14.12.2009 | 19:17
Súkkulaði- brownie smákökur með hvítum- og dökkum súkkulaðibitum
Ef þú notar gott dökkt súkkulaði í þessar þá er súkkulaðiþörfinni fullnægt fyrir daginn ef ein kaka er kláruð. Þetta er hálfgerður blendingur á milli brownie súkkulaðiköku og smáköku. Stökk skorpa, mjúk miðja - mmm, nauðsynlegt að drekka mjólk með! Bæði Palli og Svabba fóru hamförum!
Svakalegar súkkulaði- brownie smákökur með hvítum- og dökkum súkkulaðibitum
225 gr. gott dökkt súkkulaði, smátt saxað
4 msk mjúkt smjör
2/3 bolli hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
2 egg
3/4 bolli púðursykur
1 tsk vanilludropar
340 gr. súkkulaðibitar (dropar t.d.). Ég notaði 240 gr. dökka og 100 gr. hvíta.
1 bolli t.d. valhnetur - má sleppa. Ég notaði þær ekki.
Aðferð:
1. Hita ofn í 175 gráður.
2. Setja smátt skorið súkkulaði og smjör í örbyljuörugga skál (gott orð ekki satt?) og hræra í með 20 sek. millibili þangað til súkkulaðið er bráðið. Hræra þá súkkulaðinu samanvið smjerið.
3. Í annarri skál hræra saman hveiti, lyftidufti og salti og setja til hliðar.
4. Í enn annarri skál hræra saman sykri, eggjum og vanilludropum þangað til létt og ljóst. Þá, hægt og rólega, bæta súkkulaðiblöndunni út í og loks hveitinu. Rétt hræra hveitið samanvið og þá hella súkkulaðibitunum út í og hærra til að blanda alveg.
5. Setja rúmlega msk. (má vera minna) með 3 cm millibili á bökunarpappír og baka í 12 - 15 mínútur. Snúa plötunni 180 gráður eftir helmingur bökunartímans er liðinn (6 mín) og klára að baka. Þær eru tilbúnar þegar brúnir kökunnar eru nokkuð þéttar, kakan glansandi, yfirborð sprungið en miðjan mjúk.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bakstur - "óhollt", Svindl | Breytt 24.9.2010 kl. 11:53 | Facebook
Athugasemdir
Ó Elín! Þetta lítur guðdómlega út, munnvatnskirtlarnir tóku við sér og það lá við að ég æti skjáinn! Mmmmmmmm.....
INam (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 20:25
Þú kemur í jólakökur bráðum! Ójes!
Elín Helga Egilsdóttir, 14.12.2009 kl. 20:42
Dona er bara nammerí, píni Halla ven minn á morgun til að gefa mér einz & eina tveggja únzu 70& zúkkulaðiplötu...
Steingrímur Helgason, 14.12.2009 kl. 22:51
Ótrúlega mikið nom! Eins og með franska súkkulaðiköku, þá er eiginlega bara hægt að borða eina. Súkkulaðimælirinn fyllist og áferðaperrinn fellur í yfirlið!
Elín Helga Egilsdóttir, 15.12.2009 kl. 09:09
mmm ... munnvatnskritlarnir fóru á fullt við þessa sjón og nú langar mig að þjóta heim og prófa þessa uppskrift hver veit hvað maður tekur upp á að bardúsa í kvöld .. takk fyrir þetta
Ásta (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 09:44
Jiminn hvað þessar eru rooooosalegar. Eru þær svoldið seigar. oooohoohohohoh. Fæ alveg súkkulaðigæsahúð!
Erna (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 10:40
Já.. mjúkar í miðjuna, nokkuð mjúkar í kanntana, stökkar í endann. Ákkúrat eitthvað fyrir mig. Brownie blendingur *gleði*
Elín Helga Egilsdóttir, 15.12.2009 kl. 11:05
SSLLEFF..slurpp.. vá ég ætla sko að baka þetta um helgina og kannski hollusta uppskriftina aðeins upp... og ath hvort þaðsé ok.. en samt enga hafra..kallinn verður alveg brjál ef hann finnur hafrabragð HAHA
Heba Maren (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 12:37
Úúú.. um að gera að hollusta upp og deila með alheiminum. Sérstaklega ef vel tekst til!
Elín Helga Egilsdóttir, 15.12.2009 kl. 14:12
mmmmmmmmmmm bakaði svona næstum því alveg eins um daginn, þær hétu ''outrageous chocolate cookies'' og þær stóðu svo sannarlega undir nafni! mmmmmmmm Vel gert Elín, þú færð plús í kladdann hjá súkkulaðiguðunum!!!
Helena (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 19:56
Yöss - búin að vera að reyna að safna upp í þann kladda! Færist einum plús nær markmiðinu... sem ég veit ekki alveg hvað er ennþá... en það mun verða stórkostlegt þegar að því kemur!
Elín Helga Egilsdóttir, 16.12.2009 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.