Ofnbakað rósakál

OH ÉG FÉKK SVO GÓÐAR FRÉTTIR Í DAG! Ég er öll bubbly og hamingjusöm í hjartanu! *gleði* Joyful 

Er að taka til kvöldmatinn í dag og matinn fyrir morgundaginn. Þá umbreytist eldhúsið mitt í haug af allskonar... allskonar! Snyrtilegt, ekki satt?

Hrúga af allskonar allskonarAllt að gerast í eldúsinu

 

 

 

 

 

 

En svo við snúum okkur að rokkstjörnu dagsins. Rósakál... hvar hefurðu verið allt mitt líf? Þetta datt mér ekki í hug. Fann þessar krúsíbombur í búðinni um daginn og ákvað að prófa. Hreinsaði smá, skar í tvennt, skellti í fat með gulrótum og olíu, saltaði, pipraði og beint inn í 200°C heitan ofn.

Rósakál og gulrætur á leiðnni í ofninnRósakál og gulrætur, krispí og bjútifúl

 

 

 

 

 

 

Leifði þeim að hangsa þar í dágóða stund, hrærði aðeins í gumsinu aftur og inn í ofn í 5 - 10 mín í viðbót. Hefði mátt vera lengur upp á áferð - en ég var of svöng og gat ekki beðið. 

Vel kryddað og sterkt hakk með sveppum ásamt rósakálsgleðinni

Fallega brúnir og fínir knúbbar og... bíðið aðeins... GÓÐIR! Alveg svakalega góðir - stökkir og skemmtilegir að bíta í að utan, karamellukenndir að innan. Ohh, gleðilegt nokk. Ætla að tilraunast með þessa dýrð við tækifæri. Ég var gríðarlega hamingjusamt kvendi á meðan áti stóð. Þvlílíkt nammi. Hakkið steikti ég með sveppunum, saltaði, pipraði og chilli-aði veeel. Reif mjög vel í eins grámuskulegt og það lítur út á þessari mynd.

Svo er hleðsludagur á morgun. Já nei takk, ekki aftur hleðsla á laugardögum. Búin að setja saman smá seðil sem hentar vinnudegi - ekkert ofur, en tilhlökkunarvænt.

Viljið þið svo sjá...

Biscotti, fyrsta umferðBiscotti, önnur umferð

 

 

 

 

 

 

 

Allt biscotti saman samanBiscotti, up close and personal

 

 

 

 

 

 

...oh my babies! Smjör biscotti (dökkur) vs. ólífu olíu biscotti (ljós). Þessir dökku voru betri. Stökkir, bragðgóðir og skemmtilegir að bíta í. Ljósu voru svaka fínir líka, nokkuð stökkir, svolítið skonsulegir en hinir unnu með ansi mörgum stigum bæði hjá Paulsen og smökkurunum niðrí vinnu. Ætla að prófa mig áfram með súkkulaði biscotti um helgina.

Ég gerði líka stórt og mikið skammastrik í síðustu viku. Stóðst ekki mátið og keypti RAUÐA KASSANN!

Fylgist með. Rauði kassinn verður afhjúpaður innan tíðar!

Vina þakkargjörð um helgina og svo Boston. Tíminn líður hraðar en það tekur átvaglið að borða ís!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búbblí hamingja er góð hamingja

dossa (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 23:58

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jáf... sérstaklega þegar fréttirnar sem maður fær orsaka bubblí-ið

Elín Helga Egilsdóttir, 27.11.2009 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband