. Segjum ekki meira um það!

Klakar bættust í hópinnUpp upp í loft 

 

 

 

 

 

Mér hefur enn ekki áskotnast afmælisbóla! Vonum að hún haldi sig fjarri!

Mikið er nú hressandi að rifja upp gamla tíma - gaman að þessu!


Allt og ekki neitt

Skírn, leti, útvarpsviðtal og matur þess á milli! Þið verðið að afsaka blogghallæri síðustu daga - það er svo assgoti mikið rót á átvaglinu þessa stundina!

En hvað er búið að gerast? Hvað er nýtt í fréttum? Hverjir fengu sér afgangs brúðartertu? Pönnsur framleiddar á mánudegi? Borðaði einhver eggjahvíturnar mínar? Súkkulaðið búið?

Ernan mín skírði litla kút á laugardaginn síðasta. Lárus Jensson Blöndal - afskaplega virðulegt og fallegt nafn.

Lárus Jensson Blöndal

Hún skírði í höfuðið á pabba sínum, afanum til einskærrar hamingju og gleði. Mér þykir sá siður afskaplega góður og fallegur. Yndisleg athöfn haldin í heimahúsi og litli herramaðurinn eins og hugur manns allan tímann. Ég mætti galvösk um morguninn til að aðsoða við snittuskreytingar, laxaskurð og kökumall.

Heimagrafinn laxPönnsur í bígerð

 

 

 

 

 

 

 

Svaðaleg maregnstertaÉg skal þrífa þetta!!!

 

 

 

 

 

 

 

Það má með sanni segja að veisluborðið hafi verið stórglæsilegt!

Glæsilegt skírnarhlaðborð

Náði reyndar ekki mynd af skírnatertunni sökum myndavélarþreytu!

Svakaleg rækju/krabbakjötsbrauðtertaSvakalega vel skorinn lax á þessum snittum!

 

 

 

 

 

 

Rice crispies kransakakan sem féll samanÞetta er svaðalegasta rjóma-maregnskaramellukaka í heimi

 

 

 

 

 

 

Enn annað listaverk - og gott... gott listaverkHamingjan sem ríkir á þessu borði er ólýsanleg

 

 

 

 

 

 

Á sunnudeginum brunaði átvaglið svo í viðtal - ójá - grautarviðtal á Kananum! Við skulum bara segja að það hafi verið mjög áhugavert og láta þar við sitja! Grin

Geir Ólafs og Eiríkur Jónsson

Tæknó

Geir Ólafs er samt sem áður velkominn hvenær sem er í graut til átvaglsins! Ég á gumsið til á lager!

Hádegismaturinn í dag var með eindæmum gleðilegur! Fiskur, grænmeti og grjón og mikið svakalega var fiskurinn vel heppnaður! Ohhh... það er svo gígantískt hamingjukastið sem undirrituð fær þegar bitið er í góðan fisk! Diskurinn líka afskaplega fríður - það verður bara að segjast!

Eðalfiskur og grjón í stíl

Eftir æfingu gleypti ég ómyndað súkk og kók og núna - ákkúrat..... núúúna er ég að japla á þessum dýrindis kjúlla, grænmeti og jújú, ómyndaðar möndlur í eftirrétt!

Bygg, brokkolí og sætar kartöflurÁsamt kjúlla

 

 

 

 

 

 

 

Þrír dagar í stuttu og laggóðu! Njótið kvöldsins snúðarnir mínir!


Umrót

Ansi margt sem þarf að huga að þessa dagana. Mikið rót í gangi sem þarfnast allrar athygli átvaglsins. Matarmyndatökur hafa því ekki verið efst á forgangslista þessa helgina en bót verður þar á í vikunni sem nú er að ganga í garð.

Er þó næstum því búin að klára myndina mína. 

Labbakútur

Ég er ekki horfin mín kæru - get svoleiðis guðsvarið fyrir það!


Hún er komin með bílpróf!!

Litla sæta frænka mín.. pff, litla.

Byrjum upp á nýtt.

Sæta frænkan min hún Guðrún Hrefna er komin með bílpróf. Hélt, í dag, upp á árin sín 17 ásamt famelíunni.

