Hýðisgrjón í hádeginu og kalkúnakjöt á kvöldin

Hrísgrjón eru góð grjón. Hýðishrísgrjón eru æðisleg grjón. Það er svo gaman að bíta í þau og borða. Áferðin fullkomin og bragðið skemmtilegt.

Eggjahvítur örbylgjaðar.

Örbylgjaðar, stappaðar eggjahvítur

+

Dásemndargrjón soðin.

Hýðisgrjón

+

Grænmetið pamað, saltað og ofnbakað.

Ofnbakað grænmeti er ljúffengt

=

Eðalfínt hýðisgrjóna og eggjahvítugums með soja og ofnbökuðu grænmeti

Æðislegt, æðislegt hrísgrjónagums í skál. Toppað með smá steinselju og soja hellt yfir. Heitt, ofnbakað grænmeti er svoddan glimrandi Guðmundur. Sætur rauðlaukurinn bráðnar líka upp í manni.... mmm. Sojan var svo punkturinn yfir i-ið. Úhhúúh!

Hýðisgrjón, eggjahvíta, soja og ofnbakað grænmeti

Svo er þakkargjörðin í kvöld. Hugsið ykkur hvað þetta er búið að vera fljótt að líða. Þegar ég byrjaði fyrst að telja þá var röðin svona: Þakkargjörð í foreldrahúsum, tvær árshátíðir, matarboð, þakkargjörð númer tvö, Boston, jólahlaðborð, bökunarhelgi og jólin. Núna er það þakkargjörð númer tvö, Boston, jólahlaðborð, bökunarhelgi og jólin. Hihihihi... þegar kvöldið er búið þá eru 4 eftir af 9!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband