14.11.2009 | 16:11
Bráðnauðsynlegur kjúlli
Ég og vigtin saman út að borða... Palli fékk að vera memm. Ekki baðvigt, onei, litla sæta uppáhals eldhústækið mitt.
Langaði í Saffrankjúllann í hádeginu. Kom ekkert annað til greina. Mig dreymdi hann meira að segja í nótt. En þar sem matarplan segir "vigta matinn" og ég er fasískari en allt þá ákvað ég bara að grípa vigtina með. Ekki horfa svona á mig... þetta var barasta ekkert vandamál!
Semi Zoolander er "Vandaa siiiiiig" svipurinn minn.
Passaðu þig... það er svangt!
Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég ekki spáð í þetta frekar en sokkana mína þar sem dagurinn í dag er hinn allra heilagi nammidagur. Árshátíðin í kvöld og suddalíferni síðustu viku leyfðu samviskunni það hinsvegar ekki. Samviskunni skal hlýða. Saffran kjúllann fékk átvaglið og gúllaði nauðsynlegheitunum í sig... jah... samviskulaust.
En almáttugur minn - ekki halda að ég stundi veitinga-/skyndibitastaði vopnuð vigtinni! Onei. Átvaglið myndi stöðva það hratt og örugglega.
Ætla að hræra mér skyrgums og halda af stað á árshátíð numero dos, sama stað og síðast. Deja vu?
Njótið helgarinnar fína fólkið mitt.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Kjúklingur/Kalkúnn, Út að borða | Breytt 24.9.2010 kl. 11:26 | Facebook
Athugasemdir
Hvernig fór með kjúllann eftir vigtun ? Þurftirðu að leyfa miklu?
Unnur sem er heilluð af síðunni (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 20:07
sæl og blessuð,
langar aðeins að forvitnast,vigtar þú allan mat sem þú færð þér,eru á svokölluðum danska kúr,hef heyrt af honum reyndar bara jákvætt,hef sjálf verið mikið að pæla hvort ég eigi að demba mér í danska og vigta allt sem ég borða
sendi þér kveðjur fyrir frábært innlegg í bloggheiminn
kv húsfreyjan
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 15.11.2009 kl. 10:10
Unnur: Heyrðu það er rétt - ég lét það ekki fylgja með! Þetta var rúmur helmingur af kjúllaskammti sem ég fékk í þetta skiptið. Næstum því öll grjónin. Kannski 1 dl. af grjónum sem sluppu við átið
Anna Ágústa: Takk kærlega fyrir mig. Ég er í fjarþjálfun og matarplnið sem ég fékk með þjálfuninni krefst þess að ég vigti ofan í mig. Fyrsta skipti á ævinni sem ég geri svoleiðis. Hélt það myndi verða svakalegt vesen, en svo er ekki. Heldur mér amk. mjög vel við efnið Líka smá tilbreyting.
Elín Helga Egilsdóttir, 15.11.2009 kl. 10:50
og.. ef maður má spyrja svona til að fá smá tilfinningu fyrir þessu. Hversu mikið máttu borða af kjúllanum og grjónunum svo að það sé ''löglegt''?... :)
Helena (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 13:03
Ég skrifaði undir þagmælskusamning við hana Röggu þegar ég byrjaði hjá henni þannig ég má eiginlega ekki kjafta En ég get þó sagt þér að það fer allt eftir því hver markmiðin þín eru. Fitutap, uppbygging, viðhald
Elín Helga Egilsdóttir, 15.11.2009 kl. 16:26
Snilld að nota vigtina bara ! Svona á að gera þetta ! Haltu áfram að blogga ! Þú heldur mér og öðrum við efnið ! :=) uppskriftirnar þínar eru æðislegar !
Laufey Sig.
Laufey Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.