Guðrún Hrefna sætalína

Afmælisheimsókninni fylgdu kræsingar af öllum týpum, sortum og gerðum.

Allt að gerastTilbúið!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta hlaðborð þjónaði bæði átvaglinu, áferðaperranum og bragðlaukunum. Ég byrjaði á súpu!

Nohm nohm

Þið getið margfaldað þessa skál með 3. Mikil snilld. Vel hakkað grænmeti, vatn og krydd. Ekkert meira og hún rokkaði feitt! Hitti beint í mark! Svo gúllaði ég að sjálfsögðu í mig ómynduðu Sciteci og möndlum.

Valdimar, Dossumaður, stalst líka í myndavélina mína. Ég held þetta haf verið tilraun hjá honum til að koma trýninu á sér inn á bloggið mitt! Til hamingju Valdi minn, þetta tókst hjá þér! Grin

Valdi myndavélaþjófur

Valdi kaldi

 

 

 

 

 

 

Stórkostlegt fólk, góður dagur, fín afmælisfrænka og svaðalega gott ét!


Þar sem Spaghettifamelían kemur saman...

...þar er gaman! Og læti.... gamanlæti!

Já. Ég sem hélt að jólaátinu væri lokið! Afgangar og aukagums í matinn hjá Dossunni í kvöld. Ég var þó stillt. Stilltari en ég hefði getað verið. Stilltari en ég átti von á... en ég fékk mér samt ís! Ís er alheilagur "bannað að sleppa" eftirréttur.

Flestallar kerlingarnar í fjölskyldunni saman komnar í eldhúsinu. Það er ekki pláss fyrir þær allar en hverjum er ekki sama um það!

"Hræra í kartöflunum... það þarf einhver að hræra i kartöflunu" - "Ég get það ekki, er að skera laxinn..." - "Mamma, viltu láta þetta eiga sig og setjast niður" - "Kartöflurnar.. einhver" - "Ég held það sé of lítið af jafning" - "Ekki meira af múskati"- "Ertu að nota múskat?!?!?".

Spaghettíkerlingar

Á meðan bíður hinn helmingurinn, sem vit hefur á því að þvælast ekki fyrir inn í eldhúsi, og gónir á imbakassann.

Spaghettirest

Hér er svo veislu-afgangsborðið. Hversu mikinn mat er hægt að gúffa í sig ég bara spyr? Lamb, hamborgarhryggur, tartalettur, lax, laufabrauð, kartöflur, rauðkál, grænmeti... velmegunarmælirinn springur og naflinn stendur út!

Afgangaveisluborð

Mafíósar, tartalettur og lax eru þó æði fín blanda og það er ósjaldan sem slíkt er etið með bestu lyst. Tartalettur a la amma eru að sjálfsögðu ómissandi partur af áti yfir árið.

Tartalettur og auka sósaLe lax

 

 

 

 

 

 

 

Ein lettan slapp þó naumlega við þau örlög að vera étin. Tók klassíska dýfu út úr ofninum, í einn og hálfan hring með áttu og örlitlum snúning, beinustu leið á trýnið. Lét lífið í öllum hamagangnum - átta bandbrjálaðar kerlingar æptu upp yfir sig við dýfuna "Tartalettan... tartalettan er dáin"!

Leiðari tartalettu er þó ekki hægt að finna á þessari jörð held ég. Sjáið bara hvað hún er einmana!

Skafin og kvödd

Leiðasta tartaletta hérnamegin Alpafjalla

 

 

 

 

 

 

 

Ég fékk mér að sjálfsögðu möndlurnar mínar að áti loknu. Þær eru ómissandi.

mandlas

Lillurnar mínar.

Sætar mýs

Loks var piparkökuhúsið tekið fram og það brotið. Valdís Anna fékk heiðurinn af niðurrifinu! Leist ekki vel á blikuna fyrst - hafði miklar áhyggur af því að húsið myndi springa í loft upp.

Brjóta og bramla

Niðurrifi lokið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Húsið niðurrifið og jólin formlega búin.

