12.11.2009 | 16:08
Ég dreg enn andann
Og andinn... dregur mig?
Þá eru blessuð veikindin loksins búin. Loksins... 7, 9, 13! Mikil törn í snýtingum, almennum verkjum og vorkunn. En þetta hafðist á endanum. Ekkert merkilegt í matarmálum þessa vikuna en herre gud og María mey hvað ég hlakka til að fara í ræktina á morgun. Skrokkurinn á mér íkir og skríkir við þá tilhugsun. Magnað hvað rúst á matseðli og almennri heilsu gerir við kroppinn. Líka magnað hvað átvaglinu er nákvæmlega sama hvað ofan í skrokkinn fer þegar smá veikla hellist yfir. Allar heilagar reglur sem viðkoma matar-/æfingaprógrammi og almennu "heilsuáti" fjúka út fyrir lofthjúpinn og það sem hendi er næst er étið með mikilli áfergju. Sama hvort það sé epli eða pizzusneið! Þar af leiðandi verður svakalega gott, hressandi og hamingjusamt að komast í gírinn aftur.
Ég gerði reyndar veiklulega tilraun til að útbúa spelt súkkulaði-pecan bananabrauð í dag. Þetta kvikindi þarf svo sannarlega að betrumbæta áður en vottur af uppskrift dettur inn á þetta blogg. Reyndar afskaplega bragðbott, það vantar ekki - en áferðin. Ó elsku fólkið mitt... ógeðisáferð! Svolítið svipað og formkaka (jebb, þær eru ekki í uppáhaldi hjá mér).
Ekki nóg með það að brauðið sé þurrt og svolítið hart/stammt heldur lítur það út eins og blóðmör! Jæja, það myndi svosum líta út eins og blóðmör þó þetta væri fullkomnasta súkkulaði bananabrauð í heimi sökum litarins. Hmm... þarf líklegast meira af olíu/vökva á móti spelti og kakó. Reyni aftur.. og jafnvel einusinni enn áður en ofurbrauðið verður til.
Það gæti jafnvel verið að ég sé að æfa mig fyrir jólapakkann! Hver veit... hann verður æði. Smákökur, konfekt, karamellupopp, biscotti, smábrauð! Svo mörgu úr að velja
Ætla líka að nýta tækifærið og óska Dossunni minni og Valdanum alls sem er gott í heiminum og stórt knúst til ykkar (t-ið á að vera í knús(t), ég lofa)
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Hugleiðingar | Breytt 24.9.2010 kl. 11:24 | Facebook
Athugasemdir
Hungradur (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 17:05
Einmitt það sem ég sagði
Elín Helga Egilsdóttir, 12.11.2009 kl. 17:25
Awwwww - vér þökkum knústið og segja bara right back at ya
sinnum 10!!!!
Dossan (og Valdinn) (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.