16.12.2009 | 16:16
Allt sem er grænt, grænt
Svooo góður hádegismatur. Hakk og avocado er mikil snilldarinnar blanda í sínu einfalda sjálfi. Saltað og piprað hakk á móti rjómakenndu avocado. Úhúhúuú! Fyrir utan ofurbragð og ánægt átvagl þá gladdi þessi matardiskur augað óstjórnlega! Grænt virðist gera allt svo fínt og fallegt. Nema mygluost - hann er ekki guðdómlegur á að líta!
Síðasta vinnujóladagatalsgjöfin komin í hús.
Allt jólagóssið mitt! Mjög tilfallandi og skemmtilegt! Vantar reyndar inn á þessa mynd tvö súkkulaðiegg sökum Palla og eitt málband sem ég geymi vel og vandlega í töskunni minni!
Farin að búa til karamellur. Karamellur eru einn af mínum veikleikum, ég gæti borðað þær að eilífu. Karamellur eru góðar me... við skulum ekki klára þessa setningu!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hádegismatur, Holla fitan, Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 11:55 | Facebook
Athugasemdir
massívt skemmtilegt þetta dagatal ... er það þín hugmynd eller hvad?
Ég held ég geti með sanni sagt að ég er komin með upp í kok af sykri og því les ég bloggið þitt í gríð og erg til að fá hugmyndir að bættum lífsstíl Takk fyrir hugmyndirnar
Ásta (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 22:47
Jah, það var nú afskaplega lítið - mín er barasta ánægjan.
Jóladagatalið er æði. Vildi óska að ég gæti eignað mér heiðrinn en vinnan sá um að útbúa þessa gleði og dreifa á liðið. Er að spögúlera í því að nýta mér þetta fyrir næstu jól.
Elín Helga Egilsdóttir, 17.12.2009 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.