26.10.2009 | 14:51
Ljóshraðamatur
Áttu tilbúin grjón, bygg, couscous? Það alltaf gleði að búa til "grjóna" mall. Það heppnast nú yfirleitt alltaf vel, það er gaman að bíta í grjónin og gumsið slekkur á svengdinni.
Bygg, örbylgjuð gulrót, smátt skorinn rauðlaukur, hot salsa, hot sauce, smátt skorið jalapeno og örbylgjaðar eggjahvítur.
Hrært saman og hananú! Flott í hádegismatinn - tekur jafn langan tíma, ef ekki styttri, að hræra saman eins og að fara út í búð og kaupa eitthvað!
Svo var þetta líka bara svo assgoti gott á bragðið! Nefrennsli og heitur haus fyrir allan peninginn! Almennilegt!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hádegismatur, Kjúklingur/Kalkúnn | Breytt 24.9.2010 kl. 10:43 | Facebook
Athugasemdir
Sammála. Leifar ét ég upp med glödu gedi...sérstaklega ef thaer eru hottadar upp med hot sauce eda hot salsa.
Hungradur (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 17:49
Hæ Elín! Ég fann mig knúinn til að kommenta hérna og segja að þetta hljómar hrikalega illa og lítur ekki vel út hahaha...
Andri gamli vinur (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 18:20
Hahahahahaha Ég býð þér í mat og gef þér þurrar eggjahvítur, eina gulrót og smá sag!
AFI ÞINN VAR RUGLUDAGLLUR... veit hinsvegar ekkert hvernig það kemur þessu máli við, en þó skal það standa!
Elín Helga Egilsdóttir, 26.10.2009 kl. 18:33
HAHAHAHA!
Erna (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.