Fyrrverandi piparkökuhús

Ahh.. gott kvöld. Mikið gott kvöld.

Úúúúhhh hvað ég hlakka mikið til sumarsins Wink


Að búa með matarbloggara

Gestaskrif. Mister Paulsen segir frá því hvernig það er að eiga heima með átvaglinu! Svona, ef ske kynni að einhver væri forvitin Wink

Paulsen

"Palli, hvernig er það eiginlega að búa með matarbloggara?" spyr fólk mig stundum kæruleysislega og ég veit aldrei hvernig á að svara. Það hefur nefnilega ýmis áhrif á daglegt mataræði ef því er öllu lýst í bak og fyrir og ljósmyndað frá öllum sjónarhornum fyrir og eftir átu. Eftir átu, þ.e.a.s. afgangarnir.

Það var fyrst svolítið skrýtin tilfinning að sitja á fínu veitingahúsi eða í fjölskylduboði og horfa girndaraugum á hvern gúmmilaðidiskinn berast á borð, á fætur öðrum, og um leið og diskurinn lendir á borðinu heyrist lítið píbb í stafrænni myndavél sem er iðulega fylgt eftir með ljósblossa. Einnig eru það viðbrigði í Gúmmilaðihellinum að sjóða saman litla ofurveislu og í staðinn fyrir að byrja að gúffa í sig, nokkrum millisekúndum eftir að gumsið dettur af pönnunni, þá er tekin við lítil helgiathöfn að skreyta diskinn extra vel og forfæra hann svo á þann stað í húsinu þar sem best lýsing er þá stundina, til að smella af nokkrum myndum.

Mig rekur í minni þegar ég var í grunnskóla og við fengum tækifæri á að upplifa áhugaverða tilraun. Stór, og rosalega súr, gulur nammibroskall var setur á borðið hjá hverjum og einum og þegar kennarinn hringdi í bjöllu áttu allir að stinga broskallinum upp í sig. Þetta var endurtekið nokkrum sinnum þar til eitt skiptið var bjallan látin hljóma en súrmetið vantaði. Viti menn, mér til mikillar undrunar fylltist skolturinn af munnvatni því líkaminn var búinn að tengja bjölluhljóminn við það að fá eitthvað rosalega súrt upp í sig. Ég get svo svarið það ég held að líkaminn sé í dag búinn að læra það að í hvert sinn sem heyrist í lágum skruðningi myndavélarinnar, þegar smellt er af, þá veit hann að tími sé kominn til að sleppa átvaglinu lausu.

Blogginu hafa fylgt misgóð tímabil. Ístímabilið var mjög gott. Grænabaunatímabilið var viðurstyggð enda tók ég ekki þátt í þeim ósóma. Sædýratímabilið gerði mig hins vegar rosalega glaðan, humar, smokkfiskur og harpa í annað hvert mál, alltaf í nýjum og spennandi búningi, já takk.

Svo gerðist hið óumflýjanlega að fleiri byrjuðu að slysast inn á bloggið heldur en bara fjölskylda og vinir. Við það breyttust öll lögmál. Skyndilega varð það gífurlega spennandi fyrir mig að klína fésinu (eða jafnvel bara handlegg) inn á myndir sem lentu á blogginu því þá leið mér eins og ég væri í sjónvarpinu, semsagt pínkulítið frægur í nokkrar sekúndur. Síðan fór það að gerast æ tíðar að ókunnugt fólk fór að gefa sig á tal við kvendið út á götu: "Hey, mér fannst banabrauðið sem þú varst með í síðustu viku frábært". Við þetta ljómaði Ellan af stolti og ég líka. Skyndilega var saklaus vettvangur til að geyma uppskriftir búinn að  breyta bakaranum ógurlega í pínkulítið celeb. Síðan í seinni tíð kom það fyrir í fyrsta skipti að einhver stoppaði MIG út á götu og sagði: "Hey ert þú ekki Palli maðurinn hennar Ellu sem er með matarbloggið? Segðu henni að bloggið hennar sé frábært", þá leið mér svolítið eins og ég væri nýja Beta Rokk, allt í einu orðinn pínulítið þekktur án þess að hafa gert neitt.

Ég hef sem betur fer ekki fundið mig knúinn, ennþá, til að fara í fínu fötin fyrir hverja máltíð ef ske kynni að handleggurinn skyldi myndast og rata, ásamt girnilegum disk af hörpuskel, inn á bloggið. Það tímabil kemur vonandi aldrei. Ég er hins vegar orðinn mjög góður í að hemja hamslaust átvaglið í að gúffa í sig öllum matnum áður en myndavélin, sem er eiginlega orðin fimmti fjölskyldumeðlimurinn (já, ég tel kettina með), nær að fókusa og smella mynd af matnum í amk tvö skipti. Þau mistök geri ég bara einu sinni Smile

Já Ella mín, mér finnst bloggið þitt frábært, þú ert frábær og bloggskrifunum vel tekið, sérstaklega þegar þau virðast framkalla með reglulegu millibili bananabrauð og ostakökur *namm*

 

Jæja... þar hafið þið það! Wicked Paulsen hefur tjáð sig! Wink


2010

2010 verður tekið með trompi! Árið 2009 fór svo gott sem allt í að komast á þann stað sem ég er í dag og það skal svo sannarlega halda. Mikil átfiesta hefur átt sér stað yfir jólatíðina og sú fiesta var ekkert nema gúrmey. Nú verður átvaglið staðfast, hreint og beint næstu vikurnar. Hlakka svolítið til þess!

Áramótin voru yndislega fín, eins og alltaf. Maturinn var stórkostlegur - þvílíkt hlaðborð. Fólkið mitt frábært og kvöldið notalegt í alla staði. Ég hef nýtt mér myndir undanfarna daga í staðinn fyrir hið ritaða mál. Ég kem til með að halda mig við það form í dag. Það er alltaf gaman að skoða myndir!

 Allir fengu höfuðfatBorðhald fyrir mat

 

 

 

 

 

Harpan gerð klár og ofurostakakan bíður inn í ísskáp. Harpan er umvafin hráskinku og einum döðlubita komið fallega fyrir ofan á ketinu.

Harpan grilluðÁramótaostakakan

 

 

 

 

 

 

Mister Paulsen

Amman og Anna Björg

 

 

 

 

 

 

Löggi og afi í miklum spælingum. Humarsúpan að verða til - þessi humarsúpa var svakaleg. Mamma og humarsúpa er snilldarinnar blanda. Það gerir enginn humarsúpu eins og mamman! Ohmnom...

Lögginn og afiHumarsúpan að verða til

 

 

 

 

 

 

RÍSÓÓÓ... HIHIIII!

Pabbi snillingurÓjá... rísó... eintóm gleði

 

 

 

 

 

 

Svaðalegasta hlaðborð hérnamegin tunglsins! Átvaglið tók einn af sínum tryllingslegu dönsum þegar á dýrðina var litið. Hné í enni, hæll í hnakka - endurtaka!

ÓMÆHÓLÍMÓLÍNESS

Humarsúpa a la mamma og fyllt kalkúnabringa með sveppasósu.

Humarsúpa

Fyllt kalkúnabringa und sósa

 

 

 

 

 

 

Rækjukokteillinn sívinsæli og grilluð risaharpa með döðlu og hráskinku. Valkvíði gerði vart við sig við matarborðið.

RækjukokteillHarpa, daðla og hráskinka - grillað - GEGGJAÐ

 

 

 

 

 

 

Afinn á sérfæði - rjúpur í sósu. Reyndar klikkað ég á því að smakka þær sökum seddu - ótrúlegt en satt. 

 Meðlæti - brauð, sósur, teiturRjúpa fyrir afann

 

 

 

 

 

Svaðalegt! Mikið ofboðslega var þetta gott! Hundrað og fimmtíuþúsund þakkir til mömmu og pabba fyrir þessa snilld.

Gamlárshlaðborð 2009

Rjómi þeyttur fyrir eftirréttina. Ég var mjög áfjáð í að aðstoða við rjómaþeytinginn. Fór ekki betur er svo að rjóminn endaði næstum því allur í hárinu á mér af einhverjum dularfullum ástæðum! Ég kvarta svosum ekki, rjómi er hamingja - hvort sem hann flækist í hári eða ekki!

Rjómi þeyttur Rjómaslettur í hári

 

 

 

 

 

 

Amman kramin og áramótunum skálað í kampavíni af átvaglinu og systurdýrinu. Harkan 780 í skálinu - þýðir ekkert annað!

Kremjum ömmunaMjög glæsilegar

 

 

 

 

 

 

Áður en eftirréttir voru gleyptir sprengdum við flugelda! Jebb - seddan náði hámarki tvær mínútur í skaup og sykrinum ekki hleypti inn í systemið fyrr en eftir flugelda og sprengingar.

FlugeldamaðurinnKveikjum eld, kveikjum eld

 

 

 

 

 

 

meira fínt

Fínt

 

 

 

 

 

 

Systurnar síkátu fara úr hálsliðnum við að horfa á ljósasýninguna!

 Ellan og SvabbanWheee

 

 

 

 

 

 

EFTIRRÉTTIR! JÍÍHAAWW!

Ostakakan var góð. Svakalega góð á bragðið en varð að klessu þegar ég skar í hana! Stórkostlegt! Ef Cheesecakefactory væri með þessa á matseðlinum myndi hún líklegast heita "Cheesecake blob with an oreo crust and two gallons of caramel sauce"! Eins og mister Paulsen sagði "Elín... má bjóða þér ostaköku með þessari karamellusósu?"

Note to self: Baka næstu ostaköku lengur og hafa karamellugleðina til hliðar! Cool

Uppáhalds uppáhald

Ostakökuklessa

 

 

 

 

 

 

Hitt Ásbúðarfólkið, restin af mafíósunum, rölti yfir til okkar eftir miðnætti og við tók spjall, nart, söngur, meira nart og notalegheit. Mjög jákvætt alltsaman... mjög jákvætt!

Pabbi spilastrumpur og "litla" dýrið hún systir mín.

Pabbi og SvabbiAllir saman saman

 

 

 

 

 

 

 

Dossa hvarf

 

 

 

 

 

 

 

Pall er harkan 781 mínus kampavínið á meðan Valdís Anna sætamús er sátt við mjólkurglas og grautarskál.

PaulsenValdís Anna

 

 

 

 

 

 

 

Pabbi fékk gítarfrí og ég tók við spilinu! Það var mikið sungið þetta kvöld!

Pabbi og loðkvikindiðOn the cover of the Rolling Stooones

 

 

 

 

 

 

 

Nýtt ár, ný markmið, nýjar áskoranir. Ég held að þetta verði flott ár mín kæru! Ég finn það á mér! Joyful


Árið senn á enda

Jú, ég ætla sko að láta vaða og lista upp árið. Höfum þetta í léttari kanntinum. Það vita allir hverjar "vondu" hliðarnar eru! Fljótt að líða... það verður að segjast.

Ég byrjaði á því að blogga um matinn minn í von um að geta haldið utan um daglegt át og góðar uppskriftir. Bloggið breyttist þó með tímanum í almennt matarblogg með sögulegu átvagls ívafi. Góður staður til að lista upp allar syndir og ósyndir. Aldrei datt mér þó í hug að svona margir færu að lesa hripið hvað þá sækja innblástur í það sem ég geri. Það er stórkostlegt! Ég verð alltaf mjúk og meyr í hjartanu þegar ég hugsa um það og þykir æðislegt að vita að það séu einhverjir sem geta nýtt sér kvakið í mér. Hvort sem það sé í átt að nýjum lífstíl, viðbót við þegar mótað hátterni eða örlitla fjölbreytni í daglegt át. Æðislegt! InLove

Eins og með öll önnur ár sem líða þá hefur margt átt sér stað. Gleðilegt og ógleðilegt. Nákvæmlega eins og það á að vera. Ég var svellköld í byrjun árs, hörð á því að setja sykur aldrei viljandi inn fyrir mínar varir. Jah - þið sjáið hvernig sá gamanleikur fór Smile Ástæðan fyrir því að hefja sykurinntöku á ný var þó meðvituð, með vilja og ásetningi skráð í sögubækur. Mér þykja kökur, ís og einstaka súkkulaðimoli of mikið gúrmey til að sleppa alfarið. Sykurátinu var þó stillt í hóf við tiltekna daga og/eða minni skammta. Hentar vel og loksins núna er ég að komast upp á lagið með að hemja mig í sykuráti og því sem ég tel raska ró míns ástkæra skrokks. Magnað hvað matur getur skriðið undir skinnið á manni og tekið sálina í gegn! Ég vann þá orrustu á endanum - sátt við staðinn sem ég er á í dag! Óje! Heilsusamlegt "samband" við mat - ef það er þá til!

Ræktarmál fara síbatnandi og brennsla hefur verið keyrð niður til muna. Þvílík dásemd og gleði. Ungfrúin styrkist og heilsan batnar. Í byrjun árs tók ég 24 kg. í bekk, núna tek ég 40. Það þykir mér stórgott! Sömu sögu er að segja um hnébeygjuna góðu ásamt nokkrum velvöldum æfingum. Þolið glæst! Ég er eins og dvergarnir - mjög hættuleg á stuttum vegalendum. Jájá! Ég er einnig 2 kg. þyngri en ég var í byrjun árs en þó passa öll föt betur á mig. Tók líka eftir því um daginn að ég er allt í einu komin með kúlurass! Jább! Rass og læri fyrir allan peninginn og ég fíla það vel.... Palli líka! Cool

Ég er búin að innbyrða um það bil 1539 eggjahvítur á árinu sem er að líða og svolgra í mig 16 pökkum af höfrum!

Ragga Nagli sýndi það og sannaði að stelpuNaglar standa svo sannarlega fyrir sínu!

Hellirinn var tekinn í gegn.

Ég fékk ekki svínaflensu.

Í kringum mig komu í heiminn átta glæný börn.

Ég fór til Boston og fékk ostakökur og löngu gleymdan pecanhnetuís frá Ben og Jerry's.

STARBUCKSButter pecan smakk

 

 

 

 

 

 

 

Tvöföld súkkulaðiostakakaKökudeigsostakaka

 

 

 

 

 

 

 

Ernan mín eignaðist sitt fyrsta afkvæmi. Hann er yndislegur!

Litli Ernu og Jensasnúður

Ég fór á tvennar árshátíðir á Selfossi og hélt tvær þakkargjörðar-háð-tíðir, önnur með hallogen-ívafi.

Nasty burger

Mister Paulsen og átvaglið

 

 

 

 

 

 

Gleðiborð án flass - Hjölli í góðri sveifluOhm nom nom

 

 

 

 

 

 

 

Fyrsta skipti sem mister Paulsen er í bænum yfir jólin en ekki á Höfn. Það var gaman.

Ells und Palls

Í framhaldi af því var fyrsta jólatréð skreytt. Lilli Au í öllu sínu veldi.

Skreyttur Lilli AU

Ég braut allar leikreglur og snobbaðist til að kaupa mér Kitchen Aid. Vélin er draumur í dós! Ég legg til að allir sem eigi Kitchen Aid hittist og Kitchen Aid-i í staðinn fyrir að "lan-a".

Kitchen Aid

Við fjölskyldan héldum rúmlega 17 matarboð í sumar og eldhúsið hennar mömmu dó í framhaldi af því.

Júróvisjón hamborgaraveisla Frábært fjölskyldukvöld og matur í stíl!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég keypti RAUÐA KASSANN!

Innihald rauða kassans

Ég borðaði upp úr rauða kassanum.

Borðaði líka upp úr plastboxum!

Lærði að búa til sushi!

Suhi að verða að veruleika

Sveiflaði kjúkling í hringi í Stegepose!

Flughænsn

Ég gekk í gegnum grænt tímabil á árinu!

Banana og spínat prótein drykkur - geggjaðBanana og spínat prótein ís með ávöxtum og crunchi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rækjutímabil!

Risarækjur á salatbeði

Möndlu og kanilrækjur

 

 

 

 

 

 

 

Skyrgumstímabil!

Hreint Kea skyr, frosin hindber og möndlurSkyrgums með grænu epli, jarðaberjum, kanil og pecanhnetum

 

 

 

 

 

 

 

"Ís" tímabil.

Prótein- skyr ís með frosnum jarðaberjum, banana og crunchi! Banana og spínat, prótein ís með frosnum jarðaberjum, bláberjum og quinoa fögum

 

 

 

 

 

 

 

Grænu bauna tímabil!

Eggjahvítukaka með reyktum laxi, salsamauki og baunum.Kjúklingabringa og ristuð brún grjón með auka grænum baunum

 

 

 

 

 

 

 

Bjó til miiiikið af hafragraut!

Hafragrauts Splitt Hafrakaka með skyr-próteinblandi, ávöxtum og hnetum

 

 

 

 

 

 

 

Grautur með skyri, ávöxtum, hnetum og múslíKaramellukenndur jarða- og bláberja próteingrautur

 

 

 

 

 

 

 

Uppgötvaði banana ís! Mér til mikillar hamingju!

Banana soft serve

Lá í hengirúmi góðan part sumars.

viðbrenndar tær

Kíkti á Höfn til tengdó!

Klettabrekka

Ég var beðin um að vera með "matargreinar" í fréttablaðinu og mogganum. Kjúklingasalat og kókoskúlur. Það var mjög skemmtilegt.

Ferskt, ávaxta og kjúklingasalat með kasjú- og valhnetumKókoskúla

 

 

 

 

 

 

 

Keypti mér nýtt rúm!

Flikk

Ég náði að borða 2,5 200 gramma hambó í sumar með brauði og allesklar. Þetta þótti mér mikið afrek.

Hamborgarar og lamb. 200 gramma kvikdindi!

Ég klippti á mig þvertopp og litaði hárið dökkt. Síðan þá hef ég verið kölluð Kleopatra og Prins Valíant!

Jól 2009

Mamma fékk loks að þefa af skunkafýlu!

Jú.. það var skunkalykt

Ég uppgötvaði uppáhalds hafrapönnsurnar og hafraskonsurnar mínar.

Ég bakaði eins og vindurinn fyrir jólapakkann í ár.

Karamellupopp í bígerðGeggjaðar saltkringlur

 

 

 

 

 

 

Skytturnar þrjárDaim hnetukaramella

 

 

 

 

 

 

Hafrakökur, spesíur og súkkulaði-brownieSnjóboltar - kókosboltar

 

 

 

 

 

 

 

Borðaði mikið, mikið... mjög mikið af góðum mat!

Ég bakaði áramótaostaköku og hlakka mikið til að bíta í hana í kvöld! Vona að hún standi undir væntingum amerísku ostakakanna! Það kemur í ljós á eftir og þið látin vita á morgun!

Enduruppgötvaði hvað ég er ríkt átvagl!

Uppáhalds fólkið mitt

Spaghettisen 

Uppgötvaði líka hversu heppin ég er að hafa ykkur. Finnst næstum eins og ég "þekki" mörg ykkar sem kommentið oft hjá mér og væri mikið meira en til í að hitta á ykkur einn daginn!

Elsku bestu. Ég vil þakka ykkur kærlega fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða! Ég væri án efa löngu hætt að nenna þessu ef það væri ekki fyrir ykkur, fjölskylduna mína og vini. Takk yndislega vel fyrir alla jákvæðu straumana og fínu fínu kommentin. Þið eruð snilldarlegir hattífattar!

Verið góð hvert við annað, gangi ykkur vel með að ná öllum ykkar markmiðum fyrir árið 2010, stórum sem smáum - á hvaða sviði sem er, og munið að mótstöður eru ekkert annað en áskoranir sem þarf að tækla!

Gott ár að baki!

Gleðilegt nýtt ár strumparnir mínir! Megi 2010 færa ykkur hamingju og gleði í ýmsum myndum, máli og dularfullum formum! Svoleiðis form eru alltaf best!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband